Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2000, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2000, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2000 JLlV Lék nornina í Mjallhvíti Ólína Þorvarðardóttir segir frá útburðum og álagablettum Bolungarvík Rateyrl bernskuminningum tengist litlu lækjargili fyrir neðan bæinn á Hvallátrum. Ég man heita sumar- sólina, sterka lyktina af baldurs- brám, óminn af mávagjalli allt í kring og suðið í fiskiflugu. Mér leiö alveg ótrúlega vel á þessum stað og sumarið leið eins og draumur í þessari sól, sjávarselt- unni og ilminum af baldursbrám." Nokkrum árum síðar fékk Ólína hlutverk léttastelpu hjá móðurbróður sínum í vegavinn- unni. „Eitt sumarið vorum við stödd á Látra- heiðinni. Búðir voru reistar fyrir neðan vatn á heiðinni og var unnið við að breikka vegar- stæðið sem var nú ekki mikil- fenglegt fyrir. Það var afskap- lega dráUgalegt uppi á heiðinni þetta sumar og þoka mestaUan timann. Frænka mín og nafna var þarna með okkur og var hún mjög iðin við að segja mér draugasögur, einkum af útburðum. Á vatninu var himbrimi en hann syngur mjög sérkennilega á undan rign- ingu. Þetta ómaði hálfpartinn eins og útburðarvæl enda sagði frænka mín mér að svo væri og leiddi mig inn í aUan sannleikann um það hvað útburður væri. Að þetta væru dáin börn sem hefðu verið borin út í uröina. Ég trúði þessu að sjálfsögðu eins og nýju neti og þorði varla nokkurn tímann að fara spönn frá rassi fylgdarlaust. Ef ég þurfti að fara niður á Látra- bæinn eftir mjólk eða slíku og það var þoka, þá hljóp ég jafnan í einu hendingskasti og kom til baka með tunguna lafandi og blóðbragðið í munninum. Sjálf hélt ég myrk- fælninni dyggUega við með þvi að lesa þjóðsögur Jóns Árnasonar sem geröu mig enn þá hræddari. Það má segja að þarna hafi ég kynnst þjóðfræðunum sem hafa fylgt mé æ síðan.“ En það var ekki eingöngu Ólína sem lagði trúnað á slíkar sögur, rígfuUorðið fólk tók sögur af huldufólki mjög alvarlega. „Skammt frá bæjarstæðinu á HvaUátrum stóð reisulegur hóU við veginn. Honum fylgdi sú sögn að ekki mætti slá hann né raska neinu á honum því annars gæti farið Ula fyrir viðkomandi. Svo var það einu sinni að verið var að vinna með ýtu í vegarstæðinu við hólinn. Ýtustjórinn lenti í vand- ræðum og bakkaði óvart með ýtutönnina upp í hólinn. Ég gleymi aldrei þögninni sem sló á mannskapinn við kvöldverð- arboðið eftir að þetta hafði upp- götvast. Frá þeirri stundu var kom- SAFJORÐUR í l.iL ið fram við ýtustjórann eins og hann væri feigur mað- ur. Þegar hann svo kvöldið eftir datt út úr stýrishús- inu á ýtunni og hælbrotnaði vörp- uðu aUir öndinni léttar og tuldr- uðu með feginleik að þá væri það fram komið.“ Hestamennskan í blóð borin Ólína lítur á sig sem blöndu af sveitastelpu og borgarbarni og bendir á þá staðreynd að á árum áður hafi verið tU siðs að senda böm í sveit. Nú tU dags fari flest börn á mis við sveitalífiö og dýraflóruna þar. „Dálæti mitt á hestum kemur reyndar úr austflrska ættleggnum og er mér í blóð borið. Faðir minn heitinn var að austan. Hann og bróðir hans voru hestamenn mikl- ir en þeir héldu hesta í KoUafirði, tuttugu stundum jafnvel þrjátíu hross. Ég var svo ung þegar ég fór fyrst á hestbak að ég man varla hvað ég var gömul, fimm kaxmski sex ára. Þegar við fluttumst tU ísa- fjarðar kom ekki annað tU greina en að taka hrossin með okkur. Ég hef því riðið töluvert um Vestfirði, frá ísafirði tU Bolungarvíkur og eins yfir á Þingeyri og um Hom- strandir. Það verður nú samt að segjast að Vestfirðimir eru ekki vænlegir fyrir hestaíþróttir, þar vantar mikið undirlendi og því víða erfitt yfirferðar." Mpnntaskólaárin á Isafirði Ólína segir að ísafjörður hafi aUa tið verið mikiU menningar- bær og mjög öflugt félags- og menningarlíf á staðnum. „TU margra áratuga var ísafjörður frjósöm uppspretta í íslensku tórUistarlífi, sérstak- lega á meðan Ragnar H. Ragnar var skóla- stjóri tónlistarskól- ans. Leiklistarlíf hef- ur líka verið með blómlegra móti. Á meðan ég var búsett á ísafirði var Litli leikklúbburinn einn öflugasti leikklúbbur landsins og sjálf starf- aði ég með honum um tíma. Ég byrjaði að æfa í stykki sem hét Sabína en lenti inni á sjúkrahúsi og varð að hætta við hlutverkiö. Helgi Bjömsson tók hlutverkið að sér og sló í gegn. Þar með mark- aðssetti hann sig sem leikara og söngvara. Hann á mér mikið að þakka að ég skyldi veikjast," segir hún og kímir við. Ólína lék einnig með Leikfélagi Menntaskólans á Isafirði. „Það var nú