Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1999, Blaðsíða 66
LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1999
•'» þókalestur
Ég les, þess vegna er ég:
Einhver þrálátasta goðsögn sem
varðar islensku þjóðina snýst um
bókaþjóðina. Goðsögnin er í sem
fæstum orðum á þessa leið: Norður
við heimskautsbaug býr fámenn,
bókhneigð þjóð sem skrifaði bækur
sínar á skinn meðan aðrir íbúar
Evrópu voru ólæsir og óskrifandi
Allt til þessa dags hefur mikUI
áhugi á sögum og sagnaritun og
djúp virðing fyrir skáldum og rit-
höfundum fylgt þjóðinni og er svo
enn í dag.Þjóðin les meira en aðrar
þjóðir og gefur út og kaupir fleiri
bækur en almennt gerist.
Þetta hljómar vissulega mjög fal-
lega. Sé leitað að þeim tölum sem
eiga að standa líkt og homsteinar
- undir goðsögninni kemur ýmislegt í
ljós.
Eru ekki allir læsir
hár inni?
í fyrsta lagi fullyrðir Hagstofan
að íslendingar séu allir læsir. 100%.
Gott og vel. Þetta er auðvitað ekki
alls kostar rétt því þótt talan 100 liti
vel út á prenti era náttúrlega nokk-
uð margir sem afls ekki eru læsir og
margir kennarar hafa látið í ljós
þann grun að treglæsum fullorðn-
um einstaklingum fjölgi.
í öðru lagi eru reknar 55 bóka- og
ritfangaverslanir á íslandi. Sé bætt
við það nokkrum stórmörkuðum í
Reykjavík sem selja bækur og fáein-
um kaupfélögum úti á landsbyggð-
inni hlýtur að láta nærri aö bækur
fáist á 70-80 stöðum. Það eru um
það bil ein verslun á hverja 4000
íbúa.
Þrátt fyrir ítrekaða eftirgrennsl-
an var ekki hægt að fá svipaðar töl-
ur fyrir nágrannalönd okkar þótt
þær séu eflaust einhvers staðar tfl.
Sumum ferðamönnum gengur flla
að finna bókabúðir erlendis en aðr-
ir ramba ævinlega á þær eins og
melir að ljósi.
Sá sem þetta ritar kom til
Norrköping í Svíþjóð fyrr á árinu
en það er borg álíka stór og Reykja-
vík, talið í höfðum. í stærstu versl-
unarmiðstöðinni i Norrköping, sem
er reyndar áþekk Kringlunni okkar
að stærð, er ein lítil bókabúð. Hún
seldi eingöngu kristilegt lesefni. Þá
var ég ánægður að búa í Reykjavík
Jólin koma með
bókunum
Flestar bækur á íslandi koma út á
sex vikum fyrir jólin ár hvert. Bóka-
útgefendur hafa reynt mjög mikið
undanfarin ár tfl þess að lengja
■ þessa vertíð en ekki orðið mikið
ágengt. Einu íslensku bækumar
sem seljast eitthvað að ráði utan
hefðbundinnar vertíðar eru bækur
inn Island á ensku fyrir erlenda
ferðamenn. Bóksölulistar, sem birt-
ast i blöðum allan ársins hring,
virðast staðfesta að utan jólavertíð-
ar hafa íslendingar engan áhuga á
skáldskap en opna veskið til að
kaupa sjálfshjálparbækur, s.s Karl-
ar eru frá Mars, konur eru frá Ven-
us og kaupa Spámanninn fyrir
fermingarbamið í fjölskyldunni.
Þar fyrir utan ná einstöku fræði-
'bækur og leiðbeiningarbækur ein-
hverri sölu.
Að qefa eða lesa, þarna
er efinn
Vandinn sem fylgir bókaútgáfu á
íslandi felst i þvi að stærstur hluti
þeirra sem kaupa bækur er ekki að
* kaupa bækur til að lesa þær sjálfur
heldur til gjafa. Og með gjöfinni eru
menn yfirleitt að segja eitthvað.
