Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1999, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1999, Qupperneq 16
16 ennmg MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1999 Fallegi flughvalurinn Ein af glæsilegustu bókum þessa jólabóka- ílóös er án efa bókin Fallegi flughvalurinn og sagan af litla stjörnukerfinu. Ólafur Gunnars- son skrifaði textann en Halla Sólveig Þorgeirs- dóttir myndlýsti. Þetta er önnur bók Ólafs um flughvalinn og aö mínum dómi mun betur heppnuö en sú fyrri. Flughvalurinn er eins konar verndarhvalur allra barna á íslandi og fylgist með því hvort þau sofni ekki örugglega sæl og ánægð á hverju kvöldi. Aðalpersónur sögunnar eru, auk flughvals- ins, systkinin Steinn og Rósa sem liggja and- vaka og fúl út í foreldra sína. Flughvalurinn fer með þau lengst út í geim þar sem hann seg- ir þeim skemmtilega sögu um pínulítið stjörnukerfl sem varð útundan í sköpun heimsins. Þegar litla stjömukerfið kemst loks- ins til jarðarinnar er allt fullskapað. Fólkið á jörðinni er þó ekki alveg eins og við eigum að venjast því það er hárlaust með öllu. Agn- arsmáa stjörnukerfið finnur sér loks stað á höfði ungbams, breytist samstundis i hár og síðan höfum við verið hærð! ogfúlu börnin Bókmenntir Margrát Tryggvadóttir Eins og í fyrri myndabókum Ólafs er farið of geyst. Bókin geymir i raun þrjár tengdar sögur, sögutíminn er frá sköpun heimsins til okkar tíma og bókin gerist bæði á jörðinni og úti í geimnum. Myndabókarformið er knappt og einkum ætlað bömum sem eru of lítil til að geta lesið sjálf. Þau yngstu skilja varla fyrirbrigði eins og stjörnukerfi. En hér kemur Halla Sólveig myndskreytari til bjargar og beitir snjöllum aðferðum til þess að greiða úr söguflækjunni og dýpka skilning les- enda. Söguna sem flughvalurinn segir krökk- unum aðgreinir hún frá aðalsögunni með því að teikna bók innan í bókinni. Teiknistíllinn á þeim myndum er frábragðinn meginsögunni og litanotkun hógværari. Þetta gengur full- komlega upp þó hvergi sé minnst á bók í textanum og ljóst að flughvalurinn er ekki með neina bók meðferðis á flugi sínu um geim- inn. Myndir Höllu Sólveigar eru sérlega fallegar vatnslitamyndir þar sem gætt er að hverju smáatriði. Ég get ekki ímyndað mér að mynd- lýsing þessarar bókar hefði getað verið betri. Með þessu verki skipar Halla Sólveig sér í flokk okkar bestu myndskreytara og vonandi fáum við að sjá meira í þessum dúr. Það eina sem mér fannst ekki nógu gott var letrið, þótt vissulega sé það fallegt og 1 fullu samræmi við myndimar. Það er bara alls ekki nógu skýrt og greinilegt fyrir ömmur og afa sem era farin að tapa sjón og i raun ekki heldur fyrir krakka sem eru nýlega farin að lesa sjálf. Eina kann ég vísu Nú er komin bókin sem amma og afi hafa beð- ið eftir, jólavísnabók Guðrúnar Hann- esdóttur, Eina kann ég vísu. Þar hefur hún safnað saman sjaldséðum og skrýtnum vísum úr ótæmandi brunni íslenskra þjóðkvæða og myndskreytt á sinn einstæða hátt. Áður hefur Guð- rún gefið út Gamlar vísur handa nýj- um börnum og Fleiri gamlar vísur handa nýjum börnum auk nokkurra sögubóka. Nafn sitt fær bókin af þessari skondnu vísu: Eina kann ég visu: Ari sat á steini. Aóra kann ég vísu: Ari sat á steini. Öll er sem sé ein: Ari sat á steini! Segir þessi vísa ekki stóran sannleik um ljóða- gerð yfirleitt? Vísumar eru ýmist fyndnar eða grafalvarleg- ar, jafnvel er í þeim sumum undirliggjandi óhug- ur eins og þessari sem myndin á við: Ríðum og ríöum hart, hart á skóginn, löng er leiðin, löt eru tryppin; týnt hef ég hníf minum, troöiö af mér skó; hallast ég á hestinum og ríöa veró ég þó. Ólafur Gunnarsson Fallegi flughvalurinn og sagan af litla stjörnukerfinu Halla Sólveig Þorgeirsdóttir myndlýsti Forlagið 1999 Þetta er yndisleg bók, hvar