Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1999, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1999, Blaðsíða 20
20 + 21 MIÐVKUDAGUR 22. DESEMBER 1999 MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1999 Sport Bjarki Gunnlaugsson fær á næstunni minni samkeppni en áöur um sæti í framlínu enska knattspyrnuliðsins Preston. Sóknarmaöur- inn Alex Mathie er far- inn aftur til Dundee United í Skotlandi en hann var i láni hjá Preston sem vildi síöan ekki greiöa þær 35 milljónir króna sem skoska fé- lagið setti upp fyrir hann. ívar Ingimarsson var valinn maður leiksins hjá Brentford þegar liðiö tap- aði, 1-0, fyrir Wigan í ensku C-deild- inni um síðustu helgi. italska knattspyrnufélagió AC Mil- an hefur fest kaup á spænska sóknar- manninum Jose Mari Romero frá Atletico Madrid fyrir hálfan annan milljarð króna. Hann er þar meö dýr- asti knattspyrnumaður Spánar frá upphafí. Romero er 21 árs gamall og fréttirn- ar um söluna á honum vöktu mikla undrun á Spáni. Pilturinn á ekki sæti í spænska landsliðinu og hefur átt misjafna leiki með liði sinu aö undaníornu. En óhætt er að segja að Atletico hagnist vel á Romero því fé- lagið keypti hann frá Sevilla fyrir tveimur árum fyrir 72 milljónir króna. Átta leikmenn úr norska meistara- liðinu Rosenborg eru í landsliðshópn- um sem norski landsliösþjálfarinn Nils Johan Semb tilkynnti fyrir Noröurlandamótið í knattspyrnu sem fram fer á La Manga á Spáni í lok jan- úar. Breski hnefaleikakappinn Naseem Hamed ætlar að verja heimsmeist- aratitilinn gegn Bandaríkjamannin- um Junior Jones í Olympia Arena höllinni í London þann 11. mars. Andy Cole, framherjinn skæði hjá Manchester United, verður að hvíla næstu vikurnar en hann brákaði rifbein á æfingu United fyrir skömmu. Alex Ferguson, stjóri United, vill ekki taka neina áhættu með Cole og ætlar aö hvíla hann í leikjunum yfir jólahátíðarnar. Franski landsliðsmaðurinn Marcel Desailly mun yfirgefa herbúðir Chel- sea eftir tímabiliö og ganga i raðir Lazio á Ítalíu en félagið ætlar að greiða 630 milljónir fyrir þennan öfl- uga varnarmann. Frank Leboeuf, landsliösmaður Frakka og leikmaður Chelsea, hefur beðið Ástralann Harry Kewell hjá Leeds afsökunar á því að hafa traðk- að ofan á fótum hans í viðureign Chelsea og Leeds á sunnudaginn þar sem Leboeuf fékk að líta rauða spjald- ið. „Ég missti hreinlega stjóm á mér í leiknum og hef beöið Harry afsök- unar svo og félaga mína hjá Chelsea," sagði Leboeuf sem fer sjálfkrafa í tveggja leikja bann en hann á yfir höfði sér fjögurra leikja bann vegna atvikisins við Kewell. Louis Van Gaal, þjálfari Barcelona, hefur ákveðið að velja ekki Rivaldo, nýkjörinn knattspymu- mann Evrópu, í lið sitt fyrir leikinn gegn Rayo Vallacano í kvöld sem verður síðasti leikurinn fyrir jólafri. Ástæða þessa er að þjálfarinn vill færa Rivaldo út á vinstri vænginn en það sættir Rivaldo sig ekki við. Hann vill vera i framlínunni eins og hann er vanur. Þetta ósætti á milli þeirra kemur mönnum sem best þekkja til í Barcelona ekki á óvart. Grunnt hefur verið á því góða með þeim lengi. -VS/GH/JKS Brynjar til Stoke Brynjar Björn Gunnarsson, lands- liðsmaður í knattspyrnu, er að öll- um líkindum á förum frá Örgryte í Svíþjóð til enska íslendingaliðsins Stoke City. Frá þessu var sagt í Morgunblaðinu í morgun. Brynjar mun kosta Stoke um 60 milljónir króna en samkomulag við Örgryte og Brynjar er ekki fullfrágengið. Þá hefur Stoke fengið norska vamar- manninn Frode Kippe lánaðan frá