Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2000, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2000, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2000 M ~>"\7" helgihald Fjársjóðakistill opnaður í Hallgrímskirkju - Bach-kantata flutt við síðdegisguðsþjónustu Sunnudaginn 16. janúar, kl. 17, verður bryddað upp á nýjung við helgihald í Hallgrímskirkju. Þá verður haldin guðsþjónusta þar sem flutt verður kantata eftir Johann Sebastian Bach. Fjórir ungir ein- söngvarar flytja verkið ásamt Mótettukór og kammersveit Hail- grímskirkju undir stjóm Harðar Ás- kelssonar. í ár eru liðin 250 ár frá andláti Bachs í Leipzig i Þýskalandi. Tón- listarlíf í Hallgrimskirkju í Reykja- vík mun taka mið af þessu og auk Jóhannesarpassíunnar, sem flutt verður í dymbilviku, verður nokkrum af kantötum tónskáldsins fundinn staður í síðdegisguðsþjón- ustum. „Þetta hefur verið draumur okk- ar um hrið og mér finnst Herði Ás- kelssyni hafa tekist einkar vel við val í kantötum," sagði Halldór Hauksson, útvarpsstjóri á Klassik FM, sem ásamt Herði og Lárusi Jó- hannessyni í Tólftónum er einn helsti hvatamaður þessa verkefnis. Að sögn Halldórs hafa tvær kantat- anna með vissu aldrei verið fluttar á íslandi áður. Þau eru fá mannanna börn sem ekkert þekkja úr hinu gríðarmikla verkasafni Bachs. Verk á borð við Brandenborgarkonsertana, hljóm- sveitarsvítumar, Jólaóratóríuna og passíumar eru flutt reglulega um allan heim og hafa einnig hljómað hér á landi. Sá hluti arfleiföar Bachs sem ef til vill er mikilvægast- ur er þó enn lokuð bók fyrir mörg- um. Flestum sem hafa kynnt sér hinar tæplega tvö hundruð kirkju- kantötur Bachs ber saman um að þær séu merkasta safn andlegrar tónlistar sem um getur og ómetan- legur fjársjóður. Bach sameinaði í þeim helstu stilbrigði og form barokk-tónlistar. Hann bræddi sam- an áhrif frá Ítalíu og Frakkiandi, leit um öxl en einnig fram á við svo úr varð mögnuð og ótímabundin túlkun á trúarlegum textum sem fjalla um lífsskilyrði mannsins og samband hans við almættið. Árið 2000, sem er ekki einungis mikið Bach-ár um allan heim held- ur einnig ár kristnihátíðar á íslandi hlýtur að teljast viðeigandi tími fyr- ir starfsemi á borð við þá sem hefst í Hallgrímskirkju á sunnudaginn. Verkefnið er styrkt af Listanefnd Kristnihátíðamefndar. „Kantötur Bach eru 200 talsins og vora samdar sem kirkjutónlist fyrir ákveðna daga í almanakinu og eru nú fluttar við þær aðstæður sem tónskáldið ætlaðist til,“ sagði Hall- dór. Markmið verkefnisins er að færa íslendingum kantötur Bachs í réttu umhverfi og samhengi. Kantöturnar voru megintónsmíð aðalmessu sunnudagsins í þeim kirkjum sem Bach starfaði við og voru hluti af margslungnu helgihaldi sem að jafnaði stóð yfir í fjóra tíma. Ekki er þó ætlunin að endurlífga slíkar messur lið fyrir lið heldur verður kantötunum búinn staður í kirkju- athöfn þar sem þær skipa öndvegi ásamt prédikun prestsins. Tónlist Bachs er svo tímalaus og beinskeytt að hún fellur án vandkvæða inn í trúarlíf hvers tíma. Eins og áður sagði er fyrsta kan- tötuguðsþjónustan á dagskrá kl. 17 sunnudaginn 16. janúar og þá verð- ur kantatan Ach Gott, wie manches Herzeleid, BWV 3, flutt. Fjórir ung- ir og efnilegir einsöngvarar taka þátt í flutningnum, þau Hulda Björk Garðarsdóttir sópran, Sigríður Jónsdóttir alt, Finnur Bjarnason tenór og Ólafur Kjartan Sigurðar- son bassi. Mótettukór Hallgríms- kirkju syngur og kammersveit kirkjunnar leikur með. Stjórnandi er Hörður Áskelsson, kantor Hall- grímskirkju. Prestur í guðsþjónust- unni er séra Sigurður Pálsson. Næstu kantötuguðsþjónustur í Hallgrímskirkju verða sunnudaginn 20. febrúar en þá verður Margrét Bóasdóttir í aðalhlutverki í ein- söngskantötunni Ich bin vergnúgt in meinem Glúcke, BWV 84 og sunnudaginn 12. mars, þegar Scola Cantorum flytur Aus der Tiefen rufe ich, Herr, zu dir, BWV 131. Á uppstigningardag, 1. júní, mun Mótettukórinn svo flytja eitt af glæsilegastu kirkjutónverkum Bachs, Uppstigningar-óratóríuna. Þess má að lokum geta að kantat- an Ach Gott, wie manches Herzeleid verður kynnt á Klassík FM 100,7 á sunnudaginn í kantötuþætti stöðv- arinnar kl. 10 og 22. -PÁÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.