Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2000, Blaðsíða 12
I 12 tréttir LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2000 Auðmaður gengur frá borði Akureyringurinn Þorsteinn Vil- helmsson, sem seldi í vikunni tæp- lega 22% hlut sinn í Samherja hf. fyrir rúmlega þrjá miiljarða króna, á að baki einstaklega glæsta sögu velgengni sem aflaskipstjóri og at- hafnamaður. Þorsteinn hefur lýst þvi yfir að hann hyggist halda tengslum sínum við sjávarútveginn og gefið í skyn að meginþungi framtíðarfjárfest- inga hans muni verði í þeirri at- vinnugrein. Hann hefur þegar fest umtalsvert fé í ~ “ " fyrirtækjum eins Haukur Larus Hauksson og Solumiðstoð ____________________________________ hraðfrystihús- anna, Hraðfrysti- húsinu Gunnvöru og lúðueldisfyrir- tækinu Fiskeldi Eyjafjarðar. og drógu togara þess, ryðkláfinn og rottuhótelið Guðstein, til hafnar á Akureyri. Félagamir lögðu eyrun hins vegar ekki við kaldhæðnisleg- um athugasemdum samborgara sinna heldur tóku til óspilltra mál- anna við að gera togarann upp og breyta honum i frystiskip. Þorsteinn hafði verið aflasæll skipstjóri hjá Útgerðarfélagi Akur- eyringa og sem slíkur áunnið sér talsverðan skip- Nærmynd Garðar Örn Úlfarsson Þor- steinn hefur þó einnig beint sjónum að alls óskyldum fjárfestingarkost- um og er til dæmis einn þeirra sem keyptu meirihluta í enska knatt- spymufélaginu Stoke. Sjálfur segir Þorsteinn við DV að hvað snertir næstu fjárfestingar sínar séu hlutir í farvatninu, tengdir sjávarútvegi, en að ekki sé enn hægt að skýra frá þeim opinberlega. Að öðru leyti sagðist Þorsteinn reyndar ætla að halda sig til hlés á næstunni og baðst undan viðtali um sjálfan sig. Gárungar hafa sagt að með því að haida sig innan sjávarútvegsins vilji Þorsteinn sanna að ævintýra- legur uppgangur Samherja sé ekki síður honum að þakka en þeim sem stýrðu atburðum frá degi til dags i landi. Aðrir segja þetta fráleitar vangaveltur enda þurfi Þorsteinn ekki að sanna neitt fyrir nokkrum manni. Hreinar línur Þorsteinn hefur sagt að sala hans á Samherjahlutnum tengist starfs- lokum hans hjá Samherja en hann hætti hjá fyrirtækinu í fyrravor. Þá hafði hann starfað í landi frá því 1995 er hann batt enda á skipstjóm- arferil sinn. Ekki ber heimildum DV saman um nákvæmar ástæður þess að Þor- steinn hætti hjá Samherja þótt þær tengist vísast samskiptum hans við stærstu meðeigendur sína, bróður sinn, Kristján, og frænda sinn, Þor- stein Má. Þeir Kristján og Þorsteinn Már höfðu stýrt starfsemi Samherja í landi og ein kenningin er sú að ekki hafi fundist viðunandi farveg- ur fyrir starfskrafta aflakóngsins þegar hann lagði endanlega að bryggju þótt hann hafi haft þar nóg fyrir stafni, m.a. við að halda utan um aðdrætti og löndun. Bróðir hans, Kristján, sem er vélfræðingur, hefur sömuleiðis verið útgerðar- stjóri fyrirtækisins en aðallega stýrt viðhaldsverkum. Frændi þeirra, Þorsteinn Már skipaverkfræðingur, hefur verið framkvæmdastjóri Sam- herja. Sjálfur hefur Þorsteinn sagt um viðskilnaðinn við Samheija að fyrst og fremst ráðist hann af hagkvæmn- issjónarmiðum en einnig af því að góöur samstarfsandi þurfi að ríkja innan hlutafélaga og því öllum fyrir bestu að hafa hreinar linur. Aðhlátursefni á Akureyri Samherjafrændur voru