Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1999, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarforma&ur og útgáfustjórl: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 11,105 RVÍK, SlMI: 550 5000 FAX: Augiýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasí&a: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, s!mi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Fllmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins I stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viötöl við þá e&a fyrir myndbirtingar af þeim. Illindi leysa sættir af hólmi Síðustu ár tuttugustu aldar hefðu átt að geta verið póli- tískt friðsæl hér á landi. Fennt hafði yfir ýmsan ágrein- ing, sem varð tilefni núverandi flokkaskipunar í stjóm- málum. Hugtök á borð við hægri og vinstri höfðu dofnað og eru núna varla nema svipur hjá fyrri sjón. Fjórflokkurinn varð til fyrir mörgum áratugum og er við beztu heilsu undir lok aldarinnar. Samt eru grund- vallaratriði skipulagsins meira eða minna grafm í gleymsku. Þótt flokkarnir hafa misjafna afstöðu í sumum málum, eru það ekki hefðbundnu ágreiningsefnin. Að baki em ýmsar deilur, sem áður klufu þjóðina. Kalda stríðinu er lokið. Afstaðan til Atlantshafsbanda- lagsins skiptir fólki ekki lengur í fylkingar. Deilur um utanríkismál em sáralitlar aðrar en um viðhorfið til Evrópusambandsins, sem er nýlegt fyrirbæri. Lokið er þorskastríðum og lagðar af landhelgisdeilur við Breta og Norðmenn. Samningaferill og tæknilegar út- færslur skiptu þjóðinni stundum í fylkingar fýrr á árum og áratugum. En þjóðin lifir núna í sátt við niðurstöður þessara mála og hyggst gera það áfram. Almenni vinnumarkaðurinn er hættur að vera verk- svið átaka. Forustumenn stéttarfélaga hafa tekið trú á stöðugleikann sem hornstein lífskjara félagsmanna sinna og vilja sízt af öllu rugga bátnum. Þeir kvarta um tillits- leysi stjómvalda, en gera ekkert í málunum. Almennt má segja um hvort tveggja, grundvallaratriði flokkaskipulagsins og síðari tíma sérmál, að sátt hefur náðst í þjóðfélaginu og tekið broddinn úr deilunum. Menn hafa þjarkað fram og aftur og fundið millileiðir, sem eru eitt helzta einkenni lýðræðisríkja nútímans. Samt logar allt í illdeilum í þjóðfélaginu undir lok ald- arinnar. Ný mál hafa komið til sögunnar og klofið þjóð- ina í fylkingar. Meðal þeirra em gjafakvóti, Kárabanki og Eyjabakkar, allt saman dæmigerð sérmál, sem áður kölluðu á pólitíska lagni við lausn deilna. Meirihluti þjóðarinnar hefur verið andvígur gjafa- kvóta í fiskveiðum og eyðingu Eyjabakka og mjög stór og rökfastur minnihluti hefur verið andvígur því, að sjúkra- skrár þjóðarinnar væru gefnar. Áður fyrr hefðu svona fjölmenn og öflug sjónarmið leitt til millileiða. Með auknum aflaheimildum heföi verið hægt að út- hluta viðbótinni í samræmi við gagnrýni á gjafakvótann, bjóða hana upp eða afhenda sjávarplássum. Verðleggja hefði mátt sjúkraskrár, svo að þjóðfélagið fengi beinan hagnað af því að afhenda verðmæti til afnota. Bent hefur verið á ýmsar millileiðir í málum Eyja- bakka, allt frá virkjun jarðhita yfir í verðlagningu um- hverfisþátta. Ekki hefur verið stiginn millimetri til móts við slíkar hugmyndir, ekki einu sinni fallizt á, að Norsk Hydro væri gefið færi á að skýra tvísagnir. Sá er nefnilega munur núverandi ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar og allra annarra ríkisstjórna í manna minn- um, að þær fyrri voru hallar undir málamiðlanir og sætt- ir í ágreiningsefnum, en