Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2000, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2000, Blaðsíða 50
58 LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2000 myndbönd Myndbanda GAQNRÝNI Virtual Sexuality Kynjaheimur - > Aðalpersóna myndarinnar, Justine (Laura Fraser), býr yflr ímynd hinnar dæmigerðu táningsstúiku stórborgararinnar. Hvergi kann hún betur við sig en 1 verslunarmiðstöðvum þar sem hún kaupir og skapar ímynd sína. Og svo á hún auðvitað i erfiðleikum með blessað karlkyn- ið. Hve ailt væri auðvelt ef maður gæti bara farið upp í Kringlu og verslað sér draumaprins að eigin ósk. Fyrir tilstuðlan tækninnar og lukkunnar rætist þessi draumur Justine en afleiðingamar eru margvíslegri en hana hafði órað fyrir. Það er tímanna tákn að umræðan um kynhlutverkabrengl skuli skila sér í Virtual Sexuality þar sem unglingamyndir eru alla jafha afturhaldssamar á því sviði. Oft gengur framvindan út á það að strákhetjan þarf að komast yfir sinn fyrsta kvenmann og þemað undirstrikað með fáklæddum disum. Hér er það aftur á móti kvenhetjan sem þarf að næla sér í strák sem allra fyrst og það eru piltamir sem em berstrípaðir í sturtunni. Leikur myndarinnar með kynhlutverkin er almennt nokkuð áhugaverður og skemmtilegur en reyfara- kennd atburðarásin er heldur losaraleg. Rétt er að nefna í lokin að leikhópur- inn er óvenju frísklegur og fleytir myndinni í hóp bestu unglingamynda síð- ustu ára. Útgefandi: Skifan. Leikstjóri: Nick Hurran. Aðalhlutverk: Laura Fraser, Rupert Penry- Jones og Luke de Lacey. Bresk, 1999. Lengd: 93 mín. Öllum leyfð. -bæn Inferno Fámáfi einfarinn ^ ++ Jean-Claude Van Damme er ekki mikiH leikari og myndir hans ekki merkilegar. Hann er hins vegar meira en htið fær í slagsmálakunnáttu, og aðdá- endur mynda hans vita yfirleitt nákvæmlega að hverju þeir ganga. Það verður hins vegar að segjast að Infemo kemur svolítið á óyart og er að sumu leyti ólík fyrri myndum kappans. í fyrsta lagi er hún grófari og inni- heldur bæði beinskeyttara ofbeldi og einnig kynlífssenur (en Van Damme hef- ur ekki verið mjög duglegur við slíkt). I öðm lagi fiktar hann þama við dul- arfúilar draumsenur og yfimáttúrulegar tilvísanir í náttúra og indíánatöfra. Við bætist svo einkennilegur delluhúmor á köflum. Sjálfúr er kappinn auðvit- að þessi dæmigerða sterka og fámála karlhetja, og aðdáendur hans verða ekki fyrir vonbrigðum með bardagasenumar, þar sem hann sýnir listir sínar, þ. á m. sitt fræga snúningsspark. Öllu þessu er hrært saman við ýktar klisjur úr öllum áttum, sérstaklega i persónusköpun aðalsöguhetjunnar, sem er sam- nefnari fyrir vestra-, mótorhjóla- og stríðshetjur kvikmyndanna. Ekki er þetta beinlínis góð mynd, en það má hafa nokkurt gaman af hálf-súrrealískum fá- ránleikanum í henni. Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: John G. Avildsen. Aðalhlutverk: Jean-Claude Van Damme. Bandarísk, 1999. Lengd: 91 mín. Bönnuð innan 16 ára. Í-PJ The Jack Bull Átök í villta vestrinu §9 ★★★ er orðið nokkuð langt síðan John Cusack var að hefja ferilinn í ódýrum ung- lingagrínmyndum, en hann er löngu búinn að sanna fjölhæfni sína og fæmi sem leikari. Hann er hér í aðal- hlutverki í þessari sjónvarpsmynd, sem byggir lauslega á atburðum sem gerðust í Wyoming rétt áður en svæð- ið hlaut ríkisréttindi. Ungur hrossakaupmaður (Cusack) er beittur órétti af valdamiklum stórgripabónda. Þar sem yfirvöld hafa engan áhuga á að sinna umkvörtunum hans ákveður hann að taka lögin í eigin hendur. Þetta er að mörgu leyti hefðbundin hetju- og heiðurssaga, full af karlmann- legri og göfúgri