Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2000, Blaðsíða 2
2
LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2000 JLP’W
fréttir
Pestarbæli í kjallara við Hverfisgötu:
Miðaldra kona að
drukkna í skít
„Konan á húsnæðið og má gera það
sem hún viil við það. Sum mál eru
þess eðlis að ekki er hægt að ræða þau
í fjölmiðlum," sagði Oddur R. Hjartar-
son, forstöðumaður Heilbrigðiseftirlits
Reykjavíkur, um konu á sextugsaldri
sem býr í kjallaraíbúð við Hverfisgötu
og hefur ekki þrifíð hjá sér svo árum
skiptir heldur sankað að sér sorpi. í
fyrradag bilaði rafmagnsrofi í húsi
konunnar og þurftu starfsmenn Orku-
veitu Reykjavikur þá að kalla út
slökkviliðsmenn í eiturefnabúningum
til að komast inn í kjallaraíbúð kon-
unnar.
Köttur í andköfum
„Ég bý hér ásamt kettinum mín-
um,“ sagði konan þegar DV heimsótti
hana síðdegis í gær. Þegar hún lauk
upp kjallarahuröinni skaust kötturinn
út með andköfum eins og hann ætti líf-
ið að leysa og á blaðamanni skall alda
ódauns sem ekki verður lýst með orð-
um. Sjálf var konan þakin skít í and-
liti, íklædd tötrum. Ásýnd hennar í
dyragættinni var líkust svipmynd frá
miðöldum.
„Við gefúm konunni frest til að taka
til hjá sér. Við verðum að fara að sett-
um reglum og virða friðhelgi heimilis-
ins,“ sagði Oddur R. Hjartarson og
undir orð hans tók Lúðvík Ólafsson,
héraðslæknir í Reykjavík, sem neitaði
að öðru leyti að tjá sig um málið. Að-
spurðir viðurkenndu Oddur og Lúðvik
að þeir hefðu aldrei komið inn í íbúð
konunnar en starfsmenn Orkuveitunn-
ar, sem fóru þangað inn í eiturefna-
búningum, hafa látið hafa eftir sér að
svínabú væru þrifaleg í samanburði
við það sem mætti þeim í kjallaranum
við Hverflsgötu.
Verölaus eign
„Ég keypti hæðina fyrir ofan kon-
una en stend nú í þeim sporum að
- yfirvöld ráöþrota
Kjallarakonan við Hverfisgötu á leiö heim til sín.
DV-mynd Hilmar Þór
geta hvorki flutt inn, leigt húsnæð- henni. Fn;
ið út né selt það vegna lyktarinnar urinn í ba
sem leggur upp úr kjallaranum," garðinum
sagði Gunnar Hjaltason sem vinnur nægir mér
nú að því að gera upp íbúð í um- sagði Gur
ræddu húsi. „Þegar ég bar mig upp ar Hjalta-^.
við starfsmenn Heilbrigðiseftirlits- son.
ins í Reykjavík trúði enginn þar lýs- -EIB
ingum mínum á lyktinni. Þar bentu
menn mér á að reyna að ýta við
konunni og fá hana til að þrífa en ég
hef ekki lagt í að banka upp á hjá
Frétt DV
frá í gær
um starfs-
menn Orku-
veitunnar f
eiturefna-
búningunum
við Hverfis-
götu.
Gylfi Árnason, framkvæmdastjóri Opinna kerfa hf., og Þorvaldur Jacobsen,
framkvæmdastjóri Vísis.is, handsala kaupin á nýja Internetmiölaranum í
húsakynnum Vísis í gær.
Vísir.is kaupir öflug-
an Internetmiðlara
1 gær keypti Vísir.is af Opnum
kerfum hf. öflugasta netmiðlara sem
starfræktur hefur verið hér á landi.
Þetta er tölva af gerðinni Hewlett
Packard L2000 en það er nýjasta
gerð þessara miðlara.
Ástæða kaupanna er sú að sífellt
fjölgar heimsóknum á Vísi.is en
fjölgunin hefur numið 20-25% á
mánuði.
Intemetmiðlarinn byggir á svo-
kallaðri klasalausn og er búinn tvö-
földu öryggiskerfi en það á að
tryggja mikinn áreiðanleika í
rekstri.
-rt
Keikó fær
aukið rými
DV, Vestmannaeyj um:
Nú stefnir í að Keikó fái aukið
rými í Klettsvík því í gær var lagt net
þvert fyrir
innsta hluta
víkurinnar.
Gert er ráð
fyrir að há-
hyrningnum
verði sleppt úr
kvínni út í
víkina
næstu vikum.
Netið er
mikið að vöxt-
um, 285 m
langt og 14 til
15 m á dýpt,
með stórum
flotbelgjum og
gert á allan
hátt eins sterkt og kostur er. Var það
búið til í Netagerðinni Ingólfi i Vest-
mannaeyjum. Netinu var slakað út af
bryggju og það dregið út af kafara-
bátnum Hamri. Netið er fest i bergið
beggja megin við víkina og í botni eru
stór anker og keðjur af stærstu gerð
til að halda því niðri. Veitir ekki af
því því straumkast er mikið í Kletts-
vík, ekki síst i illviðri eins og gekk
yfir sl. mánudag. Þá brotnaði kvíin á
tveimur stöðum.
