Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1999, Side 34
LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1999 DV
» bókarkafli
Sigurfinnur Jónsson frá Sauðárkróki:
Lifði af ellefu þús-
und volta straum
- maðurinn sem ekkert bítur á
Á villisvínaveiðum í Póllandi. Gylta sem Sigurfinnur skaut af 30 metra færi með Berettunni og einni kúlu.
Lífssaga Sigurfinns Jóns-
sonar á Sauöárkróki er um
margt ótrúleg. Þetta er mað-
ur sem fer sínar eigin leiöir,
hefur lifaö af 11 þúsund
volta háspennustraum, oröió
fyrir bíl, næstum drukknaö í
brunagaddi og er þá fátt eitt
taliö. Ævisaga Sigurfmns
heitir Háspenna, Lífshœtta
og þaö er Árni Gunnarsson
frá Reykjum á Reykjaströnd
sem fœrir hana í letur.
DV fékk leyfi til aö birta
hugleiöingar Sigurfinns um
veiöiskap en hann er ein
haröasta skytta í Skagafiröi
þrátt fyrir fötlun sína en
Sigurfinnur er meö hönd úr
ryöfríu stáli í staö þeirrar
sem brann af honum í há-
spennustaurnum foröum.
Hugleiðingar um rjúpuna
Rjúpan er íslenskur fugl og hefur
búið í þessu landi lengur en nokkur
maður veit. Hún hefur lært að búa
hér og lagað sig að umhverfmu sem
hefur tekið miklum breytingum þau
1200 ár sem þjóðin hefur búið hér í
sambýli við hana og hún hefur að-
lagast hinni síbreytilegu veðráttu
þessa lands. Hún er okkar fugl.
Margt hefur verið rætt og ritað
um sveiflumar í stærð rjúpna-
stofnsins. Og þrátt fyrir aö ég hafi
fylgst með henni lengur og af meiri
áhuga en ýmsir aðrir er fráleitt að
ég hafi tiltæka neina afdráttarlausa
skýringu á því fyrirbæri.
Ég er þó sæmilega viss um að
veiðarnar hafa meiri áhrif á stofn-
stærðina en viðurkennt er og ég
held þvi fram nokkuð afdráttarlaust
að veiðitímabilið þurfi að stytta.
Það er ekkert vafamál að skilyrði til
veiða geta verið svo hagstæð vegna
snjóalaga og ýmissa annarra þátta
að það geri veiðimönnum tiltölulega
auðvelt að skjóta meginhluta stofns-
ins á veiðitímanum. Við megum
ekki gleyma því að veiðimönnum
fer árlega fjölgandi og þeir eru sí-
fellt fleiri sem nota hinar ýmsu
gerðir farartækja sem gera mönn-
um kleift að komast á örskömmum
tíma á veiðisvæði sem voru næstum
óaðgengileg fyrir örfáum árum.
Kenningamar um ungadauða vegna
sjúkdóma í stofninum eða iUviðra
gef ég fremur lítið fyrir. Ef þessar
skýringar væru réttar þá vildi ég
sjá einhverjar tætlur eða dreifar af
fiðri á þeim svæðum sem rjúpan
heldur sig á. Á öllu mínu sparki um
fjöll og fimindi í áratugi hef ég ekki
séð neitt það sem bendir til fárs í
ungstofni ellegar að ég hafi séð neitt
sem bendi til að rjúpan hrekist út á
sjó í illviðrum.
Rjúpan lætur fenna
yfir sig
Ég hef þá trú að rjúpan finni á sér
veður og búi sig undir þau. Ég
minnist þess eitt sinn að ég gekk
fram á rjúpur sem höfðu látið skefla
yfir sig. Þá var ég á heimleið eftir
að hafa lent í illviðri, stórhríð með
mikilli fannkomu. Ég var að ryðjast
í gegnum snjóskafl þegar ég hrein-
lega steig ofan á rjúpu sem skeflt
hafði yfir og upp úr skaflinum flugu
síðan nokkrar sem höíðu notað
sömu aðferð. Ég varð undrandi á
þessu en það sagði mér ýmislegt.
Þá trúi ég að rjúpur séu næmari
fyrir bleytu og slagviðri en frost-
hrið. Þá ályktun dreg ég af reynslu
frá Málmey á Skagafirði en þar hef
ég stundað veiðibjölluskyttiri að
haustlagi um langt árabil. Þama
verpir rjúpa en aöeins sárafá pör.
