Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1999, Qupperneq 74
78 afmæli
% - “ ____
LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1999 UV
Hjörleifur Sveinbjörnsson
Hjörleifur Sveinbjömsson, deild-
cirstjóri þýöinga- og flutningsdeildar
íslenska útvarpsfélagsins hf., Nes-
vegi 76, Reykjavík, er fimmtugur í
dag.
Starfsferill
Hjörleifur fæddist í Reykjavík og
ólst þar upp í vesturbænum. Hann
lauk stúdentsprófi frá MR 1969,
stundaði nám í þjóðfélagsfræði við
HÍ 1970-72, sinnti síðan ýmsum al-
mennum störfum til sjós og lands,
'stundaði nám í kínversku við
Tungumálastofnun Beijingborgar
1976-77, síðan nám í kínversku og
kínverskum bókmenntum viö
Beijingháskóla frá 1977 og lauk BA-
prófi 1981.
Hjörleifur hafði umsjón meö og
kenndi á ýmsum námskeiðum er
lutu að kínverskum málefnum, sögu
og menningu, og hélt námskeið i
kínverskri tungu við Fjölbrauta-
skóli Suðurlands, MH, og Endur-
menntunarstofnun HÍ, nú síðast
námskeið í kínverskum miðalda-
bókmenntum við HÍ á haustönn
1998.
Hjörleifur var blaðamaður á Þjóð-
viljanum 1983-88, fræðslufulltrúi
BSRB 1989-96 og er deildarstjóri
þýðinga- og flutningsdeildar Is-
lenska útvarpsfélagsins hf. frá 1997.
Hann þýddi bókin Villtir svanir
eftir kínversku skáldkonuna Jung
Chang, 1994.
Fjölskylda
Eiginkona Hjörleifs
er Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir, f. 31.12.
1954, borgarstjóri. Hún
er dóttir Gísla Gíslason-
ar, f. 30.11. 1916, fyrrv.
verslunarmanns í
Reykjavík, og k.h., Ingi-
bjargar J. Níelsdóttur, f.
23.2. 1918, húsmóður.
Synir Hjörleifs og
Ingibjargar Sólrúnar
eru Sveinbjörn Hjör-
leifsson, f. 26.1. 1983,
menntaskólanemi;
Hrafnkell Hjörleifsson, f. 10.11.1985,
grunnskólanemi.
Systkini Hjörleifs eru Ingveldur
Sveinbjömsdóttir, f. 19.3.1948, kenn-
ari; Ágústa Sveinbjömsdóttir, f. 3.6.
1951, arkitekt; Árný Erla Svein-
björnsdóttir, f. 20.6. 1953, bergfræð-
ingur.
Foreldrar Hjörleifs eru Svein-
bjöm Einarsson, f. 24.4. 1919, fyrrv.
kennari í Melaskóla í Reykjavík, og
k.h., Hulda Hjörleifsdóttir, f. 13.7.
1924, húsmóðir.
Ætt
Sveinbjörn er bróðir Ingibjargar,
móður Einars Júlíussonar eðlis-
fræðings. Sveinbjöm er sonur Ein-
ars, póstfulltrúa í Reykjavík, bróður
Margrétar, móður Hróbjarts Áma-
sonar, forstjóra Bursta-
gerðarinnar, fóður Jóns
Dalbú, sóknarprests í
Hallgrímskirkju. önnur
systir Einars var Jór-
unn Eyfjörð, amma
Hjalta Guðmundssonar
dómkirkjuprests. Einar
var sonur Hróbjarts, b.
í Húsum í Holtahreppi,
bróður Sigurðar, afa
Rúriks Haraldssonar
leikara. Annar bróðir
Hróbjarts var Kjartan,
hreppstjóri á Þúfu, afi
Þorsteins Thorarensen
borgarfógeta, foður
Ástríðar, konu Davíös Oddssonar
forsætisráðherra. Hróbjartur var
sonur Ólafs, b. í Gaularáshjáleigu í
Landeyjum, Sigurðssonar, b. í Hall-
geirsey, Jónssonar, bróður Guðrún-
ar, móður Tómasar Sæmundssonar
Fjölnismanns, langafa Helga yfir-
læknis, fóður Tómasar yfirlæknis
og Ragnhildar, fyrrv. ráðherra.
