Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1999, Blaðsíða 4
ÞRIDJUDAGUR 14. DESEMBER 1999 Fréttir Skipulagsstjóri telur frekara umhverfismat á álveri í Reyðarfiröi nauðsynlegt: Nægur tími til að meta umhverfisáhrif - segir Árni Finnsson „Við fögnum þessum úrskurði að mörgu leyti því hann staðfestir um margt gagnrýni náttúruverndar- sinna á frummatsskýrsluna," segir Árni Finnsson, talsmaður Náttúru- verndarsamtaka íslands, en úr- skurður Skipulagsstjóra, sem birtur var í gær, boðar frekara umhverfis- mat á álveri á Reyðarfirði. Skipu- lagsstjóri telur að athugasemdir hafi komið fram við marga þætti málsins, m.a. varðandi fram- kvæmdatilhögun, grunnupplýsingar um náttúrufar og staðhætti sem matið grundvallist á, við aðferðir við mat og við niðurstöður mats. „í fyrsta lagi er þessi tímarammi sem er gefinn upp í þessari frægu viljayf- irlýsingu, sem Finnur kepp- ist við að fá Norsk Hydro til að segja að standi og verði að standast ef að samningar eigi að nást, hann er hrun- inn ef vera á hægt að gera þetta frekara mat sem Skipulagsstjóri fer fram á," segir Árni. „Hitt er svo að í þessum úrskurði Skipulags- stjóra er beðið um mjög it- arlegar rannsóknir á félags- legum og efnahagslegum Arni Finnsson, tals- maður Náttúru- verndarsamtaka ís- lands. þáttum þessa álvers. Það er sama skýrsla um fé- lagsleg áhrif sem liggur til grundvallar frum- matsskýrslu fyrir álver á Reyðarfirði og fylgir þingsályktunartillögu Finns Ingólfssonar iðnað- arráðherra um framhald framkvæmda við Fljóts- dalsvirkjun þannig að það er fallin enn ein meg- instoðin fyrir þeirri þingsályktunartillögu. í siðustu viku skaut meiri- hluti umhverfisnefndar þessa skýrslu Landsvirkjunar í kaf og nú er í raun þessi skýrsla um fé- lagsleg áhrif hrunin, fær fallein- kunn. Þá er náttúrlega byggðaþátt- urinn ásamt því að bjarga efnahagn- um farinn fyrir lítið. Þetta voru tvö atriði sem okkur þóttu standa upp úr og ég get ekki séð annað en nið- urstaðan af þessu sé að það sé næg- ur tími til stefnu til að meta um- hverfisáhrif Fljótsdalsvirkjunar einnig. Ég held því að þeir ættu bara að gefa sér þann tíma og hætta þessum skripaleik," segir Árni enn fremur. -hdm Guðmundur Breiðfjörð ljóðskáld í bandarískri ljóðabók: I minningarbók um Díönu - valið úr milljón ljóðum „Ég var búinn að klippa auglýsing- una um þessa ljóðakeppni út úr Los Angeles Time þegar ég frétti af þess- um atburði. Ég hélt á pennanum og ljóöiö rann úr honum. Mér fannst það flott og ákvað að senda það," segir Guðmundur Breiðfjörð skáld. Honum barst nýverið tilkynning um að ljóðiö hans um Díönu prinsessu hefði verið valið til birtingar í ljóðabókinni America at the Millennium: The Best Poems and Poets of the 20th Century. „Ég bjó úti í Los Angeles þegar þessi atburður átti sér stað. Þar frétti ég lika af keppninni. Hún er haldin af samtökum sem stofnuð voru árið 1982 og heita The International Library of Poetry. Tilgangur þeirra er að halda utan um nútimaljóðagerð og hvetja fólk til að yrkja." Guðmundi Breið- fjörð þykir mikill heiður að því að hafa fengið ljóðið sitt To You Diana: The princess of The People (Til þin, Díana, prinsessa fólksins) birt í þess- ari bók. „Það bárust