Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2000, Blaðsíða 27
-U'\<r LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2000
27
i&iðsljós
Er Cruise ekta?
Á meðan Tom Cruise er orðaður
við Óskarinn fyrir leik sinn í kvik-
myndinni Magnolia er það leikar-
anum hörundsára mikið kappsmál
að koma því á framfæri að leikur
hans í myndinni hafl verið ekta
frá a til ö. Cruise leikur sérfræð-
ing á sviði kynlífsmála sem í einu
atriði myndarinnar háttar sig og
sýnir sig á brókinni einni saman
og er náttúrlega ekkert út á það að
setja. Hins vegar halda sumir því
fram að leikarinn hafl notast við
fylliefni undir brókinni, kannski
áþekkt því sem flnna má í wonder-
brabrjóstahöldum. Tom er aftur á
móti hinn argasti yfir þessu og lög-
fræðingar hans hafa þegar sent út
viðvörun þess efnis að leikarinn
muni ekki láta slíkan orðróm við-
gangast.
Góðir grannar
Tilraun bandarísku söng- og
leikkonunnar Barböru Streisand til
að koma uppáþrengjandi áhanganda
á bak við lás og slá er farin út um þúf-
ur og víst að einhver eftirmál verða
af. Söngkonan var ásamt eiginmanni
sínum, James Brolin, á leið heim til
sín á Malibuströnd þegar hún veitti
því athygli að bíll, sem ekið var i
humátt á eftir þeim, hafði elt þau
nokkra stund. Streisand gerði lög-
reglu viðvart og var hinn grunaði
handtekinn. Honum var hins vegar
sleppt nokkrum dögum síðar þar sem
það kom upp úr dúmum að hann var
nágranni Barböru. Að sögn kunnugra
íhugar nágranninn að höfða skaða-
bótamál á hendur söngkonunni og
víst er að þar er um auðugan garð að
gresja enda mun söngkonan hafa
hagnast vel á tveggja daga vinnu í
kringum áramótin.
skák
Frá liðinni öld
I dag byrjar göngu sína nú á nýju
árþúsundi skákþáttur í helgarblaði
DV. Ætlunin er að brydda upp á
ýmsu skemmtilegu í sambandi við
skáklistina. Mestmegnis verður mín
afstaða til skákarinnar til umíjöll-
unar, ég vona að hún eigi eftir að
falla lesendum í geð. Ég mun reyna
að ná til hins almenna „skákáhuga-
rnanns", flóknar skákskýringar
Jón L. Árnason.
verða ekki í helgarblaðinu. Mótum,
innlendum sem erlendum verða
gerð skil og skákáhugamenn verða
minntir á íslensk skákmót sem
verða í framtíðinni. Ætlunin er
einnig áð vera með vefsíðu á visir.is
þar sem reynt verður að fara betur
yflr skákir og skákmálefni. Vonandi
kemst hún í gagnið í þessum mán-
uði.
Jón L. Ámason stórmeistari var
með skákþátt í DV rúma tvo ára-
tugi, þar til fyrir fáum árum. Þættir
hans voru ávallt skemmtilegir og
vel unnir. Vonandi tekst mér að
halda uppi merki hans. Jóni L. til
heiðurs ætla ég að birta tvær vinn-
ingsskákir hans frá árinu 1990 gegn
mjög þekktum erlendum stórmeist-
urum. Þessar skákir voru útnefndar
til keppninnar (?) besta skák tefld af
íslenskum stórmeistara á síðustu
öld. Erfitt er að dæma um slíkt,
flestum flnnst sinn fugl fagur og
stundaráhrif skipta sköpum. Svo
eru það núlifandi skákmenn sem
dæma. Skákmenn sem uppi voru á
tímabilinu 1900-1960 t.d. myndu líta
öðruvísi á málin. Að ógleymdum
meistara Benóný Benediktssyni,
hann hefði haft ýmislegt til mál-
anna að leggja í sambandi við þessa
keppni.
Þessi skák Jóns var tefld á stór-
veldaslagnum í Reykjavík. Snörp
árás og sem dæmi lék Jón hrók að-
eins einu sinni i þessari skák. Hann
var og er þekktur sem hrókur alls
fagnaðar!
Hvítt: Jón L. Ámason
Svart: Alexei Dreev
Frönsk vöm
1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rd2 a6 4.
Rgf3 c5 5. dxc5 Bxc5 6. Bd3 Rf6
Frekar óvenjulegt afbrigði, sem
Jón sá til að færi í felur fram á
næstu áratugi!
