Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1999, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1999 enning u Segðu mér hvað þú átt og ég skal segja þér hver þú ert t dag kl. 17.30 verður opnuð sérstæð sýning í Gerðarsafni í Kópavogi á myndverkum úr einkasafni Þorvaldar Guð- mundssonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur: Lífshlaup. Þorvaldur var einn af mestu at- hafnamönnum á þessari öld og skattakóngur landsins um ára- tugaskeið. Ingibjörg kona hans tók virkan þátt í starfi manns síns og bæði voru miklir fagur- kerar. Saman eignuðust þau með árunum stærsta lista- verkasafn í einkaeign hér á landi. Þar á meðal eru um tvö hundruð verk eftir Kjarval og er Lifshlaupið dýrmætast þeirra. Það eru þrir veggir úr vinnustofu meistarans í Aust- urstræti með myndum úr lífs- ins ólgusjó, atvinnulífi, sveita- og borgarlifi. Lífshlaup er á sýningunni og gefur henni nafn sitt. Guðbergur Bergsson rithöfundur, annar sýningarstjóra, sagði að úr gífurlegu magni verka hefði verið að velja og þetta safn væri afar merkilegt á allan hátt. „Þar eru merk málverk en ekki eru teikningamar síðri, ein- stæðar og vel valdar teikningar eftir Kjarval og fleiri sem aldrei hafa verið sýndar áður.“ Þó að sýningin sé í öllum sölum Gerðar- safns er aðeins hægt að sýna lítinn hluta Mynd Jóns Stefánssonar, Áning, frá 1939 er meðal verka á Lifshlaup í Gerðarsafni. þessa mikla safns mynda og Guðbergur sagði að afar erfitt hefði verið að velja úr þvi. „Viö reyndum að láta sýninguna gefa samstætt yf- irlit yfir myndlist hér á landi fram að abstraksjón," sagði hann, „og leggjum áherslu á myndir eftir góða myndlistarmenn sem ekki hafa verið mikið í sviðsljósinu. Til dæmis áttu þau hjón mörg málverk eftir Kristínu Jónsdóttur sem var einstaklega mal- erísk. Hún uppgötvaði ákveðið viðhorf til lit- arins, ákveðna kyrrð í lit sem hafði áhrif á aðra málara, til dæmis Ásgrím Jónsson og seinna Sverri Haralds- son. Hún byggir málverkin sin á mjög vitsmunalegan hátt og notar svo litina á tilfinningaríkan hátt.“ Þorvaldur er látinn en ekkja hans og erfmgjar standa að sýning- unni og Guðbergur sagðist ekki halda að þau hefðu gert sér fulla grein fyrir því hvað þau ættu mik- inn fjársjóð í þessu safni. „Þetta er einn merkasti listviðburður á ár- inu,“ sagði Guðbergur, „bara það að uppgötva þetta safn og draga það fram í dagsljósið. Það er ástæða til að hlakka til þessarar sýningar.“ í tilefni sýningarinnar kemur út vegleg sýningarskrá þar sem Guð- bergur skrifar grein og reynir að sýningunni ^era sér grein fyrir þessum hjónum í ljósi þess sem þau hafa safnað. „Það gefur mér tækifæri til að segja myndlistarsöguna á dálítið annan hátt en venjulega. Þetta er ekkert fræðingatal, skilurðu," segir hann. „Þetta er frásaga sem má lesa bara eins og skáldsögu þar sem ég reyni að sjá skapgerð fólks í gegnum það sem það á og það sem það safnar. Segðu mér hvað þú átt og ég skal segja þér hver þú ert!“ Sýningarstjóri ásamt Guðbergi er Guð- björg Kristjánsdóttir. Sýningin stendur tÚ 30. janúar árið 2000. Ættarkrónika Enn er ástæða til að gleðjast yfir gróskunni í þýð- ingum þetta árið. Og stundum verður manni orðfall. Hvers vegna var þessi bók ekki tO á íslensku fyrr? Þannig er þvi varið þegar birt- ist ættarkrónika Thomas Mann, Búdden- brooks, þessi makalausa saga þýskrar borgara- stéttar. Vissulega er það þó vel við hæfi á þvi ári sem annar þýskur rithöfundur, Gúnter Grass, hlýtur nóbelsverðlaunin. Höfundur sem líkt og Thomas Mann forveri hans var til- nefndur einkum fyrir sína fyrstu bók og var og er virkur þátttakandi í því skelfilega fyrir- bæri, þjóðfélagsumræðunni. Thomas Mann hóf feril sinn 25 ára gamall á því að hneyksla góðborgara