Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2000, Blaðsíða 10
10 enning FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 2000 Á morgun kl. 16 verö- ur opnuö þriðja sýn- ingin í rööinni Þetta vil ég sjá í Geröu- bergi. í þetta sinn vel- ur Vigdís Finnboga- dóttir verkin sem hana langar til aö sjá - og þau eru öll eftir konur. Vigdís var á faraldsfœti vik- urnar fyrir opnun og erfitt að negla hana niöur í viötal; til dœmis var hún búin aö lofa aö opna sýn- ingu á málverkum Kjarvals í safninu í Holte á Sjálandi í dag, daginn áöur en hún opnar sína eigin sýningu. Viö þurftum þess vegna aö sœta lagi þegar hún var heima seinast og stefna henni í hús einnar listakonunnar, Kristjönu Samper, til aö fá mynd af henni meö einu listaverkinu sem hún valdi. Undir Ijúffengum hádegis- veröi meö brauöi, ólíf- um og súrsuöum þistilhjörtum spurö- um viö Vigdísi: Hvers vegna bara konur? Kristjana Samper og Vigdís Finnbogadóttir standa viö verk Kristjönu, Stein arnarins, sem verður á sýningunni í Gerðubergi. Á því er egypskur kross og arnarhöfuð, en í egypskum fræöum segir að meö vænghafi sínu og frjálsu flugi í háloftunum losi örninn sálirnar úr fjötrum jarðar eftir dauðann. Súlan er steypt utan um járnstöng og mótuð með höndunum til að ná hreyfingu í hana. Arnarhöfuö- iö er úr brenndum leir. Hausinn er kolsvartur vegna þess að hann er brenndur óglerjaður meö rakú- tækni. DV-mynd PÖK Hjartað slær örar í námunda við myndlist „Af því það eru svo margar öndvegis- listakonur á íslandi," svarar Vigdís að bragði. „Svo margar að mér var vandi á höndum þegar kom að því að velja á milli þeirra. Þegar ég fór að þrengja hringinn komst ég að því að ég gat sett mér það markmið að ég þekkti allar listakonurnar á sýningunni vel persónulega. Þær eru allar vinkonur mínar. Þegar ég valdi ís- lensk kvæði í bók um árið þá voru þar eingöngu kvæði eftir látin skáld nema hvað eitt skáld var fulltrúi lifenda. Það var Halldór Laxness. Þá gat enginn verið ósáttur við að ég hefði gengið fram hjá honum eða henni. Núna hefði ég viljað taka miklu fleiri listakonur með, en rým- ið er takmarkað og ég vona að enginn verði ósáttur við þessa viðmiðun mína.“ Sýningin verður afar fjölbreytt og skemmtileg því þar eru málverk, bæði ol- iumálverk og vatnslitamyndir - meðal annars myndir sem sú sérstæða og vin- sæla Karólína Lárusdóttir málaði sérstak- lega fyrir þessa sýningu - graflsk verk, þrívið verk og ofin verk. „Svo er ég að vona að þama verði líka leikmynd af því mér þykir svo vænt um leikhúsið," segir Vigdís. Hún vissi ekki þegar viðtalið var tekið hvað yrði úr leik- húsinu á sýningunni en hafði beðið um verk eftir Messíönu Tómasdóttur. Nú er komið í ljós að Messíana lætur módelið af leikmynd sinni úr Maður lifandi eftir Áma Ibsen og Karólínu Eiriksdóttur sem sýnt var á litla sviði Borgarleikhússins siðastliðið vor. Auk þess verða fjórar brúður úr sýningunni, ljósmyndir og síö- ur, rauður kjóll sem einnig var notaður í sýningunni. Vigdísi finnst hugmyndin aö sýninga- röðinni skemmtileg. „Þar gefst ágætt tækifæri til að vekja athygli á listamönn- um sem kannski em ekki alltaf í sviðs- ljósinu. Til dæmis fannst mér gaman að Friðrik Þór skyldi velja verk eftir Hörð Ágústsson þegar hann valdi á Þetta vil ég sjá á síðasta ári.