Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2000, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2000, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2000 TIV fjölskyldumál Tannlæknaraunir Fyrir nokkrum árum fluttum viö fjölskylda min til Svíþjóðar og bjuggum þar um hríö, sem ekki er í frásögur færandi. En ég man hvað ég varð hissa þegar við vorum ný- flutt og rétt búin að koma okkur fyrir, er bréf barst inn um lúguna frá tannlæknastofu nálægt heimili okkar. Þetta var ekki venjuleg aug- lýsing. í bréfinu var sagt frá því að okkar væri vænst ákveðinn dag á tannlæknastofuna með börnin okk- ar og vorum við beðin að láta vita ef tíminn passaði ekki. Við kímd- um yfir nákvæmni sænska kerfis- ins sem fylgdist svona vel með okk- ur, og mættum síðan með börnin eins og okkur var uppálagt. Það gerðist svo sem ekkert merkilegt þarna á tannlæknastofunni og bömin héldu brosandi frá tann- lækninum, enda þurfti ekkert að bora. En það merkilega við þessa heimsókn fyrir Islending var, að það þurfti heldur ekkert að borga. Tannlæknaþjónusta er sem sagt ókeypis fyrir böm í Svíaríki, og reyndar einnig fyrir öryrkja og elli- lifeyrisþega. Hið sama gildir að mestu leyti annars staðar á Norð- urlöndunum einnig - nema hér á íslandi! „Það eru margir for- eldrar sem þurfa að velta því alvarlega fyrir sér hér á landi hvort þau hafi fjárhagslegt bolmagn til þess að borga fyrir jafn nauðsynlega vinnu og tannréttingar barna sinna. Að ekki sé minnst á reglubundið eftirlit allr- ar fjölskyldunnar hjá tannlœkni. “ Þessi tannlæknaheimsókn og fleiri slíkar, er fylgdu reglubundið á eftir, rifjuðust upp fyrir mér núna í vikunni sem leið þegar ég ræddi við hjón sem þurfa að fá tannréttingar fyrir bamið sitt. Þau höfðu fengið að vita að tannrétting- arnar gætu kostað 300.000-400.000 krónur, allt eftir því hve mikið þyrfti að gera. Að visu hafði þeim verið sagt að Tryggingastofnun rík- isins myndi endurgreiða 100.000 krónur að uppfylltum vissum skil- yrðum, en afganginn yrðu þau að borga sjálf. Og þau yrðu einnig að leggja út fyrir 100.000 krónunum. Vandi þessara hjóna er aftur á móti sá að þau hafa litlar tekjur, enda önnur fyrirvinnan sjúklingur og þau hafa fyrir fleiri börnum að sjá. Gott ef ekki annað bam sé á leiðinni í tannréttingar. Þessi hjón eru ekkert einsdæmi. Það eru margir foreldrar sem þurfa að velta því alvarlega fyrir sér hér á landi hvort þau hafi fjárhagslegt bolmagn til þess að borga fyrir jafn nauðsynlega vinnu og tannrétting- ar barna sinna. Að ekki sé minnst á reglubundið eftirlit allrar fjöl- skyldunnar hjá tannlækni. Hluti tannlækna- kostnaðar bama er endur- greiddur hjá Trygginga- stofnun en ekki allur. Það nægir til þess að margar fjöl- skyldur þurfa að draga heim- sóknina til tannlæknis- ins á lang- inn vegna peningaleys- is. Og þegar dýrra að- gerða eins og tannrétt- inga er þörf getur málið orðið vanda- samt. Það þarf varla að taka það fram að tannrétting- Þórhallur Heimisson ar bama eru ókeypis annars staðar á Norðurlöndunum rétt eins og eft- irlitið hjá tannlækninum. Þar þykja tannréttingar sjálfsögð þjón- usta heilbrigðiskerfisins, enda er góð tannheilsa og heilbrigðar tenn- ur ein mikilvægasta eign hvers einstaklings. Það að foreldrar skuli þurfa að hafa áhyggjur af kostnað- inum við tannréttingar fyrir börn- in sín er reyndar aðeins lítið dæmi um hversu langt á eftir við erum í mörgum málefnum fjölskyldunnar hér á landi. Og kannski er það vegna þess að flestum er alveg sama! Nú standa t.d. yflr kjaravið- ræður. Ég hef ekki heyrt aöila vinnumarkaðarins spjalla saman opinberlega um tannlækningar bama og önnur sjáifsögð réttinda- mál fjölskyldna, eða réttindamál sem ættu að vera sjálfsögð í nútíma velferðarþjóðfélagi. Jú, þeir er loks- ins farnir að tala um veikindaorlof vegna veikinda barna. En ætli veikindadagamir gleymist ekki líka eins og tannréttingamar, þeg- ar prósentureikningurinn tekur yfir? Því hvað eru fáeinir veikinda- dagar eða réttar tennur barna, mið- að við prósentuhækkanir sem koma vel út í fyrirsögnum blaða? %nm breytingar Myndimar tvær viröast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur i ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum ver- ið breytt. Finnir þú þessi fimm at- riði skaltu merkja við þau meö krossi á myndinni til hægri og senda okk- ur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigur- vegaranna. 