Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1999, Side 31

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1999, Side 31
LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1999 31 íslenskar kvikmyndir á Netinu: %stið einnig vantar myndir sem aðstand- endur hafa lýst yfir að væru meðal þeirra bestu verka. Nýtt lif og Skammdegi eftir Þráin Bertelsson er hvergi að finna og ekki heldur Hringinn og Brennu- Njálssögu eftir Friðrik Þór Guðmundsson. Brennu-Njáls saga vakti þó talsverða athygli hér heima og það gerði Hringurinn einnig. Hins vegar er hvorug þeirra hefð- bundin kvikmynd með leikurum og söguþræði o.sv.frv. Okkar á milli í hita og þunga dagsins eftir Hrafn Gunnlaugsson er ekki í IMBd þótt leikstjórinn hafi Þessir komust á blað Að lokum skulum við líta á lista yfir þær íslensku kvikmyndir sem „komast á blað“ í IMBd. Það þýðir að einhver hefur nennt að greiða þeim atkvæði eða segja álit sitt á þeim. Að vísu eru sumar umsagnir augljóslega frá aðstandendum myndanna og þannig er það sjálf- sagt um hluta atkvæðanna líka. Þannig er trúlega einhver verðbólga í einkunnagjöfinni sem stafar af of- lofi. Við sleppum að nefna þær myndir sem ekki fá neitt atkvæði: Hrafn Gunnlaugsson: Hrafninn flýgur 8,4. í skugga hrafnsins 7,6. Hvíti víkingurinn 6,7. Hin helgu vé 6,5. Friðrik Þór: Skytturnar 7,4. Börn náttúrunnar 8,4. Cold fever 8,0. Bíódagar 6,8. Djöflaeyjan 6,8. Júlíus Kemp: Veggfóður 7,3. Blossi 5,9. Ari Kristinsson: Stikkfrí 7,3. Ásdís Thoroddsen: Ingaló 5,9. Kristín Jóhannesdóttir: Svo á jörðu sem á himni 8,9. Óskar Jónasson: Sódóma Reykjavík 8,1. Perlur og svín 6,9. -PÁÁ STÆÐI Vandaöar, fallegar. Ótrúlega hagstætt verð. -MIKIÐÍIRVAL- GCð®?1 Verðfrá 69.900.- PFAFF cHeimilistœkjaverslun Grensásvegur 13 -108 Reykjavflí - Sími 533 2222 Benjamín Dúfa er besta íslenska kvikmyndin ef marka má atkvæöagreiðslur á Internet Movie Databank. Hún fær hæsta einkunn en reyndar frá mjög fáum. Myndina gerði Gísli Snær Erlingsson ásamt fleirum árið 1996. Hilmar Oddsson: Tár úr steini 5,8. Sporlaust 5,4. Jón Tryggvason: Foxtrot 5,9. Nei er ekkert svar 4,5. Guðný Halldórsdóttir: Karlakórinn Hekla 5,8. Gísli Snær Erlingsson: Benjamín dúfa 9,2. Ágúst Guðmundsson: Útlaginn 6,0. Með allt á hreinu 7,2. Dansinn 7,5. Egill Eðvarðsson: Agnes 8,1. Þráinn Bertelsson: Jón Oddur og Jón Bjami 7,7. Dalalíf 7,4. Magnús 7,4. Einkalíf 4,2. Hvað er sagt um íslenskar kvikmyndir? Eins og gefur að skilja er margt sagt um íslenskar kvikmyndir, ís- lenska leikstjóra og íslenska leik- ara. Sá leikstjóri sem nýtur mestra vinsælda miðað við undirtektir not- enda IMBd er Friðrik Þór Friðriks- son. Kvikmynd hans, Cold fever, er sú mynd sem flestir hafa greitt at- kvæði eða 170 manns og meðalein- kunn hennar er 8,0. Böm náttúr- unnar er í öðru sæti hvað varðar fjölda atkvæða, 118 hafa greitt henni atkvæði sitt en gefa henni aðeins 7,4 í meðaleinkunn. Sú íslenska kvikmynd sem kemst lengst, að áliti notenda IMBd, er hins vegar Benjamín dúfa sem Gísli Snær Erlingsson gerði árið 1996 og fær hún hvorki meira né minna en 9,2 í meðaleinkunn. Þessi svimháa einkunn byggist hins vegar aðeins á 12 greiddum atkvæðum. .Til samanburðar má geta þess að Guðfaðirinn frá 1972 er að mati not- enda IMBd besta kvikmynd allra tíma og hún fær einungis rétt rúm- lega 8 í aðaleinkunn. Þess er vert að geta að listinn yfir 250 bestu mynd- irnar er reiknaður út eftir nokkrum forsendum sem koma i veg fyrir að fá atkvæði geti skilað mynd inn á listann. Bak við Guðföðurinn eru tugir þúsunda atkvæða eins og flest- ar myndimar á listanum. Engin ís- lensk mynd kemst inn á lista yfir 250 bestu kvikmyndirnar í IMBd. Það er þó nokkur huggun harmi gegn að engin íslensk kvikmynd kemst inn á listann yflr 100 verstu kvikmyndimar. Neðsta sætið verm- ir The Girl in Gold Boots frá 1963 sem fékk 1,6 i meðaleinkunn hjá nokkur þúsund manns sem hirtu um að senda inn álit sitt. Hvað segja þeir um sig? Þegar leitað er í IMBd eftir nöfn- um leikstjóra er gert ráð fyrir sér- stökum