7. 0-0 Dc7 8. a3 Be7 9. Hel 0-0
10. e5 Rfd7 11. Rb3 Rc6 12. Bf4
Rb6 13. c3 Rc4
14. De2 b5 15. Rbd4 Bd7
Frekar hefbundin uppbyggingar-
staða i frönsku vörninni er nú kom-
in upp. Jón bruggaði hér banaráð.
16. Rxc6 Bxc6 17. Rg5 Bxg5 18.
Bxg5 Hae8
Nú sjáum við hugmynd Jóns, eða
geram við það? Svona tefla skák-
listamenn!
19. Bxh7+! Kxh7 20. Dh5+ Kg8 21.
Bf6 gxfB 22. Dg4+ Kh7 23. exfB Kh6
24. f4 1-0
Skák
Sœvar Bjamason
Næsta skák var tefld á ólympíu-
mótinu í Novi Sad í Júgóslavíu og
er við stærðfræðidoktorinn John
Nunn sem íslenskir skákmenn köll-
uðu á góðri stund og í gríni Nonna
nunna! Hvort byggingin þar sem
ólympíumótið var haldið hefur
verið sprengd í tætlur í Kosovo-
striðinu er önnur saga. Allavega var
staða Johns sprengd í tætlur af
Jóni.
Hvítt: Jón L. Ámason
Svart: John D.M. Nunn
Spánski leikurinn
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4.
Ba4 Rf6 5. 0-0 Be7 6. Hel b5 7.
Bb3 0-0
8. a4 Bb7 9. d3 d6 10. Rc3 Ra5
11. Ba2 b4 12. Re2 c5 13. c3 bxc3
14. bxc3 c4
Það er margt athyglisvert við
þessa stöðu. Sjaldgæft afbrigði af
spánska leiknum og ekki þorði
Nunn að tefla Sikileyjarvöm gegn
Jóni þrátt fyrir að hafa skrifað
margar bækur um þá vöm. En það
er hægt að blása sil snarprar sókn-
ar í spánska leiknum líka!
15. Rg3 Rd7 16. Ba3 He8 17. Rf5
Dc7 18. Rd2 cxd3 19. Dh5 g6
Þá er komið að því að fórna liði,
ekki í fyrsta skipti hjá Jóni L.
20. Bxf7+! Kxf7 21. Dxh7+ Kf6
22. He3 RfB! 23. Dh8+ Kf7 24. HÍ3
gxf5
25. Dh5+ Rg6 26. Dxf5+ 1-0
Þröstur Þórhallsson var efstur
fyrir síðustu umferð á Skákþingi
Reykjavíkur með 8,5 vinninga í 10
skákum. Júlíus Friðjónsson, Sigurð-
ur Páll Steindórsson og Bragi Þor-
finnsson voru í 2.-4. sæti með 7,5
vinninga. Þröstur sem gott búinn að
tryggja sér titilinn.
Hraðskákmót Reykjavíkur verður
á morgun, sunnudag, kl. 14 í Faxa-
feni 12.
MMC Galant, V6, sjálfskiptur
Leðurinnrétting, topplúga, spoiler, álfelgur, nýskráður 12.3.'99,
ekinn 17.000, ásett verð 2.750.000 - skipti á ódýrari.
Nánari upplýsingar hjá Bílaþingi Heklu 569 55 00________________j
„CIÆSILECM WNINCM í
SULNflSflL
ISAIT1YINNU Vlt>M0flDW41V
SVHIHC í 4l^imS4<L4)SS4n
HÆ5TU WNINGJHí: 4.. IB.fr 2E.IMW
Cini) LÖÍ ÍSTÍÍELUSTU
LISTMTINNJ) ÞJOhflfHNHHh SlöUSTU 4JUTTUCL
Sýningin er flutt í minningu látinna listamanna:
Elly & Vilhjálmur Vilhjálms, Haukur Morthens, Alfreð Clausen,
Rúnar Gunnarsson, Jón Sigurðsson, Sigurður Þórarinsson,
Svavar Gests, Tólfti September, Hreinn Pálsson, Ingimar & Finnur Eydal,
Sigfús Halldórsson, Jónas Árnason o.fl. o.fl.
Radisson S4S
SAGA HOTEL REYKJAVIK
Forsala miða og borðapantanir alla virka daga kl. 13-16.
Sími 525 9933 - Fax 562 5084.