Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2000, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2000, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2000 DV Flestu ungu fólki finnst hugtakið miðaldra ógeðfellt og umber mið- aldra fólk og eldra af þolinmóðri kurteisi. Því finnst ástandið, mið- aldra enn fremur álíka spennandi og ristilspeglun og finnst fráleitt að það finni sjálft sig einhvem timann í því. Margir þeirra sem eru orðnir miðaldra og eldri muna enn eftir þvi þegar sú hugsun rann upp fyrir þeim eins og ískaldur foss að þeir væru annaðhvort orðnir miðaldra eða í þann veginn að verða það. Það að vera miðaldra er ekki ólíkt þvl að hafa sérstæðan, mein- lausan en ólæknandi húðsjúkdóm. Fyrstu viðbrögð eru örvæntingar- fullur lífróður til að halda einkenn- unum niðri. Síðan tekur við von- leysisleg uppgjöf og seinast hættir maður að taka eftir sjúkdómnum og hverfur í hóp annarra sjúklinga sem líkt er ástatt fyrir. Við skulum nú líta á nokkrar staðreyndir og goðsagnir um þær breytingar sem verða á líkama okk- ar og hugsun þegar við komumst á miðjan aldur. Hér er miðað við að miður aldur sé 45 ára. Það er hent- ug tala sem byggist samt ekki á neinum meðaltalsævilíkum. Þessi umíjöllun á reyndar aðeins við um karlmenn. Konur sem verða mið- aldra fást við breytingaskeiðið sem eitt og sér er umfangsmikill vandi og um það hafa verið skrifaðar sér- stakar bækur en miðöldrun karl- manna er yfirleitt afgreidd með ein- um stimpli og á honum stendur: Grái fíöringurinn. Þess vegna skul- um við fræðast um miðöldrun eins og hún blasir við sterkara kyninu: Konur hætta að taka eftir þár (della) Karlmenn sem bera sig af þeim virðuleik og fágun sem aðeins mið- aldra karlmenn og eldri ná, öðlast virðingu og aðdáun margra kvenna. Þær hrífast hins vegar alls ekki af karlmönnum sem reyna að bæta upp hármissi á enni með taglsöfnun í hnakka eða fara að tileinka sér ungæðislegt fas og ganga í skopp- arafotum. Ef hárið þynnist á að raka hausinn allan og sýna karl- mennsku sína berskjaldaða. Síðast en ekki sist þarf maður að byrja að klippa hárin sem vaxa út úr eyrun- um og nefinu. Annað er subbulegt. Minnið gefur sig (della) Við lifum á tímum offramboðs upplýsinga og afþreyingar. Heili meðalmanns þarf að vinna miklu meira í dag en oft áður í sögunni. Það er þess vegna álag en ekki gleymska þegar miðaldra karlmenn eiga erfitt með að muna einhver smáatriði. Flestir eiga best með að vinna andlega krefjandi störf á morgnana og þetta ágerist þegar aldurinn hækkar. Einbeittu þér þess vegna fyrir hádegi en slappaðu af seinnipartinn og leggðu kapal. Heyrnin gefur sia á miðjum aldri (della) Ef þér flnnst heyrnin vera farin að dofna um miðjan aldur þá er það ekki vegna líkamlegrar hrömunar heldur vegna álags sem hún hefur mátt þola. Áralangur hávaði frá vinnuvélum, þungarokki, keðjusög- um, eiginkonum, vélsleðum, högg- borum, haglabyssum og flugeldum hefur sljóvgað heymina. Þess vegna er best að nota heyrnarhlífar. ÉG SAGÐI HEYRNARHLÍFAR. Eyrnasneplarnir taka að stækka (staðreynd) Eymasneplar á 45 ára karlmanni eru um það bil 6 millímetrum lengri en þeir voru um tvítugt. ítarlegar mælingar breskra vísindamanna hafa leitt í ljós að þeir lengjast um 0,22 millímetra