dálki fyrir æviágrip og per- sónulegar upplýsingar. Það veldur nokkmm vonbrigðum að um ís- lenska leikstjóra og leikara eru næstum engar upplýsingar fyrir utan fæðingardag og ár í flestum til- vikum. Frá þessu eru nokkrar sér- stakar undantekningar. Þess er látið getið um Friörik Þór Friðriksson að hann gegni gælu- nafninu Frikki. Það kemur fram að Guðný Halldórsdóttir sé dóttir Hall- dórs Laxness og það er tekið fram um Júlíus Kemp að hann hafi verið í ástarsambandi viö Ingibjörgu Stef- ánsdóttur sem lék í kvikmynd hans, Mín upphefö kemur aó utan, segja íslend- ingar þegar vonin um viöurkenningar sam- landanna slokknar. ís- lenskar kvikmyndir njóta misjafnlega mik- illa vinsœlda innan- lands en DV ríslaði í stórum vef sem heitir: Internet Movie Data- base og þar er margt forvitnilegt aö finna um íslenskar kvikmyndir. Intemet Movie Database eða IMDb eins og hann er jafnan skammstafaður er afskaplega vandaður gagnabanki á Netinu þar sem tugir þúsunda kvikmynda eru flokkaði og farið í saumana á þeim. Fólkinu sem bjó til myndimar eru gerð ágæt skil og með þéttriðnum krosstengingum milli nafna, titla og þess háttar er hægt að una sér lengi dags við að gramsa í þessum risa- vaxna bing smárra og stórra atriða sem varða kvikmyndir. Jafnframt því að gegna hlutverki uppflettirits á Netinu um kvik- myndir og allt sem þær varðar gefst notendum án endurgjalds kostur á að senda inn álit sitt á einstökum kvikmyndum í stuttu eða löngu máli og einnig að greiða kvikmynd- um atkvæði sitt eða gefa þeim ein- kunn á bilinu frá 1 til 10. Með þessu móti getur síðan IMBd sett upp lista yfir bestu og verstu kvikmyndir allra tíma. í IMBd er að finna ítarleg- ar upplýsingar um meira en 200 þúsund kvikmyndir, 400 þúsund leikara og 4.000 leik- stjóra auk annars tæknifólks. Gagnagrunnurinn var fyrst settur upp 1990 og hefur frá upphafi verið rekinn af hópi áhugafólks um kvikmyndir sem hratt verkefninu af stað af einskærum áhuga. IMBd var nýlega keyptur af fyrir- tækinu sem rekur Amazon.com. Samkvæmt kynningarsíð- um grunnsins er langmestur hluti upplýsinganna um kvikmyndir, leikstjóra, leik- ara o.sv.frv. sendur inn af áhugamönnum eða aðstand- endum kvikmyndanna sem getið er. Þannig byggir grunnurinn tilvist sína á þeim aragrúa áhugamanna um kvikmyndir sem nota Netið til þess að afla upplýs- inga og hafa samskipti sín á milli. * Af þeim íslensku kvikmyndum sem getið er á IMBd hafa flestir stimplað inn álit sitt á kvikmyndinni Cold Fever eftir Friörik Þór Friöriksson frá 1994. Veggfóðri. Aðrar upplýsingar um aldur, menntun og afrek á sviði kvikmynda er ekki að hafa og væri ástæða til að hvetja viðkomandi kvikmyndajöfra til þess að bæta úr þessum skorti sem fyrst. Myndirnar sem vantar Sem betur fer hafa ekki verið framleiddar fleiri íslenskar kvik- myndir en svo að auðvelt er fyrir meðalgreindan áhugamann aö sjá ef einhverjar þeirra vantar i upptaln- ingu. Svo er einnig hér að víða eru gloppur í upptalningu á kvikmynd- um sem hinn eða þessi leikstjórinn hefur gert. Sumir kynnu að halda að þetta væri vegna þess að menn vildu helst gleyma sumum kvik- myndum sem þeir hafa gert og því er ekki að leyna að sá grunur vakn- ar í nokkrum þessara tilfella en sagt það eitt sinna eftirlætisverka. Það er Stella í orlofi eftir Guðnýju Halldórsdóttur ekki heldur þótt Guðný hafi einnig lýst dálæti sínu á henni. Þama vantar líka Sérsveit- ina Laugarásvegi 119 eftir Óskar Jónasson. Það vantar einnig nokkrar mynd- ir sem margir hafa skilning á að að- standendur vilji lítt halda á lofti. Veiðiferðin eftir Andrés Indriðason er á meðal slíkra mynda sem vantar í IMBd ásamt Eins og skepnan deyr eftir Hilmar Oddsson og Hvítum mávum sem Stuðmenn gerðu í kjöl- far velgengni Með allt á hreinu og Skilaboðum til Söndru eftir Krist- inu Pálsdóttur. í IMBd er ekkert minnst á menn eins og Loft Guðmundsson, Óskar Gíslason eða Reyni Oddsson sem margir telja vera frumkvöðla ís- lenskrar kvikmyndagerðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.