Liverpool í einn mánuð. DV Övissa um framtíðina hjá Ríkharði Daðasyni: Hnéö virtist í lagi - fór í skoðun í Noregi áður en hann hélt til Hamborgar Benny Lennartsson, þjálfari norska knattspyrnufélagsins Viking Stavanger, er mjög undrandi á þeim fréttum að Ríkharður Daðason hefði fallið á læknisskoðun hjá þýska fé- laginu Hamburger SV. í samtali við Stavanger Aftenblad í gær sagði Lennartsson að Ríkharð- ur hefði farið i rannsókn hjá sér- fræðingi í Haugesund áður en hann fór til Þýskalands. Þar hefði ekkert óeðlilegt komið í ljós og því hefði niðurstaða þýsku læknanna komiö sér geysilega á óvart. Lennartsson er ekki viss um að Ríkharður leiki með Viking á næsta tímabili. „Við sjáum til hvernig þetta þróast en svona reynslutími eins og talað er um er ekki neinum í hag, Ríkharði, HSV eða Viking," sagði þjálfarinn. í sama blaði i gær er svo fullyrt að Hamburger muni ekki hafa áhuga á að leigja Ríkharð því félag- ið vilji ekki taka áhættuna á að fá hann til liðs við sig þar sem einn leikmaður félagsins, Karsten Baron, hafi verið frá í þrjú ár vegna líkra hnémeiðsla. Læknar liðsins vOja meina að hné Ríkharðs líti í raun verr úr en hjá Báron. Haft er eftir Bjame Bemtsen, stjóra Vikings, að nú þegar Rík- harður sé aftur orðinn leikmaður liðsins sé leikmannahópurinn sterk- ari en félagið muni þó ræða við Rík- harð um framtíð hans að loknu jóla- fríi en Ríkharður kemur í jólafri tO íslands í dag. -VS/GH Stigakeppnin: Kristinn áttundi Kristinn Björnsson fékk 50 stig fyrir árangur sinn í Kranjska Gora í gær og er þar með kominn í 8. sætið í stiga- keppni heimsbikarsins í svigi. Kristinn var í 17. sætinu fyrir keppnina í gær með 29 stig sem hann hlaut fyrir 9. sætið í fyrsta móti vetrarins í Park City. Didier Plaschy vann sinn ann- an sigur í þremur fyrstu mótun- um í gær og er efstur með 200 stig ásamt heimsbikarhafanum Thomas Stangassinger, sem hef- ur ekki unnið mót en aOtaf end- að í verðlaunasæti. Þessir em efstir í stigakeppn- inni: 1.-2. Didier Plaschy, Sviss.200 1.-2. Thomas Stangassinger, Aus. 200 3. Benjamin Raich, Austurríki .. 160 4. Kjetil Andre Aamodt, Noregi . 114 5. Finn Christian Jagge, Noregi . 111 6. Matjaz Vrhovnik, Slóveniu ... 106 7. Jure Kosir, Slóveníu..........96 8. Kristinn Björnsson, islandi ... 79 9. Rainer Schönfelder, Austurríki 78 10. Matteo Nana, Ítalíu..........76 11. Markus Eberle, Þýskaiandi . . 72 12. Christian Mayer, Austurríki . 69 13. Hans-Petter Buraas, Noregi . . 65 14. Tom Stiansen, Noregi.......63 15. Kalle Palander, Finnlandi ... 57 -VS Egil Olsen hjá Wimbledon: Hermann meðal fimm bestu Egil „Drillo“ Olsen, hinn norski knattspyrnustjóri Wimbledon, sagði í samtali við Aftenposten í gær að Hermann Hreiðarsson væri einn af fimm bestu leikmönn- um félagsins. Aðspurður sagði hann að þeir Hermann, Neil Sulli- van markvörður, Jason Euell, Carl Cort og Trond Andersen væru bestir í sínum leikmannahópi. Olsen var gagnrýndur harka- lega í enskum blöðum eftir leik Wimbledon við Arsenal um síð- ustu helgi en þar stillti hann upp 10 manna vamarmúr eftir að liö hans komst yflr snemma leiks. í Guardian segir að undir stjórn Joe Kinnears hafi liðið þó reynt að spila knattspymu, en því sé ekki að heilsa lengur. Það sé í lagi að 10 manns séu þétt saman í jámbraut- arvagni en á knattspyrnuvelli gangi það ekki upp. -VS Keila: Fengu átján leikja bann Aganefnd Keilusam- bands íslands hefur úr- skurðað 16 refsistig á tvo leikmenn A-liðs KR, Bjöm G. Sigurðsson og Kristján