þessi ríkisstjóm nærist og dafn- ar beinlínis af spennu og illindum í þjóðfélaginu. Sumpart stafar þetta af, að stjórnmálamenn hafa áttað sig á, að menn taka sem kjósendur ekkert mark á eigin skoðunum sem borgarar. Flokksmenn halda áfram að kjósa foringja sína, þótt þeir taki ekkert tillit til skoðana þessara flokksmanna. Málefni kljúfa ekki flokka. Þar sem nógu margir íslendingar hafa þörf fyrir að láta kúga sig, fá þeir leiðtoga, sem uppfylla þessa þörf. Þess vegna ríkja illindi í þjóðfélaginu, en ekki friður. Jónas Kristjánsson „Flugvöllurinn klippir byggðina sundur á viðkvæmasta stað og eyðileggur snið borgarnnar. Hann sker á þá þræði sem tengja ört vaxandi borgina við upphaf sitt.“ Klippt á þræði • skorið í byggð Kjallarinn Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur kosturinn, þegar allt er reiknað. Og örugglega sá skemmtilegasti. Vogue in memoriam Sumar verslanir eru reyndar meira en versl- anir, þær eru menning- arstofnanir, tákn um mikilsverða þætti borg- arlífsins og skipa sér- stakan sess í borgarsög- unni. Ein slíkra versl- ana var Vogue á Skóla- vörðustíg. Um áratuga- skeið skiptu klæðsker- ar og konur af öllum stéttum og stigum þjóð- félagsins við þessa verslun og keyptu stundum dýr og stund- „Eina ráðið til þess að forða gömlu Reykjavík frá þeim illu ör- lögum að dragast upp og deyja er að falla frá áformum um að festa flugvöllinn I sessi og flytja hann út fyrir miðborgarlandið innan áratugar eða tveggja.“ Þann 1. nóvem- ber sl. lokaði kaup- maðurinn minn á hominu. Hann gafst upp fyrir sam- keppninni við stór- markaðina. Nokkur ár eru síðan sá á hinu horninu lagði upp laupana. Þeirra er sárt sakn- að. Eitt af því sem gert hefur eldri borgarhluta Reykjavíkur líf- vænlega og sjar- merandi eru smá- kaupmenn sem versla með helstu nauðsynjar eða sér- hæfa sig í tiltekn- um vöruflokkum. í slíkum búðum er afgreiðslufólk sem maður þekkir. Það rikir gagnkvæmt traust milli kaup- mannsins og við- skiptavina hans, það er spjallað og skipst á skoðun- um, maður kann- ast við hina kúnn- ana. Og svo er svo stutt að fara. Maður hleypur þetta nánast á inniskónum jafhvel með svuntuna framan á sér þegar uppgötvast á síðustu stundu að eitthvað vantar í matinn sem mallar á eldavélinni. Þetta er lúxus sem maður greið- ir fyrir í heldur hærra vöruveröi, en á móti kemur minni bensín- kostnaður, færri bílferöir í Bónusa, Kringlur og Smára höfuð- borgarsvæðisins. Maður verður heldur ekki eins ringlaður og ánetjast ekki jafn auðveldlega því að kaupa alls kyns vaming sem mann vanhagar í rauninni ekki um. Þannig að á endanum er kaupmaðurinn á horninu ódýrasti um ódýr efni í föt á sjálfar sig og fjölskylduna, efni í gluggatjöld, sængurfatnað, borðdúka og annað sem prýðir reykvísk heimili, rennilása, tölur og tvinna. Auglýs- ingaskilti þessarar vinsælu tusku- búðar var eitt fyrsta neonljósa- skilti sem sett var upp í borginni, undraskærin sem klipptu loftið og vöktu ósvikna aðdáun margra kynslóða ungra vegfarenda. í sum- ar voru skærin sjálf klippt niður og eina minningin um Vogue Skólavörðustíg er stubburinn af snúrunni sem leiddi ljós í þetta galdraverk. Með hvarfi Vogue úr miðborginni var klippt á þráð í lífsmynstri margra sem búa og starfa vestan Skeifunnar. Skóla- vörðustígurinn missti eitt sitt helsta sérkenni með skærunum og því sem þau stóðu fyrir. Vansniðin borg Með því að flytja sífellt meira af almennri þjónustu og verslun út úr elsta borgarhlutanum er verið að klippa á hvem þráðinn af