Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2000, Blaðsíða 34
42
tennmg
LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2000
Planósnillingurinn Miklos
Dalmay verður með ein-
leikstónleika í Salnum í
Kópavogi sunnudaginn 23.
janúar næstkomandi - og er óhætt
að segja að það verði mikill tón-
listarviðburður. Miklos, sem er frá
Ungverjalandi, fluttist hingað til
lands ásamt konu sinni og þremur
bömum árið 1994 og strax árið
1996 vann hann Tónvakann, tón-
listarkeppni Ríkisútvarpsins. Og
þótt hann sé vel þekktur meðal
tónlistarfólks hefur hann gert
meira af því að spila í kammer-
hópum en að koma fram á ein-
leikstónleikum á höfuðborgar-
svæðinu - hélt þar síðast tónleika
í Norræna húsinu fyrir þremur
árum - og því er hér einstakt tæki-
færi til að hlýða á afburðatónlist-
armann leika verk sem að auki
eru ekki spiluð á tónleikum á
hverjum degi. Fyrir utan að leika
sex prelúdíur og Sónötu í b-moll
op. 35 eftir Chopin, leikur Miklos
tvær prelúdíur og Sónötu í b-moll
op. 36 eftir Rachmaninoff - en það
verk er ekki mikið þekkt fyrir
utan raðir tónlistarmanna, þvi
þeir eru ekki margir píanóleikar-
amir sem treysta sér i þessa ótrú-
legu sónötu.
Miklos og eiginkona hans, tón-
listarskóla- og kórstjórinn Edit
Molnar, eru búsett á Flúðum og
hafa svo sannarlega auðgað ann-
ars ágætt mannlíf í þessari litlu
paradís á íslandi. Það er óhætt að
segja að eftir komu þeirra þangað
hafi loftið fyllst af söng og á hverju
vori má sjá árangurinn á Sönghá-
tíð Hrunamanna, þar sem ailir
kóramir sem Edit stjórnar koma
saman eina kvöldstund heima-
mönnum og öðrum gestum til
„Það sem mig langaði til aö gera var að sýna hliðstæður í hugsun þessara tónskálda," segir Miklos. „Chopin var átrúnaðargoö Rachmaninoffs og það voru
margar hiiðstæður í lífi þeirra." DV-mynd Teitur
Rómantísk píanótónskáld
ómældrar gleði. Að sjáifsögðu er
Miklos þá undirleikarinn.
Hliðstæður í hugsun
Og nú hefur hann unnið frá því
seint í sumar við að æfa
prógramið sem hann flytur í Saln-
um um næstu helgi og verður það
frumflutningur á því prógrami.
Þegar Miklos er spurður hvers
vegna hann hafí sett efhisskrána
saman úr verkum Chopins og
Rachmaninoffs segir hann það
vera vegna þess að þeir hafi verið
mjög líkir í tónsmíðum. Báðir hafi
haft stórrómantiskan stíl og báðir
hafi verið píanóvirtúósar.
„Það sem mig langaði til að gera
var að sýna hliðstæður í hugsun
þessara tónskálda," segir Miklos.
„Chopin var átrúnaðargoð
Rachmaninoffs og það voru marg-
ar hliðstæður i lífi þeirra. Chopin
flutti frá Póllandi til Frakklands,
Rachmaninoff flutti frá Rússlandi
til Bandaríkjanna. Þótt ástæður
brottflutninga hafi verið ólíkar,
lifðu þeir og störfuðu fjarri heima-
landinu og síðan var afstaða
þeirra til listarinnar mjög svipuð.
Fyrir okkur tónlistarmenn skiptir
Miklos Dalmay píanó-
leikari verður með ein-
leikstónleika í Salnum í
Kópavogi um næstu
helgi. Þar leikur hann
prelúdíur og Sónötur
eftir Chopin og
Rachmaninoff, efnisskrá
sem ekki heyrist á
hverjum degi á íslandi
auðvitað engu máli hversu ólíkt
lífshlaup þeirra var, heldur hvað
þeir gerðu í tónlistinni.
Rachmaninoff vildi gera hlutina
eins og Chopin. Sónöturnar sem ég
leik á tónleikunum segja sitt um
það. Ég leik sónötu í b-moll op. 35
eftir Chopin og sfðan Sónötu i b-
moll op. 36 eftir Rachmaninoff.
