Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1999, Blaðsíða 15
+ 14 ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1999 ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1999 27 Sport Tony Parkes hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri Blackburn Rovers til loka þessa tímabils. Parkes hefur stjórnað liðinu undanfarnar vikur eftir að Brian Kidd var rekinn. Liðið hefur ekki tapað í átta leikjum i röð og fannst srjórninni erfitt að ganga fram hjá Parkes í þetta starf. Franski handboltamarkvörðurinn Miguel Fernandez, léikmaður franska liðsins Mareuil-sur-Balle, lést af völdum höfuðáverka sem hann hlaut í deildarleik sl. laugardag. Fernandes féll harkalega á höfuöiö í steingólf íþróttahússins í bænum Perigueux og var fluttur i skyndingu á sjúkrahús. Hann lést síðan á sunnu- dag. Yfirburðir Tiger Woods á heimslista kylfinga eru um- talsverðir. Tiger (á mynd) hefur 19,98 stig í efsta sætinu. David Duval er í öðru sæti með 13,15 stig og Bretinn Colin Mont- gomerie er i þriðja sæti með 10,36 stig. 87. Skjaldargíima Ármanns var háð um siðustu helgi. Pétur Eyþórsson, Víkverja, stóð uppi sem sigurvegari og vann skjöldinn i fyrsta sinn. Ingi- bergur Sigurósson, Víkverja, sem vann skjöldinn tvö árin á undan, varð annar og I þriöja sæti varð Sig- mundur Þorsteinsson úr Víkverja. Bryan Robson, knattspyrnustjóri hjá Middlesbrough, er orðinn valtur í sessi eftir að lið hans féll út út bikar- keppninni með því að tapa fyrir Wrexham um helgina. Boro á að leika gegn Tranmere i kvöld i deildabik- arnum og tap þar getur þýtt að Rob- son þurfi að taka poka sinn. Úrslitaleikur Norömanna og Frakka um heimsmeistaratitilinn í handknattleik kvenna i Lillehammer á sunudag sló nýtt áhorfsmet hjá TV2 í Noregi. 1.454.000 manns fylgdust með leiknum i sjónvarpinu og svo margir hafa aldrei áður fylgst með út- sendingu sjónvarpstöðvarinnar. Sviinn Henrik Larsson hjá skoska knattspyrnufélaginu Celtic er á hröð- um batavegi eftir fótbrotið sem hann hlaut í Evrópuleik fyrr í vetur. End- urhæfingin gengur framar vonum og nú er jafnvel taliö að hann geti farið að leika í apríl. Steve Lomas, fyrirliði enska knatt- spyrnuliðsins West Ham, mun að öll- um likindum skrifa undir nýjan sex ára samning við félagið i vikunni. Óljóst hefur verið lengi hvað leik- maðurinn tæki sér fyrir hendur en nokkur lið lýstu yfir áhuga á að fá hann í sínar raðir. Guðni Bergsson og Mike Whit- low veröa klárir i slaginn þegar Bolton mætir Wlmbledon í deildabikarnum í kvöld i 8-liða úrslitum keppn- innar. Báðir hafa verið fjarverandi um tíma vegna meiðsla. Barcelona komst i hann krappan um helgina i spænska handboltanum. Liðið sótti Granollers heim og vann naumlega, 22-23, eftir hörkuspenn- andi leik. Barcelona er ósigrað þegar 13 umferðum er lokið með 25 stig. Ademar er í öðru sæti með 21 stig en þessi lið skera sig nokkuð úr. Skoska liðið Celtic gengur í vikunni frá kaupunum á brasilíska varnar- manninum Raphael Felipe frá Gremio þar í landi. Celtic þarf að greiða hátt i 600 milljónir króna fyrir kappann. Bautamótið i innanhússknattspyrnu verður haldið i KA-heimilinu dagana 8.