Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2000, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2000, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2000 fréttir Hvaða hamborgari er þetta? - á æfingu heima hjá Jónasi Ingimundarsyni Jónas Ingimundarson, Bergþór Pálsson og Signý Sæmundsdóttir æfa lög Sveinjörns Sveinbjörnssonar fyrir tónleika í Gerðubergi. í Kópavogi stendur lágreist en vold- ugt hvítmálað steinhús við Álfhóls- veg. Gestgiafi í þessu húsi er hinn ást- sæli píanóleikari og óskabarn þjóðar- innar, Jónas Ingimundarson. Þegar inn er komið kemur í ljós að æfing á flutningi verka Sveinbjörns Svein- björnssonar tónskálds er rétt óhafm þar sem æfa, auk Jónasar, Bergþór Pálsson barítonsöngvari og Signý Sæ- mundsdóttir sópransöngkona. Augljóst er að mikið stendur til enda tónleikar 1 Gerðubergi á sunnu- dagskvöldið og ljósmyndarar koma og fara unnvörpum til að mynda tríóið. Meðlimir þess eru uppábúnir af því tilefni og andrúmsloftið minnir meira á tónleika en æfingu. Manni verður starsýnt á bindið hans Bergþórs í sænsku fánalitunum sem fer ágætlega við svört jakkafótin og hvíta, stífaða skyrtuna. Blaðamanni er vísað inn í stofuna þar sem æfingin mun fara fram en i einu homi stofunnar blasir við voldugur svartlakkaður flygill og að baki honum ljósmyndir af Jónasi og samstarfsmönnum hans í gegnum tíðina. í öðru homi stofunnar, við annað af tveimur stofuborðum sem þar standa, hefur sparibollum verið komið fyrir en Signý grínast með að gullbollamir séu aðeins teknir fram við hátíðleg tækifæri. Hver æfing hefst á kaffihléi Jónas hefur á orði að sérhver æfing hefjist á kaffihléi og eftir að menn hafa fengið sér sæti og kaffinu verið hellt í bollana berst spjallið að Svein- bimi sem tónskáldi. Sveinbjöm og þjóðsöngurinn eru órjúfanleg heild sem óþarft er að kynna fyrir Islend- ingum. Forvitnilegri er þó sú stað- reynd að Sveinbjöm samdi fjölda laga með enskum texta sem nú eru í fyrsta sinn flutt með íslenskum texta í þýð- ingu Páls Bergþórssonar, föður Berg- þórs. Jónas, Bergþór og Signý leggja öll áherslu á að þau séu með þessu að endurnýja kynni þjóðarinnar af Sveinbirni, einu fremsta tónskáldi ís- lensku þjóðarinnar, sem í lifanda lífi hafi aldrei notið góðs af framlagi sínu til listanna. í miðju samtali nær Jónas í ævisögu Sveinbjörns, skráða af Jóni Þórarinssyni, og rekur helstu verk tónskáldsins, auk þess sem Bergþór og Signý bæta við að skáldið hafi búið yfir mikilli kunnáttu á sínu sviði og að gott handbragð á verkum hans beri vott um það. Leikfangahamborgari undir stofuborði Loks er ákveðið að láta slag standa og tekið til við æfinguna. Bergþór stígur fyrstur á svið við undirleik Jónasar og syngur kraftmikinn hetju- söng eftir Sveinbjörn svo allt ætlar um koll að keyra. Því næst syngur Signý tvær melódíur, öllu rólegri, á meðan Bergþór sest aftur í sófann og fær sér meira kaffi. Svona gengur þetta koll af kolli en á meðan á söngn- um stendur gefst gott tækifæri á að líta í kringum sig og skoða húsbúnað Jónasar. Hér er allt í röð og reglu, persneskir dreglar á gljáfægðu parket- gólfinu, hver hlutur virðist eiga sinn vísa stað og ekki minnsti vottur af óreiðu. Sannkallað snyrtiheimili. Það stingur þvi óneitanlega í stúf þegar blaðamaður rekur augun í leikfanga- hamborgara á einum persnesku dregl- anna undir öðru stofuborðinu. Hann lætur ekki mikið yfir sér en