Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1999, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1999, Qupperneq 28
28 LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1999 DV {tjjókmennta verðlaun Smásagan er lesin á dýptina Elín Ebba Gunnarsdóttir, sem vann til Bókmenntaverðlauna Tómasar Guðmundssonar 1997 fyrir smásagnasafnið Sumar sögur, hefur sent frá sér nýja bók, smásagnasafnið Ysta brún, þar sem persónurnar búa allar í sama hverfi Elín Ebba Gunnarsdóttir. Páll opnaöi augun varlega og horföi hálfhissa í kring- um sig. Birtan var ööruvísi en venjulega. Hún stakk hann í augun. Hann var ein- hvern veginn skrýtinn í höfö- inu; þaö var þungt og hlýddi honum ekki almennilega. Hann var líka hálfstífur í hnakkanum. Háriö ýföist þegar hann reyndi aö nudda stiröleikann úr. Mamma! kallaöi hann, en fékk ekkert svar. Mamma! kallaði hann aftur og settist upp í rúm- inu. Hann beiö átekta nokkra stund. Maa-maa, vœldi hann lágt og fór frammúr. Hann opnaöi her- bergisdyrnar og kíkti óróleg- ur fram ganginn. Haföi hann gert eitthvaö rangt? Var hún reiö? Páll fann aö hann var í spreng Hann tví- sté á þröskuldinum. Þrýsti lœrunum saman. Fann aö þaö komu dropar í náttbux- urnar. Hann stakk hendinni inn fyrir buxnastrenginn og reyndi aö halda fyrir bun- una en fann aö þaö dugði ekki. Hann yröi aö fara fram. Hún yröi reiö ef hann pissaöi á sig. Mikið reiö. * Isögunni Kulda í smásagnasafninu „Ysta brún“ eftir Elínu Ebbu Gunnarsdóttur segir frá PaUa, litl- um dreng i líkama fuUorðins manns sem býr hjá aldraðri móður sinni. Eina nóttina vaknar hann alveg í spreng en vegna þess hve reglumar sem honum hafa verið settar eru strangar þorir hann varla fram án þess að láta vita af sér. Móðir hans svarar ekki köUum hans og svo heldur fram lengi dags og lengi nætur. PaUi er líka svangur - en á sama hátt þorir hann ekki aö fá sér að borða án leyfis móð- ur sinnar. Og PaUi er óttalega einn í heiminum. Vítahríngur og forræðishyggja Eins og sagan Kuldi fjaUa aðrar sög- ur i bókinni um fólk sem á einhvem hátt vegur salt á mörkum gæfu og gæfuleysis, veraleika og ímyndunar, lífs og dauða, svo eitthvað sé nefnt. Sögupersónumar em fastar í ákveðnu lífsmunstri og reyna fæstar eða geta lítið sem ekkert tU að bijóta það upp. „Nei, það er alveg furðulegt," segir Elín Ebba þegar hún er innt eftir þess- um þætti, „aö þær virðast ekki átta sig á þessu. Maður sér ansi oft að fólk er fast I ranghugmyndum eða einhverri gUdm; fólk sem segir: „Ja, þetta hefúr bara aUtaf verið svona og ekkert viö því áð gera.“ Ætli það séu ekki æði margir fastir í einhverjum vítahring og kunna ekki að koma sér út úr hon- um.“ Dauðinn er nokkuð nálægur í sög- unum en Elin Ebba bendir á að hann þurfi ekki endUega að vera af hinu slæma. í sögunni Gangráður og sérrí segir frá gamaUi konu sem er orðin ansi lítilfjörleg og þegar hún veikist verður dóttir hennar mikiU gerandi í lífi hennar. Hún lætur flytja móður sfna á sjúkrahús, þrátt fyrir kröftug mótmæli þeirrar gömlu, sem er búin að fá nóg og viU fá að deyja, og það í friði heima hjá sér. En samfélagið hef- ur ákveðið að hún eigi að lifa, með eða án hjálpar. Ráðin em tekin af henni. „Forræðishyggja getur orðið svolltið þreytandi," segir Elín Ebba en neitar því að sagan sé ádeUa á þá hyggju. „Síður en svo. Mér er meiniUa við predikunartón i sögum; slíkt á frekar heima í pistlum eða ritgerðum. Það er ekki þar með sagt að mér finnst að stundum mætti fólk fá að hafa sitt meira í