Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2000, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2000, Side 2
2 LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2000 fréttir - iT-jg *— fc*" ;** •• K' * jiptl |JV \ ' I' • „*!“■£■ “'tfa Þa& var ömurleg stund þegar hrossin, sem köfnu&u í reyk þegar kvikna&i í hesthúsinu í Mosfellsbæ, voru tekin út úr húsinu og komiö upp á pall flutninga- blls- DV-mynd Hilmar Þór Eldsvoðinn í hesthúsi í Mosfellsbæ: Tjónið upp á marg- ar milljónir króna - segir Elías Þórhallsson,-* eigandi flestra hrossanna „Ég get ekki metið tjónið sem oröið hefur, en það er ljóst að það nemur mörgum milljónum króna,“ sagði Elías Þórhallsson tamninga- maður við DV í gær vegna hest- hússbrunans í Mosfellsbæ. í gær- morgun kom upp eldur í hesthúsi hans með þeim afleiðingum að 19 hestar köfnuðu 1 reyk. 32 hross voru í húsinu, 20 í aust- urenda þess, en 12 í vesturendan- um. Steyptur veggur er milli hest- húshlutanna, svo og hlöðurými, kafflstofa og reiðtygjageymsla. Veggurinn virðist hafa hindrað að eldurinn bærist hratt milli hús- hluta. Hrossin í vesturendanum björguðust því, svo og eitt hross í Gæðingurinn glæsilegi Váli frá Nýjabæ ásamt eiganda sínum Elíasi Þórhallssyni. Váli drapst í brunan- um í gær. DV-mynd EJ. austurenda hússins. Meðal hross- anna sem féllu var gæðingurinn Váli frá Nýjabæ, sem gert hefur garðinn frægan í gæðingakeppn- um, m.a. í úrslitum í A-flokki gæð- inga á landsmótinu á Melgerðis- melum 1998. Þá voru í húsinu mörg efnileg tamningatrippi og reiðhross, auk þriggja graðhesta. Einn þeirra, sem Elías átti sjálfur, var undan Hrynjanda frá Hrepp- hólum. Annar var undan Orra frá Þúfu, en sá þriðji undan Mánasyni, sem ekki hefur verið sýndur. „Þessi hross voru flest í minni eigu, en þó einnig hross sem ég var með í tamningu,“ sagði Elías. Að sögn Elíasar bendir flest til að kviknað hafi í út frá rafmagns- töflu. Skemmdir á hesthúsinu urðu miklar, einkum í austurendanum. Kaffistofa, reiðtygjageymsla og hlöðurými skemmdust mikið. Þak- ið er talið ónýtt. Elías sagði að hesthúsið hefði verið tryggt, en hrossin ekki. „Mönnum er ekki gert kleift að tryggja hrossin sin, því iðgjöldin eru svo há,“ sagði hann. Auk hesthússins í Blíðubakka í Mosfellsbæ, sem fór svo Hla í eldi í gær, er Elías með nokkur pláss í öðru hesthúsi á félagssvæði Harð- ar. Þá hlupu góðir vinir undir bagga með honum í gær og útveg- uðu honum pláss fyrir þau 13 hross sem björguðust úr eldinum. -JSS Hestamenn funda vegna brunans í Mosfellsbæ: Kaffistofurnar hættulegastar - segir formaður landsambands hestamanna Hesthúsabyggöin í Víöidal - ráöning vaktmanns nauðsynleg, segir fram- kvæmdastjóri Fáks. „Hesthúsbruninn í Mosfellsbæ vek- ur alla hestamenn til umhugsunar um öryggismál í sínum húsum. Þetta er skelfilegur at- burður og ég hef ákveðið að ræða þetta sérstaklega á stjórnarfundi sem haldinn verður í dag. Vonandi sjáum við eitthvað ljós í myrkrinu," sagði Jón Albert Sigur- björnsson, for- maður Landsam- bands hesta- manna, og í svipaðan streng tók Helga Björg Helgadóttir, framkvæmdastjóri Fáks. Helga hefur boðað til almenns félagsfundar í Fáksheimilinu í Víðidal vegna brunans í Mosfellsbæ og hefst hann klukkan 15 í dag. „Þó mjög sé vandað til alls frá- gangs í nýjum hesthúsum og þau tekin út af rafmagnseftirlitsmönn- um er það staðreynd að víða er frá- gangurinn alls ekki nógu góður. Mest er hættan að sjálfsögðu i Víði- dal þar sem húsin og hrossin eru flest og að mínu mati eru það kaffi- stofurnar