Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2000, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2000 IjV fréttir______________________ Hugsanlegur flutningur höfuöstöðva RARIK til Akureyrar: Viðbrögðin jákvæð DV, Akureyri: „Eins og málin liggja fyrir í dag fmnst mér viðbrögðin heilt yfir hafa verið ágæt í öllum meginatriðum. Það er ósköp eðlilegt að spumingar kvikni i tengslum við svona hug- myndir en þaö hefur oft verið rætt um að flytja ríkisstofnanir til i land- inu. Þessi stofnun er í eðli sínu landsbyggðarstofnun," segir Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akur- eyri, um þá hugmynd sem komin er upp á yfirborðið að flytja höfuðstöðv- ar Rafmagnsveitna ríkisins til Akur- eyrar og að öllum líkindum sameina segir Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri RARIK veitustofnunum Ak- ureyrarbæjar. Hugmyndin er ekki ný, hún náði t.d. ekki fram að ganga árið 1993, þeg- ar hún var síðast rædd af al- vöru, en nú hefur imdirbún- ingur málsins staðið lengi yfir og málið verið betur und- irbúið en áður samkvæmt þeim upplýsingum sem DV heftir. Ýmsir hafa tjáð sig um ágæti hugmyndarinnar og yf- irleitt verið jákvæðir, nema e.t.v. talsmaður starfsfólks fyrirtækisins í Reykjavík, en Kristján Þór Júl- íusson: „RARIK er í eöli sínu landsbyggöar- stofnun." DV-mynd gk. þar starfa um 60 manns af um 250 starfsmönnum RARIK. Kristján Þór segir að þar sem fyrirtækið starfi fyrst og fremst á lands- byggðinni sé ósköp eðlilegt að höfuðstöðvar þess séu þar. „Akureyri henti mjög vel í því sambandi og við höfum lagt fram hugmyndir um að leggja fram okkar veitur inn í þetta dæmi, ásamt því að það sé upplagt að taka upp viðræður við aðrar orkuveitur á starfs- svæði RARIK. Ég held að það felist í þessu ákveðin sóknarfæri, ekki bara fyrir Akureyringa heldur fyrir miklu fleiri.“ Kristján Þór segir að of snemmt sé að segja nokkuð til um það hversu mikil fjölgun starfsmanna RARIK yrði á Akureyri nái hugmyndin fram að ganga. „Það er ails ekki í okkar huga að fara að standa í einhveijum hreppa- flutningum á fólki, það er löngu liðin tíð og þannig munum við ekki vinna.“ Krisfján Þór segir að ákvörðun muni liggja fyrir á þessu ári varðandi það hvort af þessu verður en fram- kvæmdin sjálf muni teka lengri tíma. -gk Flugskóli íslands: Engin átök Vegna fréttar í DV í gær um breytingu á stjóm Flugskóla íslands skal það tekið fram að engin átök uröu þegar Amgrímur Jóhannsson í Atlanta tók við sem stjómarfor- maður af Halldóri Kristjánssyni, skrifstofustjóra í samgönguráðu- neytingu. Það var að frumkvæði ráðuneytisins að Amgrímur kom að stjómarformennskunni. Arngrímur sagði i gær að vissulega væru vandamál í skólanum sem þyrfti að taka á en fyrrverandi stjóm hefði unnið gott starf og m.a. skilað skól- anum i hans hendur með fullum JAR-réttindum, þ.e. réttindum sam- kvæmt hinum nýja evrópska staðli um flugkennslu. Hestamiðstööin: Óvíst hvar höfuð- stöðvarnar verða DV, Akureyri: íris Ingibergsdóttir viö heimili sitl á Grettisgötunni í gær. Hún bendir á flóöljósin sem halda fyrir henni vöku. DV-mynd S. Formleg ákvörðun hefúr ekki verið tekin varðandi það hvar höfuðstöðvar Hestamiðstöðvar íslands verða stað- settar í Skagafirði, en sem kunnugt er ákvað Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra að „miðstöð hestamennsku á Islandi" verði í Skagafirði. Ríkið hefur skuldbundið sig til að leggja fram 25 milljónir króna í 5 ár, eða frá árinu í ár til ársins 2004. Sveit- arfélagið Skagafjörður leggur fram ár- lega 15 miiljónir króna á móti, og er fyrsta greiðslan í nýsamþykktri fjár- hagsáætlun sveitarsjóðs. Þá mun fyrir- hugað að þriðji