1. verölaun: United-sími með simanúmerabirti frá Sjónvarpsniiðstöðinni, Síðumúla 2, að verðmæti kr. 6.990. 2. verölaun: Tvær Úrvalsbækur að verðmæti kr. 1570, Sekur eftir Scott Turow og Kólibrísúpan eftir David Parry og Patrick Withrow. Vinningarnir verða sendir heim. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 552 c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík Finnur þú fimm breytingar? 552 Hvernig átti ég að vita aö þú varst mín megin í rúminu þegar ég fór í háttinn? Nafn:___________________________________________________ Heimili:________________________________________________ BRETLAND SKÁLDSÖGUR - KIUUR: 1. Tom Clancy: Rainbow Six. 2. Danielle Steel: The Klone and I. 3. Dick Francis: Field of Thirteen. 4. Ruth Rendell: A Sight for Sore Eyes. 5. Sebastlan Faulks: Charlotte Grey. 6. James Patterson: When the Wind Blows. 7. Elvi Rhodes: Spring Music. 8. Charlotte Bingham: The Kissing Garden. 9. Nicholas Evans: The Loop. 10. Jane Green: Mr Maybe. RIT ALM. EÐLIS - KIUUR: 1. Amanda Foreman: Georgina, Duchess of Devonshire. 2. Chris Stewart: Driving over Lemons. 3. Tony Adams o.fl.: Addicted. 4. Anthony Beevor: Stalingrad. 5. Frank McCourt: Angela's Ashes. 6. Bill Bryson: Notes from a Small Island. 7. John Gray: Men Are from Mars, Women Are from Venus. 8. Richard Branson: Losing My Virginity. 9. Slmon Winchester: The Surgeon of Crowthorne. 10. Tony Hawks: Around Ireland with a Fridge. INNBUNDNAR SKÁLDSÖGUR: 1. Dick Francis: Second Wind. 2. Thomas Harrls: Hannibal. 3. Danielle Steel: Granny Dan. 4. Roddy Doyle: A Star Called Henry. 5. Penny Vincehzl: Almost a Crime. 6. Ruth Rendell: Harm Done. 7. laln Banks: The Business. 8. Jlll Cooper: Scorel 9. Kathy Reichs: Death Du Jour. 10. Elizabeth George: In Pursuit of the Proper Sinner. INNBUNDIN RIT ALM. EÐLIS: 1. Alex Ferguson: Managing My Life. 2. John Humphrys: Devil’s Advocate. 3. Simon Singh: The Code Book. 4. Bob Howitt: Graham Henry; Supercoach. 5. Brian Keenan o.fi.: Between Extremes. 6. Lenny McLean: The Guv'nor. ( Byggt á The Sunday Times) BANDARÍKIN SKÁLDSÖGUR - KIUUR: 1. Anita Shreve: The Pilot's Wife. 2. Tom Clancy: Rainbow Six. 3. Penelope Fltzgerald: The Blue Rower. 4. Arthur Golden: Memoirs of a Geisha. 5 Judy Blume: Summer Sisters. 6. Patricia Cornwell: Point of Origin. 7. Rebecca Wells: Divine Secrets of the Ya-Ya Sisterhood. 8. Margaret Truman: Murder at Watergate. 9. Sidney Sheldon: Tell Me Your Dreams. 10. Tami Hoag: Still Waters. RIT ALM. EÐLIS - KIUUR: 1. Robert C. Atkins: Dr. Atkins' New Diet Revolution. 2. Frank McCourt: Angela’s Ashes. 3. John Berendt: Midnight in the Garden of Good and Evil. 4. Michael R. Eades o.fl.: Protein Power. 5. John E. Sarno: Healing Back Pain. 6. Jared Dlamond: Guns, Germs and Steel. 7. Sebastian Junger: The Perfect Storm. 8. Adeline Yen Mah: Falling Leaves 9. William L. Ury: Getting Past No. 10. Gary Zukav: The Seat of the Soul. INNBUNDNAR SKÁLDSÖGUR: 1. Patricia Cornwell: Black Notice 2. Thomas Harris: Hannibal. 3. Melissa Bank: The Girl’s Guide to Hunting and Rshlng 4. Jeffery Deaver: The Devil’s Teardrop. 5. Tim F. LaHaye: Assasins. 6. Catherine Coulter: The Edge. INNBUNDIN RIT ALM. EÐLIS: 1. Suzanne Somers: Suzanne Somers'Get Skinny on Fabulous 1 Food. 2. Mltch Albom: Tuesdays with Morrie. 3. Christopher Andersen: Biil and Hillary: The Marriage. 4. Bill Philips: Body for Life. 5. H. Leighton Steward o.fl: Sugar Busters. 6. Sally Bedell Smith: Dlana, in Search of Herself. (Byggt á The Washington Post)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.