Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2000, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2000, Blaðsíða 58
'66 myndbönd LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2000 JL> yndbanda GAGNRÝNI Instinct Þybbhn villimaður ^ Athony Hopkins er hrifrnn af þvi að breyta sér í einhvers konar villimann af og tU. Hér leikur hann virtan mannfræðing sem týnist í Afríku í tvö ár. Hann finnst síöan í slagtogi með górUluhópi og gerir sér lítið fyrir og drepur þrjá menn og særir nokkra í viðbót. Hann er síðan fluttur heim tU Bandaríkjanna og stungið inn á geðdeUd þar sem ungur og upprenn- andi geðlæknir (Cuba Gooding Jr.) fer að grufla í hausnum á honum og reyna að komast að því hvað hafi gerst þama í myrkviðum Afríku. Auðvitað grufl- ar mannfræðingurmn ekki síður í hausnum á geðlækninum með sinni sér- stæðu heimspeki um hlutverk mannsins í náttúrunni. Sagan er með eindæm- um bamaleg og ótrúverðug og fúU af einfeldningslegum boðskap um að dýr- in séu vitrari en mennimir sem kunni ekki að haga sér í náttúrunni o.s.frv. Það er lítið varið i þessa mynd sem alvarlega þenkjandi drama og hún er litlu skárri sem sáifræðUegur tryUir. Hins vegar má hafa eitthvað gaman af Ant- hony Hopkins, sem er bara ansi fínn barbari, þ.e.a.s. þangað tU að hann fer að berja fólk í klessu, en hann er heldur stuttur og þybbinn tU að vera trú- verðugur í þeim aðgerðum. Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Jon Turteltaub. Aðalhlutverk: Anthony Hopkins og Cuba Gooding Jr. Bandarísk, 1999. Lengd: 126 mín. Bönnuð innan 12 ára. -PJ Office Space Vhnuleiði am ^ Peter Gibbon (Ron Livingston) er að drep- ast úr leiðindum í vinnunni. Hann þolir ekki vinnuumhverfíð og hvað þá smeðjulega yflrmennina. Einkalífið gengur heldur ekki aUt of vel og grunar hann kærastuna um framhjáhald. Henni tekst þó að draga hann tU dávalds í von um að hann yfirvinni óbeit sína á vinnunni. Vegna óvæntrar uppákomu verður heimsóknin þessa valdandi að Peter fýUist fúllkomnu kæruleysi. Hann lætur kæmstuna lönd og leið og gerir hosur sínar grænar fyrir draumadísinni Joanna (JennUer Aniston). Æðsta takmarkið er þó að leika gamia ógnvaidinn, vinnustaðinn, grátt. Office Space er sjaldan sprenghlægUeg en háðið er ávaUt hvasst. HoUywood hefúr ósjaldan sýnt á tjaldinu óhugnanlegar aðstæður í ímynduðum einræð- isríkjum (oft kommúnískum) þar sem einlitir starfsmenn vinna undir eftirliti árvökulla og Ulra yfirmanna. Hér er vinnustaðurinn ógurlegi aftur á móti dæmigerð kapitalísk draumsýn á hvoifi. Um er að ræða framsækið fyrirtæki þar sem lausnarorðin em verkaskipting og hagræöing. Yfrrmennimir er skeffilega kurteisir og uppbyggjandi (og hylma þannig yfir valdastöðu sína) en almennir starfsmenn (að aðalpersónunum undanskUdum) hæfileikasnauð hjörð. Auðvitað er þetta aUt ýkt að hætti satírunnar sem hér er beittari en alla jafna í HoUywood-myndum. Útgefandi: Skifan. Leikstjóri: Mike Judge. Aðalhlutverk:Ron Livingston, Jennifer Aniston og Stephen Root. Bandarísk, 1999. Lengd: 90 mín. Öllum leyfð. -bæn Ringmaster Afkáraleg lágkúra og heimska ^ Jerry Springer-þættimir geta verið ágæt skemmtun ef horft er á þá með réttu hugarfari og hæfilegum húmor fyrir lágkúranni og heimskunni í mannssálinni. Þeir era í eðli sínu afkáralegt fyrir- brigði þannig að mynd sem byggð er á þeim hlýtur einnig að vera afkáraleg. Reyndar virðast framleiðend- ur þáttanna af einhveijum ástæðum ekki hafa vUjað tengja þá við þessa mynd sem