Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1999, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1999, Blaðsíða 22
LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1999 22 geisladiskar _ Sálin var bara föst hér heima Loksins hefur verið gefinn út geisladiskur með einum ástsælasta söngvara landsins, Garðari Cortes. Á diskinum eru upptökur af Ijóðatónleikum og úr stúdíói frá árunum 1984 en fáar aðrar upptökur eru til með Garðari vegna þess að hann hefur alltaf haft of mikið að gera til að sinna þeirri hlið söngferilsins Garðar Cortes, óperusöngvari, skólastjóri Söngskólans og óperustjóri íslensku óperunnar. Sumir menn eru svo miklir eldhugar aö það gneistar af þeim þar sem þeir brjóta undir sig ný lönd, reisa hús og hallir og rækta garða. Það sem oftar en ekki ein- kennir slíka menn er að þeir gleyma sjálfum sér. Svo einn daginn eru þeir spurðir hvað hafi orðið um þá og þá er eins og þeir hafi aldrei verið til. Það var fyrir nokkrum árum aó undirrituð átti við- tal við Garðar Cortes, óperu- söngvara, skólastjóra Söng- skolans og óperustjóra ís- lensku óperunnar, og spurói hvers vegna hann hefði bara einu sinni sungið inn á plötu. Svarið var: „Ég hef ekki haft tima til þess. “ Svo hélt undirrituð áfram að nudda í manninum og spurði hvort ekki væru til upptökur á öllum þeim óp- eruhlutverkum sem hann heföi sungið, þótt ekki vœri nema einni og einni aríu - hvort ekki væri hœgt að safna saman upptökum og gefa út á diski en hann hélt ekki. Mundi ekki eftir slíku. Hvað útgáfumál varðaði var eins og þessi einstaki söngv- ari hefði aldrei verið til, hvað þá að hann hefði sung- ið aðalhlutverk í stœrstu óp- eruverkum sögunnar og þar með sungið sig inn í hug og hjarta landa sinna. Upptaka af tónleikum og i studioi Það var því harla góður dagur hér snemma í haust þegar fréttist að von væri á geisladiski með Garðari, því af einhverjum ástæðum hafði varðveist upptaka með ljóðasöng hans við undirleik Eriks Werha frá því 1984. Tónleikamir voru hljóðrit- aðir í Austurbæjarbíói 3. mars það ár og síðan voru þeir aftur hljóðrit- aðir í stúdíói, þannig að báðar upp- tökumar eru til og var því úr vöndu að ráða. En hvað kom til að LOKS- INS var ráðist í að gefa út söng Garðars? „Þórarinn Stefánsson píanóleik- ari setti af stað lítið fyrirtæki, með það í huga að gefa út diska með ýmsum hljóðfæraleikurum og söngvurum," segir Garðar. „Hann hafði samband við mig og sagðist hafa heyrt af einhverri upptöku sem ég hefði sungið inn á með Erik Werba fyrir mörgum árum, hvort ég kannaðist við það. Jú, ég svaraði því til að hún væri til.“ Hvers vegna var sú upptaka aldrei gefin út? „Ég hef bara aldrei haft nógu mikinn metnað fyrir sjálfan mig, svo auðvitað kom ég því ekki í verk. En ég sagði Þórami að jafnframt væri til upptaka af tónleikum sem ég hefði haldið ásamt Werba, með sömu efnisskrá, og ég gæti ekki gert upp á milli þeirra til útgáfu, en sjálf- um þætt mér tónleikaupptakan skemmtilegri." Þórarinn ákvað að hlusta á báðar upptökurnar og gat ekki heldur gert upp á milli þeirra, svo hann ákvað að gefa báðar upptökumar út til að sýna muninn á því þegar söngvari vinnur i stúdíói þar sem allar að- stæður eru fullkomnar, annars veg- ar, og á tónleikum þar sem söngvar- inn syngur hvert lag aðeins einu sinni og áhorfandinn fær tónlistina beint í æð, hins vegar. Ýmislegt getur farið úr- skeiðis Halldór Haraldsson skrifaði á sín- um tíma um tónleikana og riíjar þá upp í bæklingi sem fylgir útgáfunni, en Halldór les einnig texta sinn inn á annan geisladiskinn, sem einnig er nýlunda í tónlistarútgáfu á ís- landi. Þar segir Halldór meðal ann- ars: „Á lifandi tónleikum getur ýmis- legt fariö úrskeiðis. En að þessu sinni varð ekki listamönnunum sjálfum á í messunni heldur áheyr- endum. í miðjum klíðum var sem húsið ætlaði að rifna af einskærum hávaða. Við nánari athugun hafði hreyfihamlaður áheyrandi verið að reyna að koma sér fyrir með ofan- greindum en óviljandi aíleiðingum. Listamennirnir létu þetta þó ekkert á sig fá heldur héldu áfram eins og ekkert hefði í skorist, þó að það tæki áheyrendur nokkum tíma að jafna sig. Allt þetta má heyra á fyrri upptökunni frá tónleikunum sjálf- um.