aðili komi inn með 5 milljóna króna greiðslu árlega. Við- ræður standa yfir varðandi það hvaða aðili það verður. Ekki hefur verið auglýst eftir starfs- mönnum, og sem fyrr sagði er óvíst með staðsetningu höfuðstöðva Hestamið- stöðvarinnar. Líklegast hefúr verið talið að þær verði að Hólum í Hjaltadal, en þá hefur Sauðárkrókur einnig verið nefnd- ur í þvi sambandi. Hins vegar er gert ráð fyrir að starfsemi stöðvarinnar verði víða í Skagafirði. -gk Málsókn Tómas Zoéga geölæknir og Óiafur Ólafsson, fyrrum landlæknir, stinga saman nefjum á fundi Mannverndar þar sem tilkynnt var um málsókn sam- takanna á hendur ríkinu vegna gagna- grunnslaganna. Þeir sem standa aö málsókninni telja aö gagnagrunns- lögin brjóti í bága við réttindi sjúk- linga, heilbrigöisstarfsmanna, al- mennings og barna þegar persónu- greinanlegar upplýsingar veröa af- hentar þriöja aðila án samráðs viö sjúklinga eöa heilbrigðisstarfsmenn. Mannvernd hefur ráöiö Ragnar Aöal- steinsson hæstaréttarlögmann til aö reka máliö fyrir dómstólum. Kona á Grettisgötunni: Andvaka í flóðljósum - sírenuvæli og barnagráti „Ég fæ ekki svefn nótt eftir nótt. Þetta byrjar á sírenuvæli og svo skella þeir á flóðljósum sem lýsa upp svefnherbergið mitt þannig að það líkist einna helst kvikmynda- veri,“ segir íris Ingibergsdóttir sem býr ásamt Óskari manni sínum á Grettisgötu 12, við hlið leikskólans Njálsborgar. „Annaðhvort er alltaf verið að brjótast þarna inn eða þá að kerfið er bilað. Þegar ég loks staulast fram í eldhús eftir svefn- lausa nótt byrja bömin á leikskól- anum að grenja. Ég er að verða vit- laus,“ segir íris sem er 65 ára öryrki en Óskar maður hennar er blikk- smiður á eftirlaunum. Það er öryggisfyrirtækið Securit- as sem sér um gæslu á Njálsborg en Hallfríður Hrólfsdóttir er forstöðu- kona á leikskólanum: „Þessi garður hér á milli Grettis- götu og Njálsgötu er mjög þröngur og skuggalegur í myrkri. Við finn- um oft ýmislegt hérna þegar við mætum til vinnu á morgnana og því vil ég hafa gott öryggiskerfi. Ég er með fullkomið bruna- og eldvarnar- kerfi, þjófavarnarkerfi og flóðljós sem geta lýst upp allan garðinn. Þetta er æðislega perfekt," segir Hallfríður leikskólastjóri sem harm- ar svefnleysi nágranna síns. „Ég er að bíða eftir rafvirkja sem getur stillt ijósin þannig að þau trufli ekki íbúa í hverfinu. Ég get ekki gert að því liðna en ætla að leggja mig fram um að þetta gerist ekki aftur,“ segir Hallfríður. -EIR ísland á Norðurlandamótinu á La Manga: Er á toppnum - eftir 3-2 sigur á Færeyjum - Atli setti met Islenska knattspymulandsliðið er á toppnum á Norðurlandamótinu í knattspymu eftir fyrsta hlutann, sem lauk á Spáni í gær en þá sigruðu ís- lendingar, Færeyinga, 3-2. Leikurinn byrjaði þó ekki vel þvi eftir 36 minút- ur voru Færeyingar, sem hafa aldrei unnið ísland á knattspymuvellinum, komnir í 0-2. En íslenska liðið sýndi mikinn karakter og vann sig aftur inn í leikinn. Ólafur Öm Bjamason fékk vítaspymu rétt fyrir háifleik sem Rík- harður Daðason nýtti, líkt og 17 mínút- um síðar þegar Ríkharður skoraði úr sinni annarri vítaspymu, sitt níunda landsliðsmark. Vítaspymuna fékk Tryggvi Guðmundsson sem lagði síðan upp sigurmarkið fyrir Bjarka Gunn- laugsson á 67. mínútu og islensku strákamir fógnuðu sfnum áttunda sigri á Færeyjum í röð og toppsætinu á Norðurlandamótinu. Norðmenn gerðu 1-1 jafntefli við Svía og hjáipuðu því íslenska liðinu á toppinn. Sjö af níu stigum í boöi í hús Atli Eðvaldsson landsliðsþjálfari hefur því byrjað vel í sínu nýja starf því hann hefur náð sjö af 9 stigum í hús og eignast jaftiframt met, því eng- um öðram landsliðsþjálfara í knatt- spymu hefur tekist