sögð er fjalla um The Jerry FarreUy Show, sem er nákvæmlega eins og Springer, fyrir utan naffiið. Myndin fýlgir gestum í einum þættinum í gegnum aUt ferlið, atburðina sem verða tU þess að þeir hringja í sjónvarpsstöðina, ferðalagið og dvölina í stórborginni og loks sjálfan þáttinn. Það má vel brosa að öUu raglinu en möguleikinn á beittu sjálfsháði er stórlega vannýttur. Eig- inlega virðist myndin frekar gefa sig út fýrir að vera eins konar leikin heim- Udamynd sem eigi að sýna söguna á bak við dæmigerðan Springer-þátt. Mynd- in feUur sem sagt í þann pytt að taka sig of alvarlega í stað þess að ýkja upp afkáraleikann sem hefði reynst affarasælla. Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Neil Abramson. Aðalhlutverk: Jerry Springer. Bandarísk, 1998. Lengd: 90 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ Nár mor kommer hjem Enheima ÍQÍ i'iAíi him xX ,c n s-iæw Lindu (Ann Eleonora Jorgensen) þykir ósköp vænt um bömin sín þrjú en á bara svo erfitt með að hemja sig þegar kemur að faUegum búðarvamingi. Þegar hún er sett í fangelsi enn eina ferðina fyrir hnupl neita bömin að fara á stofnun. Af mikilli miskunnsemi samþykkir móðirin að bömin fái að vera heima við undir stjóm hins eUefu ára gamla Kaspers (Kasper Emanuel Stæger). Hefst þá mikiU blekkingarleUou- sem gengur út á það að sannfæra félagsmálayfirvöld um að faðirinn gæti bamanna. Þegar fangelsisdvölin dregst á langinn reynir síðan heldur betur á klókindi og samstöðu krakkanna. Danir hafa vakið mUda athygli að undanfómu fyrir afbragðsgóðar kvik- myndir. Seint mun Nár mor kommer hjem talin tU þeirrar bylgju en hún tU- heyrir aftur á móti gerð kvikmynda sem Danir hafa um langt skeið skarað fram úr í. Og þar á ég við bama- og unglingamyndir, og lUdega óhætt að segja að margir íslendingar hafi alist upp við þær. VU du se min smukke navle?, Tro, háb og kærlighed og Zappa tóku við af myndum gerðum eftir bókum snUl- ingsins Ole Lund Kirkegaards þegar kom að táningsárunum. í sögum hans blandast saman einhvers konar félagsraunsæi og fantasía á sérkennUegan máta. í Nár mor kommer hjem er danska raunsæið aftur á móti orðið fiUl reyfarakennt en engu að síður má sem fým hafa nokkurt gaman af. Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Lone Scherfig. Aöalhlutverk: Kasper Emanuel Stæger, Clara Johanne Simonsen, Pernille Kaae Hoier og Ann Eleonora Jorgensen. Dönsk, 1998. Lengd: 73 mín. Öllum leyfð. bæn Cuba Gooding Jr.: Ungur, geðþekkur og atorkusamur Samkeppnin er afar hörð meðal svartra leikara í HoUywood. Hvítir leUtarar em aUsráðandi á markaðnum og tUtölulega lítið um bitastæð hlut- verk fyrir svarta leikara. Fyrir unga, svarta leikara er þvi afar erfitt að brjóta sér leið upp á stjömuhimininn þar sem leikarar eins og Denzel Was- hington og Wesley Snipes era fyrir og einoka þau fáu góðu hlutverk sem þó bjóðast. Einum slíkum hefúr þó orðið nokkuð ágengt og stendur á barmi þess að geta farið að kallast stór- stjama. Þetta er hinn ungi, geðþekki og atorkumikli Cuba Gooding Jr. sem meira að segja hefúr tekist að næla í óskarsverðlaun. Frelsaðist þrettán ára Cuba Gooding Jr. er fæddur í Bronx-hverfinu í New York árið 1968. Faðir hans var söngvari í hljómsveitinni The Ingredients, sem árið 1972 átti metsölusmeUinn Everybody Plays the Fool. AUt i einu átti f]öl- skyldan nóg af seðlumogfluttist fljótlega tU Los Angeles. Sú gæfa entist þó ekki lengi því árið 1974 stakk faðir hans af og tók peningana með