Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1999, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1999 Útlönd Uppbyggingarstarfið í Venesúela kostar milljarða dollara: Pútín hvetur leiðtoga þings til samvinnu Vladímír Pútín, forsætisráð- herra Rússlands, hitti nýja leið- toga þingsins í gær og hvatti þá til að leggja stjómvöldum lið í baráttu þeirra gegn efnahags- vandanum og uppreisnarmönn- um í Tsjetsjeníu. „Þjóðin bindur miklar vonir við nýju Dúmuna, einkum þó vegna þess að mörg vandamál bíða úrlausnar,“ sagði Pútín við leiðtoga þeirra sex flokka sem fengu flesta þingmenn i kosning- unum til neðri deilar þingsins á sunnudag. Bæði Pútín og Bórís Jeltsín for- seti voru afskaplega kátir með gott gengi tveggja flokka sem eru hliðhollir ríkisstjórninni. Komm- únistar hafa því ekki sömu yfir- burðastöðu í þinginu og áður, þótt þeir séu enn fjölmennasti einstaki flokkurinn. Gert er ráð fyrir að rússneskar hersveitir herði enn sókn sína á Grozní, héraðshöfuðborg Tsjetsje- níu, í dag og sæki lengra inn í borgina. Yfirmaður rússneska herliðs- ins i Tsjetsjeníu sagði seint í gær- kvöld að fyrirhugaðar væru „sér- stakar aðgerðir" til að reka upp- reisnarmenn múslíma á brott en neitaði að allsherjarárás stæði fyrir dyrum. Óttast að fimmtíu þúsund hafi látist Hermenn og björgunarsveitir í Venesúela vinna nú hörðum hönd- um að því að grafa lík tuga þúsunda manna upp úr mannhæðarháum aurskriðum sem féllu á Karíbahafs- strönd landsins í síðustu viku. Talið er að milli þrjátíu og flmmtíu þús- und manns hafi týnt lífi í hamförun- um, einhverjum þeim mannskæð- ustu i Rómönsku Ameríku á þessari öld. Fallhlífarhermenn standa vaktina i draugabæjum á strönd Vargas- fylkis til að koma í veg fyrir að grip- deildarmenn geti látið greipar sópa um heimili fólks sem var flutt burt eftir úrhellisregn og skriðufoll í síð- ustu viku. Að sögn fulltrúa almannavama í Venesúela hafa hamfarimar lagt 23 þúsund heimili í rúst og 140 þúsund manns eru heimilislausir. Útlit er fyrir að hreinsunar- og uppbygging- arstarfið muni kosta milljarða doll- ara. Hugo Chavez, forseti Venesúela, hefur verið á ferð og flugi um ham- farasvæðin, í hermannabúningi og með rauða alpahúfu á höfðinu. Hann fór fram á það við Bill Clint- on Bandaríkjaforseta i gær að Bandaríkjamenn útveguðu flotbrýr til að uppbyggingarstarfið gæti haf- ist. Clinton sagðist snortinn af „hetjuviðbrögðum" venesúölsku þjóðarinnar og lofaði henni flot- brúm. Verst úti varð 100 kílómetra löng spilda við Karíbahafsströndina þar sem miðstéttarfólk úr höfuðborg- inni Caracas eyddi gjaman leyfum sínum. Hafið sem eitt sinn var blátt er nú drullubrúnt við ströndina. Flestir þeirra 350 þúsund manna sem búa á þessum slóðir hafa verið fluttir burt frá heimilum sínum. Aurskriðurnar sem komu úr Avila- fjallgarðinum hrifu með sér heilu fátækrahverfin í fjallshlíðunum. Sérfræðingar telja að fátækt og umhverfisskaðar af völdum skógar- höggs eigi sinn þátt í náttúruham- förunum í Venesúela. Skógurinn kemur i veg fyrir landeyðingu og hindrar framgang flóðvatnsins. Bandarikin, Alþjóðabankinn, Þýskaland, Evrópusambandið og fleiri lönd hafa þegar heitið hundr- uðum milljóna dollara í aðstoð við íbúa Venesúela. Þá hafa Bandaríkin og Mexikó sent þyrlur til að aðstoða við björgunarstarfið. Leynimakkið í WTO vekur reiði Mikil reiði ríkti meðal fulltrúa þróunarlandanna á fundi Heims- viðskiptastofnunarinnar (WTO) í Seattle um síðustu mánaðamót þar sem þau voru ekki höfð með í ráðum á stefnumótandi viðræðu- fundum. Þeir fengu ekki einu sinni að vita um fundina og hvað þar var rætt. Þetta kemur fram í kjallara- grein Martins Kohrs í Intemational Herald Tribune. Kohr er framkvæmdastjóri sam- taka óháðra félagasamtaka sem fást við þróunar- og umhverfismál. Kohr segir i grein sinni að tíu til tuttugu löndum, það er voldug- ustu ríkjunum og útvöldum hópi þróunarlanda, hafi verið boðið á fundi i Græna herberginu, eins og hann kallar það, þar sem helstu ágreiningsmál Seattle-fundarins voru rædd. Þar átti að reyna að komast að samkomulagi og þvinga aðrar þjóðir til að sam- þykkja lokayfirlýsinguna. Ýmis riki hafi hótað að hlaupast undan merkjum og því hafi í