Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1999, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1999, Blaðsíða 23
O Jól á Hveravöllum O Gefa bílnum drullutjakk • Hvernig ganga jólagjafakaupin ? O Geisladiskar Sýning á og tæknivinnu: Smíðuðu eigin bíla DV, Ólafsfirði: Nú eru nemendur Gagnfræðiskól- ans í Ólafsfirði komnir í jólafrí en síðustu vikuna fyrir frí var sýning á þeim munum sem nemendur gerðu í handavinnu á önninni. Nemendur sem stunduðu verkgreinar voru í hönnunar- og tæknivinnu sem felur í sér að þeir gera sinn eigin bíl og setja í hann drifbúnað. Fyrst þurftu þeir að hanna módel úr viði og síð- an var plastað yflr mótið í bakara- ofni. Þá voru nemendur einnig að hanna tölustafi sem ætlaðir eru á hús. Meðan á sýningu stóð fór fram keppni um bestu hönnunina. Það voru bæði stúlkur og drengir sem tóku þátt í þessu verkefni. Munir krakkanna á sýningunni vöktu athygli. DV-mynd Helgi. JóUniiöfin í ár Praktísk og vel smíðuð hirsla „Ég ætla að velja mér sérlega falleg- an danskan beykiskenk," sagði Júlíus Haraldsson, verslunarstjóri í Habitat í Kringlunni, þegar DV bað hann að velja sér jólagjöf í verslun- inni. Beykiskenkurinn er stakur en fer vel með margs konar húsgögnum að sögn Júlíusar. „Ég sé hann fyrir mér í stof- unni heima, þar sem hann færi án efa vel. Maður á alltaf nóg af dóti til að geyma í svona skenk, það er víst aldrei vandamál. Þetta er praktísk og vel smíðuð hirsla og hinn mesti kosta- gripur," sagði Júl- íus Haraldsson í Habitat. Júlíus Haralds- son í Habitat: „Maður á alltaf nóg af dóti til aö geyma í _svona skenk." Heimir Sindrason, tannlæknir og tónskáld: „Það kitlaði barnssálina að vera jólabarn og ég hef alltaf verið ánægður með afmælisdaginn minn." Heimir Sindrason, tannlæknir og tónskáld: Hélt ég hefði eyðilagt jólin - en komst síðar yfir það „Ég er mikið jólabam í mér og þegar ég var krakki hlakkaði ég alveg óskaplega til jólanna," segir Heimir Sindrason, tannlæknir og tónskáld, en hann er fæddur 24. desember árið 1944. Hann segir að þegar hann var krakki hafi hann misst af afmælisgjöfunum þar sem hann átti afinæli á jól- um en umbunin sem hann fékk í staöinn hafi verið þess virði. „Það kitlaði bamssálina mikið að jólabam og ég hef alltaf verið mjög ánægður með það. Ég man hins veg- ar að þegar ég fór eitt sinn sem skiptinemi til Bandarikj- anna leist mér ekkert á blikuna. Þá átti ég allt í einu afinæli daginn fyrir jól og það var ekkert merkilegt við afmælið mitt. Þetta var náttúrlega glatað og ég fór heim frekar ósáttur við þetta mál,“ segir Heimir og hlær. Varð ekkert númer Hann segir að mömmu sinni hafi fallið það þungt fyrir hans hönd að hann hafi ekki átt neinn raunveruleg- an afinælisdag og reynt að bæta hon- um það upp þegar hann var krakki. „Það gerði hún með því að halda upp á afmælið mitt og eins bræðra minna saman en það gekk ffernur illa. Hann á afmæli í mars, snemma vors, en ég auðvitað um hávetur þannig að stemn- ingin var ólík. Mér leist samt ágætlega á hugmyndina og þetta varð úr i fáein ár en fyrirkomulagið datt fljótlega upp fyrir því bróðir minn var svo óánægð- ur með þetta. Hann var auðvitað sá sem átti afmæli og þegar var reynt að troða mér með, svo ég fengi líka gjafir, varð hann ekkert númer á eigin af- mælisdegi og hann var frekar óhress með það,“ segir Heimir. Ekki merkilegur afmælis- dagur Hann segir þó að hann hafi fengiö fleiri afinælisgjafir hin síðari ár en þegar hann var á bamsaldri og bætir viö í gríni að enda séu að verða síðustu forvöð áður en hann fari að hrökkva upp af. „Annars kemur það ótrúlega mörgum á óvart að maður eigi afmæli á þessum degi. Þegar ég fer í banka og menn lesa kennitöluna mína eru þeir oft mjög hissa og sérstaklega af þvi að ég er fæddur 1944. En þetta er ekki merkilegri afmælisdagur en hver ann- ar,“ segir Heimir. Hann segir að þó hann hafi alltaf verið ánægður með að eiga afinæli á jólunum hafi hann sem bam haft mik- ið samviskubit yfir að hafa eyðilagt jól- in fyrir mömmu sinni. „í þá daga lágu konur í viku á fæðingardeildinni þannig að ég taldi mig eiga sök á að hún missti bæði af jólum og áramótum og þar sem ég er svo mikið jólabam fannst mér þetta hræðilegt. Ég taldi nefnilega dagana til jóla alveg frá upp- hafi árs og gat ekki beðið. En ég komst nú yfir þetta síðar,“ segir hann og brosir. Afmælisveisla kl. 6 á aðfangadag Heimir segist hafa mjög gaman af jólaskreytingum og jólaundirbúningi og segir að konan sín sé mögnuð jóla- kona. „Ef hennar nyti ekki við byggi ég nú í hálfgerðu hreysi,“ segir hann. „Húsið er nú ekki jafnjólalegt og oft áður á þessum tíma því hún hefúr ver- ið önnum kafm í próflestri en það stendur allt til bóta. Við hlökkum bara til að halda hátfð, borða ijúpu og hafa það gott eins og vera ber á jólurn." Heimir segist aðspurður aldrei hafa boðið vinum til sín í afmælisveislu á aftnælisdaginn en segist þó hafa gert eina undantekningu þegar hann varð fimmtugur. „Þá bauö ég vinum og kunningjum í mat til min kl. 6 þann 24. desember en varð auðvitað að setja neðanmáls að þetta væri til gamans gert Enda mætti enginn," segir Heim- ir og kímir. -HG Grýlukvöld í Kolaportinu Þorláksmessu kl. 20:00 Grýla, Leppalúði og jólasveinar gefa krökkum að 10 ára aldri 400 jólagjafir. Þeir krakkar sem mœta í tröllabúning geta tekið þátt í keppni um besta tröllabarnió. Grýlubörnin og Grýla fara fyrir Markaðstorg aldamótaskrúðgöngu, 1//%I A DADTIA Opið á Þorláksmessu KULAl UK 1 Iti Kl. 12:00-23:00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.