Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1999, Page 42
LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1999
« viðtal
Gunnar Þorsteinsson í Krossinum:
Bið fyrir morðingja
móður minnar
- áttræð móðir hans fáll fyrir hendi morðingja í Espigerði
Gunnar segir aö fíkniefnin séu hinn raunverulegi sökudólgur í málinu en ógæfu-
maöurinn sem réö móöur hans bana haföi sprautaö sig meö amfetamíni.
Á föstudagskvöldiö
fyrir rúmri viku féll
rúmlega áttræö kona,
Sigurbjörg Einarsdóttir,
íbúi í Espigeröi 4, fyrir
hendi moröingja. Þessi
tilhœfulausi og tilvilj-
anakenndi verknaöur
skaut öörum íbúum
hússins skelk í bringu
og vakti óhug og spurn-
ingar í hjörtum allra
sem fréttu afþessu
voöaverki. Gunnar Þor-
steinsson, forstööumaö-
ur í Krossinum, er son-
ur Sigurbjargar og
hann lýsir atburöum og
eftirmálum fyrir DV.
Eg var erlendis vikuna áður en
þetta gerðist en kom heim á
mánudegi," segir Gunnar. „Mín
beið fjöldi verkefna og því gaf ég mér
því miður ekki tima til að heimsækja
móður mína þessa annríku daga. Seint
á fóstudeginum var ég á leið í sjón-
varpsupptöku uppi í Kringlu fyrir Skjá
einn. Þá fannst mér að ég væri svo ná-
lægt aö ég gæti alveg skroppið til henn-
ar í stutta heimsókn en gerði það ekki
vegna tímaskorts. Á þeirri stundu hef-
ur þessi voðaatburður sennilega verið
að gerast.“
Gunnar sat fyrir svörum í sjónvarp-
inu ásamt Snorra Einarssyni í Betel en
þama vom staddir fieiri fuiltrúar trú-
arsafnaða og ræddu trúmál og fleira
yflr góðri máltíð.
„Ég ók Snorra vini mínum heim og
fór síðan sjálfúr heim og við konan
mín vorum að leggja af stað í kaffiboð
hjá vinafólki o'kkar þegar siminn í
bílnum hringdi. Ég svaraði og heyrði
rödd Einars bróður míns segja:
Mamma er dáin. Hann bætti svo við:
Hún var myrt.
Mér fannst ég vera lamaður fyrst á
eftir. Þetta kemur að manni eins og
högg. Ég fór inn, lagðist niður og
reyndi að átta mig en konan mín fór og
sótti bömin okkar og við vorum fljót-
lega öil saman komin á heimili mínu
og grétum saman og báðum saman.“
Hugsaði til bróður míns
„Mér varð hugsað tii Einars bróður
míns sem kom að móður okkar látinni
og ég taldi að væri einn niðri í Espi-
gerði og ég fann sárt til með honum og
fannst að hann mætti ekki vera einn.
Ég treysti mér ekki til að fara til hans
og bað konuna mína, Ingibjörgu, að
gera það en hún er gríðarlega sterk
manneskja.
í þeim svifúm hringdi síminn og aft-
ur var það Einar og var nú á leið heim
til okkar ásamt Geir Jóni Þórissyni
lögreglumanni sem þekkir fjölskyld-
una vel og varð þegar ljóst þegar hann
kom á vettvang hvað þurfti að gera.
Hann tók utan um Einar bróður minn
og huggaði hann og kom svo með hon-
um upp eftir og við sátum öll saman til
klukkan fjögur um nóttina og þaðan
hringdum við í yngstu systur mína
sem því miöur var stödd erlendis. Við
grétum saman og báðum til Guðs.“
Atburðarásin í Espigerði
Atburðarásin þetta óheiilakvöld í
Espigerði, eins og Gunnar veit hana
réttasta, var á þá leið að sennilega
milli klukkan sex og sjö um kvöldið
hringdi morðinginn dyrabjöllu í
annarri íbúð í húsinu og fékk að
hringja þar stutt símtal. Hann hafði
ekki frekari samskipti við húsráðend-
ur þar en hvarf á braut og mun hafa
knúð dyra næst i 7D, þar sem Sigur-
björg bjó, og þeirri heimsókn lauk með
því að hann réð henni bana með egg-
vopni.
„Það sækir á mann vantrú fyrst í
stað,“ segir Gunnar. „Maður viil ekki
trúa því að þetta geti hafa gerst, ekki
með þessum hætti. Þessi vantrúartil-
finning gerir enn vart við sig og mér
frnnst þetta allt óraunverulegt og býst
við að móðir mín hringi þá og þegar.“
Einar, bróðir Gunnars, sem er bú-
settur í Svíþjóð, var gestkomandi á
landinu og bjó hjá móður sinni. Hann
hafði farið út og kom aftur milli 8 og 9
um kvöldið og ætlaði að opna dymar á
7D með lykli en gat í fyrstu ekki opn-
að þar sem móðir hans lá örend fyrir
hurðinni. Hann lagðist á hurðina og
opnaði með afli og varð þá ljóst hvað
hafði gerst.
„Þetta var gríöarlegt áfall fyrir
hann,“ segir Gunnar. „Harrn hélt fýrst
að hún hefði orðið fyrir slysi, fallið og
rekið sig í. Hann reyndi fyrst að
hringja i mig en náði svo í sambýlis-
mann systur minnar og síðan hringdi
hann í lögregluna."
Enginn sá morðingjann yfirgefa
vettvanginn, að minnsta kosti hafa
engin vitni komið fram. Þó ætti það að
vera fólki minnisstætt því hann var al-
blóðugur og í miklu uppnámi.