á ári eftir tvítugt. Vísindamenn mældu eymasnepla 206 manna til þess að komast að þessu. Ef fegrunaraðgerðir eru frá- taldar er ekkert við þessu að gera nema gorta af því. Þú færð oftar brióst- sviða (staðreynd) Um fertugsaldurinn slaknar örlít- ið á lokubúnaðinum milli maga og vélindis. Þetta verður til þess að ef Fætur karlmanna geta stækkaö um heilt númer á aldrinum frá 30-50 ára. Eitt af því sérkennilega viö aö veröa miðaldra er að eyrun á manni stækka. maður liggur flatur eftir matinn geta magasýrur lekið upp í vélindað og þær valda brjóstsviða. Þessar sömu sýrur gætu leyst upp skipti- myntina í vasa þínum svo þetta er ekkert gamanmál. Ráðið gegn þessu er að leggja sig ekki eftir matinn og borða helst ekkert síðustu tvo tím- ana áður en lagst er til hvílu. Mikil fitusöfnun framan á magan- um eykur á þetta vandamál. Ekki fá ístru. Þú situr lengur á doll- unni (staðreynd) Eftir miðjan aldur eru samdrætt- ir í ristli og endaþarmi ekki eins vel samhæfðir og áður og því tekur þig lengri tíma að leggja frá þér kvöld- matinn frá því í gær. Gegn þessu má vinna með því að éta meiri trefj- ar og halda ristlinum þannig í topp- standi. En það er líka hægt að njóta þessara fáu næðisstunda með góðu lesefni. Allt þarf sinn tíma. Mikil fitusöfnun á kviö og lifbeini getur stytt vinnulengd getnaðarlims um allt aö þrjá sentímetra. Þú dregur ekki í hland- skálina á þriggja skrefa færi lengur (staðreynd) Um 25 ára aldur fara af stað hormónabreytingar í líkama karl- manna sem með tímanum verða til þess að blöðruhálskirtillinn stækk- ar. Hann þrýstir síðan á þvagrásina líkt og þegar maður stígur ofan á garðslönguna. Þetta verður til þess að hjá flestum karlmönnum dregur verulega úr rennslishraða við þvag- lát. Læknavísindin kunna ýmis ráð við þessu önnur en að gera aðgerð á téðum kirtli. Sumir eru þeirrar skoðunar að fjörugt kynlíf dragi úr stækkun blöðruhálskirtilsins. Þama er þvi svigrúm fyrir forvarn- arstarf. Hnán og fæturnir gefa sig (defla) Margir halda að stirðleiki og verkir í fótum og hjám séu óumflýj- anlegur fylgifiskur miðaldra karl- manna og séu afleiðingar álags. Svo er ekki. ítarleg rannsókn gerð við Stanfordháskóla í Ameríku sýndi að karlmenn á aldrinum 55-75 ára sem skokka og hlaupa kvarta minna undan slíkum verkjum en þeir sem aldrei hreyfa sig. Það er sem sagt nauðsynlegt að hreyfa sig og halda sér léttum og liðugum. Þú verður sköllóttur á kálfunum (staðreynd) Mörgum Finnst hallærislegt að missa hárið á höfðinu en það er ekkert hjá því að fá skallabletti á kálfana. Þetta er hlutskipti margra karlmanna og er sérstaklega áber- andi fyrir neðan sokkmörkin. Or- sökin er minnkað blóðflæði til út- lima sem drepur hárpokana. Við ýtum síðan undir þetta með of þröngum sokkum. Ráðið við þessum er að ganga í víðari sokkum eða vera berfættur og forðast of stuttar buxur. Limurinn styttist (della) Margir karlmenn virðast standa í þeirri trú að jafnaldri þeirra og besti vinur minnki eftir miðjan ald- ur. Það er ekki rétt. Hið rétta er að stærð hans er óbreytt en margir karlmenn stækka talsvert mikið um Eyrun lengjast, fæturnir stækka og heyrnin veisnar - hinir margvíslegu fylgifiskar þess að verða miðaldra karlmaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.