“ Efnisskrá tónleikanna, og þar með á diskinum, er æði fjölbreytt. Þar má heyra ítalskar antikaríur; Caro mio ben, O cessate di piag- armi, Lasciatemi Morire og 0 del mio dolce ardor. Siðan kom þrjú lög eftir Haydn, Piercing Eyes, She never told her love og The Spirit Song; sex íslensk lög, Vorgyðjan, Enn ertu fógur sem foröum, Rósin, Síðasti dansinn, í fiarlægð og Talað við spóa; þrjú verk eftir Brahms, Auf dem Kirchhofe, Der Tod og Minnelied; þrjú ensk ljóð, Go lovely rose, Silent Noon og The Fox og að lokum eru fiögur lög eftir Strauss, Morgen, Die Nacht, Breit úber mei Haupt og Zueignung. „Ferðatöskulíf átti illa ■ *C ■ Mi við mig Þegar Garðar er spurður hvort ekki hafi verið til neinar upptökur af til dæmis aríum Verdis sem við höfum notið að heyra hann syngja á fiölum íslensku óperunnar, hristir hann hausinn og segir: „Nei, maður var allt of upptekinn til þess að taka upp það sem maður var að gera i Óperunni." Það varð því fátt um svör þegar til landsins mætti „agent“ eða um- boðsmaður fyrir óperusöngvara og vildi fá að koma Garðari á framfæri erlendis og spurði hvar mætti hlýða á upptökur. Þetta var á þeim tíma sem verið var að sýna Aidu og agentinn kom til að hlusta á Sigríði Ellu Magnúsdóttur sem tók þátt í uppfærslunni. Maðurinn gaf sig ekki með áhuga sinn á að verða um- boðsmaður Garðars og þurfti upp- tökur. „Hann fékk þá upptökur ofan úr hljóðherbergi sem við áttum úr sýningum og sendi um allan heim,“ segir Garðar. Hjólin tóku fljótt að snúast. Garð- ar segist hafa farið á flug og hann söng meðal annars á Norðurlönd- um, í Bretlandi, Bandarikjunum, í Suður-Ameríku og víðar. „En þetta ferðatöskulíf átti svo illa við mig,“ segir hann. „Ég þurfti alltaf að vera að koma heim. Hér voru öll börnin mín sem alltaf hafa átt svo sterk ítök í mér og hér voru Söngskólinn og íslenska óperan þar sem var nóg að starfa. Ég hefði þurft að slíta mig frá þessu öllu til að halda áfram ein- söngsferli erlendis og það gat ég aldrei hugsað mér. Þetta endaði með því að ég sá að ég yrði að velja og ég valdi að vera hér.“ Lát gamlan draum rætast Sérðu aldrei eftir því að hafa ekki hljóðritað meira? „Njah.... jú, og þó. Stundum þegar ég sest niður og hugsa um það velti ég fyrir mér hvað það hefði nú ver- ið gaman. Svo er sú hugsun horfin. Mig langaði bara meira til að gera eitthvað annað.“ En þú hefur einu sinni hljóðritað plötu, ekki satt? „Jú, það var árið 1977. Þá gaf ég út plötu ásamt eiginkonu minni og píanóleikaranum Krystynu," svarar Garðar og það er ekki fyrr en geng- ið er á hann að hann viðurkennir að Þórarinn vilji gefa hana út síðar, ef til vill á næsta ári. Að öðru leyti hafi hann lítið tekið upp. „Nema.... í janúar síðastliðnum lét ég gamlan draum rætast." Nú? „Já, ég hef um árabil kennt á „Nord-klang,“ norræna kóramótinu, ásamt Robert Sund, stjórnanda Orfeo Drengene sem er frægasti karlakór i heimi. í gegnum árin höf- um við gert það okkur til gamans að æfa saman sigild dægurlög og í jan- úar ákváðum við að taka eitthvað af þeim upp. Robert kom hingað með fulla tösku af léttri tónlist, ég tók allt sem ég hafði keypt í gegnum árin og við lokuðum okkur af í stúd- íói í þrjá og hálfan dag. Við tókum upp tuttugu lög.“ Varð minna úr gleðinni en til stóð Það sperrast upp á manni eyrun, því ef minnið svíkur ekki, var það árið 1986 sem Garðar söng sigild dægurlög við setningu Listahátíðar í Reykjavík í Laugardalshöllinni. Það var ógleymanlegt. Hvað er mað- urinn að hugsa. Á ekki að gefa þessa upptöku út? „Ég hef ekki mátt vera að því,“ segir Garðar. Hvað áttu við? „Ja, þótt við séum ekkert óánægð- ir með upptökuna vantar að Robert komi aftur. Það er líka svo mikið að gera hjá honum og við viljum bæta þremur til fimm lögum við upptök- una.“ Hvenær gerist það? „Kannski kemur hann í janúar.“ Kemur diskurinn út þá? „Nei, ætli það.“ En hvemig er það, hefurðu aldrei séð eftir að hafa ekki snúið þér að einsöngsferli í stað þess að standa í stöðugri uppbyggingu hér? „Nei, aldrei. Ég fór alltaf af stað en fékk svo mikla heimþrá strax í upphafi ferðar að það varð minna úr gleðinni en til stóð. Ég hafði eng- an tíma til að standa í þessu, vegna þess að það var svo mikið að gera. Síðan þurfti ég alltaf að syngja í óp- eruuppfærslunum hér vegna þess að það fékkst enginn söngvari til að syngja fyrir þá upphæð sem við gát- um borgað. Ég söng hér fyrir 12.000 krónur en fór svo til Ameríku þar sem ég söng fyrir 450 þúsund.“ Hvers vegna gerðirðu það? „Sálin var bara föst hér hér heima; í óperunni, skólanum og hjá fiölskyldunni." -sús
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.