riflega milljón ljóð í keppnina en af þeim voru 1000 ljóð valin til birtingar. Ljóðunum er öllum ætlað að endurspegla hverjar tilfiningar okkar voru á þessari öld. Hún er ætluð komandi kynslóðum og því prentuð á sýrulausan pappír. Þetta er mikill heiður fyrir mig að vera valinn í ljóðabók með bestu skáldum 20. aldarinnar." Guðmundur segist hafa verið mikill aðdáandi Díönu prinsessu og að frá- fall hennar hafi fengið mikið á sig. „Ljóðið birtist í heild sinni í ljóðabók minni, Köllun, sem ég gaf út í nóvem- ber 1997 til styrktar kapellu við líkn- ardeild Kópavogshælis. Ljóðið sem verður birt í bandarísku ljóðabókinni er aðeins styttra eða 20 línur enda var það skilyrði fyrir þátttöku í keppn- inni. Ég skrifaði ljóðið á ensku og hef ekki þýtt það á íslensku," segir Guð- mundur Breiðfjörð sem er líklega eini Islendingurinn sem á ljóð í nefndri bók. -MEÓ Guðmundur Breiðfjörð var úti í Los Angeles þegar hann frétti um lát Díönu prinsessu. Ekkert landkrabbadekur Dml-úf. Reglugerð sem er í fæðingu og skylda á öll íslensk skip yfir tiltekinni stærð að hafa sjálf- virkan sleppibún- að fyrir björgunar- báta gildir ekki fyrir nýju Hríseyj- arferjuna og önnur farþegaskip. Og það þótt alþjóðleg- ar reglur og EB- reglur muni kveða á um annað frá og með áramótum. Forstöðumaður skoðunarsviðs Siglingastofnunar segir að ástæðan fyrir þessari breyt- ingu á reglugerð- inni, sem tækni- deild ákveður, sé að það muni ekki vera talið þjóna neinum tilgangi að vera með sjálfvirkan sleppibúnað fyrir aðeins einn eða tvo gúmbáta á ferjum þar sem margir björgunarbátar séu um borð. Það gefi bara falskt öryggi. Og ef setja ætti sleppigálga á alla báta um borð yrði kostnaður- inn gríðarlegur því gálginn kostar 3-400 þúsund krónur. Það er náttúrlega deginum ljósara að ef snögg og örugg sjósetning björgunarbáta er fyrir hendi skapar það bara falskt öryggi fyrir farþegana. Þeir gætu farið að njóta ferðarinnar og fá furðu- legar hugmyndir um að það geri ekkert til þó ferj- an lendi í sjávarháska. Sleppibúnaðurinn muni bjarga þeim frá hremmingum og jafhvel dauða í ísköldum sjónum. Nei, þá er nú hollara fyrir far- þegana að hafa í huga að þeir gætu átt eftir að drösla björgunarbátunum út með gamla laginu. Þá halda þeir vöku sinni og eru á verði. Og fljóta ekki sofandi að feigðarósi vegna þess falska ör- yggis sem sleppibúnaðurinn veldur. Það á ekki að henda peningum í bjögunarbúnað fyrir far- þega sem hafa ekki rænu á að vera viðbúnir því versta. Halda að þeir geti sleppt sér í kaffi- drykkju og kleinuáti um borð í þeirri vissu að sleppibúnaðurinn bjargi þeim. Hríseyjarferjan hefur ekkert við sjálfvirkan sleppibúnað að gera. Og haldi farþegar sem álpast um borð í Hrís- eyjarferjuna að þeir séu hólpnir geti þeir komið björgunarbátunum á flot með gamla.laginu vaða þeir í villu og svima. Þeir verða að vita hvað stjórnboröi er og hvað bakborði. Og þau grund- vallaratriði verða að vera á hreinu þar sem eng- ir neyðarútgangar verða á bakborðshlið ferjunn- ar. Neyðarútgangar verða bara á stjórnborðshlið. Og það getur hver maður sagt sér það sjálfur að verið er að skapa falska öiyggistilfínningu með því að hafa neyðarútganga bakborðsmegin líka. Enda