Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1999, Side 4
4
LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1999 lö'W
fréttir
16 ára aldurstakmark fyrirsæta í endurskoöun barnalaga:
Barnungir krakkar
í sýningarstarfi
- segir félagsmálaráðherra og minnir á ábyrgð foreldra
Páll Pétursson félagsmálaráðherra
segir að tilmæli umboðsmanns
bama, Þórhildar Líndal, um að lág-
marksaldur til þátttöku í fegurðar- og
fyrirsætukeppnum verði 16 ár, hafi
farið til nefndar sem vinni að endur-
skoðuninni.
Hann segir það
sitt álit, að það
sé „sjálfsagður
hiutur" að 16
ára aldurstak-
mark fari inn í
bamalögin, en
eðlilegt sé að
það fari inn
með almennri
lagabreytingu.
Páll kveðst
hafa gert ráð
fyrir að nefnd
Davíðs Þórs lagaprófessors lyki störf-
um í fyrra. Hún sé búin að vera að
síðan 1997, en hafi þá tekið við verk-
inu frá annarri nefnd sem hefði leyst
upp. Hann hafi verið að smáýta á
endurskoðunina nú og vonist til að
henni ljúki fyrir vorið.
Páll segist hafa séð sjónvarps-
myndina umræddu „Bak við tjöldin í
tískuheiminum“ og sér hafi fundist
hún „ógeðsleg og hræðileg“. Hins
vegar sé spuming um heimildagild-
ið. Aðeins eitt sýningarfyrirtæki sé
kannað, en önnur ekki.
„En ég tel víst að aldurstakmarkið
verði liður í nýju frumvarpi. Ef
nefndin setti það ekki inn, þá teldi ég
fastlega koma til greina að gera það
sjálfur áður en ég legg málið fram.
En ég tel einboðið að nefndin geri
þetta.
En þó þetta sé ekki bannað með
lögum, þá skil ég ekki þetta fólk sem
lætur bamunga krakka 1 svona sýn-
ingarstand. Á þessu aldri hlýtur
svona vinna að koma niður á grunn-
skólanámi. Mér finnst að foreldram-
ir geti heldur ekki skotið sér undan
ábyrgð." -JSS
Félagsmálaráðherra telur einboöið
að 16 ára aldurstakmark í fegurðar-
og fyrirsætukeppnum fari inn í
barnalög, en minnir jafnframt á
ábyrgð foreldra.
Lágmarksaldur hjá Eskimó módels 16 ár:
Ekki hægt að komast neðar
- segir talsmaður skrifstofunnar um efni sjónvarpsmyndarinnar
„Við erum ánægðar með að þessi
mál skuli vera komin á hreint í eitt
skipti fyrir öll,“ sagði Þórey Vil-
hjálmsdóttir, talsmaður Eskimó
módels. Hún sagði að það sem sést
hefði í margumtalaðri sjónvarps-
mynd væri einungis bundið við
Elite en ekki Ford-skrifstofuna sem
Eskimó módels starfar fyrir.
Hún sagði að skrifstofan myndi
að sjálfsögði svara umboðsmanni
barna, sem spurt hefur skrifstofurn-.
ar hér á landi um fjölda og aldur
stúlkna sem þær hafa sent út.
Þórey sagði, að stúlkur, yngri en
16 ára, sem Eskimó módels hefði
sent út, hefðu undantekningarlaust
farið með foreldrum sínum. Að visu
hefði ein stúlka farið fylgdarlaus út,
en hún hefði búið heima hjá Katie
Ford og fjölskyldu hennar. Yngstu
stúlkurnar sem farið hefðu á þeirra
vegum væru 14 ára. Þær væru þrjár
talsins. Aldurstakmark í Ford-
keppninni hefði nú verið hækkað
upp I 16 ár. Það hefði verið gert í
Ford-keppninni sem haldin var í
apríl á þessu ári.
„Við höfðum heyrt óljóst af þessu
ástandi sem lýst var í myndinni en
aldrei lent í neinu með okkar stúlk-
ur. Þetta var hrikalega ljótt sem
kom þarna fram og ánægjulegt að
það skuli vera búiö að afhjúpa þessa
menn. Ég held að allar móðurskrif-
stofur, sem senda stúlkur til Mílanó
hér eftir, eigi eftir að gera köfu um
að svonefndir kynningarfulltrúar
komi ekki nálægt þeim. Það er
áreiðanlega einsdæmi að ein skrif-
stofa skuli hafa komist upp meö
þetta í svona langan tíma. Ég held
þeir hafi náð botninum þama. Það
er ekki hægt að komast neðar.“
Þórey kvaðst ekki vita um neinar
íslenskar stúlkur sem lent hefðu í
þeim aðstæðum sem sjónvarps-
myndin sýndi. Hins vegar hefði hún
eitt sinn hitt enska stúlku sem orð-
ið hefði fyrir því. Hún heföi ekki
verið með neinn til að passa upp á
sig. -JSS
Sveinn Þormóðsson ljósmyndari gaf Reykjavíkurborg filmusafn sitt:
Ómetanlegur skerfur til sögu borgarinnar
- sagði borgarstjóri við móttöku gjafarinnar
„Þetta er ómetanlegur skerfur til
sögu þessarar borgar. Sveinn hefur
vaxið með borginni og hvert manns-
bam sem eitthvað fylgist með þekkir
Svein. Hann hefur skráð vöxt og
þroska borgarinnar og ég þakka hon-
um þetta rausnarlega framlag," sagði
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar-
stjóri þegar Sveimi Þormóðsson, ljós-
myndari DV, afhenti Reykjavíkur-
borg filmusafn sitt, sem spannar árin
frá 1950 til 1976, til eignar. Afhending-
in fór fram í Ráðhúsinu í gær.
