Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1999, Blaðsíða 15
FTMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1999 15 Margir kaupa sér þrif á íbúðum fyrir jólin vegna tímaskorts: Um 20 þúsund fyrir 100 fm ibúð Flestir gera hreint fyrir sínum dyrum áður en árið er liðið og á það sérstaklega við þegar jólahá- tiðin fer í hönd. Hreingerningar má túlka á margan hátt og er smá- hreingerning á sálartetrinu oft góð og í raun nauðsynleg til að bægja burtu sárindum eða sættast við sig og sína nánustu. En það er i mörg hom að líta og við þurfum ekki að leita lengra en í næsta horn á vistarverum okkar til að koma auga á ryk og önnur óhreindindi en þau hafa tilhneig- ingu til að nema þar staðar. Flest tökum við nú sérstaklega til hend- inni og þrífum heimilin fyrir há- tíðamar til að allt sé skínandi fínt og óhreinindin trufli ekki jóla- Þrif án fyrirhafnar DV hafði samband við nokkur fyrirtæki sem starfa á sviði hrein- gerninga. Talsmenn þeirra segja að mesti annatíminn sé fyrir jólin. Mest er að gera í að þrífa íbúðir og teppi á göngum fjölbýlishúsa. Marg- ir viðskiptavinanna eru eldri borg- arar sem vilja fremur borga fyrir þjónustuna en að leggja á sig þessa viðbótarvinnu fyrir hátiðarnar. Einnig er töluvert um að ibúðareig- endur kaupi þrifþjónustu áður en þeir flytja í nýtt húsnæði. Þrif á 100 fm íbúð kosta yfirleitt um 20.000 krónur en verðið er breytilegt eftir því hvort innréttingar eru teknar með í reikninginn eður ei. Verðið hér að ofan miðast við gagnger „húsmæðraþrif'. Greiða þarf aukalega er veggir eru þrifnir en i þau verk eru notaðar sérstakar vélar. Gardínuþrif Ekki má gleyma gardinunum. Eitt þeirra fyrirtækja sem þrífa rimlagardínur er Efnabær. Þar er fólki boðin heimsendingarþjónusta en þá em rimlagardínumar sóttar og settar upp að þrifnaði loknum. Verð fyrir þrif á hvern fermetara rimlagardína er þá 550 krónur. Verðið er hins vegar 468 krónur ef fólk kemur sjálft með gardínurnar og sækir þær. -hól haldið. En það eru ekki allir sem hafa getu eða tíma til að þrífa híbýli sín. Margir starfsmenn fá nánast ekkert jólafrí og á það ekki síst við um verslunarfólk sem margt er orðið örþreytt eftir vinnuálag þeg- ar sest er niður við jólasteikina. Sumir vilja einfaldlega ekki eyða dýrmætum tíma í þrif og hafa fjár- hagslega getu til að ráða til sín manneskju sem sér um vikuleg eða mánaðarleg þrif. Enn aðrir ráða til sín sérhæft fólk þegar taka á allverulega til hendinni. Heita vatnið getur verið varasamt Orkuveita Reykjavíkur i samstarfi við Árvekni hefur undanfarið staðið fyrir forvamarátaki til að vekja fólk til umhugsunar um þær hættur sem heita vatnið getur valdið. Lands- mönnum er því bent á að athuga blöndunartækin vel og huga að notk- un vatnsins. Dæmin eru nægilega mörg til að ástæða þykir að vekja fólk til vitundar um að umgangast og fara varlega í umgengni við heitt vatn. Brunaslys á börnum af völdum heita vatnsins geta haft í fór með sér ára- langa baráttu en heitt vatn er algengasti slysavaldur