Sigurjónsson, fyrir að skrá ranglega of margar fellur og stjörnur á leikskýrslur liðsins í 1. deild karla, eins og sagt var frá í DV á dögunum. Þetta þýðir að hvor um sig fer í 18 leikja bann með liðinu. Hver einstaklingur spilar þrjá leiki í hverri um- ferð í 1. deildinni, þannig að Björn og Kristján missa af sex umferðum hvor. Þeir geta reyndar tekið ein- hvem hluta bannsins út í íslandsmóti para í febrúar en þá verður lokið fjórum umferðum í deildinni, eða 12 leikj- um. -VS Kristinn Björnsson: „Ætlaði að kýla á þetta“ „Það var rosalega ljúft að ná þessu. Ég var sjá aö ég ætti möguleika á að komast á pall en ekki ánægður með fyrri feröina. Ég gerði allt svona eftir á þá var ég mjög ánægður að kom- oft mörg mistök í flatanum og missti mikla ferð þar sem ég átti að reyna að halda ferðinni. í brattanum var ég óöruggur og fór of varlega. Ég var því mjög hræddur um það að ég kæm- ist ekki í seinni ferðina en ég beið og vonaði það besta,“ sagöi Kristinn Bjömsson í samtali við DV í gær skömmu eftir að hann hafði náð frábærum árangri í sviginu í heimsbikar- keppninni „í seinni ferðinni gekk allt upp. Ég var mjög ákveðinn strax frá byrjun og ég ætlaði að kýla á þetta. Brautin var góö og færið 100 sinnum betra en í fyrri ferðinni. Undir lokin þegar þeir siðustu voru að koma niöur var ég farinn að ast í hóp þeirra 15 efstu. Ég líki þessari síðari ferð við seinni ferðina í Park City fyrir tveim- ur árum. Ég var allavega í mjög svipuðum gír og hélt einbeitingunni út í gegn. Mér er búið að ganga mjög vel á æfingum og á nokkrum mótum og ég vissi að ég gæti þetta en auðvitað óraði mig ekki fyrir því að ná alla leið í fjórða sætiö. Frá því á endanum á síðasta tímabili hef ég hef verið að skíða mjög vel, þrekæflngamar gengu mjög vel í sumar og auð- vitað hefur það styrkt mig andlega og likam- lega,“ sagði Kristinn sem með árangri sínum í gær mun líklega fá rásnúmer 26 á næsta móti. -GH Kristinn Björnsson flórði í Kranjska Gora og nálægt bronsverðlaunum: Bestur í seinni Kristinn Björnsson náði sínum þriðja besta árangri frá upphafi í heimsbikamum í svigi þegar hann hafnaði í fjórða sætinu í Kranjska Gora í Slóveníu í gær. Kristinn var í 28.-29. sæti eftir fyrri ferðina og slapp því naumlega áfram en gerði sér siðan lítið fyrir og náði besta tímanum í seinni ferðinni. Hann var með forystuna allt þar til fjórir keppendur voru eftir en þá náðu þrír af þeim fjórum fyrstu úr fyrri ferðinni að komast fram úr honum á saman- lögðum tíma. Kristinn var aðeins 17/100 úr sekúndu á eftir heimsbikar- hafanum Thomas Stangassinger frá Austurríki sem náði bronsverðlaunun- um. Didier Plaschy frá Sviss sigraði og Benjamin Raich frá Austurriki varð annar. Vakti gríðarlega athygli Þó Kristinn hafi ekki komist á verð- launapall vakti frammistaða hans mesta athygli erlendra fjölmiðla. Sjón- varpsvélamar vora stöðugt með hann í sigtinu á meðan hverjum keppandan- um á fætur öðrum mistókst að bæta tíma Ólafsfirðingsins og í fyrstu frétt Reuters af mótinu var sagt að Kristinn hefði verið sá sem sló virkilega í gegn í síðari ferðinni. Á heima í hópi fremstu svigmanna heims Kristinn hefur tvisvar áður náð lengra og hafnaði í öðru sæti í bæði skiptin. Frammistaða hans í gær sýnir svo ekki verður um villst að hann á heima í hópi fremstu svigmanna heims. Þessi árangur ætti að gefa Kristni aukið sjálfstraust fyrir baráttuna sem fram undan er í vetur en eftir áramótin eru átta mót á dagatali svigmanna í heimsbikamum. Það næsta er í Chamonix i Frakklandi helgina 8.