-9. janúar. Þátttaka tilkynnist í sið- asta lagi fyrir 3. desember til KA- heimilisins í faxnúmeri 461-1839. -JKS/GH Ikvöld Úrvalsdeildin í körfuknattleik: Grindavik - KeOavík........20.00 Haukar - Njarðvík .........20.00 1. deild karla í körfuknattleik: Stjarnan - Stafholtstungur___20.00 69 íslenskir kylfingar fóru holu í höggi í ár: Gunnar Berg og Siggi Dags náðu báðir draumahögginu íslenskir kylfingar voru iðnir við að fara holu í höggi á því ári sem senn er liðið. Alls tókst 69 kylfing- um að ná draumahögginu. Á meðal þeirra voru handknattleiksmaður- inn Gunnar Berg Viktorsson í Fram og Sigurður Dagsson, fyrrum mark- vörður Vals og landsliðsins í knatt- spyrnu. Annar kunnur knatt- spyrnukappi, Jón Alfreðsson frá Akranesi, fór einnig holu í höggi en hann gerði garðinn frægan á sínum tima með liði Akraness og landslið- inu. Atvinnumaðurinn Sigurður Pét- ursson náði þeim einstaka árangri að fara tvívegis holu í höggi í ár. Listinn yfir kylfingana sem náðu draumahögginu lítur annars þannig út: Auður Árnadóttir..............GS Gunnar Berg Viktorsson........GV Valdimar Einarsson ...........GG Guðmundur Gunnarsson........GR Rúnar Sigurðsson .............GR Garðar Eyland................GR Erling Grosen Pedersen.........GR Auður Guðjónsdóttir...........GK Jón Karl Scheving.............GK Viðar Þorsteinsson ............GR Rannveig Haraldsdóttir.........GP Páll Rafnsson................GSE Jóhannes Páll Jónsson..........GK Tómas Hólmsteinsson..........GA Jón Alfreðsson ..............GKG Þórður Ágústsson ............GSE Gunnar P. Ólason..............GÍ Bjarni Magnússon.............GL Haraldur Sumarliðason........GKG Brynjólfur Einar Sigmarsson.....GK Ragnar Eggertsson.............GO Björn O. Bragason.............GO Jónas Andrésson..............GO Finnbogi G. Krisrjánsson........GR Sigurður Dagsson .............GR Siggeir Vilhjálmsson..........GSE Ólafur F. Ólafsson................ Bergsteinn Hjörleifsson.........GK Þorsteinn Jónsson.............GK Sigurður Pétursson .... atvinnumaður Björg Kristinsdóttir............GO Jónas Andrésson..............GG Sólveig sló 12 ára met Sólveig Guðmundsdóttir og Halldór Ásgeirsson urðu Reykja- víkurmeistarar para 1999 en mótinu lauk á sunnudag. Sólveig sló elsta íslandsmet kvenna í einum leik í úrslitaleik mótsins þegar hún spilaði 279. FVrra met- ið var 278 pinnar og var sett 24. október 1987. Jóna Gunnarsdóttir og Jón H. Bragason urðu í öðru sæti og í þriðja sæti urðu Elín Óskars- dóttir og Freyr Bragason. -VS Leifur Guðjónsson.............GG Ólafur Axelsson...............GR Sigurjón R. Gíslason...........GK Knútur Bjarnason.............GR Valur Páll Þóröarson...........GO Kristján Jóhannesson ..........NK Hrafhkell Kristjánsson............. Einar Guðjónsson .............GK Hjörvar O. Jensson............GN Guðmundur Eiriksson..........GO Ásmundur Daníelsson..........GÖ Ásgeir Sverrisson ............GKJ Þorsteinn Þorvaldsson..........GL Haukar Jónsson ..............GK Kristinn Þór Geirssoii..........GO Ingvi Einarsson..............GSE Frosti