sem á hana er litið. Forlagið gefur út. Komnir á kreik Nú hefur litið dagsins ljós bók um þá Hatt og Fatt eftir Ólaf Hauk Símonarson með smellnum myndum Halldórs Baldurssonar. Fyrir þá sem hafa ekki fylgst með bama- menningu síðasta árið eða svo upplýsist hér með að Hattur og Fattur eru grænar geim- verur frá plánetunni Úridúx sem er ein- hvers staðar langt úti í himingeimnum. í sumarfríum sínum halda þeir til annarra hnatta sem gaman er að skoða og nú er röð- in komin að jörðinni. Þá félaga langar sér- staklega til að heilsa upp á bleikar vits- munaverur og bleikastir allra eru íslending- ar. Hattur og Fattur lenda því geimfari sínu í Reykjavík og kynnast fljótlega systkinun- um Öla og Rósu. Þau sjá um að sýna geim- verunum heimahaga sína þar sem ýmislegt kemur þeim Hatti og Fatti spánskt fyrir sjónir. Bókmenntir eru alveg hissa á því hve veröldin snýst um pen- inga og skilja ekki hvað er svona merkilegt við þessa litlu málmhlunka og pappírssnifsi. Boðskap- urinn er að við eigum að vera betri hvert við annað og hætta að stjómast af græðgi og eigingimi. Þar að auki er þetta ærslasaga þar sem Hattur og Fattur skiptast á að vera sýnileg- ir og ósýnilegir og full- orðnir sem trúa ekki á til- vist þeirra fremur en jóla- sveinsins halda að þeir séu með óráði og hníga niður þegar kapparnir birtast. Þá er ekki laust við að bókin feli í sér uppreisnaranda sem alltaf inn kærleiksríkur faðir sem leggur áherslu á að eyða gleðistundum lífs- Blaðurskjóða Blaðurskjóða eftir Morris Gleitzman er ein- Margrét Tryggvadóttir Ef til vill er það einmitt það besta við þessa bók. Með því að skoða tilveruna með augum þessara ágætu geimvera leysir sögu- maður okkur úr viðjum vanans og bendir á ýmislegt sem betur mætti fara. Þeir félagar hleypir lifi í tuskumar. Hér eru það börnin og geimverumar sem hafa alltaf rétt fyrir sér og láta ekki sitt eftir liggja til þess að gera heiminn örlítið betri. Gummi grimmi, aðalhrekkjusvín skólans, hættir til dæmis að hrekkja og verður vinur krakkanna. Honum líður líka miklu betur heima hjá sér því Hattur og Fattur hafa skipt um pabbaforrit í foður hans. Nú er pabbinn orð- ins með syni sínum en áður var hann óþolandi sportidíót með bjór- vömb. Myndir Halldórs eru skemmtileg viðbót við textann. Þær fylgja sög- unni ágætlega eftir og eru í svipuðum skrípa- myndastíl og sagan sjálf. Hins vegar fannst mér hönnun bókarinnar varla nógu vönduð. Letr- ið er smátt og of mikið lesefni á hverri opnu miðað við börnin sem bókin er ætluð. Þá hefði þurft að skipta sögunni í kafla því hún er staklega lííleg saga af stúlku sem lendir í þeim algengu aðstæðum að byrja í nýj- um skóla og þurfa að afla sér nýrra vina. En Rowena Batts er engin venju- leg stúlka því ekki aðeins getur hún ekki talað af því það vantar einhver stykki í hálsinn á henni heldur á hún líka pabba sem dáir kántrítónlist og klæðir sig eins og kántrísöngvari. Getur eitthvað verið agalegra? Morris Gleitzman er meðal vinsælustu ensku- mælandi bama og unglingabókahöfunda. Guðni Kolbeinsson þýddi bókina. nokkuð löng. Svo heitir bókin ýmist bara Hattur og Fattur eða Hattur og Fattur - Nú er ég hissa! á kápunni, kili, innsíðu og titil- síðu. Að öðru leyti er Hattur og Fattur vel heppnuð bók. Og hún er sprenghlægileg ef maður er sjö ára. Ólafur Haukur Símonarson Hattur og Fattur - Nú er ég hissa! Flugfélagið Loftur 1999 Svona er að vera ... Hugsaðu þér að þú sért ísbjamarhúnn... Þú býrð í ísköldu landi þar sem alltaf er snjór en þegar þú fæddist varstu ofan í hlýju hýði sem mamma þín hafði grafið ofan í snjóinn. Meðan þú ert ungi verð- urðu að vara þig á karldýrunum og þá er gott að standa bara undir mömmu sem er stór og sterk... Mál og menning hefur gefið út tvær bækur handa bömum sem vilja