Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1999, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1999 Fréttir 13 Hörkudeilur vegna ráöningar skólastjóra í Garðabæ: Augljós hrossakaup - allir kennararnir hafa sent mótmælabréf Ný sending! Furubekkir frá ca. 1900 / frá kr. 42.0 Úrval af smáhlutum tll gjafa Opið: Mán. - laug. 12:00 - 19:00 / Sunnud. 12:00 -18:00 IKola / brenniofnar frá ca. 1940 /frá kr. 85.000,- RAÐGREIÐSLUR Furuskápar frá ca. 1900 / frá kr. 47.000,- Hart er nú deilt um ráðningu nýs skólastjóra við Tónlistarskóla Garða- bæjar. Allir kennarar skólans hafa sent bæjarfulltrúum bréf þar sem þeir krefjast þess að ráðning nýs skólastjóra verði dregin til baka og ráðningin verði á faglegum forsend- um skólanefndar eins og reglugerð um skólann segi til um. Forsaga málsins er sú að Gísli Magnússon skólastjóri hefur nú látið af störfum vegna aldurs. Allmargar umsóknir bárust um starf skóla- stjóra. Skólanefnd gerði tillögu um ráðningu til bæjarstjórnar, svo sem venja er. Hún mælti með því, með fjórum atkvæðum gegn einu, að Smári Ólason, yfirkennari við skól- ann, yrði ráðinn. Venju samkvæmt afgreiðir bæjarráð mál af þessu tagi. En að þessu sinni ákvað ráðið að bæj- arstjóm myndi greiða atkvæði um ráðninguna. Bæjarstjóm fundaði um málið sl. firrimtudag og greiddi at- kvæði skriflega sem mun nýlunda við mannaráðningar, a.m.k. í seinni tíð. Þar fékk Agnes Löve öll sjö atkvæðin. Um helgina sendu allir kennarar skólans bréf til bæjarfulltrúa, eins og áður sagði, þar sem þeir mótmæltu ráðningu Agnesar á þeirri forsendu að hún gengi gegn reglugerð um skól- ann. Eindreginn vilji þeirra er að Smári verði ráðinn í starfið. Stór hóp- ur kennaranna, sem era tæplega 40 talsins, mun íhuga að hætta störfum verði Smári ekki ráðinn. Einn kenn- ara, sem DV ræddi við, sagði að um „augljós hrossakaup" væri að ræða. Laufey Jóhannsdóttir, forseti bæj- arstjórnar, sagði að málið yrði rætt á næsta fundi bæjarráðs sem búið var að boða í morgun og þar yrði bréf kennaranna m.a. rætt. -JSS SS og Áburðarverksmiðjan í samstarf: Vilja tryggja há- marksárangur Haraldur Haraldsson, stjórnartor- maöur Áburðarverksmiðjunnar, og Steinþór Skúlason, forstjóri SS, gengu í gær frá samstarfssamningi fyrirtækjanna. Á myndinni meö þeim eru Bjarni Kristjánsson, for- stjóri Áburðarverksmiðjunnar, og Hjalti Hjaltason, fjármálastjóri SS. DV-mynd Hilmar Þór SláturfélagjSuðurlands og Áburðar- verksmiðjan hafa gert samkomulag um sölu áburðar frá Áburðcirverk- smiðjunni. Samkomulagið felur í sér að viðskiptavinir SS geta bæði skilað pöntunum á áburði til SS eða Áburðar- verksmiðjimnar. Þá geta viðskiptavin- ir SS greitt fyrir áburðinn með inn- leggi afurða. Á siðasta ári annaðist SS sölu á áburði sem nemur um 15% af heildarsölu Áburðarverksmiðjunnar. í fréttatilkynningu frá fyrirtækjun- um segir að með samkomulaginu vilji SS tryggja gæði og hreinleika afurða sinna því erlendur áburður sé mjög misjafn að gæðum. Áburður Áburðar- verksmiðjunnar sé aftur á móti fram- leiddur úr úrvalshráefhum og með hreinni og endumýjanlegri orku. Er hann því eins vistvænn og við verður komið. Þá segir að með því að stuðla að notkun áburðar frá Áburðarverk- smiðjunni vilji SS einnig tryggja að bændur í viðskiptum við SS nái há- marksárangri í framleiðslu landbúnað- arafurða. -hdm Samkeppnisstofnun: Engar athugasemdir - við áramótataxta leigubíla „Við geram ekki athugasemdir við þetta,“ segir Valgerður Marinós- dóttir hjá Samkeppnisstofnun um þá ákvörðun Frama, félags leigubif- reiðastjóra, að setja 25 prósent álag ofan á hátíðartaxta leigubíla um áramótin. Þetta er í fyrsta skipti sem það er gert. Valgerður sagði að Frami hefði sent erindi þessa efnis til Sam- keppnisstofnunar og borið þvi við að ekki yrði hægt að fá fólk til að aka yfir áramótin, nema með því að hækka taxtann. Stofnunin hefði tek- ið ákvörðun um að gera ekki at- hugasemdir þar sem umræddur stórhátíðaLaxti ætti einungis að gilda i skamman tíma, þ.e. yfir ára- mótin. -JSS Fjárfesting í hlutabréfasjóðum Landsbréfa fyrir áramót tryggir allt aö 61.344 kr. skattaafslátt. Hlutabréfasjóöir Landsbréfa eru íslenski hlutabréfasjóðurinn og íslenski fjársjóðurinn. Ávöxtun frá áramótum* íslenski hlutabréfasjóöurinn 25,3% íslenski fjársjóðurinn 25,4% Leiðin til skattaafsláttar um áramótin liggur um Landsbréf eða næsta Landsbanka. Skattaafsláttur Landsbanki Islands I ANDSBRl 1 *Nafnávöxtun á ársgrundvelli frá'i. janíiar 1999 -1. desember 1999. SBE 570 Rafmagnsb 570 W13 mm patrói stlglausrofl Jr.-, PFti 20 Lofthöggsborvél 560 W stiglaus rofi _ itösku Umboðsmenn um allt land ÆlasCbpco

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.