friði. Þeir em ófair sem telja sér skylt að hafa vit fyrir öðrum; svona fólk sem stundar það að kasta björgun- arhringjum. Það virðist eiga eifitt með að vera aðgerðalaust þegar Ula stendur á hjá þeirra nánustu, jafnvel þegar einmitt það er viðkomandi fyrir bestu. Kannski erum við alin upp í því að finnast við verða að GERA eitthvað þegar eitthvað bjátar á. Palli er einn í heiminum En hvað með Palla í sögunni Kuldi? Hann er þroskaheftur og stendur einn. Þar er ekki afskiptaseminni fyrir að fara. „Nei. Kveikjan að þeirri sögu var sú, að fyrir nokkrum árum var mág- kona mín með í að koma á fót heimUi fyrir þroskaheft fólk. Fólk sem aldrei hafði verið á stofiiun; hafði alist upp hjá foreldram sínum en stóð nú uppi eitt eftir að foreldrar þeirra dóu. Þess- ir einstæðingar em núna seinustu árin að komast inn í „kerfið“. Mér brá satt að segja og þykir sem dauði for- eldranna hljóti að vera sem heimsend- ir fyrir þetta fólk.“ En PaUi fer ekkert út úr íbúðinni. Hann heldur bara áfram að vera þar. Og hvaö svo? „Það hefúr oft verið deUt á mig fyr- ir að loka persónumar inni í sögunum. Það er algengt að lesandi vUji fá lausn. Sumar sögur em lokaðar, aðrar opnar eins og þessi - og það em svo sem eng- ar patentlausnir tU í lífinu yfirleitt." Af nágrönnum Rétt eins og í fyrra smásagnasafni Elínar Ebbu, sem bar heitið „Sumar sögur“, em sögumar í „Ystu brún“ tengdar innbyrðis. I fyrri bókinni bjuggu persónumar í sömu sveit en í „Ystu brún“ tengjast þær allar sömu götunni. Lesandinn fréttir því lítUlega af persónum sagnanna í gegnum ná- granna þeirra í öðrum sögum. Ein hlið persónunnar er nágrönnunum sýnUeg og þeir draga sínar eigin ályktanir, sem eiga sér stundum litla stoð, þar sem samskiptin em litU eða engin. „Já, það er þetta með nágrannana," segir Elín Ebba. „Sjálf hef ég helst kynnst nágrönnunum í gegnum böm- in mín. Og var það ekki Bing Crosby sem sagði að: „Besta fólkið tU að ala upp bömin manns em nágrannamir, því þeir vita hvar skórinn kreppir." Sjálfsagt er eitthvað tU í þessu. Þetta er stórskemmtUegt. Og fólk fer í göngu- ferðir um nágrennið og spáir í liti á húsum, gluggatjöld, gróður í görðum og spyr jafnvel; af hveiju völdu þau þennan lit, af hveiju fékk hún sér svona gardínur, eða af hveiju notar hann ekki frekar brekkuvíði?" Elín Ebba skeUir upp úr og bætir við: „Þetta er farið að hljóma eins og rassálfamir í Ronju ræningjadóttur... akkurra...akkunu...akkurm.“ Skemmtilega galin þjóð Eitt af einkennum Elinar Ebbu er hversu nösk hún er á söguna í hvunndeginu; lítil atvik verða að stór- viðburðum og miklum örlögum, enda segir hún: „Mér fmnst hversdagsleik- inn skemmtUegur," og bætir því við að líklega sé hún bara svona fuU af innri ró. „Að sitja og horfa út um gluggann er oft á við góða bíómynd," segir hún. „TU dæmis bara það að fylgjast með hundaeigendum, þegar hundamir fara í gönguferð með eigendur sína í eftir- dragi. Það er stundum spuming hver er að viðra hvem. Það er engin þjóð eins skemmtUega galin og íslendingar. Stundum er það talið neikvætt en það þarf ekki endi- lega að vera svo. ísland minnir mann stundum á suður-amerískan farsa. Ef ekki væri fyrir aUan þennan gróður og nálægð hersins í bókum IsabeUu AUende gætu sögur hennar fúUt eins gerst á íslandi." Fyrir fyrsta smásagnasafn sitt, „Sumar sögur“, hlaut Elín Ebba Bók- menntaverðlaun Tómasar Guðmunds- sonar árið 1997. Fram að þeim tíma hafði hún lítið gert af því að skrifa. Þegar hún er spurð hvað hún hafi gert fram tU 1997 kemur í ljós að hún er stúdent frá MR og hjúkrunarfræðing- ur frá Hjúkrunarskóla íslands. Síðan segir hún að eiginmaðurinn hafi farið í fasteignaviðskipti en hún dottið í bamarækt en hún á fjögur böm. „Mið- bömin vora oft veik þegar þau vom lítU og annaö þeirra ekki mjög heUsu- hraust enn,“ segir Elín Ebba, „svo ég starfaði stutt við hjúkrun og vann heima. Loks er ég ætlaði út á vinnu- markaðinn veiktist ég og fór að skrifa upp úr því.