vestralífsspeki, blandaðri smá-sjónvarpsvæmni. Myndin slepp- ur ekki alveg úr viðjum sjónvarpsmynda, textinn er stundum heldur há- stemmdur og persónusköpunin einfóld og afdráttarlaus. Hins vegar er sagan mjög sterk, atburðarásin þétt og leikur góður. Cusack túlkar sannfæringar- kraft aðalsöguhetjunnar af festu, og gæðaleikarar í aukahlutverkum blása lífi í persónur sinar. Þar má nefna John Goodman, John C McGinley og L.Q. Jo- nes. Þegar allt kemur til alls er þetta ágætismynd, allavega með betri sjón- varpsmyndum, en það er HBO-risinn sem framleiðir þessa, og sjónvarpsmynd- ir þeirra em orðnar það umsvifamiklar að það er nánast á kvikmyndaskala. Útgefandi: Bergvik. Leikstjóri: John Badham. Aðalhlutverk: John Cusack. Bandarisk, 1999. Lengd: 102 mín. Bönnuð innan 16 ára. A Texas Funeral Kameldýr og ómótstæðileg ep ★★ Whit-fjölskyldan settist að í Texas fyrir margt löngu og stundaði þar kameldýrabúskap. Marg- ar þolraunir hafa ættfeðumir þurft að ganga í gegnum líkt og við fáum að kynnast í fjörugum endurlitsatrið- um. Sagan hefst fyrir alvöm þegar komið er fram yfir miðja 20. öldina og búskapurinn heldur á niðurleið. Annað kennimark Whit-feðranna lifir þó enn góðu lífi en það em eyrun sem enginn kvenmaður fær staðist. Þegar fjölskyldan kemur saman vegna fráfalls síðasta stóra ættfoðurins (Martin Sheen) reynir heldur befur á samkennd erfðingj- anna. A Texas Funeral er metnaðargjöm að því leytinu til að hún reynir að blanda saman raunheiminum og hulduheimum. Það tekst henni ágætlega og kaimski er helsti sjarmi myndarinnar fólginn í þeirri blöndu. Eiginlega dram- að nær aftur á móti aldrei miklu flugi þrátt fyrir ágætan leikarahóp. Gamla brýnið Martin Sheen og Robert Patrick standa sig ágætlega í sínum hlutverk- um en nokkuð vantar upp á að Joanne Whalley sé sannfærandi í erfiðasta hlutverki myndarinnar. En þótt myndin sé fjarri því að vera gallalaus geta margir eflaust átt notalega kvöldstund yfir henni. Útgefandi: Skifan. Leikstjóri: William Blake Herron. Aðalhlutverk: Robert Patrick, Joanne Whalley, Quinton Jones og Martin Sheen. Bandarísk, 1999. Lengd: 97 mín. Bönnuð innan 12. -bæn Jean-Claude Van Damme: Belgíska buffið Bardagaíþróttamenn era í íþrótta- grein sem fellur vel að kröfum hasar- mynda. Slagsmálamyndir em yfirleitt ekki dýr eða merkileg framleiðsla, en það era framleiddar gríðarlega marg- ar ódýrar (og yfirleitt lélegar) B- myndir í þessum geira. Þar era slags- málahæfileikar jafnan teknir fram yfir leikhæfileika og þessar myndir skapa þar með fjölda tækifæra fyrir bardagaíþróttamenn til að stiga sín fyrstu skref í kvikmyndum. Fæstir þeirra ná neitt lengra en að leika í þessum þriðja flokks myndum, en ör- fáir ná að slá í gegn. Jackie Chan er kannski einna merkilegastur slags- málakappa sökum einstakrar kóreógrafiu og trúðsláta í bland við slagsmálin. Gamli refurinn Chuck Norris er enn að, en goðsögnin Brace Lee er horfin á vit feðra sinna. Belgíska buffið Jean-Claude Van Damme á hins vegar nóg eftir, enda er hann ekki enn orðinn fertugur (sá áfangi næst 18. október næstkom- andi) og þar með yngsta slagsmála- stjarnan sem eitthvað kveður að. Lítill og horaður gler- augnaglámur Ekki er hægt að segja að Jean- Claude Van Damme hafi tekið leik- listar- eða slagsmálahæfileika í arf. Faðir hans var bókhaldari og blóma- sali, og Van Damme var lítiil og horaður gleraugnaglámur á bamsaldri. Það fór þó að breytast eftir að hann fór að æfa Shotokan-karate þegar hann var tíu ára, og smám saman fór hann að breyt- ast í þann vöðvastælta og liðuga kappa sem hann er hlutverkum var sem samkynhneigð- ur karatekappi í