þeirrar fomfrægu Lýbekkuborgar með þessari ættarsögu sinni. Þar þóttist margur borgarinn þekkja mann og annan og hvað ætti betur að þóknast landan- um, jafnhagvanur og hann er í ættfræði og kjaftasögu. En að sjálfsögðu er sagan um Búdd- enbrooksættina annað og meira en vafasamur söguburður um íbúa Lýbekkuborgar. Sagan er í raun þjóðfélagslýsing nítjándu aldar, saga um uppgang kapítalismans og hrun, og ef einhver skyldi álíta að svoleiðis sögur væru úreltar mætti vitna til orða landa skáldsins, Karls Marx, er sagði að sagan endurtæki sig. Hvort allir koma auga á þann harmleik áður en verð- ur að farsa verða engar getspár hafðar uppi um. Bókmenntir Geirlaugur Magnússon I Búddenbrooks er fylgst með fjórum ættlið- um og megináherslan á þá siðari, allt frá því er fjölskyldan flyst inn í sitt virðulega stórhýsi við Mengstræti - en mynd af því prýðir bókar- kápu - þar til síðasti ættliðurinn hverfur á brott frá borginni. Þessi saga líður fram líkt og veislumáltíðin i upphafl sögu, ríkuleg og full smáattriða. Lesandinn verður innan skamms svo handgenginn þessari virðulegu fjölskyldu að honum fmnst hann vera heimagangur í húsi þeirra, en höfundur gætir þess jafnframt að halda persónum sínum í hæfllega íronískri fjarlægð. Þetta er svo sannarlega ein þeirra sagna sem ættu að fylgja hverri bókavertið, svo ekki sé minnst á mikilvægi hennar í þróun skáldsög- unnar. Þýðing Þorbjargar Bjarnar Friðriks- dóttur er með miklum ágætum og öll hin læsi- legasta. Þó fmnst mér þýðandi oftúlka undirtit- ilinn. Á frummáli er hann Verfall einer Familie - hnignun ættar - en slíkt er máski sparðatíningur. Hins vegar eru allt of margar prentvillur til lýta á þessu ágæta verki. Thomas Mann Búddenbrooks. Hnignunarsaga kaupmanna- ættar Þorbjörg Bjarnar Friðriksdóttir íslenskaði Fjölvaútgáfan (Árþúsundabók Fjölva 2000) Grýla sýnir tennurnar Gunnar Karlsson myndlistar- og auglýs- ingagerðarmaður er einn af okkar albestu myndskreyturum, og nú má sjá myndir hans í bók eftir alllangt hlé. Auk þess þreytir hann frumraun sína sem bama- bókahöfundur því hann hefur líka samið textann sem er allur í bundnu máli. Kvæð- ið nefnir hann Grýlusögu og I því er Grýla hættulegri en hún hefur verið um langa hríð. Bókmenntir Margrét Tiyggvadóttir Atburðimir eiga sér stað þegar afi var „ungur piltur, / ekkert sérstaklega stillt- ur.“ Eftir mikinn gauragang innanhúss er honum hent út í snjóinn þar sem ólætin halda áfram. Grýla, sem á myndum Gunn- ars er jafnvel enn ljótari en á myndum Halldórs Péturssonar í Vísnabókinni, mætir með pokann sinn, hremmir afa litla og fer með hann í hellinn sinn þar sem hún ætlar að sjóða hann og éta. Ég las bókina fyrir tvo stráka. Sá eldri er að verða sjö ára. Honum fannst bæði vísur og myndir skemmtilegar en var sannfærður um eigið öryggi enda Grýla löngu dauð og vitn- „Þó berðist um á hæl og hnakka, / hjálp var engin fyrir krakka," segir í vísunni við þessa mynd. Eins og sjá má er Grýla sérstaklega ótuktarleg í túlkun Gunnars Karlssonar. aði í vísur máli sínu til staðfestingar. Sá yngri er ólátabelgur á þriðja ári og er að kynnast Grýlu í fyrsta skipti. Nú er hann bú- inn að vera þægur og góður í fjóra daga, þannig að áhrifamáttur bókarinnar á ungar sálir er mikill. Textinn hræðir þó ekki bara, því hann leggur krökkunum lika I hendur áhrifamikið leynivopn. Ef illa fer og Grýla hremmir þau, geta þau alltaf gert eins og afi, brosað sínu blíðasta og hegðaö sér eins og englar: „Hann mælti ei orð en mildur þagði, / svo matarlystin hvarf að bragði. / Svona piltur, sfrópssætur, / sá gat ekki verið ætur.