Eiðsson................GR Gunnar Þór Gunnarsson.......GKG Björgvin Guðmundsson.........GK Sigurður Á. Reynisson.........GOB Bjarni Einarsson..............GA Jón Þ. Hilmarsson.............GD Ágúst Jensson................GR Guðmundur Sigurvinsson......GOB Kjartan Már Kjartansson........GS HaUdór Gislason.............GHG Einar Frímannsson............GR Þorsteinn V. Þórðarson.........GO Gréta Finnbogadóttir ............. GR Sigvaldi Ingimundarson.........GO Sigurjón Jónsson................. Pail Vigkonarson..............GO Þorbjörn Sigurbjörnsson........GR Ófeigur Marinósson............GA Örn Ævar Hjartarson...........GS rbsen Angantýsson.............GS Björgvin Þorsteinsson..........GA -SK Kristinn krækti i hlið eftir aðeins 10 sekúndur Kristinn Björnsson, skíðakappi frá Ölafsfirði, reið ekki feitum hesti frá svigkeppni í heimsbik- arnum sem fram fór í Madonna á ítalíu í gær. Kristinn var með rás- númer 43, fór ágætlega af stað en eftir aðeins 10 sekúndur krækti hann í hlið og var þar með úr leik. Sigurvegari í svig- keppninni varð Norð- maðurinn Finn Christian Jagge eftir æsispennandi baráttu við þá Benjamin Raich frá Austurríki sem varð annar og Thomas Stangassinger, einnig frá Austurríki, sem varð þriðji. Þrátt fyrir þriðja sætiö hefur Stangassinger for- ystuna í baráttunni um heimsbikartitilinn í svigi. -SK Austanstúlkur ósigraðar Þróttur úr Neskaupstað hélt áfram sigurgöngu sinni í 1. deild kvenna í blaki um helgina. Austanstúlkur sóttu þá KA heim til Akureyrar og unnu tvo mjög örugga 3-0 sigra. Þróttur hefur þar með unnið alla átta leiki sína en staðan er þannig: Þróttur, N. 8 8 0 24-2 24 ÍS 8 6 2 19-9 19 Þróttur, R. 8 2 6 11-19 11 KA 6 2 4 8-15 8 Víkingur 6 0 6 1-18 1 -vs \1 l^j NBA-DEILDIN * Úrslit í fyrrinótt: New York - Boston.......99-97 Houston 26, Johnson 23 - Walker 24, Potapenko 21. LA Lakers - Detroit .....101-93 Bryant 26, Shaq 22 - Hill 25, Stac-khouse 24. Dtali Jazz - Toronto.....103-88 Malone 28, Russell 17 - Carter 16, Willis 16. Danny Ainge hætti í gær störfum sem þjálfari Phoenix. Hann kvaðst hafa vanrækt eiginkonu sína og sex börn og ætlaði að bæta úr því. Að-stoðarþjálfarinn Scott Skiles tekur stöðu hans. Arsenal og South- ampton áf ram Arsenal sigraði C-deildarlið Blackpool, 3-1, í 3. umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu í gærkvöld. Gilles Grimandi, Tony Adams og Marc Overmars skor- uðu fyrir Arsenal sem mætir næst Hereford eða Leicester. Phil Clarkson jafnaði fyrir Blackpool í fyrri hálfleik og lið hans hélt jöfnu lengi vel. Southampton vann útisigur á Ipswich, 0-1, með marki frá Dean Richards og sækir Aston Villa heim i 4. umferðinni. -VS Sport Arnar Grétarsson er loksins á förum frá AEK: Fiorentina? ítalirnir mættu til Mónakó ásamt Anderlecht og Paris SG sem gerði tilboð Mikil hreyfing er komin á mál Arnars Grétarssonar hjá gríska knattspyrnufélaginu AEK og allt bendir til þess að hann fari þaðan á næstu dögum eða vikum. Hann hefur í meira en ár neitað að skrifa undir nýjan samning við félagið, sem til þessa hefur hafnað öllum tilboðum í hann. Þrjú fræg félög hafa