Móðir Sveinbjörns var Ágústa
Sveinbjörnsdóttir, sjómanns og
smiðs í Hafnarfirði og Reykjavík,
Stefánssonar, b. í Vogmn á Vatns-
leysuströnd, Guðmundssonar. Móðir
Ágústu var Ástriður Guðmundsdótt-
ir, b. I Nýjabæ í Garðahverfi, Þor-
valdssonar, og Helgu Jónsdóttur, b. á
Hofi á Kjalarnesi, bróður Magnúsar,
langafa Sveins Egilssonar forstjóra.
Jón var sonur Runólfss, b. á Ketils-
stöðum, bróður Magnúsar, langafa
Árna Eiríkssonar kaupmanns, afa
Styrmis Gunnarssonar ritstjóra.
Magnús var einnig langafi Sigríðar,
langömmu Guðmundar Magnússon-
ar, forstööumanns Þjóðmenningar-
húss. Runólfur var sonur Magnúsar,
b. á Bakka, Hallgrímssonar, b. í Am-
arholti, Þorleifssonar. Móðir Hall-
gríms var Guðrún Eyjólfsdóttir, b. á
Ferstiklu, Hallgrímssonar, sálma-
skálds, Péturssonar.
Hulda er dóttir Hjörleifs, b. í Súlu-
holtshjáleigu í Villingaholtshreppi,
Sigurbergssonar, b. i Fjósakoti i Með-
allandi, Einarssonar. Móðir Hjörleifs
var Árný Eiríksdóttir.
Móðir Huldu er Ingveldur
Ámundadóttir, b. í Kambi, Sigur-
mundssonar, b. þar, Jóhannssonar.
Móðir Ingveldar var Ingibjörg, syst-
ir Sigríðar, móður Magnúsar Kjar-
ans stórkaupmanns, foður Birgis
Kjarans alþm. og Sigriðar, móður
Jóhanns Sigurjónssonar, forstjóra
Fiskistofu. Ingibjörg var dóttir Páls,
b. í Þingskálum, bróður Júlíu, móð-
ur Helga Ingvarssonar yfirlæknis,
föður Ingvar stórkaupmanns, fóður
Júlíusar Vífils, borgarfulltrúa og
óperusöngvara. Páll var sonur Guð-
mundar ríka, ættföður Keldnaættar,
Brynjólfssonar af Víkingslækjarætt,
Guðlaugs Tryggva, Jóns Helgasonar
prófessors og Davíðs Oddssonar for-
sætisráðherra.
Vinir og ættingjar eru velkomnir
á Nesveginn mOli kl. 17.00 og 19.00 á
afmælisdaginn.
Hjörleifur
Sveinbjörnsson.
Eyjólfur Arnason
Eyjólfur Árnason, fyrrv. skip-
stjóri, Hraunbæ 158, Reykjavík, er
sjötiu og fimm ára í dag.
Starfsferill
Eyjólfur fæddist í Hafnarfirði en
flutti á fyrsta ári til Reykjavíkur og
ólst þar upp í vesturbænum, lengst
af við Framnesveginn. Hann var í
Miðbæjarskólanum, stundaði síðar
nám við Stýrimannaskólann i
Reykjavík og lauk þaðan fiski-
mannsprófi 1949.
Eyjólfur hóf sjómennsku fjórtán
.ára og var þá á bátum frá Stafnesi.
Hann var síðan á bátum frá Sand-
gerði, var stýrimaður á bátum frá
Sandgerði 1949-53, var skipstjóri á
Kára Sölmundarsyni frá Reykjavik
frá 1954 sem reri frá Sandgerði og
Grindavík og á síld á sumrin. Hann
var skipstjóri á Sigurkarfa eitt ár,
á Val RE og skipstjóri á Stjömunni
RE sem var gerð út frá Keflavík til
1973 er hann kom í land.
Eyjólfur hóf þá störf i kerskálum
í álverinu í Straumsvík og starfaði
þar til 1994 er hann lét af störfum
fyrir aldurs sakir.
Fjölskylda
Eyjólfur kvæntist 14.11. 1952,
Ketilríði Bjamadóttur, f. 9.3. 1924,
húsmóður. Hún er dóttir Bjarna
Bjamasonar, bónda á Gautshamri
á Drangsnesi, og k.h., Önnu Ás-
kelsdóttur húsfreyju.
Börn Eyjólfs og Ketilríðar eru
Anna Bjarney Eyjólfsdóttir, f.