“ Myndir Gunnars eru hreint frábærar og ótrúlegt að þær sé gerðar í tölvu. Yfir- leitt eru tölvuteiknaðar myndir í barna- bókum fremur einfaldar og flatar, en hér er áferðin margbreytileg og myndirnar lif- andi. Gunnar leikur sér með andstæða liti og magnar með því upp andstæður sögunn- ar. Hann notar appelsinugula tóna til að tákna hita og á móti notar hann bláa og kalda liti og því verða skilin milli hlýju og kulda skarpari en ella. Úr verður heilsteypt bók sem dregur upp aðra og upprunalegri mynd af þessum mikla skelfi íslenskra barna en þá ljúfu skrípamynd sem er al- gengari nú í aldarlok. Þess má geta að hluti af ágóða af sölu bók- arinnar rennur til styrktar langveikum börnum sem ég vona að fái sem mest. Gunnar Karlsson Grýlusaga Skrípó 1999 Blæðandi stormur Stefán Sigurðsson hefur sent frá sér ljóðabókina Blæðandi stormur hrlmhvítrar nætur. Hún hefst á ljóðaflokknum „Hrævarlogum", löngum myndrænum bálki í fimm hlutum þar sem nútíminn er skyndimyndaður undir sterkum áhrifum frá ljóð- um atómskáldanna, eink- um Hannesar Sigfússonar: Lágt muldur frá himni sœrðir þófar Ijónsins kysstir dauóakossi úthverfa myrkursins skœrgul og seióandi á himni isbláar myndir eilífs dauöa Lágt muldurfrá lindinni kœfandi fnykur af gulnuöum blööum um misheppnuö ástarœvintýri dauöafúgafrá þunglyndri knéfiölu Lágt muldur frá brostinni von blóöhlaupin augu þrekuö stara tómlega í andlit spegilsins semfelur ásjónu þína blik þitt er dauöadœmt Stöku ljóðin bera mörg þennan sama svip, önnur snerta heim fréttanna, til dæmis „American blowjob", og enn önnur koma beint úr viðburðum hversdagslífsins. Höfundur gefur út sjálfur. Sjálfstyrking kvenna Leiðarljós gefur nú út bókina Sjálfstyrking kvenna eftir Louise L. Hay, leiðarvísi til vel- gengni í lífinu, ætlaðan konum á öll- um aldri. Þar bendir hún á ótal þætti í lífi kvenna sem þær þurfa að endurskoða og meta og kennir aðferðir til að takast á við þjak- andi tilfinningar og erfiðleika á ævibrautinni, ótta, einmana- leika, ijárhagsvanda, kynferðis- lega áreitni, tíðahvörf, elli og - síöast en ekki síst - lágt sjálfs- mat. Louise L. Hay er vinsæO fyrirlesari og einnig höfundur bókarinnar Hjálpaðu sjálf- um þér sem hefur selst í stórum upplögum víða mn heim og einnig hér á landi. Hún á sér þau markmið að allar konur fái á nýrri öld að upplifa ást og virðingu, sjálfstraust og öruggan sess í samfélaginu. Guðrún G. Berg- mann þýddi bókina. Hljóðbækur Hörpuútgáfunnar Hörpuútgáfan á Akranesi hefur gefið út í nýjum búningi nokkrar af hinum sígildu barnasögum á hljóðsnældum í flutningi Heiödísar Norðfjörð. Þetta eru Jólasögur með fallegu jólaefni, Sögur fyr- ir svefninn, ævintýri og kvöld- bænir fyrir öll kvöld vikunn- ar og þjóðsagnasnældurnar Þjóðsögur Jóns Árnasonar og gömul og góð ævintýri þar sem meðal annars má heyra Búkollu, Grámann, Gilitrutt, Hlina kóngsson, Karlsson, Lítinn, Trítil og fuglana og Stein Bollason. Auk þess hefur Hörpuútgáfan gefið út' nýju bókina hans Hákonar Aðalsteinssonar, Glott í golukaldann, á snældu og les hann sögurnar sjálfur. Hljóðbækurnar eru allar unnar í Hljóð- bókagerð Blindrafélagsins. Valdablokkir riðlast Óli Björn Kárason ritstjóri sendir frá sér ritið Valdablokkir riölast. Átök og ferskir straumar í íslensku viðskiptalífi. Þar fjallar hann um hvemig frjálsræði á fjármálamarkaði og innreið ungra manna með nýjar hug- myndir og vinnubrögð hafa ger- breytt landslagi íslensks at- vinnu- og viðskiptalífs. Tvískiptingin í SÍS-blokk og einkaframtaksblokk heyrir sögunni til, gamlir valda- kjarnar hafa leyst upp og nýir menn, óháðir gamalgrónum og stjórnmálatengslum setja annan svip á viðskiptalífið. Nú ríkir húsbóndavald hlutabréfamarkaöarins. Nýja bókafélagið gefur út. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir iiiiif

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.