lítilli mynd, Monaco Forever (1984), og í Double Team var m.a. atriði í sánu þar sem hann glímdi hálfnakinn við annan glæsikropp meðan svitinn perlaði á stæltum og olíubomum vöðvimum. Hómóerótíkin er oft ekki langt undan hjá honum og oft hefur komið upp orðrómur um samkynhneigð hans. Senni- lega gætu ein- hverjar af fiór- rnn fyrrver- andi og núver- andi eiginkon- um hans borið vitni um ann- að. Eitt er allavega víst að belgíska buffið Jean- Claude Van Damme mun halda áfram við að slást við óþokkana í myndum sínum á nýrri öld. Pétur Jónasson ið að hann er sennilega næstur á eft- ir Schwarzenegger af þeim sem sér- hæfa sig f hasarmyndum. Hann gerir sér grein fyrir takmörkum sínum og hefur ekki farið út í að reyna fyrir sér í öðravísi myndum. Street Fighter (1994), Sudden Death (1995), The Quest (1996), Double Team (1997), Leg- ionnaire (1998) og Universal Soldier: The Retum (1999) hafa haldið merki hans á lofti. Bardagalist og hómóerótík Það má deila um leik- hæfileika Jean-Claude Van Damme, en hann er gríðarlega vinsæll. Hann býr yfir mikilli kimnáttu í bardagalist og ekki spill- ir fyrir að hann þykir með fegurri mönnum. Konum þykir hann bæði krúttlegur og karlmann- legur, og hommum reyndar líka, og hann hefur verið ófeim- inn við að nýta sér það. Eitt af hans fyrstu Double Team. Jean Claude Van Damme ásamt Dennis Rodman. í dag. Hann æfði líka ballet, sem hon- um fannst gefa karatehreyfmgum sin- um meiri þokka og glæsileika. Eftir að hann varð Evrópumeistari í sínum þyngdóirflokki í karate setti hann á fót eigin líkamsræktarstöð í Brassels og var þá aðeins 18 ára gamall. Hon- um var síðan boðin staða hjá ballett- dansflokki í París, en hann var þá orðinn ákveðinn í að fara til Ilollywood og reyna fyrir sér í kvik- myndum, og hann hafnaði þvi boð- inu. Hann flaug siðan til Los Angeles með 7000 dollara í vasanum og afar takmarkaða enskukunnáttu. Þar vann hann við teppalagningar og fleira slíkt áður en honum tókst að komast að í sinni fyrstu kvikmynd [ fótspor Chuck Norris Það var gamla kempan Chuck Norris sem gaf Jean-Claude Van Damme sitt fyrsta tækifæri í mynd- inni Missing in Action (1984). Ekki var hlutverkið stórt, en kappinn var þó allavega kominn með annan fótinn inn fyrir dymar. Hann byggði síðan smám saman upp ferilinn með mynd- um eins og No Reatreat, No Surrend- er (1985), Bloodsport (1988), Cyborg (1989), Kickboxer (1989), Double Impact (1991) og Universal Soldier (1992). Timecop (1994) þótti vel heppn- uð og varð mjög vinsæl. Eftir hana fór hann að teljast til stóru strákanna í hasarmyndunum, og er nú svo kom- Myndbandalisti vikunnar S/ETI 1 FVIIBI VIKA VIKUR Á LISTA 1 TITILL ÚTGEF. jTEG. j NV 1 1 HieMummy 1 CICMyndbönd Spenna 2 ; 1 2 1 1 1 Anaiyze this Wamer Mjik&t Gflflun 3 NV l 1 1 The Btair witch project 1 SAMHyndbdnd ■ Spetma 4 2 ] 1 3 1 OHice space J j Skrfan ) Gaman 5 1 3 | 1 3 1 Instinct Myndfonn Speona 6 7 2 ! 1 1 Univefsal soldier The retura 1 Skjfan Spenna 7 5 . 5 1 The out-of-towntfs J CIC Myndbönd Gaman 8 4 1 1 6 Entramenf j Skifan Spenna 9 8 4 1 Go Skífan Gaman 10 6 6 1 1 | Notting hill 1 OflUfl 11 17 2 1 AIHummóðurmíiu j Berprik ] Drama 12 1 9 : 3 i EdTv CiC Myndbond Gaman 13 1 11 1 5 1 The astronauts wife Myndform 1 Spenna 14 1 12 i i 5 1 Vúw J Skífan j . J Speona 15 1 13 3 ] Ringmaster j Háskólabíó Gaman 16 | 10 m 10 things 1 hate about you SAM Myndbönd c™ J 17 NÍ i i ' Ghma J Skifan J Spenna 18 NV i i ! 1 1 Toneute j Myndform J Gaman 19 1 14 ; 4 ! October shy CIC Myndbönd Drama 20 : i8 ■ 9 : Mitrix ; WarnerMyndr Sperau
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.