Þeir eru að segja við makann: ég
elska þig. Þeir eru að segja við
mömmu og pabba: þetta er bók fyr-
ir þig af því varst góður/góð við
mig. Þeir eru að segja við bömin
sín: þetta áttu að lesa því mér finnst
að þú hefðir gott af því.
Ætli mamma vilji
Steingrím?
Af þessum hugsunarhætíi leiðir
að sumar bækur eru dæmdar úr
leik fyrir fram, burtséð frá því hvað
stendur í þeim. Þetta þýðir að því
hefðbundnara og virðulegra sem
viðfangsefni bóka er því betur reið-
ir henni af í gjafavöruflóðinu. Það
er hægt að gefa hverjum sem er
ævisögu Vigdísar Finnbogadóttur
meðan enginn myndi gefa óvini sín-
um ævisögu Steingríms Njálssonar,
hvað þá ömmu eða Gullu frænku.
Þetta hefur leitt til þess að ís-
lenskir útgefendur hugsa alltaf fyrst
um bækur sem gjafavörur en ef þær
eru einnig forvitnilegar, heiðarleg-
ar, vel skrifaðar eða bókmennta-
verk þá er það bara eins og bónus.
Um þetta eru mörg skemmtfleg
dæmi tfl: Bækur Gunnars Dal hafa
selst einkar vel því með því að gefa
þær er verið að votta vitsmunum og
djúphygli viðtakandans virðingu.
Það skiptir engu máli þótt þeir sem
telja sig hugsa raunverulega djúpt
hafi fltjað upp á nefið.
Annað dæmi mætti taka af bók
Hrafns Jökulssonar og Bjarna Guð-
marssonar um Ástandið sem kom út
1991. Þama var skrifað af list um
áhugavert efni og fyrirbæri í þjóðar-
sögunni sem hefur verið milli tann-
anna á fólki í nærri hálfa öld. Það
sem höfundar og útgefandi gleymdu
að þessa bók var ekki hægt að gefa
neinum án þess að móðga hann eða
hana. Bókin seldist nær ekkert en
hefur tfl þessa dags verið meðal vin-
sælustu útlána á bókasöfnum.
40 fleiri en í fyrra með
í slaginn
Vilborg Harðardóttir hjá Félagi
íslenskra bókaútgefenda sagði í
samtali við DV að í Bókatíðindum
ársins 1999, sem hún annast útgáfú
á, væru að þessu sinni 460 titlar sem
væru 40 titlum fleira en á síðasta
ári. Af þvi mætti ætla að að almennt
væru íslenskir bókaútgefendur sem
þvi nemur bjartsýnni en þeir vora í
fyrra. Tæplega 40 félagar eru i Fé-
lagi íslenskra bókaútgefenda en Vil-
borg sagði að bækur frá rúmlega 70
útgefendum væri að finna í Bókatíð-
indum. Útgefendur era talsvert
fleiri og trúlegt að þeir nálgist eitt-
hvað annað hundraðið. Vilborg
taldi líklegt að milli 1600 og 1700 titl-
ar væru gefnir út á íslandi árlega.
Þá era taldir með áflir bæklingar og
námsbækur án tillits tfl þess hvort
um frumútgáfu eða endurútgáfu er
að ræða svo tölur þessar eru óneit-
anlega nokkuð óljósar.
Kostnaður við að gefa út eina bók
getur oltið á bilinu frá 300 þúsund
krónum hið minnsta en hleypur
auðveldlega á milljónum. í frétta-
ljósi Dags í vikunni var giskað á að
veltan á bókamarkaðnum væri
kringum tvo milljarða og þar af
færu um 100 mifljónir sérstaklega
tfl þess að auglýsa bækurnar. Til
þess að prenta upplagið þarf 200-300
tonn af pappír og um 36% þessara
bóka eru prentaðar hér á landi, hin-
ar hingað og þangað um heiminn.
Hvað seldist hún eigin-
lega mikið?
