Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2000, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2000, Blaðsíða 19
I>V LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2000 (tímatal Kínverjar eru nokkuð á und- an okkur í ártalinu því í dag, 5. febrúar, byrjar árið 4637 hjá þeim. Kínverska nýárið byrjar ekki á sama degi ár hvert, eins og hjá okkur, heldur er það hreyfanlegt en er jafnan á tímabilinu frá 21. janúar til 20. febrúar. Kínverska almanakið fylgir tunglinu og nýárið hefst við byij- un annars nýs tungls eftir vetrar- sólstöður en tíminn frá nýju tungli til næsta nýs tungls er 29 dagar, 12 stundir og 44 mínútur. Eitt tunglár með 12 mánuðum er þess vegna 354 dagar, 8 stundir og 48 mínútur. Það er tæpum ellefu döginn styttra en sólarárið og því leggja Kinverjar inn hlaupárs- mánuði í dagatalið með jöfnu miHibili. Unnur Guðjónsdóttir, sem hef- ur farið þrettán sinnum til Kína á undanfömum árum, ætlar að halda sérstaklega upp á áramótin, einkum vegna þess að hún er sjálf fædd á ári drekans. „Kínverjar gera miklu meira úr þvi á hvaða ári maður er fæddur en á hvaða degi. Það er því alltaf spennandi þegar afmælisárið rennur upp þvi það gerist aðeins á tólf ára fresti,“ segir Unnur í samtali við DV. Hvert og eitt hinna tólf dýra í dýrahring tungláranna hefur sitt skapgerðareinkenni. Drekinn þykir góður, ekki síst vegna þess að hann var dýr keisaranna. Vildi frekar vera rotta Unnur segir að almanak Kínverja greini frá þvi að hamingjan fylgi þeim sem fæddir eru á ári drekans og þeir hafi alla möguleika til frama. Þeir séu gáfaðir og ákveðnir en þeir eigi erfitt með að fara að Unnur í drekabúningi. Kvenbúningur þessi er úr rauöu silki, skrautsaumaöur meö gullþræöi. Mynstrið er dreki en búningur sem þessi var notaöur í Forboðnu borginni í Kína á Ching-tímabilinu (1644-1911). Skórnir eru meö þykkum sólum en þeir voru einnig notaöir á fyrrnefndu tímabili. Höfuðfatið er úr silfri en Miao- ættbálkurinn í Yunnan-héraöi notar enn slíkan höfuöbúnaö. Árið 4637 rennur upp í Kína í dag: Hamingjan fylgir þeim sem fæðast á ári drekans ráðum annarra og það geti valdið þeim vandræðum. „Það er sagt um drekann að hann sé vinmargur og aðlaðandi en eigi jafnframt erfitt með að verða ástfanginn. Drekinn má þó búast við að verða hamingju- samur en hætta er á aö hamingjan verði hverful ef hann er fæddur í hvassviðri. Ég er harla ánægð með að vera dreki þótt ég hefði nú held- ur viljað vera rotta, hún er best að minu mati. Það er hins vegar gam- an að eiga heilt afmælisár fram und- an og ég óska öllum drekum til hamingju með afmælið," segir Unn- ur en hún ætlar að halda skemmti- dagskrá á veitingahúsinu Shanghæ á morgun til að fagna áramótunum. Unnur mun halda erindi um Kína- ferðir sínar og síðan verður efnt spurningaleiks og happdrættis. Dýrahringurinn: Rottan 1996 Vatnauxi 1997 Tígur 1998 Kanína 1999 Dreki 2000 Slanga 2001 Hestur 2002 Geit 2003 Api 2004 Hani 2005 Hundur 2006 Grís 2007 ---fTöfyMi/H/i/i í Aú&g/hpnuni l i/ay- Dúndursala! | í dag og næstu daga | I rýmum við fyrir 1 nýjum vörum. usgogn Bæjarhrauni 12 Hf. • Sími 565 1234 Opiö virka daga 10-18, laug. 10-16 Sunnudagar eru fjölskyldudagar Kringlan er opin á sunnudögum og þar finna allir í fjölskyldunni eitthvað viö sitt hæfi. FLESTAR VERSLANIR STJORNUTORG skyndibita- og veitingasvæðið frákl. 11.00-21.00 alla daga. Abrir veitingastabir og Kringlubíó eru meb opib fram eftir kvöldi. P R R SEM^HJRRTRfl 5 L (E R PPLÝSINGHSiMI 5 8 8 7 7 B 8 SKRIFSTDFUSÍMI 5GB 9208
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.