Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1999, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1999 Préttir Guðmundur Bjamason seldi Kambsel á margföldu undirverði: Hunsaði viðvaranir - öðrum kaupanda bægt frá landbúnaðarráðuneytinu Þrátt fyrir viðvaranir Jóns Hösk- uldssonar, yfirmanns jarðadeildar landbúnaðarráðuneytisins, seldi Guð- mundur Bjamason, þáverandi land- búnaðarráðherra, eyðijörðina Kambsel í Áiftafirði í nóvember 1998 á marg- fbldu undirverði. Kaupendur voru Atli Ámason, læknir á Seltjamamesi, eig- inmaður varaþingmanns Framsóknar- flokksins, Kristjönu Bergsdóttur, og Helgi Jensson, lögmaður á Egilsstöð- um. Jón Höskuldsson benti á það í minn- isblaði til Guðmundar 18. maí 1998 að Kambsel væri þá í útleigu. „Ráðstöfún jarðarinnar til skógræktar myndi þrengja að sauðfjárbændum á svæðinu og er auk þess til þess fallin að skapa úlfúð á svæðinu," sagði Jón í minnis- blaðinu. Hann sagði kjama málsins vera þann að Geithellnadalur hefði verið nýttur til beitar og að þar lægju hagsmunir sauðfiárbænda i Hamars- firði og Álftafirði. Öðrum kaupanda vísað frá Jón skýrði í minnisblaðinu enn- fremur frá því að annar einstaklingur hefði falast eftir að fá Kambsel keypt árið 1995 en verið hafnað þar sem jörð- DV; Ólafsfirði: Bæjarstjórinn á Ólafsfiröi, Ásgeir Logi Ásgeirsson, hélt fúnd með því fólki sem missti atvinnuna á dögunum þegar fiskverkunarfyrirtækið Sæunn Axels ehf. var lýst gjaldþrota. Fundinn hélt bæjarstjóri ásamt félagsmálastjór- anum í bænum, Hafsteini Hafsteins- syni. Þó nokkur fiöldi fólks mætti á fúnd- inn til að ræða málin en Bjöm Snæ- bjömsson hjá verkalýðsfélaginu Ein- ingu/Iðju á Akureyri kom einnig á fundinn. Það hefúr komið í ljós að nokkrir starfsmannanna sem áður unnu hjá Sæunni Axels em hættir sök- um aldurs, sumir hafa fengið vinnu annars staðar, jafnvel í Ólafsvík, og enn aðrir hafa fengið vinnu á Ólafs- firði. inni hefði verið ráðstafað til beitar og að ekki væra forsendur til að selja jörðina til skógræktar. Þá benti Jón á að taka þyrfti til athugunar réttindi Kambsels til af- réttar en það væru eignarréttindi sem væra í sameign með nágrannajörðun- um að Geithellnum. „Afréttarland er þar geysistórt og kostamikið," sagði í minnisblaði Jóns og sömuleiðis sagði að þrátt fyrir að óljóst væri hversu stór afr étturinn væri mætti fúllyrða að hann næði inn á örævi; „langt inn fyr- ir þá línu sem afmarka hið nýja „Mið- hálendi" íslands. Jón Höskuldsson benti ráðherra sömuleiðis á að Kambsel væri ein þeirra rikisjarða sem opna mætti fyrir skotveiðimönn- um án þess að beitarafhotum væri raskað. Gósendalur til skógræktar Yfirmaður jarðadeildarinnar upp- lýsti ráðherrann um verðhugmynd íslendingar fá atvinnuleysisbætur sjálfkrafa en það er flóknara og erfið- ara með útlendinga ef þeir hafa ekki kaupendanna upp á 300 þúsund krónur og kynnti honum jafnframt sína hug- mynd að lágmarksverði upp á 1.800 þúsund. Þessa ábendingu Jóns Hösk- uldssonar virti Guðmundur Bjamason að vettugi og seldi Áma og Helga jörð- ina á 750 þúsund krónur eða 58% lægra verði en helsti sérfræðingur landbúnaðarráðuneytisins í jarðasölu- málum taldi vera lágmarksverð miðað við staðgreiðslu. Eins og áður hefur komið fram hefur ráðuneytið neitað DV um afrit af kaupsamningnum fengið grænt kort. Nokkrar fiölskyld- ur, ættaðar frá gömlu Júgóslavíu, era á Ólafsfirði. -HJ vegna Kambsels með skírskotun til hagsmuna kaupendanna. Þeir Atli og Helgi færðu í bréfi, sem barst landbúnaðarráðuneytinu 10. júní 1997, rök fyrir því að þeim skyldi selt Kambsel. Þeir sögðust vilja koma nyfiaskógrækt í gang og að þeir teldu aðstæður í Geithellnadal kjömar til þess. Þeir sögðust ennfremur hafa það eftir Þresti Eysteinssyni, fagmálastjóra Skógræktarinnar, að Geithellnadalur væri einn af þremur „ákjósanlegustu stöðum til nytjaskógræktar á Austur- landi. Atli og Helgi, sem era eigendur Geithellna n, sem liggur að Kambsels- jörðinni, sögðust telja áform sín „sam- ræmast vel markmiðum ríkisstjómar- innar um landgræðslu, skógrækt, koltvísýringsmagn og umhverfsimál í heild.