ungra bama. Inniskór fyrir konur, börn og karla Hver vill láta sér vera kalt á tán- um um jólin? Þeim sem hafa leitað að inniskóm fyrir aldrað fólk er bent á að þá er hægt að finna i Bón- usskóm á Hverfisgötu 89. Þar er hægt að kaupa inniskó á góðu verði fyrir alla i fiölskyldunni og úrvalið er nægilegt. Búðin er opin frá kl. 12-18 virka daga. Breyttar áherslur Vinnufatabúðin hefur nýverið hafið innflutning á hinu vinsæla vörumerki Henry Choice street- wear herrafatnaði. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi fatnaður fæst hér á landi en fyrirtækið sérhæfir sig í herrafatnaði fyrir aldurshópinn fyr- ir 18 - 35 ára. Þetta er hágæða fatn- aður sem samanstendur af peysum, buxum, bolum og jökkum. Fatnað- urinn verður boðinn á sama verði og á hinum Norðurlöndunum. O I V ZJL.I í. 28"CTV-9Z70 NICAM STEREO • ísl. textavarp • BLACK MATRIX mynd- lampi • 2 EURO SCART tengi • S-VHS inngangur • Full- komin fjarstýring • Sjálfvirk stöðvaleitun • Stórir hljómmiklir hátalarar að framan »Allar aðgerðir á skjá • Heyrnartólatengi MATRIX myndlampi • 2 EURO SCART tengi • S-VHS inngangur • Fullkomin fjarstýring • Sjálfvirk stóðvaleitun • Stórir hljómmiklir hátalarar að framan • Allar aðgerðir á skjá • Heyrnartólatengi aiuia NICAM STERIO • NTSC afspilun á PAL sjónvarpi • 6 hausa með Long Play • JOG hjól á tæki Sjálfvirk stöðvaleitun - Innsetning • Audio /Video tengi að framan • Einnar snertingar afspilun eftir upptöku • Sjálfhreinsandi myndhaus • Stafræn myndstilling • Fullkomin fjarstýring • 2 EURO SCART tengi 4 hausa LONG PLAY • NTSC afspilun á PAL sjónvarpi • Einnar snertingar afspilun eftir upptöku • Allar aðgerðir á skjá • Alsjálfvirkt • Rauntímateljari • Miðjuhlaðið • Sjálf- hreinsandi myndhaus • Stafræn myndstilling • Fullkomin fjarstýring • EURO SCART tengi. 21"CTV-9Z54 NICAM STEREO • ísl. textavarp • BLACK MATRIX mvndlampi • EURO SCART tengi • Fullkomin fjarstýring • Sjálfvirk stöðvaleitun • Stórir hljómmiklir hátalarar að framan • Allar aðgerðir á skjá SeSSsiS NTSC afspilun á PAL sjónvarpi • fcinnar snemngar aispnuu eftir upptöku • Allar aðgerðir a skjá Alsjálfvirkt • Rauntíma- teljari • Miðjuhlaðið • Sjálfhreinsandi myndhaus Stafræn myndstilling • Fullkomin fjarstýring • EURO SCART tengi. fcmiiaSl'SiMisssnu UMBOÐSMENN UM LAND ALLT: Reykjavik: Heimskringlan - HafnarfiorBur Rafbúð Skúla - Grindavflc Rafborg - Keflavflc Sónar - Akranes: Hljómsýn - Borgames: Kaupfélag Borgfirðinga Hellissandur Blómsturvellir - Stykkishólmur. Skipavík - Blönduós: Kaupfélag Húnvetninga Hvamstangi: Rafeindaþjónusta Odds Sigurðssonar - Sauðárkrókur. Skagfirðingabúð Búðardaiur Verslun Einars Stefánssonar - fsafjörður Frummynd - Siglufjörður: Rafbær - Akureyri: Ljósgjafinn - Húsavík: Ómur Vopnafjörður Verslunin Kauptún - Egilsstaðir Rafeind Neskaupsstaður Tónspil Eskrfjörður: Rafvirkinn - Seyðisfjörður Turnbræður - Helia: Gilsá - Selfoss: Radlórás - Þorlákshöfn: Rás - Vestmannaeyjar Eyjaradló

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.