Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1999, Blaðsíða 6
ÞRIDJUDAGUR 14. DESEMBER 1999 Neytendur Bragðsmökkun DV á piparkökum: Þegar pipar- kökur bakast íslensku kökurnar góðar Lagið úr Dýrunum í Hálsaskógi, Þegar piparkökur bakast..., hljóm- ar eflaust á mörgum heimilum þegar jólin nálgast. Piparköku- bakstur er ein af þeim hefðum sem hefur skotið rótum á mörgum heimilum fyrir jólin. Þá eru ekki einungis bakaðar piparkökur með ýmiss konar formum, heldur eru búin til piparkökuhús og skreyt- ingar fyrir jólin. Húsin eru iðu- lega skreytt með glassúr og sæl- gæti fest á þau. Oftar en ekki er Piparkökur Dröfn Úlfar Sigmar Samtj úrvais ~ iririrb iririrA tV# 10 7 sorter, Pagen í Svíþjóö iriri? iririt iriririr 10 Vesterlund i Danmörk "£r& irk irk 6 I Kexsmiöjan iriririz irirk irirk 10 Frón iriririr irirk irkirk 11 | Karen Volf, í Danmörk iririx •irirk iririr& 10 Góöu pipark., Gille í Svtþj. iriririt •irirk irirk 10 | MjögvontTÍr VonfíKr Sæmilegt iWrfr Gottó^íWr Mjög gott ^nírtWWr r DV: Driifn FarestmK, ÚKar Eysieinsson og Sigmar B. Hauksson Urettto: Hrigs ÓtofuWtii Haeð 60 sm. kr. 690,- - 90 - kr. 1190,- - 140 - kr. 2390,- I. Guðmundsson ehf. Vatnagörðum 26 Sími: 533 1991 fullorðna fólkið duglegra í skreyt- ingunum heldur en börnin enda hið skemmtilegasta föndur fyrir jólin þegar fjölskyldan sest niður og dundar sér við skreytingar. Þá er hægt að segja að börnin stór og smá séu að verki enda ekki alltaf sem stóru börnin bregða á leik. Enginn tími til baksturs Hraðinn sem einkennir líf margra gefur ekki mikið svigrúm til baksturs fyrir jólin. Þá er bara að taka til þess ráðs að labba í næstu verslun og kaupa sér góðgætið. Það er ekki að ástæðulausu að úrval af tilbúnum smákökum er mikið. Hægt er að fá þær stórar eða litlar, kringlóttar, hjartalagaðar eða með dýramynstri. Piparkökurnar fást bæðis íslenskar og erlendar. DV fékk til liðs við sig þrjá valin- kunna bragðgæðinga til að bragða á helstu teg- undunum sem í boði eru og gefa þeim ein- kunn frá 1-5. Farin var ferð í helstu stór- markaði og keyptar sjö piparköku- tegundir. Að því loknu voru piparkök- urnar settar á númeraða diska þannig að bragðgæð- ingarnir gerðu sér ekki grein fyrir hvaða tegund þeir Hægt er að kaupa piparkökur í ýmsum stærðum og gerðum í verslunum landsins. Hér virðir Dröfn Farestveit fyrir sér úrvalið en hún er einn af matgæðingum DV. DV-mynd E.ÓI. brögðuðu í hvert sinn. Hinir róm- uðu bragðgæðingar DV til margra ára eru Drófn Farestveit, Sigmar B. Hauksson og Úlfar Eysteinsson. Þrjár tegundir af piparkökunum voru bakaðar hér á landi og eru frá Frón, Kexsmiðjunni og Úrvals. Hin- ar fjórar voru frá nágrannalöndun- um, Danmörku og Sviþjóð. Islenski baksturinn góður Eins og fram kemur á grafinu töldu bragðgæðingarnir þær flestar góðar. Piparkökurnar frá Kexverk- smiðjunni Frón fá hæstu stigagjöf- ina en Sigmar lýsti þeim sem „a la mamma" en honum þótti þær vera gamaldags og góðar. Fast á hæla þeirra koma kökurnar frá Úrvals, Kexsmiðjunni, Karen Volf frá Dan- mörku, 7 sorter frá Svíþjóð og Góðu piparkökurnar frá Gille í Svíþjóð. Lestina reka piparkökurnar frá Vesterlund