Frávita af
fíkniefna-
neyslu
„Drengur-
inn, þessi
ógæfúmaður,
var frávita af
flkniefna-
neyslu, hafði
sprautað sig
með am-
fetamíni. Það
er ein höfúð-
ástæða þess að
hann fremur
þetta voðaverk
og það er alger
tilviljun að
móðir mín
verður fómar-
lambið en ekki
einhver annar.
Hvort hann
hefur ætlað sér
þetta þegar
hann knúði
dyra vitum við ekki. Hvort hann var
með auðgunarbrot í huga þegar hann
knúði dyra vitum við ekki. En við vit-
um að hann leitaði í skúffúm og skáp-
um og fór í veski móður minnar,
sennilega í leit að einhverju fémætu.
í mínum huga er það alveg skýrt að
fíkniefhin em hirrn raunverulegi söku-
dólgur í þessu máli. Ef þessi vesalings
piltur hefði ekki verið viti flrrtur og
sviptur allri dómgreind af völdum
þeirra þá hefði hann ekki gert þetta.“
Var húsum kunnugur
Morðinginn heitir Elfs Helgi Ævars-
son, 26 ára gamall. Hann hefúr ítrekað
komið við sögu lögreglunnar fyrir önn-
ur afbrot - skjalafals, þjófhaði og lík-
amsárás. Hann hafði átt erfitt upp-
dráttar allt frá æskuárum og leiddist
snemma út í neyslu fíkniefna sem
hann hafði ítrekað leitað sér meðferð-
ar við. Hann fór síðast í meðferð fyrr á
þessu ári en hafði fallið í sama far á ný
skömmu áður en hann myrti Sigur-
björgu.
Elís var húsum kunnugur í Espigerði
4 þar sem móðir hans hefur leigt íbúð
um tíma og hann hafði nokkmm sinn-
um komið tO hennar í heimsókn og þá
hafa aðrir íbúar orðið varir við hann. í
fjölmiðlum hefúr nokkuð verið ftallað
um tilvik sem átti sér stað í Espigerði 4
skömmu áður en morðið var framið en
þá barst lögreglunni kvörtun vegna
framferðis Elísar í húsinu.
Enpinn í jjölskyldunni hefur
noKkru sinni seð hann
„Eftir því sem ég kemst næst mun
hann hafa haft í frammi ógnandi hegð-
un við íbúa í húsinu og hrækt á eftir
þeim. Þar sem ekki var lögð fram kæra
og hann ekki leiddur fyrir dómara þá
get ég ekki séð forsendur til þess að
lögreglan hefði átt eða verið í aðstöðu
til að svipta hann frelsi," segir Gunn-
ar.
„Ég hef aldrei séö þennan pilt og
ekkert okkar systkina þekkti neitt til
hans. Það voru því engin tengsl milli
hans og okkar og engar ástæður fyrir
þessum verknaði svo ég viti eða geti
gert mér í hugarlund."
Því er líklegt að þegar Elis knúði
dyra hjá Sigurbjörgu þetta örlagaríka
kvöld hafi það verið í fyrsta sinn sem
hún sá piltinn. En það varð jafnframt
það síðasta."
Elís var handtekinn á laugardegin-
um eftir eftirgrennslan lögreglu og við
yfirheyrslur á sunnudegi játaði hann
að hafa orðið valdur að dauða Sigur-
bjargar.
„Geir Jón Þórisson hringdi í mig á
sunnudeginum, rétt áður en ég fór á
samkomu í Krossinum, og flutti mér
fréttir af framgangi málsins. Ég fann
fyrir ákveðnum létti en sársaukinn
var áfram gríðarlegur. Á þessari sam-
komu prédikaði ég ekki en talaði frá
hjarta mínu við söfnuðinn og við báð-
um saman til Drottins fyrir þessum
ógæfúmanni og aðstandendum hans.“
Hvaða tiifinningar bærast í brjósti
Gunnars þegar hann hugsar um Elís
og þann verknað sem hann framdi?
Bið fyrir honum
„Ég bið fyrir honum. Það er ekki
fordæming í mínu hjarta í garð þessa
ógæfusama manns heldur eingöngu
vorkunnsemi. Hann hefúr áreiðanlega
átt sína drauma og vonir um lífið en
siðan missti hann tökin á því og náði
ekki fótfestu á ný. Ég og min fjölskylda
höfúm sett okkur í samband við móð-
ur hans og ég hef rætt við hana og við
ætlum að hittast fljótlega. Við höfúm
líka haft uppi á fóður hans og systur.
Við viljum hitta þetta fólk og ræða við
það og biðja með því. Það auðveldar
okkur og þeim að bera þá þungu byrði
sem við öllum hljótum að bera eftir
þetta.“
Gunnar segir að fjölskyldan hafi
þjappað sér saman í kjölfar þessa sorg-
aratburðar og reynt að veita hvert
öðru styrk og huggun við þessar erfiðu
aðstæður.
„Kjaminn í okkar trú er sá að lífið
er í Kristi og dauðinn er ávinningur.
Móðir mín er farin frá okkur til þess
að vera með Drottni. Það sem erfitt er
við þetta er að sætta sig við þessar
kringumstæður sem varpa skugga á
brotthvarf hennar.
Eiríkur Sigurbjömsson, vinur
Fjölskyldan hefur þjappaö sér saman í kjölfar þessa voöa-
atburöar en þaö var Einar, bróöir Gunnars, sem fyrstur
kom á vettvang.