Ekki er óeðlilegt að það sé gróða-
von sem rekur útgefendur áfram
þótt margir líti á bók sem óbrot-
gjaman minnisvarða um sig og
verk sín og vflji fyrst og fremst
tryggja sér eilíft líf með þessum
hætti en kæra sig kollótta um hagn-
að.
Það gefur augaleið að ekki verður
hagnaður af útgáfu allra bóka.
Stundum seljast nokkrar bækur
mjög vel en engin miklu betur en
aðrar en sum jólin er ein metsölu-
bók sem stingur aflar hinar af. Þetta
gerðist fyrir mörgum árum með
ævisögu Höllu Linker, sem margir
muna eftir, og leikurinn endurtók
sig með ævisögu Guðmundu Elías-
dóttur, Báru Sigurjónsdóttur, Vig-
dísar Finnbogadóttur.
Þær bækur sem seljast mest fara
í ríflega 5000 eintök og sögur hafa
heyrst um bækur sem seljast í 10
þúsund eintökum. Hitt er annað
mál að vegna
þess hve bæk-
ur eru vinsæl
gjafavara er
miklu af bók-
um skilað aft-
ur í verslanir.
Þess vegna veit
enginn ná-
kvæmlega hve
metsölubækur
seljast raun-
verulega mikið
og það er alla
jafna nokkuð
vel varðveitt
leyndarmál.
Vilborg
Harðardóttir
hjá Félagi is-
lenskra bóka-
útgefenda
sagði að sam-
kvæmt rann-
sóknum bókaútgefenda hefði bók-
sala fyrir jólin minnkað eitthvað
undanfarin ár svo bókin sem gjafa-
vara virðist vera á einhverju und-
anhaldi.
„Þróunin er sú sama hér og í öðr-
um löndum. Það er gefið út minna
af skáldskap en meira af handbók-
um og fræðibókum. Lestur fólks
breytist einnig þannig að þeir sem
lesa mikið lesa enn meira en þeir
sem hafa aldrei lesið mikið lesa enn
minna en áður.“
Hvað pöntum við
gegnum Netið?
Ein leiðin tfl þess að vita hvað ís-
lendingar vilja raunverulega lesa er
fær gegnum Netið. Þar er starfrækt
bókaverslun sem heitir Amazon og
margir þekkja. Amazon er vinsæll
staðm- fyrir þá sem eru tæknivædd-
ir og vilja fylgjast með nútímanum.
Hægt er að skoða metsölulista
Amazon á hverjum degi og skipta
honum niður eftir löndum og sjá
þannig hvaða bækur eru vinsælast-
ar í hvaða landi fyrir sig. Nú kynni
einhver að segja að slíkur listi væri
ekki marktækur þar sem aðeins af-
markaður þjóðfélagshópur nýtti sér
Netið til slíkra innkaupa og t.d.
væru slíkir viðskiptavinir afla jafna
betur menntaðir en lesendur al-
mennt. Sé það rétt þá gildir það
sennilega um önnur lönd líka og því
ekkert athugavert við samanburð-
inn. Engar bækur á íslensku fást í
Amazon en sé enska ekki móðurmál
þeirra landa sem við viljum bera
okkur saman við er það ekki hindr-
un.
Enginn skáldskapur fyrir
bókaþjóðina
10 vinsælustu bækur á Islandi
skv. Amazon.com
1. Problem Solving with C++:
The Object of Programming eftir
Walter J. Savitch
2. Debbie Mumm’s Quick
Country Quilts for Every Room
eftir Debbie Mumm.
3. The Third Way: The Renewal
of Social Democracy eftir Anthony
Giddens.
4. Intellectuals eftir Paul John-
son.
5. Freehand 8 Bible eftir Deke
McClelland.
6. Mastering Delphi 4. eftir
Marco Mastering.
7. What Einstein Didn’t Know:
Scientific Answers to Everyday
Question eftir Robert L. Wolke.
8. 40 Best Trout Flies eftir Ro-
bert H. Alley.
íslendingar eru heimsins mesta bókaþjóö. Pað hefur lengi veriö talið hafiö yfir vafa.