Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2000, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2000 fréttir - iT-jg *— fc*" ;** •• K' * jiptl |JV \ ' I' • „*!“■£■ “'tfa Þa& var ömurleg stund þegar hrossin, sem köfnu&u í reyk þegar kvikna&i í hesthúsinu í Mosfellsbæ, voru tekin út úr húsinu og komiö upp á pall flutninga- blls- DV-mynd Hilmar Þór Eldsvoðinn í hesthúsi í Mosfellsbæ: Tjónið upp á marg- ar milljónir króna - segir Elías Þórhallsson,-* eigandi flestra hrossanna „Ég get ekki metið tjónið sem oröið hefur, en það er ljóst að það nemur mörgum milljónum króna,“ sagði Elías Þórhallsson tamninga- maður við DV í gær vegna hest- hússbrunans í Mosfellsbæ. í gær- morgun kom upp eldur í hesthúsi hans með þeim afleiðingum að 19 hestar köfnuðu 1 reyk. 32 hross voru í húsinu, 20 í aust- urenda þess, en 12 í vesturendan- um. Steyptur veggur er milli hest- húshlutanna, svo og hlöðurými, kafflstofa og reiðtygjageymsla. Veggurinn virðist hafa hindrað að eldurinn bærist hratt milli hús- hluta. Hrossin í vesturendanum björguðust því, svo og eitt hross í Gæðingurinn glæsilegi Váli frá Nýjabæ ásamt eiganda sínum Elíasi Þórhallssyni. Váli drapst í brunan- um í gær. DV-mynd EJ. austurenda hússins. Meðal hross- anna sem féllu var gæðingurinn Váli frá Nýjabæ, sem gert hefur garðinn frægan í gæðingakeppn- um, m.a. í úrslitum í A-flokki gæð- inga á landsmótinu á Melgerðis- melum 1998. Þá voru í húsinu mörg efnileg tamningatrippi og reiðhross, auk þriggja graðhesta. Einn þeirra, sem Elías átti sjálfur, var undan Hrynjanda frá Hrepp- hólum. Annar var undan Orra frá Þúfu, en sá þriðji undan Mánasyni, sem ekki hefur verið sýndur. „Þessi hross voru flest í minni eigu, en þó einnig hross sem ég var með í tamningu,“ sagði Elías. Að sögn Elíasar bendir flest til að kviknað hafi í út frá rafmagns- töflu. Skemmdir á hesthúsinu urðu miklar, einkum í austurendanum. Kaffistofa, reiðtygjageymsla og hlöðurými skemmdust mikið. Þak- ið er talið ónýtt. Elías sagði að hesthúsið hefði verið tryggt, en hrossin ekki. „Mönnum er ekki gert kleift að tryggja hrossin sin, því iðgjöldin eru svo há,“ sagði hann. Auk hesthússins í Blíðubakka í Mosfellsbæ, sem fór svo Hla í eldi í gær, er Elías með nokkur pláss í öðru hesthúsi á félagssvæði Harð- ar. Þá hlupu góðir vinir undir bagga með honum í gær og útveg- uðu honum pláss fyrir þau 13 hross sem björguðust úr eldinum. -JSS Hestamenn funda vegna brunans í Mosfellsbæ: Kaffistofurnar hættulegastar - segir formaður landsambands hestamanna Hesthúsabyggöin í Víöidal - ráöning vaktmanns nauðsynleg, segir fram- kvæmdastjóri Fáks. „Hesthúsbruninn í Mosfellsbæ vek- ur alla hestamenn til umhugsunar um öryggismál í sínum húsum. Þetta er skelfilegur at- burður og ég hef ákveðið að ræða þetta sérstaklega á stjórnarfundi sem haldinn verður í dag. Vonandi sjáum við eitthvað ljós í myrkrinu," sagði Jón Albert Sigur- björnsson, for- maður Landsam- bands hesta- manna, og í svipaðan streng tók Helga Björg Helgadóttir, framkvæmdastjóri Fáks. Helga hefur boðað til almenns félagsfundar í Fáksheimilinu í Víðidal vegna brunans í Mosfellsbæ og hefst hann klukkan 15 í dag. „Þó mjög sé vandað til alls frá- gangs í nýjum hesthúsum og þau tekin út af rafmagnseftirlitsmönn- um er það staðreynd að víða er frá- gangurinn alls ekki nógu góður. Mest er hættan að sjálfsögðu i Víði- dal þar sem húsin og hrossin eru flest og að mínu mati eru það kaffi- stofurnar í hesthúsunum sem eru