Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1999, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1999, Blaðsíða 19
19 MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1999 ★ * * ★ - A menning r** Saga Sigurfinns Jónssonar skotveiðimanns á Sauðárkróki Sigurfinnur hefur allt frá barnæsku gengið fram af samborgurum sínum, hvort sem var við bjargsig, glæffalegar veiðiferðir eða annað háttarlag. Rúmlega fertugur lenti hann í hrikalegu slysi sem fátítt er að menn lifi af. Hann fékk í gegnum sig 11.000 volta háspennustraum og missti við það vinstri höndina upp við olnboga ásamt mestum hluta vöðvanna upp að öxl. Að auki brunnu lærisvöðvar á hægra fæti inn að beini. Á einhvern óskiljanlegan hátt tókst Sigurfmni að ná sér eftir slysið og í dag er hann einn þekktasti og færasti skotveiðimaður landsins. Spennandi saga um veiðar og veiðimennsku Mögnuð bók um ótrúlegt lífshlaup eins helsta veiðimanns landsins Mál og mynd Frábært verk Út er komið tveggja binda rit um ævi og list myndhöggvarans Sigur- jóns ÓMssonar. Fyrra bindið kom reyndar út fyrir ári, hið síðara nú fyrir jólin og hefur verkið hlotið til- nefningu til íslensku bókmennta- verðlaunanna í flokki fræðirita - enda tel ég óhætt að fullyrða að jafn ítar- legt og greinargott ritverk hafi ekki fyrr birst um nokkum ís- lenskan myndlistar- mann. Markvisst starf hefur farið fram í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar en ekkja listamannsins, Birgitta Spur, kom safninu á fót á sínum tima. Ritinu fylgir skrá sem unnin hefur verið á fnnmtán árum og nær yfir öll þrívíð verk sem vitað er með vissu að eru eftir Sigurjón, einnig verk sem hafa glat- ast. t henni eru ýmsar upplýsingar, s.s. heiti verks og ártal, eigenda- saga, sýningarferill og hvar afsteyp- ur er að finna, auk þess sem mynd- ir eru af stórum hluta verkanna. Bókmenntir Áslaug Thorlacius Textann hafa ritað listfræðing- amir Aðalsteinn Ingólfsson og Lise Funder. Aðalsteinn skrifar um ár Sigurjóns á íslandi en Lise Funder um Danmerkurtímabilið og Rómar- dvölina. Saga Sigurjóns er svo sem ekkert reyfarakennd en hún er samt fyrir margra hluta sakir áhugaverð. Jöfnum höndum er fjallað um myndlistina og aðra þætti í lífs- hlaupi hans og tekst höfundum að halda góðu jafnvægi þar á milli og hafa þau greinilega haft það fyrir augum að jafnt leikir sem lærðir geti haft gagn og gaman af verkinu. Á ferli sínum brá myndhöggvar- inn Siguijón Ólafsson sér í ýmissa kvikinda líki og fékkst við margs konar efni og ólikar stOtegundir. Hann var t.d. meðal færustu por- trettlistamanna og lagði stund á þá grein meira og minna alla ævi en var jafnframt einn af for- sprökkum abstraktlistarinn- ar í Danmörku og á íslandi. í bók- inni er getum að því leitt að þessi fjölhæfni Sigur- jóns hafi í raun spillt fyrir hon- um þar sem hún hafi verið rang- lega túlkuð sem stefnuleysi. Framlag hans til listasögunnar hafi verið stórlega vanmetið, bæði hér heima en ekki síst í Danmörku þar sem hann lærði og bjó sín frjósömustu starfsár. Sú kenning getur vel staðist og býst ég við að skortur á þekkingu sé þar, sem víð- ar, mestur skaðvaldur. Tilgangur bóka af þessu tagi er hins vegar að auka þekkingu og dýpka skilning almennings á við- fangsefninu og tel ég vist að þetta vgrk eigi eftir að opna augu margra lesenda fyrir gildi ævistarfs Sigmjóns Ólafssonar. Það hef ég t.d. þegar sann- reynt á sjálfri mér en hingað til hef ég hvorki þekkt nægilega vel til ferils hans né verka. Eftir lestur þessara bóka er ég miklu nær og þykir mun meira til hans koma en áður. Nú er bara að vona að áfram verði haldið á sömu braut því þeir eru fleiri lista- mennirnir sem mætti gera góð skil. Aðalsteinn Ingólfsson og Lise Funder Sigurjón Ólafsson, Ævi og list I og II Ritstjóri: Birgitta Spur Listasafn Sigurjóns Ólafssonar 1998 og 1999 “...alveg stórskemmtilegar sögur, það er það sem þær eru fyrst og fremst: Skemmtilegar!” Þóra Arnórsdóttir, Rás 2 ENGIN TlþGERÐ... “í heild em sögumar auðlesnar og skemmtilegar ... og framvindan létt og leikandi. Hér er engin tilgerð á ferð...” ... frásögnin liðast áfram eins og mjúk lína ...” Sögur Páls em skemmtilegar, hugljúfar og vel skrifaðar og einkennast af sannri frásagnargleði.” / Steinunn Inga Ottarsdóttir, DV “.. .mun margur hafa gaman af að lesa þessar sögur Páls ... Þær eru opnar og nálægar.” Erlendur Jónsson, Mbl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.