Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1999, Blaðsíða 7
ÞRIDJUDAGUR 14. DESEMBER 1999 ! Viðskipti Þettðí helstl ViðskiptiáVÞÍ610m.kr.... Mestmeð húsbréf, 430 m.kr.... Hlutabréf 111 m.kr.... Mest viðskipti með bréf Marels, 31 m.kr., og hækkuðu bréfin um 1,9% ... Hagnaður Landsbankans 1.170 milljónir - fyrstu níu mánuði ársins Hagnaður Landsbanka ís- lands hf. nam alls 1.170 millj- ónum króna fyrstu níu mán- uði þessa árs, samkvæmt óendurskoðuðu uppgjöri. Á sama tímabili í fyrra nam hagnaður bankans um 719 milljónum kr. og hefur því aukist um tæplega 63% milli tímabila. Arðsemi eigin fjár á tímabilinu nam 16%. Bankaráð Landsbanka ís- lands hf. fjallaði á fundi sín- um 21. október sl. um uppgjör sam- stæðu bankans fyrir fyrstu níu mán- uði þessa árs. í tilefhi af sölu á 15% af hlutafé ríkissjóðs í bankanum, sem hefst þann 15. desember, hefur banka- ráð ákveðið að birta niðurstöður úr umræddu uppgjöri. Hreinar vaxtatekjur bankans námu alls 4.028 milljónum kr. fyrstu níu mánuðina og höfðu aukist um 25,5% frá þvi á sama tíma í fyrra. Hreinar rekstrartekjur í heild námu alls um 6.100 milljónum króna og Halldór J. Kristjánsson bankastjóri. höfðu þær aukist um 20,8%. Heildareignir Landsbank- ans í lok september námu alls tæplega 193,2 miUjórðum kr. og höfðu aukist um 22,2% frá áramótum. Útlán námu í lok september 131.980 milljón- um og höfðu á tímabilinu aukist um 14,4%. Innlán námu 79.962 milljónum og höfðu aukist um 8,7%. Eigið fé var í lok september um 10.916 milljónir. Afkoma Landsbankans fyrir fyrstu níu mánuði ársins 1999 er nokkru betri en markmið bankans um arð- semi á árinu kveða á um. Ekki þykir ástæða til að endurskoða þau mark- mið þótt fyrirséð sé að arðsemin verði í eða nokkuð yflr þeim efri mörkum sem kynnt voru í upphafi árs. Rétt er að taka fram að afkoma fjármálafyrirtækja er að hluta háð ýmsum ytri þáttum svo sem verðlags- þróun og þróun ávöxtunarkröfu á markaði. Tæknival kaupir fjórðung í íslenskri miðlun Tæknival hf. hefur gengið frá kaupum á 25% hlut 1 íslenskri miðl- un ehf. Andri Þór Guðmundsson, viðskiptafræðingur og fyrrverandi aðstoðarforstjóri Lýsis hf., hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri ís- lenskrar miðlunar í stað Svavars Kristinssonar sem verður stjórnar- formaður fyrirtækisins. Auk hans sitja í stjórn Karólina S. Hróðmars- dóttir og Árni Sigfússon, fram- kvæmdastjóri Tæknivals. Kaupþing með 8,1% í Vinnslustöðinni Kaupþing hefur tilkynnt Verðbréfa- þingi íslands að eignarhlutur Kaup- þings í Vinnslustöðinni hf. sé kominn í 8,08% en var áður 1,4%. Þá hefur Verð- bréfastofan tilkynnt um að eignarhlutur hennar í Vinnslustöðinni hafi lækkað úr 6,7% í 0,01%. Baugur og Olíufélagið inn í Úrvalsvísitöluna Tvö ný félög koma inn i visitöluna frá og með 1. jan. Þau félög sem inn koma eru Baugur hf. (verslun og þjónusta) og Olíufélagið hf. (olíudreifing) en félögin sem detta út eru Haraldur Böðvarsson hf. (sjávarútvegur) og Opin kerfi hf. (upplýsingatækni). Nú er ekkert fyrir- tæki úr upplýsingatæknigeiranum í vísitölunni en inn koma fyrirtæki úr þjónustu og verslun og olíudreifingu. Alls eru 45 hlutafélög skráð á Aðal- lista þingsins, utan hlutabréfasjóða, og vega þau 15 félög sem verða í Úrvalsvísi- tölunni samtals 69,4% af markaðsverð- mæti þeirra. Velta félaganna á þinginu sem vahh hafa verið í vísitöluna er 74,7% af veltu hlutabréfa á Aðallista á síðastliðnum 12 mánuðum. Úrvalsvísitala VÞÍ (ICEX-15) er sam- ansett af félögum sem skráð eru á Aðal- lista VÞl og eru valin fimmtán félög eft- ir fyrir fram ákveðnum reglum. VaUð í vísitöluna fer fram tvisvar á ári og skiptast tímabUin þann 1. janúar og 1. júlí ár hvert. Samkvæmt reglum um visitöluna skal það birt eigi síðar en 10. desember og 10. júní hvaða félög lenda í vísitölunni á komandi tímabili. Af þeim 20 félögum á AðaUista þings- ins sem tiðust viðskipti eru með á þing- inu á 12 mánaða tímabUi eru það 15 stærstu félögin að markaðsverðmæti í lok tímabilsins sem mynda Úrvalsvísi- töluna næstu 6 mánuði. Hlutabréfasjóð- ir eru þó undanskUdir við val þetta. TímabUið sem ræður samsetainguni fyrir tímabUið 1. janúar 2000 tU 1. júlí 2000 nær frá 1. desember 1998 tU 30. nóv- ember 1999. Úrvalsvisitalan er því samsett af þeim félögum sem hafa hvað virkasta verðmyndum á þinginu en val í Úrvals- vísitöluna ber að öðru leyti ekki að tíQka sem gæðastimpU á viðkomandi hlutabréf. Maersk gengur frá kaupum á SeaLand Gengið hefur verið frá kaupum danska gámaflutningafyrirtækisins Maersk á bandaríska skipafélaginu SeaLand fyrir 800 mUljónir doUara (56 miUjarðar ísl. kr.) Samruni félaganna festir Maersk í sessi sem stærsta gámaflutningafyrir- tæki heims. Fyrirtækið starfrækir 250 flutningaskip og er um tvöfalt stærra en næststærsta fyrirtæki heimsins, Ev- ergreen Marine Corp Ltd frá Taívan. Maersk er í eigu A.R MöUer sam- steypunnar en í tUkynningu frá henni kemur fram að starfsmenn Maersk- SeaLand muni verða um 10 þúsund á skrifstofum í rúmlega 100 löndum. Helgar í Kolaportinu 11.-12. Des. kl. 11:00-17:00 18.-19. Des. Kl. 11:00-21:00. Virka daga 10. Des. kl. 12:00-18:00 13.-17. Des. kl. 12:00-18:00 20.-23. Des. kl. 12:00-21:00 JVIatur Leikföng Verkfæri Gjafavarct Snyrtivörur Geisladiskar Föt og fataefni Raftæki og Ijós Teppi og trévara Skór og skartgripir Bækur og búsáhöld Kompudót og antik Markaðstorg KOLAPORTIÐ Frípóstur veitir þér ulcicfr frelsi Notaðu visifingurinn! feS\>&3E£l SBBHBffll

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.