Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2000, Blaðsíða 55
3L>V LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2000
63
•étf/r
711 hamingju
með afmælið
16. janúar
85 ára
Elísabet S. Thorarensen,
Gautlandi 13, Reykjavík.
80 ára
Guðmundur Ámason,
Ártúni 4, Selfossi.
Kristixm Gíslason,
Hlíðargötu 55, Fáskrúðsfírði.
Sigurborg Sigm-ðardóttir,
Grandavegi 47, Reykjavík.
Vigdis Magnúsdóttir,
Skaftárvöllum 7, Kirkjubkl.
Þorbjörg Guðmundsdóttir,
Drápuhlíð 21, Reykjavík.
75 ára
Gunnar Halldórsson,
Skeggjastöðum, Selfossi.
Sigxu’ður Alexandersson,
Bólstaðarhlíð 66, Reykjavík.
60 ára
Geir Viðar Svavarsson,
Suðurhólum 2, Reykjavík.
Kristinn Konráðsson,
Haínargötu 14, Siglufírði.
50 ára
Eyjólfur Harðarson,
Esjubraut 31, Akranesi.
Sigríður Erlendsdóttir,
Hlíðartúni 2, Mosfellsbæ.
Sigríður Jónsdóttir,
Bjargarstíg 15, Reykjavík.
Sigtryggur Valgeir Jónsson,
Kóngsbakka 2, Reykjavík.
Steinn Jónsson,
Ólafsvegi 8, Ólafsfirði.
40 ára
Árni Olivier Enard,
Hátúni lOa, Reykjavík.
Ásta Ólafsdóttir,
Sæbólsbraut 30, Kópavogi.
Bylgja Björk Guðjónsdóttir,
Vogalandi 4, Reykjavík.
Gerður Ósk Oddsdóttir,
Sjólyst, Reyðarfirði.
Guðbjörg Jóhannsdóttir,
Laufhaga 5, Selfossi.
Gunnar Þ. Bjömsson,
Framnesvegi 62, Reykjavík.
Hansína Á. Jóhannsdóttir,
Álftarima 5, Selfossi.
Mímir Völxmdarson,
Öldugötu 57, Reykjavík.
Nanna Þóra Áskelsdóttir,
Hásteinsv. 22, Vestmeyjum.
Ólafur Þ. Steinbergsson,
Breiðuvík 49, Reykjavík.
Pétur Hans Pétursson,
Lundarbrekku 2, Kópavogi.
Reynir Viðarsson,
Laugateigi 11, Reykjavík.
Eldsneyti 21. aldarinnar:
- stórfyrirtæki hugsa stórt og ísland í lykilhlutverki
Vaxandi mengun og gróðurhúsaá-
hrif hafa kallað á miklar rannsókn-
ir á nýjum orkugjöfum í stað olíu og
bensíns. í dag veðja margir á að
metanol leysi þennan vanda og bú-
ist er við að árið 2004 muni nýir bíl-
ar streyma á markaðinn sem nota
munu vetni eða metanól sem elds-
neyti en í þessu ferli mun ísland
spila merkilegt hlutverk.
í febrúar á síðasta ári var stofnað
fyrirtækið The Icelandic New
Energy Ltd. í samstarfi Vistorku
hf., Shell International BV, Norsk
Hydro ASA og DaimlerChrysler.
Fyrirtækinu er ætlað að gera ísland
að tilraunavettvangi í Evrópu fyrir
notkun á vetni sem orkugjafa i stað
eldneytis úr jarðolíu.
Hugmyndin sem New Energy
vinnur út frá er að nota vetni sem
eldsneyti bæði i hreinu formi og
einnig sem metanol. Dr. Bragi Árna-
son segir í DV i gær að fyrstu þrír
vetnisknúnu strætisvagnarnir, sem
jafnframt eru hluti af verkefni fyrir-
tækisins, komi á götur Reykjavíkur
árið 2002.
Bílaframleiðendur, olíufélög og
önnur stórfyrirtæki um allan heim
leggja nú ofurkapp á tækniþróun á
þessu sviði þar sem vitað er að olí-
an er ekki óþrjótandi. í Bandaríkj-
unum er t.d. starfandi heil stofnun,
American Methanol Institude, sem
eingöngu sinnir slíkum rannsókn-
um. Á vegum stofnunarinnar hefur
farið fram ítarleg rannsókn á áhrif-
um metanols á umhverfið sem eru
talin hverfandi miðað við bensín og
olíur.
Metanol er vel þekkt efni og hef-
ur m.a. verið notað t efnaiðnaði síð-
an á nítjándu öld. Það er t.d. notað
við framleiðslu á plasti, krossviði,
ýmsum hreinsiefnum og einnig sem
eldsneyti, m.a. á kappakstursbíla.
Framleiðsla Bandaríkjamanna á
metanoli áriðl998 var rúmlega 10
milljónir tonna og vex stöðugt.
-HKr.
Dr. Bragi Árnason.
Hvergi á landinu er sá siður haldinn í heiðri nema í Ólafsvík aö börnin fara í „sníkjuleiðangur" á þrettándakvöld,
banki uppáklædd ýmsum gervum. Hér eru víst einir níu púkar í heimsókn á einu heimilinu.
DV-mynd Pétur S. Jóhannesson
Púkar og álfar fá í gogginn undir Jökli:
Árlegur sníkju-
leiðangur barna
Það var sannkölluð þrettánda-
gleði hjá bæði ungmn sem gömlum
í Ólafsvík þegar jólin voru kvödd þó
„úti væri norðanvindur" eins og
segir í góðri vísu.
Lionsklúbbarnir í bænum efndu
til sinnar árlegu blysfarar frá
Hvammi og niður á Sá og þar var
kveikt í brennu, þó ekki væri hún
stór þar sem veður var afleitt. Þar
var margt um manninn sem horfði
á brennuna og á eftir var flugelda-
sýning.
Þegar þessu var lokiö hófst hinn
árlegi sntkjuleiðangur barna um
bæinn. Þá banka þau á hverjar dyr
og sníkja sér i gogginn. Eflaust hef-
ur farið um suma þegar dyrnar
voru opnaðar að sjá þá púka af öll-
um stærðum, í margs konar gerf-
um, standa fyrir utan með opna
poka og vilja fá sitt. Lagið var tekiö
af þeim ef óskað var eftir og ýmis-
legt var gert til að fá í gogginn.
Nóg var að gera hjá fólki að fara
til dyra meðan þetta stóð yfir og
a.m.k. í eitt húsið komu um 100
krakkar. Fólk hefur undirbúið sig
vel fyrir þetta kvöld, meðal annars
keypt sleikjó, poppað, allt er gert
fyrir krakkana. Þessi siður er ekkí
víða stundaður á landinu. Effir því
sem næst er komist eru um 40 ár
síðan hann var upp tekinn í Ólafs-
vik en ekki eru allir á einu málí
hver aðdragandinn að honum er en
hann er skemmtilegur. -PSJ
UMBOÐSMENN
Vesturland:
I Tálknafirði. I
Vopnafirðinga, Vopnafirði. Kf. Stöðfirðinga. ’
Keflavík. Rafborg, Grindavík.