“ Ríkiö borgaöi þrefalt Þrátt fyrir ofangreint gerði Helgi Jensson í samtali við DV í gær lítið úr Kambseli og verðmæti þess, kallaði jörðina, jarðarpart" og telur kaupverð- ið endurspegla eðiilegt markaðsverð í dag. Hvert markaðsverðið er hefur hins vegar aldrei verið láta reyna á. Þess má þó geta að árið 1972 keypti Jarðasjóður ríkisins Kambsel af þáver- andi ábúanda á 600 þúsund krónur. Framreiknuð til dagsins í dag er sú upphæð 2,1 milljón króna eða þrefalt hærri en Guðmundur Bjamason sá ástæðu til að innheimta fýrir jörðina. Eins og DV skýrði frá í gær hafa fyrr- um leigutakar Kambsels, bændumir og heimamennimir Ásgeir Ásgeirsson og Jóhann Einarsson, nú höfðað mál á hendur landbúnaðarráðherra til riftun- ar sölu jarðarinnar. -GAR Bæjarstjóri fundaði með atvinnuleysingjum Útlendingar án bóta Frá fundi bæjarstjóra með atvinnulausum á Ólafsfiröi. DV-mynd Helgi Jónsson. Guömundur Bjarnason. Álfrúin góða og lónið Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra hef- ur ákveðið að sökkva Eyjabökkum hvað sem það kostar. Umhverfis- ráðherrann er með beinskeyttari stjórn- málamönnum og hefur á sinni tíð unnið að þvi hörðum höndum að fegra umhverfi sitt svo sem kostur er. Hún hef- ur áttað sig á því að lón með raflýstum eyjum, svo sem Kristján Páls- son alþingismaður hef- ur lagt til, er auðvitað stórbrotið listaverk sem sóma mun sér á hálendinu. Túristar munu flykkjast að og umhverfís lónið mætti setja upp göngustíga sem umhverfissinnar gætu rölt um í fylgd umhverfisráðherrans og kastað brauði til þeirra fugla sem átta sig á nútímanum og una í nýjum og betri heimkynnum. Lykilat- riðið til að hægt verði að koma skikk á há- lendið með slíku stórvirki er að hið norska Hydro fáist til að reisa umhverf- isvænt álver á Reyð- arfirði. Þetta veit Siv sem er af norsku kyni. Þegar hún heyrði á frændum sínum að þeir voru að heykjast á því að reisa álverið brá hún skjótt við. Hún kall- aði norska sendi- herrann á teppið og gerði honum grein fyrir að stríð væri í uppsiglingu ef hann ekki stæði vaktina og reisti álverið. Heimildarmenn Dag- fara í ráðuneytinu segja ráðherrann hafa hvesst sig við hálflanda sinn og minnt hann á hvern- ig fór fyrir Norð- mönnum í Smugu- stríðinu. Siv er kjarnorkukona af sama stofni og Marg- areth Thatcher, þó auðvitað sé hún á móti kjam- orkuvopnum. Siv er ekki kölluð jámfrúin sökum hörku sinnar. Hin milda ásjóna hennar og ein- lægur áhugi hennar á umhverfisvænum álverk- smiðjum veldur því að innanlands sem utan er hún kölluð álfrúin. Álfrúin góða og lónið er titill Sivjar beggja vegna hafsins og þar sem sendiherr- ann var beygður og bljúgur á teppi hennar gekk hún umhverfis hann og þrátt fyrir milt yfirbragð mátti ótvírætt greina ógnun í rödd hennar, þar sem hún gerði Norðmanninum grein fyrir stöðu hans og þjóðarinnar allrar. „Það verður stríð ef þið hopið. Járntjald verður reist á milli þjóðanna tveggja," sagði hún við skjálfandi sendiherrann. Hún benti honum á að Framsóknarflokkurinn hefði lagt allt undir I virkjunarmálinu