í hesthúsunum sem eru hættulegastar. Þar dvelja fjölskyld- ur oft heilu helgamar með alls kyns rafmagnstæki í gangi svo ekki sé minnst á þilofna sem geta ofhitnað og lagst upp að veggjum,“ sagði Jón Albert. í hestahúsabyggðinni í Víðidal, sem er sú stærsta í heimi, standa hesthúsin eftirlitslaus allar nætur þó eitt sinn hafi verið reynt að ráða þangað vaktmann: „Það náðist ekki samstaða um ráðningu vaktmannsins á sínum tíma en nú hef ég trú á því að eitt- hvað gerist. Ráðning vaktmanns er besta lausnin því hesthús eru fljót að fuðra upp ef kviknar í þeim þannig að önnur öryggiskerfi kæmu vart að notum. Þá eru hross svo við- kvæm fyrir reyk aö þau kafna um leið,“ sagði Helga Björg Helgadóttir, framkvæmdastjóri Fáks. -EIR | stuttar fréttir Vorugjold lækka Vörugjald á bílum, sem geta ?! gengið fyrir fleiri en einum orku- ; gjafa, verður lækkað um 120.000 krónur á bíl samkvæmt frumvarpi sem Qármálaráð- herra kynnti í ríkisstjórn í ■ morgun. Slíkir ! | tvíorkubílar eru til dæmis bílar 1 sem auk bensins geta gengið fyrir j rafmagni eða metangasi. Bylgjan greindi frá. Bakteríur í sýnum Rúmlega fjórða hvert sýni úr | ferskum kjúklingum reyndist mengað af campylobacter í könnun , sem Heilbrigðiseftirlit höfuðborg- í arsvæðisins framkvæmdi seinni- hluta janúarmánaðar. Umhverfls- ; og heilbrigðisnefnd Reykjavíkur , lýsir yflr miklum vonbrigðum með þessa niðurstöðu. RÚV greindi frá. Rússaslagur Á fréttavef Skessuhorns er greint frá því að vegfarendum á Akranesi hafl verið brugðið þeg- ar þeir sáu rússneska sjómenn í £ áflogumáKirkjubrautinni ámið- I vikudaginn. í ljós kom að rúss- | nesku sjómönnunum hafði sinn- I ast og þeir ákveöið að útkljá mál- i iö með handalögmálum. Deila til sáttasemjara Samninganefnd VMSÍ/LI tók þá j ákvörðun á fundi sínum 3. febrúar að vísa kjara- deilu samband- Íanna við Sam- tök atvinnulífs- ins til sáttasemj- ara ríkisins í þeim tilgangi að I koma á mark- 1 vissum og skipulegum vinnubrögðum. Vís- ir.is greindi frá. Endurvinnsluaðferðir IÍ Sorpa kynnti í dag nýjar aðferð- ir til að endurvinna sorp en með þeim á að vera hægt að auka hlut- fall endurvinnslunnar úr um 35% í um 80%. Með þessari aukningu kemst Island í fremstu röð þjóða í endurvinnslu. RÚV greindi frá. Málverkafalsanir Saksóknari ríkislögreglustjóra- Iembættisins, tveir rannsóknarlög- reglumenn og sérfræðingur í myndlist fara um helgina til Kaup- mannahafnar vegna rannsóknar á yfir 40 málverkum sem talin eru folsuö. í fréttum RÚV kom fram að | rannsókn á fólsununum er hvergi nærri lokið þó eigandi Gallerís Borgar hafl verið dæmdur. 15 þúsund fyrir ærgildið í fréttum RÚV var skýrt frá því að formaður landbúnaðamefndar Alþingis vildi bæta hag sauðfjár- bænda í nýjum búvörusamningi. Hann vill greiða bændum 15 til 18 þúsund krónur fyrir hvert ær- gildi, vflji þeir bregða búi. Verkun súrmats góð Niðurstöður könnunar heO- brigðiseftirlitanna á höfuðborgar- svæðinu gefa ákveðna vísbendingu um að verkun súrmats sem er á boðstólum sé yfiríéitt góð. Súrmat- urinn sem var rannsakaður var afl- ur söluhæfur og aðeins eitt gaflað sýni. Vísir.is greindi frá. | VIII breytingar Dómsmálaráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi á fóstudags- morgun nýtt frumvarp tfl laga um breyt- ingar á al- mennum hegn- ingarlögum. TOlögumar eru af ýmsu tagi og tilefni þeirra mismunandi. Meðal þess sem lagt er tfl er að almennt sekt- arhámark verði afnumið. Bylgj- an greindi frá. -ja í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.