-9. janúar. -VS Kristinn Björnsson er hér á fleygiferð í síðari ferðinni í sviginu í Kranjska Gora í gær þar hann náði frábærum árangri og hafnaði í fjórða sæti. Reuter Sport Lokaúrslitin í Kranjska Gora Lokastaðan í svigkeppninni i Kranjska Gora i gær varð sem hér segir: 1. Didier Plaschy, Sviss.1:40,39 2. Benjamin Raich, Austurr. . 1:40,48 3. Thomas Stangassinger, Aus 1:41,13 4. Kristinn Bjömsson, ísl. . . . 1:41,30 5. Christian Mayer, Austurr. . 1:41,38 6. Matjaz Vrhovnik, Slóveníu 1:41,41 7. Harald Strand-Nilsen, Nor. 1:41,50 7. Jure Kosir, Slóveníu..1:41,50 9. Rainer Schönfelder, Aust. . 1:41,52 10. Giorgio Rocca, Ítalíu .... 1:41,60 Átta mót eftir í vetur Átta mót eru eftir í heims- bikarnum á þessu tímabili og þau eru sem hér segir: Chamonix, Frakklandi . 8.-9. janúar Wengen, Sviss .....15.-16. janúar Kitzbúhel, Austurríki. 21.-23. janúar Todtnau, Þýskalandi .. 5.-6. febrúar Adelboden, Sviss ... 19.-20. febrúar Yongpyong, Kóreu . . 26.-27. febrúar Schladming, Austurríki . 9.-11. mars Bormio, Ítalíu .....15.-19. mars -VS NBA-DEILDIN Úrslitin í nótt: Indiana - Seattle .......113-103 Miller 31, Perkins 19, Rose 19 - Payton 28, Baker 24, Maxwell 17. Toronto - New Jersey .. . .116-87 Carter 24, Christie 20, Davis 15 - Newman 22, Marbury 18, Van Horn 12. Detroit - Washington......83-97 Hill 25, Stackhouse 20, Laettner 12 - Richmond 33, Howard 16, Murray 12. San Antonio - Phoenix . . . .91-90 Duncan 25, Robinson 21, Johnson 13 - Robinson 26, Chapman 19, Kidd 15. Houston - Portland........79-89 Mobley 20, Francis 14, Rogers 12 - Smith 22, Sabonis 15, Pippen 15. Sacramento - Milwaukee . .108-95 Williams 28, Stojakovic 19, Williamson 17 - Cassel 20, Robinson 19, Alien 12. Jason Kidd, bakvöröur hjá Phoenix, var valinn leikmaöur vikunnar. í þremur sigurleikjum Phoenix í síö- ustu viku skoraði Kidd að meðaltali 25,7 stig, tók 11,7 fráköst og átti 11,7 stoðsendingar. Kidd á flestar stoö- sendingar allra leikmanna í NBA í vetur, níu aö meöaltali i leik. Shaquille O'Neal, risinn hjá LA Lakers, þarf að greiða 700 þúsund krónur í sekt vegna ummæla sinna i garð dómara í leik gegn Atlanta í síð- ustu viku. Shaq sagðist hafa búist viö þessu en kvaðst ekki ánægður með dóminn, hann hefði frekað viljað eyða þessum peningum í jólagjafir. Meiösli herja á þýska handboltalandsliðið: Ekki bjartsýn- ir fyrir EM Heiner Brand, landsliðsþjálfari Þjóðverja í handknattleik, valdi í gær 20 manna hóp fyrir úrslitakeppni Evrópumótsins sem hefst í Króatíu eft- ir einn mánuð. Brand er ekki sérlega bjartsýnn fyrir hönd sinna manna þar sem mikil óvissa er með nokkra lykilmenn liðsins. Mjög ólíklegt er að tveir af sterkustu leikmönnum Þjóðverja, linumað- urinn Christian Schwarzer og leikstjómandinn gamalkunni Bogdan Wenta, verði með þó þeir séu í hópnum. Schwarzer, sem leikur með Barcelona, er nýkominn úr gifsi eftir slæmt liðbandaslit og Wenta hefur verið meira og minna frá í heilt ár eftir að hafa slitið hásin. Við þetta bætist að Daniel Stephan, leikmaður ársins í heiminum 1998, er að fara í aðgerð þar sem nagli verður fjarlægður úr þumalfingri hans, og örv- henti risinn Volker Zerbe er rétt að komast í gang eftir flngurbrot. Þess- ir leikmenn eru allir í 20 manna hópnum og Brand á von á því að þurfa að kalla inn fleiri menn áður en hann velur þá 16 sem fara til Króatíu. Þjóðverjar búa sig undir EM með því að fara á alþjóðlegt mót á Kanarí- eyjum eftir áramótin og síðan fá þeir Spánverja í heimsókn í tvo Íeiki viku áður en Evrópumótið hefst þann 21. janúar. 