Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2000, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2000 JjV ifréttir Átökin um eignaraðildina í Mjólkursamlagi Kaupfélags Eyfirðinga: Bændurnir eiga Samlagið - segir Benedikt Hjaltason, stærsti mjólkurframleiðandi landsins Benedikt Hjaltason: „Teljum okkur eiga Samlagiö." DV-mynd gk Hörð deila er milli kúabænda í Eyjafirði og Kaupfélags Eyfirðinga þar sem deilt er og hart tekist á um eignarréttinn í Mjólkursamlagi KEA. Svipaðar eða sams konar deilur hafa reyndar skotið upp kollinum víðar á landinu og, eins og svo oft áður, er tekist á um eignarhald í kaupfélögum eða dótturfélögum þeirra. Enginn get- ur fullyrt með neinni vissu hver á hvað enda veit enginn með neinni vissu hver á kaupfélögin eða dótturfé- lögin, ekki frekar en menn vissu það tU skamms tíma hver átti Sambandið sáluga. Rekstur Kaupfélags Eyfirðinga hef- ur tekið miklum breytingum undan- farin misseri og er KEA í rauninni orðin allt annað fyrirtæki en það var um áratugaskeið. Mjólkursamlagið, sem er dótturfyrirtæki, fer ekki var- hluta af þessari þróun og nú, þegar fé- lagið er að markaðsvæðast og taka miklum breytingum, vUja mjóUcur- bændur í Eyjafirði fá eignarhlut sinn í samlaginu metinn til fuUs. Um það er reyndar ekki ágreiningur. Hann er hins vegar um það hve stóran hlut bændurnir eiga í Samlaginu. Bændur stofnuöu Samlagið Benedikt Hjaltason, mjólkurbóndi á Hrafnagili, sem er stærsti mjólkur- framleiðandi landsins með um 500 þúsund lítra ársframleiðslu, hefur verið aðaltalsmaður óánægðu bænd- anna. Hann segir stöðuna skýra. „Mjólkursamlagið, sem samtök bænda stofnuðu á sínum tíma, er enn tU staðar og þess vegna eiga bændurn- ir Samlagið, það er svo einfalt. Menn hafa hins vegar ekki treyst sér í mála- ferli gegn KEA vegna þessa, ýmissa hluta vegna. Menn hafa ekki tíma, það kann að vera kostnaðarsamt og reyndar er þetta hlutur sem er ekki hundrað prósent fyrir dómstólum vegna þess hvemig mál eru túlkuð. En ég bendi á að Samlagið, sem sam- tök bænda stofnuðu, hefur aldrei ver- ið lagt niður. Mjólkurstöðin er þing- lýst eign Mjólkursamlags KEA en ekki eign kaupfélagsins. Á sínum tima vora uppi kröfur um að bændur fjármögnuðu byggingu Mjóilkursam- lagsins sem bændur féOust ekki á, en þeir vildu að þetta fjármagnaöi sig sjálft. Hins vegar hefur aldrei verið færð til lækkunar á byggingarkostn- aði Mjólkursamlagsins húseign sem bændur sannarlega áttu í Grófargili, gamla mjólkursamlagið, sem KEA tók svo undir aðra starfsemi" segir Bene- dikt. Innantómar hótanir? Mönnum ber ekki saman um hversu víðtæk óánægja bændanna er. Benedikt Hjaltason fullyrðir að megn- ið af mjólkurbændum í Eyjafirði til- heyri „órólegu deildinni" svokölluðu en kaupfélagsmenn gera minna úr því, segja að um fáa bændur sé að ræða með Benedikt sem háværan tals- mann og segja reyndar sumir að hann Fréttaljós Gylli Kristjánsson standi einn í þessu „þrasi“. Benedikt hefur lýst því yfir að til greina komi að mjólkurbændur i Eyjafirði beini viðskiptum sínum annað og bendir á að framleiðsla þeirra nemi 20 milljón lítrum á ári. Hann segir það rangt að KEA borgi hæsta fáanlegt verð fyrir mjólkina og segir að strax sé hægt að benda á að Mjólkurbú Flóamanna sé tilbúið að greiða 25 aurum meira fyr- ir litrann en KEA gerir. „Ef við náum ekki lendingu í mál- inu munum við bændur skoða það mjög vel að fara annað með mjólkina, enda finnst bændum traðkað á sér fram og aftur. Það eru nógir til að taka við mjólkinni, það yrðu einhver smálæti á meðan þetta gengi yfir en svo myndi það hjaðna,“ segir Bene- dikt. Kaupfélagsmenn segja hins veg- ar að það séu innantómar hótanir að hóta því að fara annað með mjólkina því enginn geti tekið við henni nema leggja út í miklar fjárfestingar. í Mjólkursamlagi KEA sé verið að framleiða vörur sem tekið hafi ár og áratugi að þróa. Þrír möguleikar „Það era þrír möguleikar í stöð- unni að mínu mati,“ segir Benedikt. „í fyrsta lagi að við leyfum þeim að eiga Samlagiö og sjá hvort þeir fá ein- hverja mjólk til að vinna úr. í öðra lagi að við bændur tökum saman höndum og föram