almennt aðhlátursefni í Eyjafirði fyrir sautján árum þegar þeir keyptu út- gerðarfélagið Samherja í Grindavík stjórakvóta, sem svo var kallaður, og þann kvóta lagði hann með sér i nýja fyrir- tækið. Nafni skipsins var breytt og hét það Akureyrin þegar því var siglt að 1983. Akureyrin nýju í desember var eitt aflahæsta skip flotans undir stjóm Þorsteins sem síðar flutti sig yfir á glæsifleyið Baldvin Þorsteins- son og stýrði þvi þar til hann gekk á land. Á dýnu við rúm bardaga- manns Bjami Hafþór Helgason, fram- kvæmdastjóri Útvegsmannafélags Norðurlands, hefur þekkt Þorstein lengi. Eiginkona Bjama Hafþórs vann hjá Samherja í tíu ár og sonur hans hlaut eldskím sína í sjó- mennsku undir handleiðslu Þor- steins. „Sonur var minn var ellefu eða Milljar&amæringurinn Þorsteinn Vilhelmsson á heimili sínu vi& sjávarsíöuna a& Básabryggju í Reykjavík: „Ætla aö halda mig til hlés fyrst um sinn,“ seg- ir hann. tólf ára þegar hann fór fyrst til sjós með Þorsteini og fékk þá að sofa á dívani við hlið koju kapteinsins," rifjar Bjami Hafþór upp. „Ef geim- verur kæmu og vildu vita hvernig ekta íslenskur skipstjóri væri myndi ég benda á Þorstein. Hann er góður og gegn kall sem stendur í brúnni og hugsar um að áhöfnin sé í góðu lagi og að fiska.“ Bjarni Hafþór hefur stöku sinn- um veitt lax með Þorsteini, m.a. í Laxá í Aðaldal. „Þorsteinn er ótrú- lega fiskinn í laxveiðinni og fær alltaf fisk. Ég held að.hann myndi fá flsk á Laugaveginum," segir hann sannfærður. Hann hefur aðeins gott eitt að segja um Þorstein en viður- kennir þó að hann sé skapmaður: „Þorsteinn hefur viðhorf bardaga- mannsins til lífsins." Bjami Hafþór segir það ekki hafa komið sér á óvart að Þorsteinn seldi hlutabréfin í Samherja. „Það gekk ekki að stafla þessu heim og saman þegar hann kom í land. Þeir náðu bara ekki lendingu í þessu máli og Þorsteinn hætti. Ég spáði strax að hann myndi fara alveg úr fyrirtæk- inu til að vera ekki að flækja málin. Þetta var ekki með neinum látum og það væri hægt að benda í báðir áttir ef menn vildu finna einhvern til að kenna um hvemig fór.“ Skötuveiöar á sundskýlu Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Síldarvinnslunnar á Neskaupstað, var endurskoðandi Samherja frá 1984 og síðar framkvæmdastjóri ný- Sjávarútvegsrisinn Samherji teygir anga sína víða: Byrjaði með ryðkláfi og gjafakvóta Samherji er innan við tveggja ára- tuga gamall, stofnaður af bræðmn- um Þorsteini og Kristjáni Vilhelms- sonum og frænda þeirra, Þorsteini Má Baldvinssyni. Þremenningarnir vora stærstu hluthafar Samheija, með 60-65% hlut. Þorsteinn seldi síð- an sinn hlut og fjölskyldu sinnar, 21,6%, í vikunni. Upphafið má rekja til þess að þeir frændur keyptu fyrirtækið Samherja í Grindavik árið 1983. Með í kaupun- um fylgdi togarinn Guðsteinn, gam- all ryðkláfur sem lengi hafði legið við bryggju. Guðsteinn var tekinn í slipp og honum breytt í frystiskip. Fékk hann nafnið Akureyrin og reyndist lengi eitt mesta aflaskip ís- lenska flotans undir stjóm Þorsteins Vilhelmssonar skipstjóra. Var Krist- ján bróðir hans vélstjóri um borð. Þegar útgerð Samheija hófst var kvótakerfið að koma tÚ. sögunnar. Við úthlutun á aflaheimildum var tillit til veiðireynslu áranna 1980-1983. Samherjamenn völdu skipstjórakvótaleiðina