26.10. 1946, húsmóðir á Selfossi;
Ámi Eyjólfsson, f. 20.8. 1954,
þjónn og heildsali í Reykjavík;
Sigrún Jóna Eyjólfsdóttir, f. 9.9.
1955, skrifstofumaður i Reykjavík;
Eyjólfur Ketill Eyjólfsson, f. 20.2.
1958, tölvufræðingur í Reykjavík;
Ragnheiður Steinunn Eyjólfsdótt-
ir, f. 25.1. 1968, starfsmaður við
flugfélagið Atlanta, búsett í Hafn-
arfirði.
Systkini Eyjólfs: Magnús Árna-
son, f. 11.3. 1922, nú látinn, verka-
maður í Reykjavík; Anna
Rósalilja Árnadóttir, f. 6.7. 1923,
nú látin, húsmóðir í Keflavík og í
Hafnarfirði; Ásdís Árnadóttir, f.
6.11. 1926, nú látin, húsmóðir í
Reykjavík; Sigurður Þorkell
Ámason, f. 15.3. 1928, skipherra
hjá Landhelgisgæslunni; Sigur-
bergur Árnason, f. 25.11. 1930,
skipasmiður, iðnfræðingur og
lengst af starfsmaður hjá íslensk-
um aðalverktökum, búsettur í
Reykjavík.
Foreldrar Eyjólfs voru Árni
Steindór Þorkelsson, f. 24.6. 1888,
d. 17.7. 1932, skipstjóri i Reykja-
vík, og k.h., Steinunn Magnús-
dóttir, f. 28.8. 1897, látin, húsmóð-
ir.
Ætt
Árni var bróðir Steinunnar,
ömmu Mörtu Guðjónsdóttur,
kennara við Landakotsskóla.
Önnur systir Áma var Ingveldur,
amma Helenar Eyjólfsdóttur
söngkonu. Árni var sonur Þor-
kels, b. í Lambhaga, Ámasonar.
Móðir Þorkels í Lambhaga var
Steinunn Þorkelsdóttir, b. í
Krýsuvík, Valdasonar, og Þómnn-
ar Álfsdóttur, b. í Tungu í Flóa,
Arasonar, hreppstjóra á Eystri-
Loftsstöðum, Bergssonar, ættfoð-
ur Bergsættar, Sturlusonar.
Móðir Árna var Ingveldur,
langamma Páls Jenssonar pró-
fessors. Systir Ingveldar var Sig-
ríður, langamma Harðar Sigur-
gestssonar, forstjóra Eimskips.
Ingveldur var dóttir Jóns, b. á Set-
bergi í Hafnarfirði, ættföður Set-
bergsættarinnar, og bróður Sig-
urðar, afa Ottós N. Þorlákssonar,
fyrsta forseta ASÍ. Móðir Ingveld-
ar var Sigríður Þórðardóttir, b. á
Reykjum í Biskupstungum Jóns-
sonar, b. á Rafnkelsstöðum, bróð-
ur Sigurðar, afa Vilborgar,
langömmu Sigurborgar, móður
Emils Jónssonar forsætisráð-
herra. Sigurður var einnig afi El-
ínar, langömmu Eyjólfs, föður
Sveins, stjórnarformanns Frjálsr-
ar fjölmiðlunar.
Steinunn, móðir éifmælisbams-
ins, var dóttir Magnúsar, b. í
Krókskoti i Garði, Eyjólfssonar.
Eyjólfur heldur upp á afmælið
með fjölskyldunni.
Sigrid Toft
Sigrid Toft húsmóðir,
Selási 11, Egilsstöðum,
verður sjötíu og fimm
ára á morgun.
Starsferill
Í Sigrid fæddist í
Reykjavík og ólst þar
upp. Hún var í Landa-
■ J. kotsskóla, stundaði
'nám við VÍ og lauk það-
an verslunarprófi 1942.
Sigrid stundaði versl-
unarstörf við verslun
fóður síns í Reykjavík,
starfaði hjá Pósti og
Sigrid Toft.
en hún vann ötullega
að uppbyggingu þess fé-
lags.
Sigrid var búsett í
Keflavík 1949-72, í
Reykjavík 1974-78 en
hefur verið búsett á Eg-
ilsstöðum frá 1978.