í Danmörku. Bragðgæð- ingarnir töldu negulbragð vera ein- kenni á kökunum frá Úrvals en þær væru heldur bragðlitlar frá Kexsmiðjunni en væru þó útlitsfal- legar. Piparkökurnar frá Danmörku og 7 sorter frá Svíþjóð, voru eins og nafnið gefur til kynna ólíkar i útliti. Úlfar hrósaði þeim fyrir fallegt útlit en gæðingarnir voru sammála um að þar væru bragðgóðar kökur. Þrátt fyrir að Danir hafi verið þekktir fyrir góðan bakstur komu kökurnar frá Vesterlund verst út. Sigmari fannst þær vera „lítið spennandi og bragðlausar" og dóm- ur Úlfars var einfaldlega „bragð- laus". Piparkökur, eins og nafnið gefur til kynna, einkennast af pipar- bragði og því var það ekki að tilefnislausu að piparkökurnar frá Fróni sem voru bestar að mati bragðgæðinga DV höfðu mikið pip- arbragð. -hól c Stoke - Newcastel - Tottenham • Uneted - Liverpool - Boltonj M J» v e 3 10 i c o t cj ,> N i B > I i | o c C9 Enski boltinn mikið úrval Mitre fótboltarverð frá kr. 1.490. Klukkur með þínu félagí. Þeir sem versla fyrir meira en kr. 3.000 eiga möguleika á að vinna Liwerpool-treyju sem er árituð af öllu liðinu. Vertu með, dregið á Þorláksmessu í beinni á FM _ . , .. „. Sendum f póstkrofu samdægurs. Gefðii góða jólagjöf 10 e 3 Hátíð Ijóssins getur verið varasöm - endurnýið seríurnar í stað þess að nota gamlar Jói útherji Ármúla 36, Reykjavík. Sími 588 1560. Á hátið ljóssins er kveikt á fleiri ljósum og þau látin loga lengur en á öðrum tímum. En einn stórvirkasti brennuvargur nútímans er einmitt rafmagn en algengasta orsök bruna er af völdum gáleysis okkar í um- gengni við rafmagn. Til að reyna að tryggja að rafmagnið setji ekki brennimark sitt á heimilið um jólin gaf Rafmagnsöryggisdeild Löggild- ingarstofu út forvarnabækling sem sendur var á hvert heimili í landinu í vikunni sem er að líða. Jólaljós sem njóta mikilla vin- sælda geta verið varasöm eins og fram kemur í bæklingnum. Vert er að hafa í huga að gæði og öryggi fara saman eins og í svo mörgu öðru. „Við erum að leggja mesta áherslu á að þar sem verðið á jóla- ljósum hefur lækkað svo mikið und- anfarin ár sé betra sé að endurnýja þær oftar en að halda úti gömlum serí- um," segir Jó- hann Ólafsson hjá rafmagns- öryggisdeild Löggildingar- stofu. Farið er fram á á að ís- lenskar leið- beiningar séu utan á seríun- um því að lítill útlitsmunur er |fe "^ á hvort serí- urnar eru til innan- eða utan- hússnota. Aðspurður sagöi Jóhann slys hafa orðið vegna gamalla sería en slys af völdum rafmagns skipta tugum á hverju ári, svo það er aldrei of varlega farið. laCGUIHNGARSTOFA i inni»n Hollráð í umgengni jólaljósa Aldrei að láta loga á ljósun- um á jólatrénu yflr nótt eða þegar enginn er licima. Henda gömlum jólaljósum sem eru úr sér gengin. Nota ætíð ljósuperur af réttri gerð, stærð og styrkleika. Gæta þess að brennanleg eiiii séu ekki nálægt jólaljósum. Óvarinn rafbúnaður getur valdið raflosti. Óvönduð jólaljós geta verið varasöm. lnuiljós má aldrei nota ut- andyra. Logandi kerti má aldrei standa oi'an á raftæki. Góður siður er að skipta um rafhlöður í reykskynjurum fyr- ir hver jól.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.