og það yrði ekki liðið að Norðmenn flýðu frá verki sínu. Þá stæði undirbúningur sem hæst innan flokks- ins hvað varðar landareignir á Austurlandi. Ýms- ir traustir framsóknarmenn hefðu keypt landar- eignir eystra af ráðuneyti flokksins og þeim mætti ekki bregðast. Sendiherrann yfirgaf komtórinn örvilnaður og samdi ýtarlega leyni- skýrslu til norskra yfirvalda þar sem því var lýst að Noregur væri á barmi styrjaldar vegna mál- ins. Afrit af leyniskýrslunni var svo í samræmi við opna stjómsýslu sent helstu fiölmiðlum á Norðurlöndum. í ráðuneyti umhverfismála situr Siv og kætist eftir að hafa skelft frændur sína. Lónið og raflýstu eyjamar á Eyjabökkum eru í öruggu sjónmáli. Dagfari Hinn hreini tónn Kristján Jóhannsson stórsöngvari var í spjalli á einhverri útvarpsstöð- inni I gærmorgun. Þar var hann m.a. spurður út í frétt DV um helgina, þar sem sagði frá 200 kílóa leigubílstjóra er rek- inn hafði verið úr Karlakór Reykjavík- ur - vegna offitu ef marka má orð bíl- stjórans. Kristján, sem sjálfur er þéttur á velli, lét þau orð falla að sér þætti maðurinn sönglegur og vörpulegur að sjá. Sagð- ist stórsöngvarinn tilbúinn að bjóða bílstjóranum í söngtíma til að ganga sjálfúr úr skugga um hvort hann gæti sungið. Bíða margir spenntir eftir nið- urstöðunni, vilja vita hvort bílstjórinn hafi í raun verið rekinn úr kórnum vegna fitu eða lélegs söngs ... Nýbreytni fagnað Það verður æ vinsælla að sækja jólamessu á aðfangadag og komast færri að en vilja. Skjár 1 hefur ákveð- ið að koma til móts við þá sem ekki komast í kirkju á aðfangadag með því að senda beint frá jólamessu. Mun það vera í fýrsta skipti sem þetta er gert. Sent verður frá jólamessu séra Vig- fúsar Þórs Ámasonar í Grafar- vogskirkju. Er víst aö margir taka þessari nýbreytni fagnandi. Einhverj- ir kunna að velta fyrir sér af hvetju Grafarvogskirkja varð fyrir valinu en ástæðan er einföld. Höfuðpaurinn á Skjá einum er Ámi Þór Vigfússon, sonur séra Vigfúsar... Umhverfisímynd Þegar Jakob Magnússon var að setja á stofn Græna herinn fýrir sið- astliðið sumar fór hann víða og bað fyrirtæki um stuðning. Hann fékk stuðning bæði RÚV og Toytota svo fáir séu nefndir og styrkti þannig ímynd téðra fyrir- tækja sem umhverf- isvina. Jakob gekk líka á fund Friðriks Sophussonar, forstjóra Landsvirkj- unar, og bauð Landsvirkjun þátttöku í Græna heraum fyrir slétta milljón. Þetta taldi Stuðmaðurinn að myndi styrkja ímynd Landsvirkjunar á sviði umhverfismála og taldi ekki af veita og lýsti þvi fiálglega hvemig Lands- virkjun yrði alltaf stöðugt nálæg í þáttunum sem gerðir vora. í dag er Jakob umhverfisvinur og safnar und- irskriftum í erg og grið gegn áformum Landsvirkjunar. Er sumum spurn hvort Firðrik verði ekki að ráða manninn. Eins og Gústa frænka Einhvern tíma um daginn var Maddama Ágústa í Holti í blöðunum. Hún kannaðist ekkert við róstur eða fiandskap í prestakall- inu og var bara að hlakka til jólanna. Þá rifiaðist það upp fyrir Birni Þorleifssyni, skólastjóra á Akur- eyri, að á bernsku- heimili hans var frú Ágústa alltaf kölluð Gústa frænka, enda skyld honum í móðurætt. I framhaldinu varð til þessi friðar- bæn. Landsmenn strjúki kýldan kvið og kyngi reiði og stolti. Um veröld alla eflum frið, einkum þó að Holti. Biðjum fyrir þeim sem þjást, þorni slúðurbrunnar, og um helgihald að slást, hætti séra Gunnar. Hagur mannkyns heims um ból heldur fer að vænka ef við hugsum öll um jól eins og Gústa frænka! Umsjón: Haukur L. Hauksson Netfang: sandkorn @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.