Sex kafarar unnu við að koma
netinu fyrir í gær auk annarra
sem koma að verkinu. JefT Foster,
yflrþjálfari Keikós, segir að með
tilkomu netsins verði ákveðin
þáttaskil en háhymingurinn hefur
verið í kvínni frá því hann kom til
Eyja í september 1998.
„Við höfum verið að undirbúa
þennan áfanga i marga mánuði og
gerum ráð fyrir að sleppa Keikó út
í Víkina ekki seinna en um miðjan
febrúar,“ sagði Jeff.
Gert er ráð fyrir að tvo daga taki
að festa netið. -ÓG
stuttar fréttir
Hervör víkur ei
Hervör Þor-
valdsdóttir,
dómari við Hér-
aðsdóm Reykja-
víkur, neitaði í
dag að víkja
sæti í meiðyrða-
máli Kjartans
Gunnarssonar
gegn Sigurði G. Guðjónssyni. Kjart-
an kærði Sigurð fýrir grein hans
sem birtist í dagblaðinu Degi
þriðjudaginn 31. ágúst á síðasta ári
og krafðist þess að ummæh hans
yrðu dæmd dauð og ómerk, auk
miskabóta, birtingu dóms og máls-
kostnaðar. Hervör kvað sjálf upp
úrskurðinn.
Stúdentaráö mótmælir
Stúdentaráð mótmælir nýrri
nafngift Viðskiptaháskólans og seg-
ir að nafhið Háskólinn í Reykjavík
gangi þvert á þá hefð að skólar
kenni sig við það svið sem þeir
stunda kennslu og rannsóknir á.
Stúdentaráð fmnur einnig að því að
Viðskiptaháskólinn sé ekki eini há-
skólinn í Reykjavík þar sem fyrir
eru m.a. Kennaraháskóli íslands,
Listaháskóli íslands og Tækniskóli
íslands
Ráðherra mótmælir
Heilbrigðis-
ráðherra mót-
mælti þeirri
fullyrðingu
Geðhjálpar að
boðaður hefði
verið 100 millj-
óna króna nið-
urskurður á
geðdeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. í
yfirlýsingu frá heilbrigðisráðherra
kemur fram að það sé miður að
halda þessu fram. RÚV greindi frá.
Gott útlit
Einn þeirra sem fengu styrk úr
verkefnasjóði Atvinnuþróunarfé-
lags Eyjafjai'ðar við úthlutun á dög-
unum var EgUl Jónsson tannlæknir
vegna áframhaldandi þróunar staðl-
aðrar fyllingar til að nota í tann-
lækningum. Að óreyndu og ókönn-
uðu máli lítur verkefnið næstum út
fyrir að vera fyndið en hlæi hver
sem vill þegar Egill uppfmn-
ingatannlæknir verður kominn
með einkaleyfi um allan heim.
Dagvist stórhækkar
Gjöld fyrir 8 tíma dagvistun
bams í forgangshópi hafa hækkað
um allt að þriðjung á síöustu tveim-
ur árum. Þetta kemur fram á vef Al-
þýðusambands Islands. Þá kemur
fram að gjöld fyrir 8 tíma dagvistun
barns hjóna eða sambúðarfólks
hafa hækkað um allt að fjórðung á
sama tímabili.
Laun Rnns upp
Samkvæmt
því sem Dagur
kemst næst
hækkar Finnur
Ingólfsson í
launum um allt
að 35% með því
að fara úr ráð-
herrastóli yfir í
Seðlabankann. Kjaradómur úr-
skurðaði nýlega um laun ráðherra
og frá 1. janúar sL voru þau rúmar
546 þúsund krónur á mánuði að
meðtöldu þingfararkaupi. Laun
bankastjóra Seðlabankans munu
vera um 740 þúsund krónur á mán-
uöi.
Níu skiptu um kyn
Þegar hafa níu íslendingar
gengist undir kyn skiptiaðgerð
og af þeim eru sex karlmenn sem
í dag eru konur en þijár konur
sem í dag eru menn. Þrir þeirra
eru undir 16 ára aldri og aðrir
þrír yfir fimmtugu. í dag er vitaö
um fjóra einstaklinga sem bíða
eftir að komast i aðgerö.
Verðstrið í Lundúnaflugi
Allt stefnir í hörku verðstríð í
flugi til Lundúna í sumar. Flugleið-
ir hafa þegar kynnt ferðir á 18.900
krónur og um helgina kynna
Heimsferðir vikulegar ferðir sínar
til borgarinnar á 17.900 krónur.
Báðar upphæðimar eru að meðtöld-
um sköttum. -GAR/JAB/hól