öðr- um sem flytur orku um byggðina vestan Kringlu. „Það er verið að drepa okkur,“ sagði kaupkona á Laugaveginum þegar ég spurðist fyrir um horfna búð sem um ára- bil var starfrækt um miðbik göt- unnar. Búðin var flutt í Smárann. Þær vissu það konurnar í Vogue að vansniðin flík fer aldrei vel. Það ættu þeir líka að vita hjá Borgarskipulaginu. Vansniðin borg mætir hvorki fagurfræðileg- um kröfum sem gera þarf til borg- ar, einkum höfuðborgar, né hag- kvæmniskröfum. Hún hefur hvorki það útlit né lífsþrótt sem skyldi. Verjum vöggu Reykjavíkur Rétt við gömlu miðborgina, handan Hringbrautar og Hljóm- skálagarðs er verðmætasta bygg- ingarland alls höfuðborgarsvæðis- ins: Það land hefur verið lagt und- ir flugvöll í meira en 60 ár og nú er farið að grafa þar fyrir nýjum velli sem endast mun í önnur 60-70 ár. Flugvöllurinn klippir byggðina sundur á viðkvæmasta stað og eyðileggur snið borgamn- ar. Hann sker á þá þræði sem tengja ört vaxandi borgina við upphaf sitt. Eina ráðið til þess að forða gömlu Reykjavík frá þeim illu ör- lögum að dragast upp og deyja er að falla frá áformum um að festa flugvöllinn í sessi og flytja hann út fyrir miðborgarlandið innan ára- tugar eða tveggja. Verjum vöggu Reykjavíkur. Steinunn Jóhannesdóttir Skoðanir annarra Uppreisn gegn verdlagi „Innan ESB kvarta neytendur sáran yfir því að verðlag þar sé verulega hærra en i Bandaríkjunum... íslenskir neytendur hljóta að krefjast þess að þetta verði lagfært enda um sjálfskaparvíti að ræða. Stjórn- völd geta lagt sitt af mörkum með því að ýta undir virka samkeppni á öllum sviðum og koma í veg fyrir hringamyndun. Að sama skapi hlýtur það að vera sanngjörn krafa að opinber gjöld á innfluttar vörur keyri verð þeirra ekki upp úr öllu valdi. Það er for- senda þess að íslendingar geti nýtt sér kosti alþjóð- legrar netverslunar. Líklega myndi fátt bæta lífskjör jafn mikið hér á landi og ef þessi angi hinnar evr- ópsku samrunaþróunar næði einnig hingað." Úr forystugrein Mbl. 12. des. Forsenda guös kristni á íslandi „Allt hefur meira og minna gengið á afturfótunum hjá þjóðkirkjunni undanfarin misseri, án þess að ástæður afturgöngunnar hafi verið augljósar. En nú er skýringin á öllum þessum áfollum ljós. íslenskir söfn- uðir hafa nefnilega ekki á þessu tímabili haft aðgang að skýrslu norsku kirkjunnar um „hina andlegu leit samtímans". Þessi skýrsla hefur reyndar lengi verið til, en hún er auðvitað á norsku og því illlæsileg á ís- landi... Séra Gunnar Bjömsson, fyrmm í Holti heyr- andi nær, hefur sem sé verið ráðinn í það sérverkefni að þýða norsku skýrsluna, sem enginn vissi reyndar að væri til fyrr en nú, en er engu að síður forsenda þess að guðs kristni á Islandi rétti úr kútnum." Haft eftir Garra í Degi sl. laugardag. Ritstuldur á Netinu? „Ein af stórum freistingum Netsins tengist því hve hægt er þar um vik með alla upplýsingaöflun. Skilin milli eigin efhis og annarra verða á stundum lítt sjá- anleg. Sú staðreynd að Netið býður upp á nær ótak- mörkuð tækifæri til þess að nálgast fræðilegar upp- lýsingar um nær hvaðeina sem vill, þar á meðal dokt- orsritgerðir og niðurstöður vísindalegra kannana, gerir það að verkum að mörgum reynist erfitt að standast þá freistingu sem ritstuldur er. Kennarar hafa t.d. haft áhyggjur af nemendum við ritgerðasmíð en nú hefur þeim áskotnast ágætis vopn í baráttunni, sjálft Netið.“ Hanna Katrín Friðriksen í pistli sínum Viðskipti á vegvísa í Mbl. 11. des.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.