raun ekki verið jafnvandræðalegt að láta fund WTO hreinlega fara út um þúfur, án lokasamkomulags. Heimilislaust fórnarlamb aurskriðnanna í Venesúela stendur yfir eyöilögöum bíl í borginni Macuto. Taliö er að allt aö fimmtíu þúsund manns hafi týnt lífi í náttúruhamförunum í síöustu viku, hinum verstu í Rómönsku Ameríku á þess- ari öld. Búist er viö aö uppbyggingarstarfiö kosti hundruö milljaröa króna. (&%artgripirfyrir Aerra úrvafafsi/fíircmnfönrimi Áara, m/píötu tifaá (frapa á. fjiuHÚj miÁiú úrvaíapfrhujum, crma/möppmn 'rriiji/í oa /rit)r//nrp//uy> f' <&totth op Cinc/isnœCim. /f/rinpc/u opjáðu o/far/atCc/a sCartpripaCceCCnp. Laugavegi 49 sími 551 7742. 26 létu lífið og 44 slösuöust er DC- 10 flugvéi frá Kúbu hafnaöi í fá- tækrahverfi í Gvatemalaborg í gær. 26 létust í flugslysi Tuttugu og sex létu lífið þegar DC-10 flugvél, sem var á leigu hjá kúbverska flugfélaginu Cubana de Aviacion, rann út af flugbraut í fá- tækrahverfi á flugvellinum í Gvatemalaborg í gær. 314 manns voru í flugvélinni. Flestir farþeganna voru náms- menn frá Gvatemala á leið heim í jólafrí frá háskólum sínum á Kúbu. Einn námsmannanna um borð, Carlos Flores, sagði að flugvélin hefði lent eðlilega en hefði ekki get- að stöðvað á flugbrautinni. Einn íbúa fátækrahverfisins, Julio Ad- an, sem aðstoðaði við björgunar- störf, sagði að íbúarnir hefðu alltaf óttast svona slys. Tvisvar áður, 1995 og 1993, hafa flugvélar hafnað í hverfinu. 3IIS.ll Sfiramtad ÍSOO,- I4.V « m «10,- <M<2 Stuttar fréttir i>v Dularfull dauðsföll Lögreglan í Uppsölum í Svíþjóð rannsakar nú dularfull dauðsfóll á hjúkrunarheimili í háskólabæn- um. 23 ára starfsmaður heimilisins hefur sagt í yfirheyrslu að hann hafi haft löngun til að myrða. Ákvörðun eftir jól Saksóknarar í Bonn greindu frá því í gær að ekki yrði tekin ákvörðun fyrr en eftir jól um hvort ásakanim- ar um mútu- þægni Helmuts Kohls, fyrrver- andi kanslara Þýskalands, yrðu rannsakað- ar. Saksóknar- amir bíða enn eftir skjölum sem Kohl hefur lofað að lögmenn hans muni afhenda. Kjötætur í hættu Hundruð þúsunda Breta, sem snætt hafa breskt nautakjöt, gætu látist af völdum Creutzfeldt-Jakobs sjúkdómsins, að mati Liams Don- aldsons, sérfræðings bresku stjórn- arinnar. Hann segir það geta tekiö mörg ár áður en umfang faraldurs- ins verður ljóst. Manntjón í Skotlandi Að minnsta kosti íjórir em tald- ir hafa látið lífið þegar gasspreng- ing lagði hús í Larkhall í Skotlandi í rúst í morgun. 950 kílóa bílasprengja Ótti um ný hryðjuverk ETA, samtaka skæruliða Baska, fer nú vaxandi á Spáni eftir að lögregla fann 950 kílóa sprengju í vörubíl. Forsetinn endurkjörinn Chandrika Kumaratunga, for- seti Sri Lanka, sem lifði af bana- tilræði á laugar- daginn, var end- urkjörin í for- setakosningun- um í gær. Hlaut hún 51,12 pró- sent atkvæð- anna. Helsti keppinautur for- setans, Ranil Wickremesinghe, hlaut 42,71 prósent. ísbjörn í bæjarferð Ibúar í höfuðborg Svalbarða, sem vora að gera innkaup fyrir jól- in, leituðu skjóls í flýti i gær þegar ísbjörn, sem ekki var hluti jóla- skreytinganna, birtist. ísbjöminn gekk fram hjá dagheimili og í gegn- um miðbæinn. Hann var hrakinn úr bænum með þyrlu. Með franskan hreim Wendy Hasnip, 47 ára bresk kona, talar nú ensku með frönsk- um hreim eftir að hafa fengið slag. Læknar vita aðeins um örfá slík tilfelli i heiminum. Wendy hefur aldrei lært frönsku. Robert Bresson látinn Franski kvikmyndaleikstjórinn Robert Bresson, sem lýst var sem Dostojevski frönsku kvikmynd- anna, lést á laugardaginn, 98 ára gamall. Hamilton brast í grát Neil Hamilton, fyrrverandi ráð- herra bresku stjórnarinnar, brast í grát í gær eftir að hafa tapað meiðyrðamáli gegn Mohamed A1 Fayed, eig- anda Harrods- verslunarinnar í London. Fayed hafði haldið því fram að Hamilton heföi þegið greiðslu fyrir að bera fram ákveðn- ar spumingar á þingi. Framhjáhald leyft Hæsti réttur í Sambíu hefur úr- skurðað að 37 ára kona megi halda fram hjá manninum sínum til 22. febrúar árið 2000 til að sanna að hún sé ekki ófrjó. Eiginmaðurinn haíði leyft konunni að eiga mök við aðra menn og veðjaði 200 dollurum á að hún yrði ekki barnshafandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.