metur tækninefndin það svo að nóg öryggi verði fyrir hendi þar sem farþegar geti farið aft- ur úr skipinu bakborðsmegin. Það er dýrt að smíða ferju en það er alveg óþarfi að hleypa kostnaðinum upp úr öllu valdi vegna dekurs við landkrabba sem ekki nenna að leggja það á sig að bjarga líftórunni í átökum við björgunarbáta eða hina sem nenna ekki að leggja grundvallarhugtök sjómennskunnar á minnið. Þá sem halda að ferjusiglingar séu saklaust grin og treysta blint á falskt öryggi sjálfvirks sleppibún- aðar og neyðarútganga. Dagfari scinclkoi'n. Snigilshraði Nautgripabændur sem flytja vilja inn norska fósturvísa eru orðnir heldur pirraðir á seinaganginum í meðferð þess máls hjá landbúnaðar- ráðuneytinu. Tutt- ugu mánuðir eru síðan sótt var um innflutninginn, tími sem nægt hef- ur til að selja ófá- ar ríkisjarðir. Er óánægjan orðin svo megn meðal áhugasamra nautgripabænda að fagráð í nautgriparækt undirbýr stjórnsýslukæru vegna dráttar sem orðið hefur á að Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra afgreiði um- sóknina. Sandkornsritari man ekki betur en Guðni hafl boðað að af- greiðslu mála í ráðuneytinu yrði hraðað eins og kostur væri þegar hann tók við embætti í sumar. Og um leið minnist hann þeirra oröa er Guðni lét falla áður en hann varð ráðherra; að afgreiðsla mála í landbúnaðarráðuneytinu færi fram með hraða snigilsins. Lítil breyting virðist hafa orðið þar á ef marka má nautgripabændur... Jólasæla í síðasta tölublaði Skessuhorns, sem ritstýrt er af Gísla Einars- syni, er jólaleg forsíðutilvísun með mynd af hrút og text- anum: Líka jól hjá dýrunum. Og vísað á blaðsíðu sextán. Margir forvitnir lesendur hafa sjálf- sagt átt von á að sjá þar eitthvert dæmigert jólaefhi að hættí „sakleys- ingja", eitthvað með jólasveinum eða börnum að gæla við dýrin og gauka einhverju góð- gæti að þeim. En þegar flett var upp á fyrrnefhdri síðu í blaðinu kom í ljós flennistór mynd þar sem sæðingarmenn gæla við alsælan hrut með þar til gerðu verkfæri og hrúturinn hálfur uppi á rollu. Enda sá tími í garð genginn. Eru tveir menn nefndir til sögunnar og sagð- ir glaðir að störfum og: „Mestur ánægjusvipur er þó á hrútnum Sunna sem þarna hefur nýlokið störfum". Já, það eru sannarlega jól hjá hrútunum og góðgætið rennur í stríðum straumum... Skýring á góðærinu? í bókinni „íslensk hugsun", sem kom út í síðustu viku og Jónas Ragnarsson tekur saman, er vitn- að í grein sem Helgi Pjeturss jarðfræð- ingur skrifaði í Les- bókina árið 1934. Þar segir hann: „Reisum háborg höfuðstaðar vors inni á hæð þeirri sem í daglegu tali er nefnd Öskju- hlíð. Hiklaust segi ég það fyrir að frá því er það mál verður vel á veg komið mun verða gjörbreyting á högum þjóðar vorrar, og langt fram yfir það sem menn hafa gert sér bestar vonir um áður." Skyldi Davíð hafa vitaö af þessu? Amen andskotans Fólk þreytist seint á að setja saman vís- ur í tilefni af Nor- egsfór Hákonar skógarskálds Að alsteinssonar. Þessa setti Erla Guðjónsdóttir á Seyðisfirði sam- an: Til Noregs Konni kíkti iiin, kóngi drápu að bjóða. Amen sagði andskotinn, en aðra setti hljóða. Umsjón: Haukur L. Hauksson Netfang: sandkorn @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.