annað með mjólk- ina og í þriðja lagi að við kaupum Samlagið eða náum samningi um eignarhluta okkar í því. Kaupfélagið hefur boðið okkur 20-25% eignarhlut í Samlaginu gegn því að við skuldbind- um okkur til að leggja mjólkina þar inn í 3-5 ár. Þetta er óásættanlegt því við teljum okkur eiga Samlagið," seg- ir Benedikt. Jóhannes Geir Sigurgeirsson, stjómarformaður Kaupfélags Eyfirð- inga, segist ekki vilja ræða þetta mál ítarlega á þessu stigi og hann vill ekki nefna neinar tölur sem mönnum kunna að hafa farið á milli. „Við eram í samningaviðræðum við fulltrúa bændanna þessa dagana. Ég hef hins vegar sagt það og get endurtekið það að ég ekkert hissa á því og hef á því skilning að það sé órói meðal bænda vegna þeirra breytinga sem eru að eiga sér stað. Það má líka segja aö það standi bæði upp á okkur KEA-menn og forystumenn bændanna að hafa ekki kynnt það nógu vel sem er að gerast,“ segir Jóhannes Geir. Jóhannes Geir Sigurgeirsson: „Kröfur bænda veröa aö vera raun- hæfar.“ Trúnaöur brostinn „Trúnaður er brostinn milli aðila,“ segir Benedikt. „Út af ársreikningi Mjólkursamlagsins hurfu 500 milljón- ir króna árið 1995 og það án nokkurra skýringa. Svo þegar ársreikningur Samlagsins var borinn upp á aðal- fundi árið 1996 var búið að breyta öll- um tölum frá 1995 sem færðar voru yfir á reikninginn 1996 til að fela þennan gjöming". Benedikt segir þetta atriði í raun- inni upphafið af þeim deilum sem nú eru uppi eða vendipunktur. „Kaupfé- lagsmenn vilja hins vegar fá okkur inn í félagið núna en hafa til þessa aldrei viljað viðurkenna að við ættum neitt í Samlaginu. Nú vilja þeir tryggja sér viðskiptin við okkur enda vita þeir sem er að Samlagið er mjólk- urkýr kaupfélagsins og þeir vita líka að án mjólkur verður ekkert mjólkur- samlag rekið.“ Varðandi 500 milljónirnar sem Benedikt segir að hafi horfið segir Jó- hanes Geir: „Það er bara einn árs- reikningur og einn efnahagur til fyrir Kaupfélag Eyfirðinga. Það hafa hins vegar um árabil verið lögð fram á samlagsfundum yfirlit um eignir og skuldir sem tengjast Samlaginu. Þetta er flókið mál að fara út í og það er rétt að um þetta leyti varð lækkun á eigin fé Samlagsins sem var sýnt í þessu yf- irliti yfir efnahag Samlagsins en í mínum huga hefur það hins vegar enga praktíska þýðingu gagnvart því sem við erum að gera núna“. Á að mjólka þetta meira En kemur til greina aö bændur geri KEA tilboð í Samlagið? „Við í „órólegu deildinni" héldum fund með KEA-mönnum og þar voru nefndar ákveðnar tölur. Hins vegar virtist það ekki einu sinni vera til um- ræðu að selja Samlagið. Þótt við vær- um tilbúnir með tilboð þá er greini- legt að það á að mjólka þetta meira en gert hefur verið“ segir Benedikt. En er almenn samstaða meðal bændanna um kröfur og aðgerðir? ..Það er mjög mikil almenn óánægja með það sem er uppi á borðinu núna en það kann að verða annað mál hvað menn sætta sig við af því að þeir nenna ekki að standa í illdeilum og vandræðum". Hefur bændaforystan eitthvað sýnt sig í þessu máli og stutt ykkur? „Bændaforystan. Ef þú átt við Ara Teitsson og félaga þá hefur sú forysta ekki birst okkur bændum en hún hef- ur eflaust eitthvað gert. Það væri öðravísi baráttan fyrir okkur bændur ef við hefðum einhvem verkalýðsfor- ingja sem væri að vinna í þessum málum fyrir okkur og ef við hefðum t.d. forystu eins og Rafiðnaðarsam- bandið hefur, þá liti málið öðravísi út,“ segir Benedikt. Bjartsýnn Jóhannes Geir Sigurgeirsson segir að vel sé unnið að því að leysa þetta mál. „Það er í sjálfú sér ágætt að bændumir hafi í frammi kröfur en þær kröfur verða að vera raunhæfar. Við eram í daglegu sambandi við við- ræðunefnd bændanna og vinnum að því að þoka þessu áleiðis. Ég er bjart- sýnn og það er stefnt að niðurstöðu í málinu innan tveggja vikna,“ segir Jó- hannes Geir. Chiropractic heilsudýmímar Sveftilierbergishmgögn Hálsukoddar Hlífiktrdýnur Rúmteppasett Hágæöa bómufíariök Sœngttr Saengunxr Lampar Spegiar Kj*vík _ AKU Listhúsinu Laugardal, sími 581 2233 • Dalsbraut 1, Akureyri, sími 461 1150 • www.svefnogheilsa.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.