hættulegastar. Þar dvelja fjölskyld- ur oft heilu helgamar með alls kyns rafmagnstæki í gangi svo ekki sé minnst á þilofna sem geta ofhitnað og lagst upp að veggjum,“ sagði Jón Albert. í hestahúsabyggðinni í Víðidal, sem er sú stærsta í heimi, standa hesthúsin eftirlitslaus allar nætur þó eitt sinn hafi verið reynt að ráða þangað vaktmann: „Það náðist ekki samstaða um ráðningu vaktmannsins á sínum tíma en nú hef ég trú á því að eitt- hvað gerist. Ráðning vaktmanns er besta lausnin því hesthús eru fljót að fuðra upp ef kviknar í þeim þannig að önnur öryggiskerfi kæmu vart að notum. Þá eru hross svo við- kvæm fyrir reyk aö þau kafna um leið,“ sagði Helga Björg Helgadóttir, framkvæmdastjóri Fáks. -EIR | stuttar fréttir Vorugjold lækka Vörugjald á bílum, sem geta ?! gengið fyrir fleiri en einum orku- ; gjafa, verður lækkað um 120.000 krónur á bíl samkvæmt frumvarpi sem Qármálaráð- herra kynnti í ríkisstjórn í ■ morgun. Slíkir ! | tvíorkubílar eru til dæmis bílar 1 sem auk bensins geta gengið fyrir j rafmagni eða metangasi. Bylgjan greindi frá. Bakteríur í sýnum Rúmlega fjórða hvert sýni úr | ferskum kjúklingum reyndist mengað af campylobacter í könnun , sem Heilbrigðiseftirlit höfuðborg- í arsvæðisins framkvæmdi seinni- hluta janúarmánaðar. Umhverfls- ; og heilbrigðisnefnd Reykjavíkur , lýsir yflr miklum vonbrigðum með þessa niðurstöðu. RÚV greindi frá. Rússaslagur Á fréttavef Skessuhorns er greint frá því að vegfarendum á Akranesi hafl verið brugðið þeg- ar þeir sáu rússneska sjómenn í £ áflogumáKirkjubrautinni ámið- I vikudaginn. í ljós kom að rúss- | nesku sjómönnunum hafði sinn- I ast og þeir ákveöið að útkljá mál- i iö með handalögmálum. Deila til sáttasemjara Samninganefnd VMSÍ/LI tók þá j ákvörðun á fundi sínum 3. febrúar að vísa kjara- deilu samband- Íanna við Sam- tök atvinnulífs- ins til sáttasemj- ara ríkisins í þeim tilgangi að I koma á mark- 1 vissum og skipulegum vinnubrögðum. Vís- ir.is greindi frá. Endurvinnsluaðferðir IÍ Sorpa kynnti í dag nýjar aðferð- ir til að endurvinna sorp en með þeim á að vera hægt að auka hlut- fall endurvinnslunnar úr um 35% í um 80%. Með þessari aukningu kemst Island í fremstu röð þjóða í endurvinnslu. RÚV greindi frá. Málverkafalsanir Saksóknari ríkislögreglustjóra- Iembættisins, tveir rannsóknarlög- reglumenn og sérfræðingur í myndlist fara um helgina til Kaup- mannahafnar vegna rannsóknar á yfir 40 málverkum sem talin eru folsuö. í fréttum RÚV kom fram að | rannsókn á fólsununum er hvergi nærri lokið þó eigandi Gallerís Borgar hafl verið dæmdur. 15 þúsund fyrir ærgildið í fréttum RÚV var skýrt frá því að formaður landbúnaðamefndar Alþingis vildi bæta hag sauðfjár- bænda í nýjum búvörusamningi. Hann vill greiða bændum 15 til 18 þúsund krónur fyrir hvert ær- gildi, vflji þeir bregða búi. Verkun súrmats góð Niðurstöður könnunar heO- brigðiseftirlitanna á höfuðborgar- svæðinu gefa ákveðna vísbendingu um að verkun súrmats sem er á boðstólum sé yfiríéitt góð. Súrmat- urinn sem var rannsakaður var afl- ur söluhæfur og aðeins eitt gaflað sýni. Vísir.is greindi frá. | VIII breytingar Dómsmálaráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi á fóstudags- morgun nýtt frumvarp tfl laga um breyt- ingar á al- mennum hegn- ingarlögum. TOlögumar eru af ýmsu tagi og tilefni þeirra mismunandi. Meðal þess sem lagt er tfl er að almennt sekt- arhámark verði afnumið. Bylgj- an greindi frá. -ja í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.