Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1999, Qupperneq 10
10
LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1999 DV
DV
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON
Aöstoöarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT111,105
RVÍK, SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vfsir, netútgáfa Frjálsrar plmiðlunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sfmi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Eintal um Eyjabakka
Áöur lífleg umræða um eyðingu Eyjabakka hefur
breytzt í eintal þeirra, sem eru andvígir ýmsum eða öll-
um þáttum Fljótsdalsvirkjunar og álvers á Reyðarfirði.
Stuðningsmenn framkvæmdanna láta lítið á sér bera,
enda hafa þeir rækilega verið kveðnir í kútinn.
Að undanfornu hafa engir málsmetandi menn og nán-
ast eingöngu hagsmunaaðilar tekið til máls til stuðnings
framkvæmdunum. Það er Landsvirkjun og starfsmenn
hennar, sveitastjómarmenn í Fjarðabyggð og stuðnings-
menn ríkisstjómarinnar á Alþingi.
Af hálfu stuðningsfélags virkjunarinnar fyrir austan
hafa andstæðingamir verið skilgreindir. Það em snobb-
ar og grænmetisætur í þéttbýli, þeir sem em kunnir er-
lendis fyrir list eða kaupsýslu á sviði þekkingargreina og
annað fólk, sem hefur misst átthagatengsl.
Eyjabakkamálið er raunar einstakt fyrir þá sök, að á
annan veg tala nánast allir, sem óvenjulega miklum ár-
angri hafa náð í menningu og sérþekkingu á ýmsum
sviðum, en hinn flokkinn skipa starfsmenn hagsmunaað-
ila og nokkrir ölmusumenn af Austurlandi.
Þessi staða skiptir Alþingi auðvitað engu máli. Langt
er síðan ljóst var, að staðfesting framkvæmdanna yrði
samþykkt þar með nánast öllum styrk stjómarflokk-
anna. Þingmenn hafa gengisfallið, en að öðm leyti held-
ur flokksbundið líf Alþingis sinn vanagang.
Tveir þingmenn Suðurnesja hafa beðið siðferðis-
hnekki. Annar er formaður iðnaðarnefndar Alþingis,
Hjálmar Árnason, sem hindraði, að Norsk Hydro fengi
tækifæri til að útskýra fyrir nefndinni, hvað fyrirtækið
ætti við með misvísandi yflrlýsingum sínum.
Hinn er Kristján Pálsson, sem notaði stuðning sinn við
Eyjabakka sérstaklega til að koma sér inn á þing í vor,
en hefur að fengnum stuðningi kjósenda snúið við blað-
inu og það án þess að fá 30 silfurpeninga ráðherradóm að
launum eins og Siv Friðleifsdóttir fékk þó.
Málið hefur skýrzt. Gífurlegur taprekstur verður á
orkuverinu með tilheyrandi verðhækkunum hjá almenn-
um notendum. Norsk Hydro ætlar enga ábyrgð að taka á
rekstri álversins, en hafa velferð þess í hendi sér með því
að sjá því bæði fyrir aðfongum og afurðasölu.
Framkvæmdimar verða olía á eld ört vaxandi verð-
bólgu í landinu og grafa undan margvíslegum öðrum og
arðbærum athöfnum, sem krefjast efnahagslegs stöðug-
leika. Framkvæmdirnar eru ekkert annað en hefðbund-
in byggðastefna í ýktu og áður óþekktu magni.
Andófið mun halda áfram, þótt Alþingi fallist á fram-
kvæmdirnar. Norsk Hydro mun í auknum mæli koma
upp um sig og standa í eldlínunni, enda hefur fýrirtæk-
ið leikið tveimur skjöldum og gefið misvísandi yfirlýs-
ingar, sem henta aðstæðum hverju sinni.
Andófið mun sennilega einnig beinast að íslenzkum
lífeyrissjóðum, sem hyggjast fara með sparifé sjóðfélaga
inn í spilavítið hjá Norsk Hydro og leyfa því að ákveða
áhrif hækkana í hafi á gengi hlutabréfa í álverinu. Aðild
lífeyrissjóðanna er glórulaus trúgimi og einfeldni.
Atkvæðagreiðslan á Alþingi er kjósendum þung
áminning. Svona fer, þegar kjósendur taka ekki atkvæð-
isrétt sinn alvarlega og taka ekki afleiðingum eigin skoð-
ana. Búið verður að eyðileggja Eyjabakka, þegar tæki-
færi gefst til að refsa skillitlum þingmönnum.
Engu máli skiptir, þótt með rökum sé valtað kruss og
þvers yfir ölmusumenn og aðra gæzlumenn hagsmuna.
Eyðing Eyjabakka færist óðfluga nær veruleikanum.