“ Safnaði eftirprentunum í stað leikaramynda - Hver voru fyrstu kynni þin af mynd- list? „Foreldrar mínir áttu verk eftir sína samtímamenn og ég fór ung að fara með þeim á myndlistarsýningar," segir Vig- dís. „Ég fékk áhuga á myndlist um leið og fékk áhuga á Evrópumenningunni og þá var ég bara unglingur. Þó að það væri meira I tísku að safna leikaramyndum safnaði ég myndum af málverkum eftir impressjónista, expressjónista og jafnvel kúbista og hengdi á veggina í herberginu mínu. Ég var svo gagntekin að ég lagði heilmikið á mig til að hafa uppi á þessum eftirprentunum því það var erfitt að fá slíkt hér á stríðsárunum. Þær sem feng- ust komu frá Ameriku því Evrópa var lokuð. Alltaf síðan slær hjarta mitt örar í námunda við myndlist. Myndlistaráhugi minn tengist líka leik- húsáhuganum þvi leiklistin er svo tengd myndlist," bætir hún við. - Áttu þér eftirlætis myndlistarmenn? „Venjulega er það sá síðasti sem heill- aði mig!“ - Hver heillaði þig síðast? „Ég sá nýlega stórskemmtilegar sýn- ingar erlendis á verkum Magritte og Mat- isse - að ekki sé minnst á Erró - en ég get ómögulega tekið einn fram yfir annan. Ég gæti til dæmis engan veginn valið eitt listaverk til að hafa með mér á eyðieyju! Ég er svo ákaflynd - ég myndi heimta að fá að hafa fimm eða tíu!“ Hrífum börnin með - Hefurðu skoðun á því hvaða stefnu listasöfnin hér heima ættu að taka á kom- andi áratug? Áttu þér einhverjar óskir um það? „Mér flnnst að þau ættu að reyna að hrífa böm og unglinga, kenna þeim að meta list og flnna agann í gegnum listina. Leyfa þeim að uppgötva hvað listin gefur manni mikið. Það skiptir svo miklu máli að hæna þau ung að góðri list. Ég skoðaði nýlega ný húsakynni danska ríkislista- safnsins í Kaupmannahöfn, Statens muse- um for kunst, og kom þar í sérstakt her- bergi fyrir böm. Þar var þá verið að spyrja hóp af börnum eftir hverju þau tækju í málverkunum sem var verið að sýna þeim, og þessi ungu börn þau fóru öll á flug af sannri innlifun. Listin upp- hefur alla hugsun.“ Á sýningu Vigdísar eiga eftirtaldar listakonur verk: Hafdís Ólafsdóttir, Aðal- heiður Valgeirsdóttir, Sigrún Eldjárn, Ás- gerður Búadóttir, Sigrún Guðjónsdóttir (Rúna), Kristjana Samper, Ráðhildur Ingadóttir, Messíana Tómasdóttir, Hildur Hákonardóttir, Louisa Matthíasdóttir, Guðmimda Andrésdóttir, Inga Ragnars- dóttir, Karólína Lárusdóttir, Olga Berg- mann og Kristín ísleifs. Sýningin stendur til 6. febrúar og húsið er opið mánud.-fimmtud. kl. 9-21, fostud. 9-19, laugard. og sunnud. 12-16. Málþing um Sigurð Nordal Um hvað fjallar bók Sigurðar Nordals, íslenzk menning? Hvernig var menningarumræðan á ís- landi 1942, þegar bókin kom út? Hvernig kemur ritið heim við um- ræður um evrópska þjóðernisstefnu þá og nú? Hver er afstaðan til fræða Sigurðar Nordals á okkar dögum? Þessi efni verða til umræðu á málþingi sem Stofnun Sigurðar Nor- dals gengst fyrir um hið mikla rit ís- lenzka menningu eftir Sigurð Nor- dal i Norræna húsinu á morgun, laugardag, kl. 14. Þar flytja bók- menntafræðingarnir Ármann Jakobs Helgason og Kristján B. Jónasson og Sigríður Matthíasdóttir sagnfræðingur erindi. Að þeim loknum taka frummælendur þátt í pallborðsum- ræðum um íslenzka menningu eftir Sigurð Nordal og menningu á íslandi við aldarlok. Úlfar Braga- son, forstöðumaður Stofnunar Sigurðar Nordals, stjórnar umræðunum. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Erfðavísindi og skáldskaparfræði I síöasta hefti Tímarits Máls og menningar árið 1999 eru þrjár greinar undir yfirfyrirsögninni „Erfðavísindi í aldarlok". Sigríður Þorgeirsdóttir skrifar um mannskilninginn í fræðum Bjargar C. Þorlákson náttúruheimspekings og lífeðlisfræð- ings (1874-1934) og spáir því þar að 21. öldin verði öld líffræðinnar. Unnur- Karlsdóttir skrifar um viðhorf arfbótasinna til mannsins og hugmyndir þeirra um hlutverk erfðafræðinnar í greininni „Jarðyrkjumenn komandi kynslóða", en Unnur gaf út bókina Mannkynbætur árið 1998. Loks skrif- ar Torfi H. Tulinius greinina „Kynlíf, gen, kapítal- ismi“ þar sem hann fjallar um skáldsöguna Ör- eindimar eftir Michel Houllebecq og óvænta, afar gagnrýna sýn hans á kynlífsbyltinguna í vestræn- um samfélögum á síðustu áratugum. Allar þessar greinar eru að stofni til fyrirlestrar af Hugvísindaþing- inu sem haldið var í Háskóla ís- lands í haust sem leið og þaðan kemur einnig grein Svövu Jakobs- dóttur rithöfundar (á mynd), „Skáldskapur og fræði“. Þar vinnur hún nánar úr hugmyndum og til- gátum sem hún setur fram i greina- safninu Skyggnst á bak við ský sem kom út síðastliðið haust. Af öðru efni í heftinu má nefna minningargrein Steinunnar Sigurðardóttur um Málfríði Einars- dóttur skáldkonu og grein Jón Sigurðssonar um Jóhannes úr Kötlum i tilefni af þvi að hundrað ár eru liðin frá fæðingu hans: Ég finn ég verð að springa ...“ Jón Viðar Jónsson skrifar um Strind- berg í tilefni af því að 150 ár eru liðin frá fæðingu hans og spyr: „Hvers vegna hefur Strindberg aldrei komist til íslands". Þar rekur hann feril Strindbergs og fjallar um sýningar á verkum hans hér á iandi. Einar Már Jónsson skrifar um Öld öfganna eftir Eric Hobsbawm og Svipþing, minn- ingaþætti Sveins Skorra Höskuldssonar. Soffla Auður Birgisdóttir skrifar umsögn um Parísarhjól Sigurðar Pálssonar. Fremst í heftinu er ljóðið „heimilislíf* eftir Sjón: eftir uppvaskiö gengur maöurinnfram á hreindýr sem liggur undir sófaboróinu og jórtrar 1 þaö veröur hans vart og styggist tekur á rás út úr stofunni fram ganginn þar sem þaó stekkur yfir sandala og stakan kvenskó hann veitir því eftirför inn í svefnherbergiö þaö skýst undir hjónarúmiö hann fer á fjóra fœtur og gáir aó því horfir á þaö sameinast hjörðinni þaö baular fallega og hann hverfur Önnur skáld heftisins eru John Keats, Linda María Magnúsdóttir, Valdimar Tómasson og James Wright, og þar eru líka tvær stuttar sögur eftir Sindra Freysson. Ritstjóri Timarits Máls og menningar er Friðrik Rafnsson. Umsjón Silja Aðaisteiasdóttir .. ~ Ti'TiffiiiniiMMii

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.