vita hvemig er að vera dýr: Svona er að vera ísbjarnarhúnn og Svona er að vera fílsungi. Höfund- ívona er að vera SBJARNARHÚNN ’ v* ur er Honor Head og Hildur Hermóðsdóttir þýð- ir en teiknarar era Graham Rosewame í ís- bjarnabókinni og Matthew Nioholas í fílabók- inni. Einnig era fallegar ljósmyndir af dýrunum. Að lifa af Sagan Öxi eftir Gary Paulsen segir frá Brian, þrettán ára bandarískum unglingi, sem er á leið til föður síns sem vinnur við olíuborun í óbyggðum Kanada. Brian fær far með lítilli flugvél sem er notuð í snatt í óbyggðunum. Þeir hafa ekki flogið lengi þegar flugmaðurinn fær hjartaáfall og deyr. Brian tekst að halda vélinni á lofti en nær ekki fjarskiptasambandi við nokkurn mann. Að lokum verður vélin bensínlaus og honum tekst að stýra henni f átt að vatni i brotlendingunni. Vélin fer á kaf en Brian kemst til lands nánast óskaddaður en í sjokki eftir þessa hroðalegu lífsreynslu. Nú þarf þessi þrettán ára drengur að takast á við það að vera einn í óbyggðum án nokkurra hjálpartækja nema axar sem mamma hans gaf honum áður en hann fór. En hann deyr aldrei ráðalaus og verður smám saman reglulegur útilegumaður. Ekki verður sagt um höfundinn að hann sé mikill stílisti. Endurtekningar eru einum of oft notaðar þegar verið er að lýsa dramat- ískum upplifunum sögupersóna og útkom- an verður slæm í upphafi sögunnar. En þeg- ar lífsbarátta drengsins hefst kemst höfund- ur á meira flug. Hann skrifar af kunnáttu um lífið í óbyggðunum og sagan verður bæði lær- dómsrík og spennandi lesning. Niðurlag bókar- innar er þó ekki nógu vel unnið heldur, það er eins og höfundur viti ekki al- veg hvernig sagan eigi að enda. Höfundur leggur mikið upp úr því að vera trúr efninu og raunsær. Hann reynir aldrei að fegra þetta erfiða líf og. deilir jafnvel á bækur og kvik- myndir sem það gera. „Aldrei nokkum tíma, í öllum bókunum, í öllum kvikmynd- unum sem hann hafði séð í sjónvarpi um Bókmenntir ur slik kvikindi. Það var ekkert sýnt annað en fal- legt útsýni eða dýr sem stukku fram og aftur og virtust skemmta sér kon- unglega." Raunveruleik- inn er ekki þannig og Bri- an lendir oftar en einu sinni í alvarlegum lífs- háska fyrir utan að blind- ast næstum af völdum skúnks og þurfa að týna úr læri sínu stórar nálar af broddgelti, svo eitthvað sé nefnt. Á heildina litið er Öxi athyglisverð þroskasaga drengs. Lífsreynslan sem hann lendir í gjörbreytir viðhorfi hans til lífsins og öllu gildismati. Sagan er skemmtileg af- lestrar og svo spennandi að undirrituð gat ekki lagt hana frá sér fyrr en að lestri lokn- um. Oddný Árnadóttir útilíf, aldrei hafði nokkur maður í eitt ein- asta skipti minnst á moskitóflugur eða önn- Gary Paulsen Öxi Þýðing: Ragnar Ingi Aðalsteinsson Mál og menning 1999 Eg veit af hverju ... Æskan hefur lika gefið út fræðibækur um dýr handa ungum lesendum. Önnur heitir Ég veit af hverju dúdúfuglinn dó út og sitthvað fleira um útdauðar dýrategundir og dýr í útrýmingarhættu og er eftir Andrew Charman; hin heitir aðeins styttra nafni: Ég veit af hverju kengúrur eru með poka og sitthvað fleira um aíkvæmi dýra og er eftir Jenny Wood. í bókunum er fróðleikurinn settur upp á skemmtilegan og aðgengilegan hátt í formi áhugavekjandi spurn- inga og hnitmiðaðra svara. Sem dæmi um spurningar í fyrmefndu bókinni má nefna „Af hverju eru engar risaeðlur á jörðinni?“ „Deyja allar dýrategundir út?“ og „Hvaða dýr í útrýmingarhættu hefur töfrahom?" í síðarnefhdu bókinni er m.a. spurt hver á bestu og hver á verstu mömmuna, hvaða faðir fæðir af sér afkvæmin, hvaða afkvæmi er ljótast og hver fær skell ef hann er óþekkur. Árni Árnason þýðir bókina um dýrin í útrým- ingarhættu og Guðni Kolbeinsson þýðir bókina um afkvæmi dýra. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.