Síðan samdi Rachmaninoff bæði
etýður og prelúdíur fyrir píanó
eins og Chopin. Hann vildi halda
áfram píanósólókúltúr Chopins en
95% verka Chopins eru skrifuð
fyrir píanó. Hann skrifaði lítið af
annars konar verkum, eitthvað
smávegis af kammerverkum, eng-
ar óperur og lítið af selló- og flðlu-
verkum. Rachmaninoff, hins veg-
ar, samdi bæði sinfóníur, óperur
og annað en hugsun hans var mjög
píanistísk. Hann hugsaði með tiu
puttum og hélt því fram að það
væri alveg nóg.“
Rómantíker á 20. öld
„Þegar litið er á það sem skilur
Chopin og Rachmaninoff hefur
það auðvitað úrslitaáhrif að það
líður hátt í öld á milli verka
þeirra. Rachmaninoff er 20. aldar
tónskáld og starfar á sama tíma og
Stravinsky, Schönberg, Debussy,
Ravel og fleiri sem höfðu alltaf
eitthvað nýtt á prjónunum. Þeir
voru aö fmna upp alveg nýtt tón-
listartungumál. Á þessum tíma er
Rachmaninoff i toppformi sem pí-
anóleikari og sem síðrómantiskt
tónskáld. Hann vildi halda áfram
að þróa rómantíska stílinn sem
auðvitað gekk ekki, því það voru
liðin næstum hundrað ár frá því
að hann hafði verið við lýði. Hann
gat ekki gert alveg eins og Chopin
- enda vonlaust að vera alltaf að
skrifa sömu söguna. En þessi af-
staða hans varð til þess að hann
náði eyrum fólksins og varð þekkt-
ur. Venjulegt fólk vill hlusta á eitt-
hvað sem er fallegt.
Dálæti hans á Chopin varð til
þess að hann sótti mikið í smiðju
hans þótt hann semdi ólík tón-
verk. Það má segja að hann hafi
haldið áfram því sem Chopin var
að gera en hafi samt tekist að
halda sínum persónueinkennum.
Svo sterkur var hann. Og þótt
hann velji að skrifa Sónötuna sem
ég flyt í b-moll, eins og Chopin, þá
eru þær ólíkar. Þær eru báðar
mjög dramatískar, i þeim eru
endalausar andstæður en það sem
greinir þær að er að Sónata Chop-
ins er rómantísk og ljós og myrk-
ur í eilífum átökum, en Rachman-
inoff tókst alltaf að leysa upp
myrkrið. Hann fann alltaf leið út
úr dramatíkinni.
Það tók Rachmaninoff mjög
langan tima að skrifa þessa
Sónötu þannig að hann yrði sjálf-
ur ánægður. Hann sagði einhvem
tímann: „Ef ég væri eins stórt og
mikið tónskáld og Chopin myndi
ég gera stórt verk eins og b-moil
Sónötuna."
Svo geröi hann það.“
Aldrei ánægður
„En hann var aldrei ánægður.
Fyrsta útgáfa af Sónötunni varð til
1913 og Rachmaninoff spilaði hana
nokkrmn sinnum en hætti því svo.
Hann var hundóánægður. Síðan
samdi hann kammermúsík og ýmis-
legt annað næstu árin og það var
ekki fyrr en 1931 að hann var búinn
að endurskrifa Sónötuna, klippa
hana og gerbreyta. Hún var orðin
mun styttri en í upphaflegu útgáf-
unni en jafnframt mun betri. Hann
var kannski ekki alveg ánægður en
spilaði hana samt og lét hana
standa óbreytta eftir þetta.“
Hvers vegna er hún ekki mikið
leikin á tónleikum?
„Ég veit það ekki. Kannski vegna
þess að það er fremur erfitt að nálg-
ast þetta tónlistartungumál. Ef þú
skilur það ekki er útilokað að spila
hana. Tæknilega er hún gríðarlega
erfið, einkum vegna þess að á þeim
tíma sem Rachmaninoff er að skrifa
hana er hann mikið að spekúlera í
stórum hljómsveitarverkum og not-
ar pianóið eins og hljómsveit. Aum-
ingja píanistinn hefur bara tíu fing-
ur og liggur við að flygillinn brenni
yfir á lokakaflanum."