sóst eftir honum á síðustu dögum og fulltrúar þeirra allra ræddu við hann og stjórnarmenn AEK eftir Evrópuleik gríska liðsins í Mónakó siðasta fimmtudagskvöld. Það voru Fiorent- ina frá Italiu, Anderlecht frá Belgíu og Paris SG frá Frakklandi. Paris SG gerði tilboð í Arnar á staðnum, 20 miUjónir króna, en AEKhafnaði því og vildi frá 40 milljónir. Flest benti til þess að fé- lögin næðu saman en i gærkvöld datt málið óvænt uppfyrir þegar skilaboð komu frá þjálfara franska liðsins að hann vildi núna fá annars konar leikmann. Þess má geta að fyrir ári síðan bauð Paris SG 80 milljónir í Arnar en því boði var hafnað. Lágt boð nú er vegna þess að Arnar á aðeins hálft ár eftir af samningi sinum og getur farið frá AEK í vor án greiðslu. Antognoni ánægður Giancarlo Antognoni, fram- kvæmdastjóri Fiorentina, var sjálf- ur á leiknum að fylgjast með Arn- ari. „Eftir því sem mér var sagt, var hann mjög ánægður og hefur verið í sambandi við AEK. Það er þó ekkert tilboð komið frá Fiorentina, svo ég viti til. Þeir hjá Anderlecht vildu bíða átekta þegar þeir vissu hve mikil alvara var í málunum hjá Paris SG en sýndu mikinn áhuga. í kvöld var svo ítali að fylgjast með mér í leik með AEK en ég komst ekki að því frá hvaða félagi hann væri," sagði Arnar við DV í gær- kvöld. AEK loks reiðubúið að selja í gær kom í fyrsta skipti fram hjá forráðamönnum gríska félagsins að það væri reiðubúið til að selja Is- lendinginn. „Samningur Arnars rennur út í sumar og það væri mjög gott fyrir AEKef það gæti selt hann núna. Við sjáum ekki annað en að leik- maðurinn vilja fara því hann hefur neitað að gera við okkur nýjan samning," sagði Petros Stathis, framkvæmdastjóri leikmannamála hjá AEK, við gríska fjölmiðla í gær. „Þetta er ný staða, enda sjá þeir hjá AEK að ef þeir ætla að fá pen-, inga fyrir mig, verða þeir að selja mig á allra næstu dögum eða vik- um. í janúar á ég hálft ár eftir af samningnum og þá má ég semja sjálfur við félögin. Ef þau vilja fá mig strax verður AEK að selja til að fá greiðslu, annars skrifa ég bara undir samning frá og með sumrinu og fer frítt. Það má því segja að það sé loksins á hreinu að ég sé förum frá AEK, spurningin er bara hvenær. Við vorum nánast í start- holunum með að fara til Parísar, jafnvel í þessari viku, en við bíðum og sjáum hvað gerist á næstu dög- um," sagði Arnar við DV. -GH/VS Arnar Grétarsson ásamt Sigurði Emi syni sínum eftir leik með AEK í Aþenu. Flest bendir til þess að þeir feðgar verði komnir í annan búning innan skamms. Fallegt mark Helga á Krít - í mikilvægum útisigri Panathinaikos gegn OFI, 3-4 Helgi Sigurðsson skoraði fallegt mark fyrir Panathiinaikos í gærkvöld þegar liðið vann góðan útisigur á OFI á Krít, 3-4, í grísku A-deildinni. Helgi, sem lék allan leikinn, kom Panathinai- kos í 1-3 á lokamínútu fyrri hálfleiks þegar hann lék skemmtilega á varnar- mann og þrumaði boltanum í stöngina og inn. OFIer með einn erfiðasta heimavöll í Grikklandi og er í 3. sæti deildarinnar. Olympiakos heldur efsta sætinu með 30 stig, Panathinaikos er næst með 29 stig og OFI er með 25. Arnar Grétarsson lék