Sigrid var einn af
stofnendum Systrafé-
lags Keflavíkursóknar
1965, sat í stjóm félags-
ins frá stofnun og var
formaður 1968-70. Hún
hefur starfað mikið i
kvenfélaginu Bláklukk-
um á Egilsstöðum, var
síma á Keflavíkurflugvelli, hjá verk-
takafyrirtækinu Þórisósi og við
Verslunarmannafélag Austurlands
formaður 1986-88 og var um árabil
meöhjálpari í Egilsstaðakirkju.
Fjölskylda
Sigrid giftist 17.8. 1974 Magnúsi
Pálssyni, f. 28.10. 1926, fyrrv. for-
manni Verslunarmannafélags Aust-
urlands. Hann er sonur Páls Þor-
lákssonar og Þorbjargar Kjartans-
dóttur.
Fyrri maður Sigrid var Einar
Þorsteinsson húsasmiðameistari.
Böm Sigrid og Einars em Krist-
ín, f. 11.1. 1949, lífeðlisfræðingur,
gift Kristjáni Má Sigurjónssyni
verkfræðingi og eiga þau tvo syni;
Guðrún, f. 21.9. 1950, var gift Valdi-
mar Elíassyni fiskverkanda og eign-
uðust þau fimm börn; Helga, f. 8.7.
1952, d. 8.10. 1970; Þorsteinn, f. 23.5.
1955, byggingaverktaki, var kvænt-
ur Jónu I. Óskarsdóttur og eignuð-
ust þau tvö böm en Þorsteinn er nú
kvæntur Bryndísi Richter og eiga
þau þrjú böm.
Systur Sigrid: Irmgard, f. 14.4.
1934, kennari i Reykjavík, gift Leó
Munro; Margret Kristine, f. 1.8.
1943, húsmóðir á Ólafsfirði, gift
Birni Þór Ólafssyni íþróttakennara;
Anna Luise, f. 18.7.1946, húsmóðir í
Reykjavík, gift Indriða Indriðasyni
byggingatæknifræðingi.
Foreldrar Sigrid: Hartwig Toft, f.
8.12. 1900, forstöðumaður Brauns-
verslunar á ísafirði og síðar í
Reykjavík og síðar kaupmaður í
Reykjavík, lengst af við Skólavörðu-
stíg, og k.h., Christine Toft, f.
Harms 3.12. 1903, frá Lúbeck í
Þýskalandi.
Sigrid og Magnús eru að heiman.
Til hamingju
með afmæíið
11. desember
85 ára______________
Anna Ástrós Ólafsdóttir,
Hjallaseli 55, Reykjavík.
80 ára_________________
Guðrún Ólafsdóttir,
Skálagerði 7, Reykjavík.
Guðrún Öfjörð,
Nesvegi 62, Reykjavík.
70 ára
Kristjana Kristjánsdóttir,
Stóragerði 13, Reykjavík.
Kristján Eiríksson,
Sólvöllum, Bakkafirði.
Rósa Ámadóttir,
Höskuldsstöðum, Akureyri.
50 ára
Andrés Sigmundsson,
Brimhólabraut 10,
Vestmannaeyjum.
Diðrik Haraldsson,
Austurvegi 25, Selfossi.
Fríða María Ástvaldsdóttir,
Hörgshlíð 16, Reykjavík.
Ólafur Jóhann Óskarsson,
Reykjamörk la, Hveragerði.
Sigurjón Valdimarsson,
Bæjartúni 17, Kópavogi.
40 ára
Björgvin Þórisson,
Engjaseli 75, Reykjavik.
Bryndís Bragadóttir,
Tjarnarbrú 18, Höfn.
Fiona Caroline Isobel
Nicholson,
Akurgerði 15, Reykjavík.
Hafdís Edda Stefánsdóttir,
Birkimel 18, Varmahlið.
Hafsteinn Öskarsson,
Vesturbergi 70, Reykjavík.
Jens Kristján Jensson,
Samtúni 36, Reykjavík.
Napoleon Gelito,
Leifsgötu 32, Reykjavík.
Ólöf Berglind HaJldórsdóttir,
Skipholti 26, Reykjavík.
Pálmi Vilhjálmsson,
Rauðalæk 20, Reykjavik.
Ragnheiður Valtýsdóttir,
Langanesvegi 8, Þórshöfn.
Sigurður Ingi Jónsson,
Fannafold 146, Reykjavík.
Viðar Sigurðsson,
Furugmnd 72, Kópavogi.
Ævar Birgir Jakobsson,
Flúðaseli 95, Reykjavík.
fróðleikur og skemmtun
sem lifir mánuðum og
árumsaman