þannig að ég lék nomina í MjaUhvíti og dvergunum sjö sem fór mikla sigurfor um Vestfirði. Eins lék ég i einþáttungum ýmiss konar enda má segja að félagslífið í menntaskólanum hafi verið mjög gott. Bryndís Schram var þar kennari við skólann og starfaði mikið með okkur, sérstaklega í leiklistinni. Það var gott samband mUli kennara og nemenda og mik- ið frjálsræði innan veggja skólans á þeim árum. Hálftóm frystihús Ólína segir að það hafi dofnað yfir mannlífinu síðan hún var að alast upp fyrir vestan. „ísafjöröur hefur breyst frá því að ég var ung- lingur, sérstaklega atvinniUífið. Þá vann maður í öUum fríum í frysti- húsinu, þvi það var staðið á vökt- um tU að manna vinnslustöðvam- ar. Á ísafirði voru þrjár vinnslu- stöðvar, Norðurtanginn, Efra-Is- húsið og svo frystihúsið í Hnífsdal. Stundum kom jafhvel fyrir að um- framfiskur væri keyrður á Flat- eyri og yfir á Þingeyri tU vinnslu. Þetta var kaUað að „bjarga verð- mætum" og menn stóðu hreinlega dag og nótt. Það var nóga vinnu að hafa og skólakrakkar gátu haft mjög mikið upp úr þessu. Ég man að þegar ég var í gagnfræða- skólanum, þá skrópaði ég í handa- vinnu og leikfimi og fór beint nið- ur í frystihús eftir hádegi. I þá daga átti ég aUtaf nógan pening. I dag er fiskvinnslan á ísafirði vart svipur hjá sjón, aðeins eitt frysti- hús er starfandi þar núna og hin tvö, sem voru með glæsUegustu fiskvinnslustöðvum landsins, standa tóm. Það er átakanlegt að sjá hver þróunin hefur orðið í sumum vestfirskum byggðarlög- um þar sem kvóta er vart lengur að hafa og íslendingar fást ekki tU fiskvinnslustarfa þar sem svo lítið er upp úr því að hafa. Það er ekki hægt að neita því að það er dauf- legra um að litast en var.“ Ólina segist í dag fara tU ísa- fjarðar á um það bU tveggja ára fresti. „Bömin mín eiga auðvitað afa og ömmu fyrir vestan og svo eigum við hjónin bæði vini og vandamenn sem við heimsækjuní reglulega." -KGP Fallegasta manneskja: Mín yndislega móðir. Fallegasta röddin: Guðjón Sverrir Rafnsson. Fallegasti líkamshluti: Höfuð, herðar, hné og tær. Hvaða hlut flnnst þér vænst um? Úrið MITT! Hvaða teiknimyndaper- sóna myndirðu vilja vera? Sjonni í Bleiku & bláu. Uppáhaldsleikari: Jack Nicholson. Uppáhaldstónlistarmaö- ur: Rachmaninoff. Sætasti stjórnmálamað- ur: Jón Kristinn Snæhólm. Uppáhaldssjónvarpsþátt- ur: Það hlýtur að vera CNBC. Leiðinlegasta auglýsing- in: Sjónvarpshandbókin. Besta kvikmyndin: One Flew over the Cuckoo’s Nest. Sætasti sjónvarpsmaður- inn: Dóra Takefusa. Uppáhaldsskemmtistað- ur: Kafíibarinn. Besta „pikk-öpp“-línan: Hef ekki fundið neina sem virkar. Hvað ætlaðir þú að verða? Betri. Eitthvað að lokum: Áfram Stoke. „Sem bam var ég mikið á Vest- fjörðum yfir sumartímann og hef síöan skynjað mjög vel minn vest- firska uppruna því ég er Vestfirðing- ur í móðurætt. Ég var í sveit hjá Sig- ríði móðursystur minni og Þórði, manninum hennar, á Hvailátrum í Rauðasandshreppi tvö sumur og síð- an nokkur sumur hjá móðurbróður mínum, Braga Thoroddsen, vega- gerðarverkstjóra á Patreksfirði. Mér eru mjög minnisstæð þessi sumur sem ég var fyrir vestan. Vestfirska náttúran; veðrið, lyktin og landslag- ið runnu svo að segja inn í mig og urðu frá þeim tíma hluti af sjálfri mér. Þegar ég var fjórtán ára gömul fékk faðir minn starf sem sýslumað- ur á Isafirði og flutti fjölskyldan því búferlum frá Reykjavík vestur á ísa- fjörö þar sem ég átti bjó í ein tiu ár. Þar fann ég mannsefnið mitt og treysti enn frekar mínar vestfirsku rætur.“ Þannig komst Ólína Þor- varðardóttir að orði þegar henni var hugsað til æskuáranna þegar hún dvaldi langdvölum fyrir vestan. Ólína hefur sem kunnugt er samið spumingamar fyrir spumingaþátt- inn Gettu betur auk þess að gegna stöðu dómara í fyrmefndum þætti. Hún er þjóðfræðingur að mennt, deildarstjóri þjóðháttadeildar Þjóð- minjasafnsins og stundakennari við Háskóla íslands. Móðir mín í kví kví Ólína kom fyrst að Hvallátrum sex ára og dvaldist þá sumarlangt. „Ein af mínum bestu og mildustu Ólína Þorvaröardóttir, þjóðfræöingur og dómari í Gettu betur, var í sveit á Vestfjöröum og átti lengi heima á ísafirði. ... í prófíl Ivan Burkni Ivarsson Hann heitir Ivan Burki Ivansson og er 30 ára grafísk- ur hönnuður. Fullt nafn: Ivan Burkni Ivansson. Fæöingardagur og ár: 28. maí ‘69. Maki: Nei. Böm: Nei. Skemmtilegast: Helgar- sport! Leiðinlegast: Fyrsta hvers mánaðar. Uppáhaldsmatur: Ind- verskur að hætti stjúpa. Uppáhaldsdrykkur: Jamison i klaka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.