fyrri hálfleik- inn með AEKí gær þegar liðið vann Panahaiki, 3-0. Hann þurfti þá að fara af velli þar sem meiðsli í ökkla tóku sig upp. Arnar var óheppinn að skora ekki en skot hans fór í stöngina. Leikurinn fór fram á eyjunni Rhodos, við strönd Tyrklands, en AEKvar dæmt til að leika tvo heimaleiki í 200 km fjarlægð frá Aþenu. AEK er í 5. sæti deildarinn- ar með 18 stig. -GH/VS Helgi Sigurðsson Tveir til Grindavíkur Úrvalsdeildarliði Grindavikinga i knatt- spyrnu hefur bæst góður liðsauki. Um helg- ina var samið til þriggja ára við Sverri Þór Sverrisson, sem undanfarin 3 ár hefur leikiö með Tindastóli á Sauðárkróki. Sverrir Þór var markakóngur 2. deildar síðastliðið sum- ar með 16 mörk í 17 leikjum. Sverrir Þór mun leggja körfuboltaskóna á hilluna nú fyrir jólin og einbeita sér að knattspyrnunni með Grindvíkingum, að sögn Jónasar Þórhallssonar, stjórnarmanns hjá Grindvíkingum. Nokkur sterk lið munu hafa sóst eftir kröftum Sverris Þórs. Þá hefur verið samið við Goran Lukic, miðjumann frá Júgóslavíu sem hefur leikið í þrjú ár með Víði í Garði. Goran skoraði 3 mörk fyrir Víði í 1. deildinni í sumar og þyk- ir ötull og snjall miðjuleikmaður. -bb íþróttamaðu Heimilisfang Sendið til: --------- iþróttamaður ársins DV - Þverholti 31 105 Reykjavik Það kemur ekki á óvart að Michael Jordan hafi verið útnefndur körfuknattleiksmaður aldarinnar af fréttastof- unni Associetad Press. I öðru sæti i kjörinu var Oscar Roberton og þriöji varð Wilt Chamberlain. „Það er mikúl heiöur fyr- ir mig að hljóta þessa út- nemingu," sagði Jordan þegar valið var kunngert. Shaquille O'Neal er stigahæstur í NBA-deild- inni i körfuknattleik. Shaq hefur skorað að jafh- aði 28 stig i leik fyrir LA Lakers. Næstur kem- ur Grant Hill hjá Detroit með 27,4 stig og i þriðja sæti Karl Malone leikmaður Utah Jazz með 25,4 stig. Dikembe Mutombo hjá Atlanta hefur tekið flest fráköstin eða 14,4 stig að jafh- aði i leik og næstur á eftir honum er Shaquille O'Neal með 14 fráköst. Muhammed Ali, fyrrum hnefaleikakappi, var útnefndur íþróttamaður aldarinnar af bresku útvarpsstöðinni BBC um helgina. Þetta er önn- ur útnefhingin sem Ali hlýtur á skömmum tíma en bandaríska iþróttatímaritið Sport fllustrated valdi hann besta íþróttamann aldarinnar. Þá út- nefhdu hlustendur BBC hnefaleikakappann Lennox Lewis íþróttamann ársins í Bretlandi, David Beckham, knattspyrnumaður hjá Manchester United, varð annar og frjálsíþrótta- maðurinn Colin Jackson þriðji. Manchester United var valið lið ársins. -GH verðl.&u.n. i i j o 5 f. íþróttamaður ársins fær veglegan bikar og glæsileg bóka verðlaun frá Máli og menningu. Heppinn þátttakandi hlýtur 25.000 kr. vöruúttekt frá versluninni Intersport. Nú er komið að vali á íþróttamanni ársins á DV. Hver finnst þér hafa skarað fram úr í íþróttum á liðnu ári? Fylltu út atkvæðaseðil í DV, sendu í pósti, faxaðu (550 5020) eða sendu í tölvupósti (dvsport@ff.is) fyrir 24. desember og taktu þátt í að móta söguna! Einnig er hægt að velja íþróttamann ársins á íþróttavef DV á Vísi.is. V INTER

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.