Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1999, Page 65
JLj'W LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1999
Lise-Marie Presley og Michael
Jackson meöan allt lék í lyndi
Presley sér
eftir Jackson
Enginn veit hvað ótt liefur fyrr en
misst hefur. Það hefur Lise-Marie
Presley fengið að reyna. Hún var
fyrir fáum árum hamingjusamlega
gift stórstjörnunni dularfullu Mich-
ael Jackson. Ekki var alveg laust
við að illa innrættir slúðursneplar
héldu því fram að sitthvað skorii i
því hjónahandi sem þykir
ómissandi í mörgum samböndum
og þegar þau slitum samvistum og
Lise-Marie tók aftur saman við eldri
kærasta, töldu margir að hún hefði
gefist upp á sýndarsambúð við
Jackson.
Þau fóru hvort sína leið og hann
eignaðist böm og buru með Debbie
Rowe sem var áður hjúkrunarkona
hans. Þau eru í þann veginn að slíta
samvistum og þá vill svo til að Lise-
Marie er einnig á lausu.
Náinn vinur Lise-Marie hefur
blaðrað því í óvandaða fjölmiðla
vestanhafs að hún hafi alla tíð séð
eftir því að hafa sleppt hendinni af
poppkóngnum og leggi nú á ráðin
um það hvernig hún geti unnið hug
hans og hjarta á ný.
Keitel bjargaði mannslífi á veitinga-
stað.
Harvey er hin raun-
verulega hetja
Harvey Keitel er frægur leikari
sem margir þekkja. Það er líkast því
sem Harvey þyki hann ekki nógu
frægur þvi nýlega sagði hann frá at-
viki þar sem hann fór á mis við
aukna frægð.
Þetta vildi þannig til að Harvey
sat að snæðingi á veitingastað þegar
hann varð þess áskynja að kona á
næsta borði stóð á öndinni þar sem
matur stóð fastur í hálsi hennar.
Harvey brá skjótt við og tók konuna
fostum tökum og hnykkti upp úr
henni bitanum með svokallaðri
Heimlich-æfingu. Hún felst í því að
taka utan um fórnarlambið aftan
frá, leggja hnefann undir bringspal-
ir þess og hnykkja á af öllu afli.
Þetta gekk eftir og konan lifði
átið af. Það sem Harvey hins vegar
sámaði var að þegar getið var um
þetta björgunarafrek í blöðunum
var fullyrt að það hefði verið stór-
leikarinn Robert De Niro sem barg
konunni svo snöfurlega.
Þetta sýnir svo ekki verður um
villst að laun heimsins eru sannar-
lega vanþakklæti.
69
, v.
Er Pamela vond við dýrin?
Sumt fólk kýs að lifa lífi sínu
sem allra mest í sviðsljósinu og
Pamela Anderson er ein þeirra.
Pamela hefur notið mikilla og
stöðugra vinsælda allt frá því
henni brá fyrst fyrir á ströndinni i
hinum vinsælu þáttum, Baywatch,
eða Strandvörðum eins og þeir
hétu upp á íslensku.
Pamela hefur síðan verið í frétt-
um með reglulegu millibili, eink-
um vegna hjónabandsmála sinna
en hún hefur búið í einkar storma-
sömu en opinberu hjónabandi með
rokkaranum Tommy Lee. Við höf-
um líka fengið að fylgjast með því
þegar Pamela lét taka vænan
slatta af silíkoni úr brjóstum sín-
um og fannst þá mörgum skarð
fyrir skildi.
Nú er Pamela vinkona okkar í
vondmn málum. Hún hefur barist
ákaft fyrir réttindamálum dýra og
dýraverndun og fengið sérstök
verðlaun á því sviði frá Sir Paul
McCartney sem ekkert aumt má
sjá. Eitt af því sem slíkir dýravin-
ir forðast er að kaupa eða nota
vörur sem unnar eru úr dýraaf-
urðum. Þar eru loðfeldir og skinn-
fatnaður efstir á bannlistanum.
Nýlega sást til Pamelu þar sem
hún var að frílysta sig i íðilfagurri
loðkápu sem talin er vera saumuð
úr ærhúð eða lambskinni. Eins og
það væri ekki nóg, beit sú stutta
höfuðið af skömminni með því að
vera i leðurstígvélum við sama
tækifæri.
Þetta hefur valdið mikilli
hneykslan í röðum dýravina og
þótt Pamela reyni að verja sig með
því að halda því fram að hún hafl
talið fatnað sinn vera úr gervi-
skinni, þykja afsakanir hennar
ekki sannfærandi.
Pamela Anderson er grunuð um
svik viö málstaðinn.
„Eftir að ég fékk
NEW BALANCE 802 eru söluhæstu
innleggin er ég
miklu betri
í bakinu,
hlaupaskór í USA síðustu þrjá mánuði.
Góður hælkappi, stöðugur sóli,dempun
í tá og hæl, grófur og sterkur ytri sóli
og svo eru þeir flottir.
Helgina ll.og 12.desember
Komdu með innleggin þín og við skoðum þau
mjöðminni
og hnjánum.
Skórnir eru
alveg frábærir."
Ókeypis lengdarmæling á fótum
20% afsláttur af aukapari af innleqqju
Frábær tilboð
Gjafakort
Góðir skór skipta máli
K9 STOÐTÆKNI
&
Gfsli Fcrdinandsscm efif
Sérverslun
hlauparans
3. hæð í Kringlunni - Sími: 581 4711