Sveinn gaf borginni filmusafnið
í tilefni af útgáfu ævisögu sinnar,
Á hælum löggunnar, sem Reynir
Traustason blaðamaður hefur
skráð. Ingibjörg Sólrún og Sigur-
jón Baldur Hafsteinsson, forstöðu-
maður Ljósmyndasafns Reykjavik-
ur, tóku við gjöflnni sem fyllir sex
stóra pappákassa.
Sveinn sagðist ánægður með að
fllmumar væru í réttum höndum.
„Ég veit ekki betri eiganda að
filmusafninu en Reykjavíkurborg.
Hér hef ég búið allan minn aldur,“
sagði Sveinn. Hann bætti við að
engar kvaðir fylgdu gjöfmni aðrar
en þær að safnið yrði skipulagt og
fengi þann sess sem því ber að
Sveinn Þormóösson Ijósmyndari afhendir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra filmusafn sitt og um leiö nýja
ævisögu sína sem Reynir Traustason skráöi. DV-mynd ÞÓK
mati borgaryflrvalda.
Sveinn hóf feril sinn sem ljósmynd-
ari um 1950. Hann starfaði sjálfstætt
framan af en var fastráðinn ljósmynd-
ari á Morgunblaðinu til ársins 1976. í
framhaldinu starfaði hann á Dagblað-
inu og síðan DV við sameiningu Dag-
blaðsins og Vísis. Þar er hann enn í
fullu starfi. -hlh
Utþrá Finns
Mikið er rætt um sameiningu ís-
landsbanka og Landsbankans.
Fundir hafa átt sér stað milli
starfsmanna bankanna og er talið
að helsti ágreining-
ur um sameiningu
sé innan íslands-
banka þar sem
Björn Björnsson
fer fyrir liði. Nú
heyrist að sjálfur
bankamálaráð-
herrann Finn-
ur Ingólfsson
sé lítt uppnæm-
ur yflr sameiningunni en leyfi
samt mönnum að sprikla. Finnur
er sagður hugsa stærra og vilja
sameiningu Landsbankans eða
Búnaðarbankans við erlenda
bankakeðju. Er þar helst horft til
norrænu bankakeðjunnar Merita-
Nordbanken sem er sameign Svía
og Finna. Sá banki er að bera ví-
urnar í norska Kreditkassen og
talið er víst að ísland sé einnig á
óskalistanum...
Bið borgar sig
Það er ekki mikil gleði meðal
* Markúsar Arnar Antonssonai- út-
) varpsstjóra og annnarra stjómenda
RÚV með þá tillögu Hjálmars
Jónssonar alþingis-
manns að Sjónvarp-
ið verði skikkað til
aö koma þeim 60 til
70 sveitabæjum
1 sem ekki ná sjón-
varpsmerki í san
band. Telja RÚV
menn aö kostnað
ur við endur-
1 varpsstöðvar
: verði ekki undir 230 milljónum
króna og þeir peningar séu ekki til.
Innanbúðarmenn hafa reiknað út
að stóran hluta sjónvarpsbæjanna
sitji einn til tveir einstaklingar á
aldrinum 60 til 70 ára. Með því að
biða í 10 ár verði málið sjáífkrafa
I leyst þar sem bæimir verði komnir
1 í eyði og bændumir til byggða...
Nýr dagskrárstjóri
Senn líður að því að Sigurður
Valgeirsson , dagskrárstjóri Sjón-
varpsins, taki pokann sirrn og
haldi út á grösugar lendur PR-
mennskunnar í sam-
vinnu við son sinn.
Þess er beðið I of-
væni að nýr maður
verði ráðinn í
hans starf. Inn
Sjónvarpsins
segja menn að
erfltt verði fyrir
útvarpsráð að
ganga fram hjá
Rúnari Gunnarssyni sem verið
hefur varadagskrárstjóri um ára-
skeið ef ekki áratuga. Hann er
sagður þaulreyndur í faginu...
Fyrrum æstur
Halldór Blöndal hefur þótt mjög
harðsnúinn á stól forseta Alþingis.
Hann gefur ekkert eftir og þannig
hefur honum lostið saman við
þungavigtarmenn á
borð við Steingrim
J. Sigfússon þannig
aö klukknahljómur
hefur fyllt sali
þingsins þegar for-
setinn hefur lamið
á spilverk sitt,
bjölluna. Halldór
hefur mátt taka sig
og miðla málum og sætta sjónarmið.
Ýmsum finnst honum fara hlut-
verkið vel úr hendi en öðrum mið-
ur.
í ljósi nýrrar stöðu Halldórs
gerði samflokksmaður hans, séra
Hjálmar Jónssonþessa vísu:
Fyrrum œst sig upp hann gat
og á honum þungur skrióur.
En nú er Dóri diplómat
og deilur setur niður.
Umsjón Reynir Traustason
I Netfang: sandkom @ff. is