Er Sónata Rachmaninoffs flókn-
ari en sónata Chopins?
„Chopin var ekki að velta fyrir
sér heilli hljómsveit heldur kannski
fremur möguleikum píanósins og
píanóleikarans. Chopin Sónatan er
tæknilega á við svona tíu etýður og
. Chopin var fyrst og fremst að hugsa
um dramatíkina í verkinu."
Margverðlaunaður
píanoleikari
Eins og áður segir kemur Miklos
frá Ungverjalandi. Hann stundaði
nám í píanóleik við Bartók
Konservatorium og Franz Liszt
Academy of Music í Búdapest. Hann
lauk einleikaraprófi árið 1987 og á
árunum 1989-1991 stundaði hann
nám við Tónlistarháskólann í
Stokkhólmi þar sem hann var að
auki aðstoðarmaður Lászlo Simons
prófessors. Þaðan lauk hann fram-
haldsnámi með diplómu.
Sænska útvarpið hefur gert all-
margar hljóðritanir með leik
Miklosar og einnig hefur hann kom-
ið fram sem einleikari með sænsku
útvarpshljómsveitinni, auk þess að
hafa tekið þátt í að kynna nú-
tímatónlist sem einleikari í Maros
Ensemble. Hann hlaut einleikara-
verðlaun Konunglegu sænsku lista-
akademíunnar, auk þess sem hann
hefur hlotið margs konar verðlaim
fyrir píanóleik sinn á alþjóðavett-
vangi, meðal annars á Ítalíu, Spáni
og í Austurriki.
Eftir Svíþjóðardvölina flutti
Miklos aftur til Ungverjalands þar
sem hann tók mjög virkan þátt í
ungversku tónlistarlífi sem kenn-
ari, einleikari og flytjandi kammer-
tónlistar. Hann átti frumkvæði að
stofnun Dalmay-stofnunarinnar
sem hann hleypti af stokkunum
ásamt fleirum en sú stofnun helgar
sig því hlutverki að koma kammer-
tónlist á framfæri og afla henni vin-
sælda með því að halda tónleika
víða um Ungverjaland. Einnig hélt
Miklos íjölda einleikstónleika í Sví-
þjóð, Ítalíu, Frakklandi, Austurríki,
Bandaríkjunum og Kanada á þess-
um tíma.
En á þessum tfma gekk hann
einnig í hjónaband og þau Edit
eignuðustu þrjú böm í einum græn-
mn hvelli. Hinn næmi, lífsglaði
virtúós þvældist um heiminn, bú-
andi á hótelum - og drepleiddist.
Langaði heim til konu og bama.
Þar kom að honum fannst þetta
óbærilegur lífsmáti og ákvað að
hann vildi búa einhvers staðar þar
sem hann gæti spilað af hjartans
lyst, verið hjá fjölskyldunni og Edit
gæti notið sín í því starfl sem hún
hafði valið sér. ísland varð fyrir
valinu og líklega em þau mörg
sveitarfélögin sem vildu gefa mikið
fyrir að fá þessa lífsglöðu, skemmti-
legu og gjöfulu fjölskyldu til að setj-
ast að hjá sér og á Flúðum era
menn harla glaðir að fá að njóta
snilldar þeirra.
Þar hefur Miklos fundið tíma og
næði til að æfa upp það einstæða
prógram sem hann flytur í Salnum
um næstu helgi og þegar hann er
spurður hvers vegna hann hafl ver-
ið að æfa það frá því í sumar, kem-
ur í ljós að hann er í fullri kennslu
á Flúðum, kennir fullorðnum (org-
el- og píanóleikurum) hjá Söng-
málastjóra Þjóðkirkjunnar á
fimmtudögum, spilar mikið í
kammerhópum og með söngvuram
og öðrum hljóðfæraleikurum út um
allt. „Það er svo mikið að gera,“
segir hann, „það er kennslan og
undirleikurinn, heimilið, bömin
þrjú og kötturinn ... og lífið..." og
það er ljóst að það er þetta með lif-
ið sem er aðalatriðið í huga þessa
einstaka píanóleikara.
-sús