20 manna hópur Þjóðverja lítur þannig út: Markverðir eru Holpert, Flensburg, Ramota, Grosswaldstadt, og Fritz, Magdeburg. Aðrir leik- menn eru Zerbe, Lemgo, Stephan, Lemgo, Baur, Wetzlar, Kerr, Frank- furt, von Behren, Minden, Immel, Frankfurt, Wenta, Nettelstedt, Kretschmar, Magdeburg, Miezwa, Grosswaldstadt, Petersen, Kiel, Bezdi- cek, Minden, Schumann, Lemgo, Schlager, Eisenach, Siemens, Grosswaldstadt, og Michel, Essen. -VS/JKS ENGLAND Bikarkeppnin, 3. umferð: Bolton-Cardiff .............1-0 Everton-Exeter..............1-0 Gillingham-WalsaU ......frestaö Luton-Fulham ...............0-3 Oxford-Nott. Forest.....frestað Plymouth-Reading............1-0 Rushden-Sheff. Utd .0-0 (1-1) (5-6 v) Torquay-QPR ................2-3 Guóni Bergsson og Eiður Smári Guðjohnsen voru báðir í liði Bolton. Eiður Smári skoraði fyrir Bolton á 29. minútu leiksins. íslendingaliðið Stoke City hefur fengið Norðmanninn Frode Kippe að láni frá Liverpool. Kippe, sem er vamarmaður, verður í herbúöum Stoke næsta mánuðinn en Liverpool keypti hann frá LiUeström fyrir 80 mUljónir króna fyrir ári. Arnar Gunnlaugsson verður vænt- anlega í byrjunarliði Leicester í kvöld en þaö mætir Hereford í 3. umferð bikarkeppninnar. Emile Heskey og Tony Cottee eiga báðir við meiðsli að stríða og eru tæpir, Ian Marshall er meiddur og Darren Eadie er ekki löglegur í bikarnum en aUir þessir leikmenn em framherjar. Lárus Orri Sigurósson verður fjarri góðu gamni þegar WBA sækir Black- bum heim í 3. umferð bikarkeppninn- ar en Láms Orri tekur út leikbann. + Rúnar Alexandersson fimleikamaður: Æfir í Svíþjóð fyrir Ólympíuleikana Rúnar Alexandersson, frmleikamaður úr Gerplu, var fyrsti íslenski íþróttamað- urinn til að ná lágmörkum fyrir Ólymp- íuleikana í Sydney á komandi hausti en þar mun hann keppa í fijálsum æfmg- um. Rúnar hefur dvalið við æflngar í Svíþjóð í heilt ár og verður þar áfram fram aö Ólympíuleikum. Rúnar hefur verið hér á landi undanfama daga en hélt utan á ný til Svíþjóðar í morgun. „Aðstæður allar í Svíþjóð er mun betri en hér á landi. Ég æfi þar bara einn undir handleiðslu Finnans MattiKirme. Undirbúningnum fyrir Ólympíuleikana miöar vel áfram en það er alveg ljóst aö ég hef nóg fyrir stafrii fram að þeim. Ég. tek þátt í Evrópumótinu í Þýskalandi í vor og þá sér maður vonandi hvar mað- ur stendur 1 æfmgaáætluninni. Enn fremur era Grand Prix-mótin alltaf í gangi og ætla ég að taka þátt í þeim eins og kostur er,“ sagði Rúnar Alexanders- son fyrir brottforina i morgun. Rúnar leggur mikla rækt við æfingamar en svo þarf að vera til að eiga möguleika gegn þeim bestu í íþróttinni. „Ég æfi alla daga vikunnar og að jafnaði 5-6 tíma á dag. Þetta-er mikil vinna og hún vonandi skilar tilætluðum árangri þegar á hólminn er komið. Ég er bara bjartsýnn," sagði Rúnar. -JKS / Hundrað ára saga yfirlitsritið sem gefið hefur út um skóg og sögu skógræktar á íslandi. Rakin er saga skógræktar og skógverndar í 100 ár í máli og myndum. Um 400 Ijósmyndir, teikningar og kort. Meðal annars birtast í bókinni merkar ljósmyndir úr skógum í upphafi aldarinnar sem ekki hafá áður komist á prent. Höfúndar bókarinnar eru Sigurður Blöndal, fyrrverandi skógræktarstjóri, og Skúli Bjöm Gunnarsson íslenskufræðingur. Stórglæsileg bók fyrir alla þá sem unna íslenskri náttúru. Bók sem gaman er að gefa. Mál og mynd -vs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.