Fyrstu árin, sem ég kom þama, stóð
enn uppi rúst af fjárhúsi og eitt sinn
í úrhellisrigningu, er ég skaust þar
inn, sátu nokkrar rjúpur á garða-
bandinu. Þetta voru ungar og ný-
lega orðnir fleygir. En undir garða-
bandinu var mikið af rjúpnadriti
sem sýndi að þarna höfðu rjúpum-
ar leitað afdreps í þó nokkur skipti.
Fuglatalning glórulaus
hringavitleysa
Ég tel það fremur til óskhyggju en
vísinda að telja að hægt sé að mæla
stærð stórra og útbreiddra fugla-
stofna eins og rjúpunnar. Ég var eitt
sinn fenginn til leiðsögu ásamt fóð-
ur mínum til fuglatalningar við
Drangey. Þetta var laust eftir 1950
og þama var á ferðinni elsti og
reyndasti fuglafræðingur landsins á
þeim tíma. Um þetta ferðalag vil ég
segja sem fæst annað en það að sú
aðferð sem þama var notuð og sú
niðurstaða sem hún gaf fór langt
meö aö sannfæra mig um að svona
„vísindaleiðangrar" væru ekki bara
gagnslausir heldur glórulaus
hringavitleysa.
Það má vera að dálæti mitt á
rjúpunni sé að einhyerju leyti bund-
ið skapgerð minni. Ég er ör til lund-
ar, óþreyjufullur og kappgjam. Þar
að auki er ég mikill útivistarmaður
og náttúrubam að upplagi. Á
rjúpnaskyttiríi fæ ég útrás fyrir alla
þessa eðlisþætti og mér hefur jafn-
framt tekist að læra á sjálfan mig og
temja ýmislegt sem þar var ábóta-
vant.
Einhvern tíma var roskinn skip-
stjóri og mikUl aflamaður spurður
að því hver væri galdurinn viö að
fiska. „Maður verður að læra að
hugsa eins og þorskurinn", var
svarið. Það er mikið til í þessu og
eins er það með rjúpuna. Til þess að
ná árangri og þó ekki síst til að
auka á ánægjuna við veiðamar þarf
rjúpnaskyttan að geta sett sig í spor
rjúpunnar og finna út hvar líklegt
sé að hún haldi sig hverju sinni. Og
þar getur margt spilað inn í, því það
eru ótrúlega margir þættir sem hafa
áhrif á þetta.
Eitt af mörgu sem einkennir góð-
an skotveiðimann er að ganga vel
um veiðisvæðið og skilja ekki eftir
sig rusl eða neitt það sem spillt get-
ur umhverfinu. Margir halda sig
t.d. við þá reglu að hirða upp eftir
sig allar tómar patrónur. Þessa
reglu, sem ég viðurkenni að er allra
góðra gjalda verð, hef ég brotið í all-
mörg ár og geri enn! Og ástæðan er
einfaldlega sú að á sumrin fæ ég
mér göngutúra um veiðisvæðin mín
frá vetrinum áöur og upplifi á ný
rjúpnatúrana. Ég fæ mikið út úr
þessu. Patrónumar vísa mér þama
veginn og yfirleitt man ég hvaða
skoti hver þeirra tengist. Svona get
ég rakið mig áfram eins og við lest-
ur dagbókar sem ég auðvitað færi
að loknum hverjum veiðidegi. Þess-
ar yfirlitsferðir gefa mér mikið og
miklu meira en lestur dagbókarinn-
ar.
Barátta við fálka
Það er útbreiddur misskilningur
að fálkinn slái rjúpuna með væng-
barðinu, eins og margir vilja halda
fram. Sjálfur hef ég tvívegis orðið
vitni að því er fálki slær rjúpu og í
bæði skiptin á sama hátt. Hann slær
með klónni, eða öllu heldur fætin-
um.
í fyrra sinnið var ég á gangi rétt
neðan viö Lambárbotninn og þá sé
ég hvar fálki er að elta rjúpu og
leikurinn berst í áttina til mín.
Svona á að giska í 10 metra fjarlægð
frá mér er hann búinn að ná rjúp-
unni og þá sé ég aö hann lyftir upp
hægri fætinum, seilist með hann
fram að nefi og slær. Höggið var svo
mikið að hausinn fór af rjúpunni
sem datt niöur fyrir framan fæt-
urna á mér og hausinn auðvitað
líka þar skammt frá. Mér sýndist
þessi fálki vera ungi frá vorinu
Kominn heim á Sauðárkrók af rjúpnaveiðum.