Jónas Kristjánsson
Rannsokum voðaverk Rússa
„Þegar serbneskar hersveitir beittu óþarfa valdi
gegn óbreyttum borgurum í Kosovo ákærði alþjóð-
legur dómstóll Sameinuðu þjóðanna Slobodan Milos-
evic, leiðtoga Serba, fyrir stríðsglæpi. Þegar
indónesískar hersveitir jöfnuðu borgir og bæi á
Austur-Tímor við jörðu hófu SÞ rannsókn á stríðs-
glæpum og halda henni áfram. Nú er tími til kominn
að hefja söfnun upplýsinga um aðferðir Rússa i
Tsjetsjeníu og aö láta rússneska ráðamenn og hers-
j höfðingja vita að enginn ætti að sleppa við málsókn
fyrir þvílík voðaverk.“
Úr forystugrein Washington Post 9. desember.
Bandaríkjamenn hræddir
„Bandaríkjamenn eru svo hræddir um að Evrópu-
menn eigi frumkvæðið að þeir vilja að NATO, það er
að segja Bandaríkin, hafi einhvers konar forgang
eða beinlínis neitunarvald varðandi hemaðarað-
gerðir í Evrópu. Slíkt verður varla skjalfest á fund-
inum í Helsinki. Vaxandi skoðana- og hagsmuna-
ágreiningur í stjómmálum milli Evrópu og Banda-
ríkjanna bendir frekar til aukinnar evrópskar sjálfs-
vitundar. Hlutverk NATO minnkar í framtíðinni
þegar Evrópusambandið verður virk öryggispólitísk
stofnun."
Úr forystugrein Aftonbladet 9. desember.
Viðvaranir sérfræðinga
„Margir sérfræðingar i viðskiptum höfðu varað
við því að ný lota viðræðna um heimsviðskipti væri
ekki tímabær. Sérfræðingamir sögðu að heimurinn
þyrfti meiri tíma til að aðlagast opnuninni sem sam-
þykkt var fyrir fimm árum. Vikulöng mótmæli á
ráðstefnu Heimsviðskiptastofnunarinnar í Seattle og
það sem mikilvægara er, vandræöaleg höfnun Heim-
skiptaviðskiptastofnunarinnar á áætlun Bills Clint-
ons forseta um meira frelsi í viðskiptum, sýndu að
sérfræðingamir höfðu rétt fyrir sér.“
Úr forystugrein New York Times 7. desember.
skoðanir annarra
Er þriðja leiðin fær?
Reynslan af
Kosovo-stríðinu
En hvað olli því að
Evrópuríkin létu nú til
skarar skríöa með áform-
um um að leggja niður
Vestur-Evrópusamband-
ið (VES) og stofna örygg-
isarm ESB með um 50-60
þúsund manna evrópsku
herliði? Hér kemur eink-
um tvennt til: 1) sú
óvænta ákvörðun Blair-
stjómarinnar að taka upp
nánari hernaðarsam-
Leiötogar Evrópusambandsins hafa ákveöið aö styrkja öryggisstoð Evrópuríkj-
anna til aö gera þeim kleift aö hafa afskipti af átakasvæöum í Evrópu án beinnar
þátttöku Bandaríkjamanna. Enn á þó eftir aö koma í Ijóst hvort alvara fylgir þess-
ari hugmynd, enda á eftir aö útfæra hana í veigamiklum atriöum.
Eftir nokkrar misheppnaðar tilraunir hyggst Evr-
ópusambandið (ESB) nú loks gera alvöru úr áformum
um aö efla öryggisstoð aðildarríkjanna. Á fundi sín-
um í Helsinki um helgina munu leiðtogar Evrópu-
sambandsins samþykkja tillögu, þar sem gert er ráð
fyrir að Evrópurikin geti brugðist við takmörkuðu
hættuástandi í Evrópu án þess að
reiða sig á Bandaríkin. Lögð er
áhersla á að ekki sé verið að
koma á fót stofnun sem muni
keppa við NATO og hafa ráðandi
öfl innan ESB neitað að hér sé um
að ræða fyrsta skrefið í áttina að
því að stofna sameiginlegan Evr-
ópuher sem muni leysa heri aðild-
arríkjanna af hólmi. En þessi
ákvörðun getur samt haft mikla
þýðingu fyrir stefnu Evrópusam-
bandsins í öryggismálum og stööu
Bandaríkjanna í Evrópu.