sér. Stráksi ólst því upp að mestu leyti án fóður- legrar leiðsagnar og leitaði sér að lokum huggunar í trúnni og frels- aðist þegar hann var þrettán ára. Hann sýndi snemma metnað, dugnað og per- sónutöfra með því að láta tU sín taka sem bekkj- arforseti í þrem- ur af fjóram skólum sem hann gekk í á unglingsárunum og aug- ljóst var að pUturinn stefiidi hátt. Fyrsta verk hans í skemmtana- bransanum var að dansa skrykkdans undir lagi Lionels Ritchie á Ólympíu- leikunum í Los Angeles 1984 en hugur- inn stóð tU leiklistarinnar. Faðir vinar hans, sem var umboðsmaður, tók eftir honum í skólaleikriti og útvegaði hon- um vinnu í sjónvarpsauglýsingum. Eftir að hann fékk smáhlutverk i ein- um þætti af HUl Street Blues ákvað hann að fara á leikUstamámskeið og tókst í kjölfarið að ná í kvikmynda- hlutverk. Fyrsta kvikmyndin sem hann lék í var grínmyndin Coming to America (1988) með Eddie Murphy. Ekki var hlutverkið stórt - Cuba Goodin Jr. var „strákur í klippingu". Stóra tækifærið kom þegar leikstjórinn John Singleton réð hann í aðalhlutverkið í mynd sína Boyz N the Hood (1991). I myndinni gerði leikstjórinn heiðarlega tilraun tU að fjaUa á vitrænan hátt um ofbeldiö í úthverfamenningu svartra. Myndin vakti mUda athygli og ekki síður leik- arinn ungi sem virtist hér kominn á béinu brautina. Hjólin fara að snúast Þrátt fyrir frammistöðuna í Boyz N the Hood reyndist Cuba Gooding Jr. erfitt að ná í bitastæð hlutverk. Hann fékk að vísu nóg að gera en með örfá- um undantekningum vora það UtU hlutverk í lélegum myndum. Hann eyddi þó ekki tímanum tU einskis og giftist unnustu sinni, Söra Kapfer, en hann á með henni tvö böm. Loks fór þó gæfan að snúast honum í vU. Hann sótti hart að fá hlutverk fótboltastjömunn- ar í mynd Camerons Crowe, Jerry Maguire (1996), og tókst að sannfæra leikstjórann. Hlutverkið færði honum ósk- arsverðlaun og hann vakti mikla athygU á óskarsverð- launahátíðinni fyrir hjart- næma þakkamæðu. Nú vora hjólin farin að snúast og síð- ustu árin hefur hann m.a. leik- ið í As Good As It Gets (1997), What Dreams May Come (1998) og Instinct (1999). Enn þarf hann þó jafnan að standa í skugganum af hvítum stjöm- um í þessum myndum en and- lit hans er orðið það þekkt meðal almennings að hann virðist standa á þröskuldi þess að verða stórstjama. Meðal at- hyglisverðustu verkefna hans á næstunni verður hlutverk sálarsöngvarans fræga, Otis Redding, í kvUanynd um ævi kappans. Kannski verður það hlutverkið sem skýtur Cuba Gooding Jr. endanlega upp á stjömuhimininn. Pétur Jónasson SÆTI FYRRI VIKUR VIKA Á LISTA TITILL IÍTGEF. TEG. 1 2 3 Entrament Sldfan Spema 2 1 3 Notting hill HMólabtó 3 5 2 1 Theout-of-townm i CIC Myndbönd Gaman 4 3 4 10 things 1 hate about you SAMMyBdböod Gaman 5 4 6 EcTTv CICMjfDdMod Gaman C 13 2 Viras Stfan Spemu 7 11 2 Tbe Astroiuuts wife J Myndform Spernu 8 6 J J 6 Matrix Wanter Myndr Spenna 9 KÝ i Go Skfcn Gaman 10 7 7 Cniel intentions J Stóan So«~ 11 9 8 Troecrime WamerMymfir Spema 12 8 9 Foreesofnature OCMyndbind Ganun 13 16 3 Modsqud Waraer Mymfir Spenna 14 12 4 Indreams CtCMyndbönd Sí-M 15 19 8 Resunection Myndferm Spenna 16 10 12 Ariintonraod Hirliflért Sp-» 17 14 3 My favorite Maitian SAMMyidbönd Gamao 18 18 4 Svartor kötbir, hvitur köttnr HirliiléJii Gaman 19 15 4 Cimnlu ■mn.i.Fitiln oimpiy ifTesjsuDie Skifan Spcnu 20 NÝ 1 October sky CtCMyodböod Dranu Instinct. Cuba Gooding jr. ásamt Anthony Hopkins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.