“ Hefði þurft áfallahjálp Var það að skrifa gamaU draumur? „Nei, alls ekki. En eflaust hefúr þetta blundað í mér, því fyrir á að giska fjórtán árum sótti ég ritlistar- námskeið hjá Ólafi Hauki Símonar- syni niðri í Iðnskóla. Þetta var eina námskeiðið sem ég sótti á meðan ég var með krakkana litla. En ekki virtist það nóg tU þess að ég hrykki í gang. Fyrir fimm árum fór ég svo í námskeið hjá Ingólfi Margeirssyni hjá Tóm- stundaskólanum. Það var þrælgott námskeið og í framhaldi af því byijaði ég svo í bókmenntafræði í háskólan- um. Þar fór ég meðal annars í smá- sagnafræði hjá Rúnari Helga Vignis- syni og svo frásagnatækni hjá Nirði P. Njarðvík. Hjá honum vorum við að skrifa smásögur og ég var uppfúU af áhuga. Svo var það einn daginn i frí- mínútum að við nokkrir nemendur vorum að spalla saman og Huldar Breiðfjörð sagði: „Maður ætti nú að vera sniðugur og nota sögumar sem maður er að skrifa í handrit og senda útgefendum." Ég tók hann á orðinu og sendi hand- rit í Tómasarkeppnina hjá Reykjavík- urborg. Það var auðvitað mjög djarft vegna þess að ég var ekki einu sinni farin að þreifa fyrir mér hjá útgefend- um.“ Hvemig varð þér við þegar þér var tUkynnt að þú hefðir unnið? „Þennan vetur var ég að hjálpa tU í öldrunarstarfinu í kirkjunni minni þar sem ég hef mikla ánægju af þess- um þjóðfélagshópi. Dómnefndin hafði upp á mér þama i miðjum lestri. Sú sem var í forsvari, Dagný Kristjáns- dóttir, sagði mér síðar að dómnefiidin hefði beðið eftir að heyra skeU. Það var svo mikU þögn mín megin á línunni að þau héldu að ég hefði dottið um koU. Mér hefði ekki veitt af áfallahjálp. Ég gat ekki einu sinni labbað heim og varð að biðja manninn minn að ná í mig á bílnum. Smásögur eru spennandi form En hvers vegna smásögur? „Mér finnst það einfaldlega mjög spennandi form. Maður les þær öðra- visi. Á dýptina. Mínar sögur era ef- laust skyldari ljóðinu eða gátunni en brandaranum en í bókmenntafræðinni var manni kennt að smásagan ætti ekki síst rætur sínar að rekja tU þessa. Mér þykja önnur smásagnaform samt líka mjög skemmtUeg og einmitt gam- an að núna koma út fleiri smásagna- sögn en oft áður eða eftir því sem ég best veit fjögur frumsamin og tvö þýdd. Þegar ég var í háskólanum kynntist ég því betur en áður hversu sterk hefð er fyrir smásögum bæði í Bandaríkj- unum og Frakklandi. Hér er ekki það sama uppi á teningnum. Á tímabili leitaði ég ákaft að smásögum eftir aðra íslenska höfunda, ekki síst eftir konur, en varð fyrir vonbrigðum hvað lítið var tU af þeim úr samtímanum. Og ekki síst við leitina að skrifúm kvenna varð ég oftar en ekki að bakka talsvert í tíma, stundum mjög langt - en það var auðvitað engan veginn fullnægj- andi. Það gleður mig því sérstaklega hvað smásagnasöfnum hefur fjölgað mikið upp á síðkastið - þá getur maö- ur speglað sig í fleiram." Þegar Elín Ebba er að lokum spurð hvaða smásagnarithöfúnd hún haldi mest upp á er hún fljót að svara: „Ef þú átt við kvenrithöfund þá er það Mary Flanagan."
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.