svokölluðu og nýttu þannig veiðireynslu Þorsteins Vilhelmssonar sem hafði verið feng- sæll skipstjóri hjá Útgerðarfélagi Ak- ureyringa á viðmiðunaráranum. Þannig var Samherja fært eða út- hlutað 4.144 tonnum strax í upphafi. Leiö ekki á löngu þar til þeir tóku að færa út kviarnar með skipakaupum og kaupum á aflaheimildum. Sameinaö og á markaö Árið 1995 hóf Samherji þátttöku í veiðum og vinnslu uppsjávarfiska. Áherslan á þann þátt var aukin enn frekar með kaupum á útgerðar- og fiskvinnslufýrirtækinu Friðþjófi hf. á Eskifirði árið 1996. í ársbyrjun 1997 var allur rekstur Samherja hf. og dótturfélaga á ís- landi sameinaður í nýtt hlutafélag sem hlaut nafnið Samheiji hf. Á sama tíma keypti félagið 98% hluta- bréfa í Fiskimjöli & Lýsi í Grinda- vík. í árslok 1997 vora bréf þess skráð á Verðbréfaþingi íslands. Þá voru Friðþjófur hf. og Fiskimjöl & Lýsi hf. einnig sameinuð Samherja. Samherja er með veiðiheimildir upp á ríflega 40.600 þorskígildistonn og er fyrirtækiö með rúmlega 16 þús- und tonna veiðiheimild úr norsk-ís- lenska síldarstofninum. Veiöar, vinnsla og sala Höfuðstöðvar Samheija eru á Ak- ureyri þaöan sem félagið gerir út flmm togara og tvö nótaveiðiskip. Þá er stórt fjölveiðiskip í smíðum í Nor- egi. Auk þess er Samheiji með land- vinnslu sína á Akureyri, Strýtu, öfluga rækju- og lagmetisverk- smiðju. Samherji kemur við sögu í sjávarútvegi víða annars staðar eins og meðfylgjandi graf sýnir. Er skemmst að minnast kaupanna á um þriðjungi hlutafjár í Hraðfrystistöð Þórshafnar sem efla eiga vinnslu á uppsjávarfiskum. Samherji átti um 40% hlutafjár í Skagstrendingi en seldi hlut sinn í liðinni viku vegna óánægju með lítil áhrif á stjóm fýrirtækisins. Á Eski- flrði rekur fyrirtækið síldarverkun. Á Dalvík er Samheiji aðili að Snæ- felli í gegn um Kaldbak sem Sam- heiji á ásamt KEA. Þá á Samherji 49% í Rifl í Hrísey sem gerir út rækjutogara. Samheiji á aðild að Skipakletti á Reyðarfirði. Samherji yflrtók rekstur Hrannar hf. á Isafirði fyrir rúmum þremur árum og um leið aflaskipið Guð- björgu ÍS. Enginn rekstur er á Isa- firði en með Guðbjörgu fóra þaðan ríflega 3 þúsund þorskígildistonn. Meginstarfsemi utan Akureyrar er í Grindavík en þar á Samheiji loðnuverksmiðju og verksmiðju fyr- ir frystingu. Samherjamenn segja sjálflr að lykillinn velgengni félags- ins sé að það annast sjálft allt frá upphafi til enda: veiðamar, vinnsl- una og sölumálin. Þýskur risi Samherji er með umtalsverða starfsemi erlendis, i Bandaríkjun- um, Skotlandi, Færeyjum og Þýska- landi. Starfsemin er umfangsmest i Cuxhaven í Þýskalandi þar sem Samheiji á og rekur risafyrirtækið DFFU, sem gerir út flmm skip, þ.á.m. frystitogarann Hannover sem áður hét Guðbjörg ÍS og veiða mun uppsjávarfisk. Samheiji á 33% í Framheija í Færeyjum sem gerir út einn frysti- togara. Dótturfélag Framherja, EM shipping, gerir út skip til veiða á uppsjávarfiski en það hét áður Jón Sigurðsson GK. Onward Fishing Company, OFC, í Aberdeen í Skotlandi gerir út þrjá togara. Annar hét áður Hjalteyrin EA en hinn Snæfugl og er í leigu hjá félaginu. Þá er Samherji aðili að útgerðarfé- laginu Ocean Seafoods USA , Inc. í Bandaríkjunum og rekur söluskrif- stofu í Englandi. -hlh
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.