Evrópsk öryggisstoð
Það er vitaskuld ekkert nýtt að
Evrópuríkin hyggist efla öryggis-
samstarf. Allt frá því á 6. áratugn-
um hafa komið fram hugmyndir
um stofnun Evrópuhers í ein-
hverri mynd. í Maastricht-sam-
komulaginu fyrr á þessum áratug
var gert ráð fyrir sjálfstæðri evr-
ópskri öryggisstoð. En ekket hefur orðið úr því. í
fyrsta lagi hafa Vestur-Evrópuþjóöimar sjálfar verið
tregar til að veikja Atlantshafstaugina við Bandarík-
in, en þær áttu sjálfar frumkvæði að henni með stofn-
un NATO. í öðru lagi eru skiptar skoðanir meðal
þeirra um hlutverk evópsks öryggisarms og tengsl
hans við NATO. Frakkar hafa lengi barist fyrir stofn-
un evrópsks hemaðarbandalags sem mundi draga úr
vægi NÁTO og bera ábyrgð á vömum Evrópu. Þeim
hefur stundum tekist að fá Þjóðverja á sitt band, en
aldrei hefur orðið um varanlegar skuldbindingar að
ræða vegna þess að þýsk stjómvöld hafa ekki viljað
stefna nánum samskiptum við Bandaríkin í hættu.
Bretar hafa jafnan staðið í vegi fyrir nánari sam-
vinnu Evrópuríkjanna á vettvangi ESB. Þaö var ekki
fyrr en á síðasta ári að þeir létu af andstöðu sinni, en
stuðningur þeirra við nýja öryggismálastefnu ESB er
reistur á þeirri forsendu að hún grafi ekki undan
NATO. í þriðja lagi hafa Bandarikjamenn sent frá sér
tviræð skilaboð: Annars vegar hafa þeir hvatt Evr-
ópurikin til að leggja
meira af mörkum til her-
mála og sýna fram á að
þau geti gripið til hemað-
araðgerða í Evrópu án
beins stuðnings Banda-
ríkjahers. Hins vegar
hafa þeir lagt mikla
áherslu á að NATO en
ekki Evrópusambandið
verði helsta öryggisstoð
Evrópu, þar sem þeir
fara með forræði.
vinnu viö Frakka og styrkja Evrópustoðina í öryggis-
máltun urðu til að enduvekja hugmyndir um sjálf-
stæðan evrópskan öryggisarm; 2) Kosovo-stríðið stað-
festi hemaðaryfirburði Bandaríkjamanna, enda voru
Evrópuríkin þar í fullkomnu aukahlutverki. Auk
þess er greinilegur áherslumunur í veigamiklum
málum. Bandaríkjamenn hafa viljað
endurskilgreina hlutverk NATO eftir
að kalda stríðinu lauk með því að
auka vægi friðgargæslu og hugsan-
legra hemaðaraðgerða utan umráða-
svæðis bandalagsins. Sum NATO-ríki
efast um þessa stefnu vegna þess að
hún endurspegli heimsveldishags-
muni Bandaríkjanna á kostnað vam-
arhlutverks NATO. Það er heldur ekk-
ert leyndarmál að áhrifamenn í
nokkrum NATO-ríkjum voru gagnrýn-
ir á hemaðaríhlutun bandalagsins í
Kosovo og beittu þeim rökum að hún
hefði verið reist á bandarískum for-
sendum, eins og ofuráherslan á
lofthemað sýndi. Sakir hollustu við
bandalagið fór þessi gagnrýni ekki
hátt, enda telja ýmis NATO-ríki að
Bandaríkin séu eina ríkið sem geti
veitt þeim öryggistryggingu. En það
breytir því ekki að stundum fara
hagsmunir Bandaríkjanna og Evrópu-
ríkjanna ekki saman. Sú hugmynd
Bandaríkjamanna um að koma upp gagneldflauga-
kerfi til að verjast hugsanlegum eldflaugaárásum
ríkja eins Irans eða Norður-Kóreu hefur t.d. hlotið lít-
inn hljómgrunn innan NATO.
En ekki er nóg að vilja marka sjálfstæða stefnu í
hermálum. Setja verður fram trúverðuga kosti. Bilið
milli Bandaríkjanna og Evrópuríkjanna í hernaðar-
tækni og hernaðartækjum hefur aukist stöðugt allan
þennan áratug. Evrópusambandsríkin telja að meiri
ijármunir fáist til þessa málaflokks ef það er gert á
vettvangi ESB en NATO. En enn hefur ekkert komið
fram sem bendir til þess að framlög verði aukin. Og
það er forsenda þess að Evrópuríkin verði óháðari
Bandaríkjamönnum í öryggismálum. Því er enn al-
gerlega óvist hvort hin nýi öryggisarmur markar
tímamót í Evrópusamstarfinu eöa hvort hann er
framhald á máttlausum öryggismálatilraunum Evr-
ópurikjanna. Ef Evrópustoðin verður að Vestur-Evr-
ópusambandi í nýjum búningi er ljóst að þriðja leið-
in er ekki fær.
Erlend tíðindi
Valur Ingimundarson