Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2000, Blaðsíða 22
22
LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2000 M ~>"\7"
helgihald
Fjársjóðakistill opnaður í Hallgrímskirkju
- Bach-kantata flutt við síðdegisguðsþjónustu
Sunnudaginn 16. janúar, kl. 17,
verður bryddað upp á nýjung við
helgihald í Hallgrímskirkju. Þá
verður haldin guðsþjónusta þar sem
flutt verður kantata eftir Johann
Sebastian Bach. Fjórir ungir ein-
söngvarar flytja verkið ásamt
Mótettukór og kammersveit Hail-
grímskirkju undir stjóm Harðar Ás-
kelssonar.
í ár eru liðin 250 ár frá andláti
Bachs í Leipzig i Þýskalandi. Tón-
listarlíf í Hallgrimskirkju í Reykja-
vík mun taka mið af þessu og auk
Jóhannesarpassíunnar, sem flutt
verður í dymbilviku, verður
nokkrum af kantötum tónskáldsins
fundinn staður í síðdegisguðsþjón-
ustum.
„Þetta hefur verið draumur okk-
ar um hrið og mér finnst Herði Ás-
kelssyni hafa tekist einkar vel við
val í kantötum," sagði Halldór
Hauksson, útvarpsstjóri á Klassik
FM, sem ásamt Herði og Lárusi Jó-
hannessyni í Tólftónum er einn
helsti hvatamaður þessa verkefnis.
Að sögn Halldórs hafa tvær kantat-
anna með vissu aldrei verið fluttar
á íslandi áður.
Þau eru fá mannanna börn sem
ekkert þekkja úr hinu gríðarmikla
verkasafni Bachs. Verk á borð við
Brandenborgarkonsertana, hljóm-
sveitarsvítumar, Jólaóratóríuna og
passíumar eru flutt reglulega um
allan heim og hafa einnig hljómað
hér á landi. Sá hluti arfleiföar
Bachs sem ef til vill er mikilvægast-
ur er þó enn lokuð bók fyrir mörg-
um. Flestum sem hafa kynnt sér
hinar tæplega tvö hundruð kirkju-
kantötur Bachs ber saman um að
þær séu merkasta safn andlegrar
tónlistar sem um getur og ómetan-
legur fjársjóður. Bach sameinaði í
þeim helstu stilbrigði og form
barokk-tónlistar. Hann bræddi sam-
an áhrif frá Ítalíu og Frakkiandi,
leit um öxl en einnig fram á við svo
úr varð mögnuð og ótímabundin
túlkun á trúarlegum textum sem
fjalla um lífsskilyrði mannsins og
samband hans við almættið.
Árið 2000, sem er ekki einungis
mikið Bach-ár um allan heim held-
ur einnig ár kristnihátíðar á íslandi
hlýtur að teljast viðeigandi tími fyr-
ir starfsemi á borð við þá sem hefst
í Hallgrímskirkju á sunnudaginn.
Verkefnið er styrkt af Listanefnd
Kristnihátíðamefndar.
„Kantötur Bach eru 200 talsins og
vora samdar sem kirkjutónlist fyrir
ákveðna daga í almanakinu og eru
nú fluttar við þær aðstæður sem
tónskáldið ætlaðist til,“ sagði Hall-
dór.
Markmið verkefnisins er að færa
íslendingum kantötur Bachs í réttu
umhverfi og samhengi. Kantöturnar
voru megintónsmíð aðalmessu
sunnudagsins í þeim kirkjum sem
Bach starfaði við og voru hluti af
margslungnu helgihaldi sem að
jafnaði stóð yfir í fjóra tíma. Ekki er
þó ætlunin að endurlífga slíkar
messur lið fyrir lið heldur verður
kantötunum búinn staður í kirkju-
athöfn þar sem þær skipa öndvegi
ásamt prédikun prestsins. Tónlist
Bachs er svo tímalaus og beinskeytt
að hún fellur án vandkvæða inn í
trúarlíf hvers tíma.
Eins og áður sagði er fyrsta kan-
tötuguðsþjónustan á dagskrá kl. 17
sunnudaginn 16. janúar og þá verð-
ur kantatan Ach Gott, wie manches
Herzeleid, BWV 3, flutt. Fjórir ung-
ir og efnilegir einsöngvarar taka
þátt í flutningnum, þau Hulda Björk
Garðarsdóttir sópran, Sigríður
Jónsdóttir alt, Finnur Bjarnason
tenór og Ólafur Kjartan Sigurðar-
son bassi. Mótettukór Hallgríms-
kirkju syngur og kammersveit
kirkjunnar leikur með. Stjórnandi
er Hörður Áskelsson, kantor Hall-
grímskirkju. Prestur í guðsþjónust-
unni er séra Sigurður Pálsson.
Næstu kantötuguðsþjónustur í
Hallgrímskirkju verða sunnudaginn
20. febrúar en þá verður Margrét
Bóasdóttir í aðalhlutverki í ein-
söngskantötunni Ich bin vergnúgt
in meinem Glúcke, BWV 84 og
sunnudaginn 12. mars, þegar Scola
Cantorum flytur Aus der Tiefen
rufe ich, Herr, zu dir, BWV 131. Á
uppstigningardag, 1. júní, mun
Mótettukórinn svo flytja eitt af
glæsilegastu kirkjutónverkum
Bachs, Uppstigningar-óratóríuna.
Þess má að lokum geta að kantat-
an Ach Gott, wie manches Herzeleid
verður kynnt á Klassík FM 100,7 á
sunnudaginn í kantötuþætti stöðv-
arinnar kl. 10 og 22.
-PÁÁ