að stjóma fyrstu þremur landsleikjunum án taps. Atli náði þó ekki öðra meti, því markið Kurt Mörköre skoraði á 19. mínútum, kom 3 mínútum áður en Atli jafnaði met, Júri Hitchev, yfir lengstu bið eftir fyrsta marki á sig því íslenska liðið hafði haldið hreinu i fyrstu 199 mínút- umar undir stjóm Atla. Hefur haldiö hreinu í 249 mínút- ur Ámi Gautur Arason kom inn á sem varamarkmaður í háifleik og hélt hreinu í sínum sjötta landsleik í röð en Ámi Gautur hefúr nú leikið fyrstu 249 mínútumar í islenska landsliðsbún- ingnum án þess að fá á sig mark. Lið íslands: Birkir Kristinsson (Ámi Gautur Arason 45.), Auðun Helgason, Helgi Kolviðsson, Þórhallur Hinriksson, Amar Viðarsson - Bjarki Gunnlaugsson (Sverrir Sverrisson 84.), Ólafur Öm Bjamason (Sigurður öm Jónsson 74.), Rúnar Kristinsson, Einar Þór Daníelsson (Indriði Sigurðsson 31.)- Ríkharður Daðason (Haukur Ingi Guðnason 80.), Tryggvi Guðmundsson. -ÓÓJ Stúdentaslagur Nú líður brátt að stúdentaráðs- ■ kosningum í Háskóla íslands við Suðurgötu í ReyKjavík sem svo er nefndur til aðgreiningar frjá Há- skólanum í Reykjavik. Þar takast Vaka og Röskva á enn eina ferðina. Kosningamar verða sunnudaginn 23. febrúar og því tími til kominn að bretta upp ermar og heija kosningabaráttu. Vaka var með listakynningu í gærkvöld en Röskva mun vera með slíka uppákomu í kvöld. Konur skipa fiögur efstu sæt- in á lista Vöku að þessu sinni. Bregður svo við að einungis einn lögfræðinemi er í þeim hópi en Vökumenn hafa legið undir gagn- rýni Röskvumanna fyrir lögfræði- slagsíðu. Efst á lista Vöku trónir Inga Lind Karlsdóttir íslensku- nemi, einstæð móðir og dagskrár- gerðarmaður hjá Skjá 1. Hún er alvön kosningaslag, lét síðast til sín taka í formannskosningum SUS... Tvær hendurtómar Mikið er nú rætt um hina vösku athafnamenn og Samheijafrændur, ekki síst þrjá miiljarðana sem Þor- steinn Vilhelmsson fékk í sinn hlut við sölu á um fimmt- ungseignarhlut í félag- inu. I þessu sambandi má geta þess að þegar þeir frændur hófust handa við að byggja upp útgerð sína, að sögn með tvær hendur tómar og gat í buxnavösum, var verið að úthluta kvóta sam- kvæmt veiðireynslu nokkurra ára á undan. Samheijaffændur völdu skip- stjóravkótaleiðina vegna veiði- reynslu Þorsteins sem verið hafði fengsæll skipstjóri hjá ÚA. Sá ráð- stöfún færði þeim ríflega 4 þúsund tonna kvóta. Þess má geta aö verð- gildi þess kvóta er nálægt 4 milljörð- um í dag... Ríkiskassinn Á dögunum munu óboðnir gestir hafa verið á ferð heima hjá Geir H. Haarde fjármálaráðherra og eig- inkonu hans, Ingu Jónu Þórðar- dóttur. Engar fréttir fengust af því j hve mikinn usla þjófamir gerðu eða hvað þeir höfðu með- ferðis. Menn eru sam- mála um að það tölu- verða bíræftii þurfi að vaða inn hjá svo háttsettum mönnum og enn fremur vek- ur nokkra furðu að þeir skyldu yfirleitt komast inn fyrir „vamarmúra" hússins. Gárungar vora ekki lengi að finna skýringu á áhuga þjófanna. Vonin um að finna ríkiskassann fúilan fiár liafi drifið þá áfram... ] / 2000-vandi Sandkomi barst til eyma að 1 fjöldi starfsmanna hjá pitsastaðnum Bing Dong á Akureyri hafi ekki fengið ekki laun sín greidd þann 1. i febrúar. Skiljanlega varð starfsfólkið hundfúlt enda stór mánaðamót með kreditkortareikn- ingum og tilheyr- andi skemmtileg- heitum sem i standa þarf skil á. i Haft er eftir j einum starfsmanna að þegar leit- að var skýringa á seinaganginum I hafi eigendur sagt að 2000-vandinn S væri að gera þeim lífið leitt. Það fór þó aldrei svo að sá marguppblásni vandi léti ekki á sér kræla hér á Fróni... Umsjónhaukur Lárus Hauksson Netfang: sandkom @ff. is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.