verður óneitanlega hjákátlegur á að sjá, sér- staklega á því regluheimili sem hér er að finna. Skyldi vera hundur í húsinu eða voru hér börn að leik? Blaðamað- ur ákveður að láta þar við sitja. Gott að æfa í heimahúsi Það er ákveðið að taka hlé. Blaða- manni leikur forvitni á að vita hvort það sé algengt að listamenn æfi f heimahúsum frekar en í þartilgerðum æfmgasölum. Jónas verður fyrstur til að svara og segist eingöngu starfa heima, hér hafi hann allt sem til þurfi og listamenn sæki hann því ávallt heim. Augljóst er á tilburðum Signýj- ar og Bergþórs að þau eru öllum hnút- um kunnug, eins konar heimaalning- ar sem þekkja hvern krók og kima á heimili bóndans. Signý segir mjög gott að æfa í heimahúsi og Bergþór bætir því við að auðvitað liggi mikil einstaklingsvinna að baki hópæfing- um sem þessum. Það sé hins vegar á þessum æfingum sem menn ákveði tempó, styrk og flli lögin eins og hann kemst að orði. Að loknu öðru kaffihléi í þessari tiltölulega stuttu heimsókn blaðamanns í húsið við Álfhólsveg er tekið til við sönginn að nýju. Eins og fyrir hlé skiptast hér á lýrískar meló- díur og hetjusöngvar en síðamefndi flokkurinn er í umsjón Bergþórs. Á einum tímapunkíi, þegar komið er að Signýju að spreyta sig, sest Bergþór aftur í sófann, tekur sér ævisögu Sveinbjörns í hönd og blaðar í gegn- um hana á meðan Signý tekur eitt af þekktari lögum skáldsins að eigin sögn, sem blaðamanni láist að taka nafnið á. Það er farið að rökkva og kominn tími til að hafa sig á brott, enda langur dagur að kveldi kominn og fleiri verkefni bíða. Getsgjöfunum er umhugað um að vel hafl til tekist og spyrja um álit á flutningi. Við kveðjumst með virktum og að þeim orðum kveðnum fylgir Jónas til dyra - það er mál að halda æfmgunni áfram. -KGP Klipptu toppa og sestu að fallegu morgunverðarborði Þannig berðu þig að: Ef þú vilt fá Merrild gjafavörur eða reiðufé þarftu að fylla út þennan miða og setja hann í umslag ásamt pokatoppunum. Ef þú hefur safnað pokatoppum fyrir gjafavöru sem þarf einnig að greiða fyrir getur þú annað hvort sent ávísun með eða greitt fjárhæðina inn á gíróreikning Merrild. Númer gíróreikningsins er 56 86 86 og senda þarf frumrit kvittunar ásamt útfylltum miðanum og pokatoppunum í umslagi til: Merrild kaffi • Pósthólf 4132 • 124 Reykjavík Greiðsla með: Ávísun □ Gíró Q Lene Bjerre diskamotta: Lene Bjerre brauðkarfa: Trip Trap stjakar fyrir teljós: Churchill krúsir: Trip Trap hitaplattasett: Lene Bjerre dúkur: Trip Trap framreiðslubakki: Bók um bakstur: Lene Bjerre lampi: Reiðufé: I I Ég óska eftirað fá Lene Bjerre diskamottu og sendi með: 15 stk. pokatoppa C] Ég óska eftir að fá fjórar Lene Bjerre diskamottur og sendi með 30 stk. pokatoppa + greiðslu að fjárhæð 600 kr. □ Ég óska eftir að fá Lene Bjerre brauðkörfu og sendi með: 30 stk. pokatoppa + greiðslu að fjárhæð 550 kr. □ Ég óska eftir að fá Trip Trap stjaka fyrir teljós og sendi með: 5 stk. pokatoppa + greiðslu að fjárhæð 300 kr. C 1 Ég óska eftir að fá tvær Churchill krúsir og sendi með: 30 stk. pokatoppa + greiðslu að fjárhæð 500 kr. □ Ég óska eftir að fá Trip Trap hitaplattasett og sendi með: 30 stk. pokatoppa + greiðslu að fjárhæð 600 kr. I I Ég óska eftir að fá Trip Trap hitaplattasett og sendi með: 15 stk. pokatoppa + greiðslu að fjárhæð kr. 850 kr. []] Ég óska eftir að fá Lene Bjerre dúk og sendi með: 40 stk. pokatoppa + greiðslu að fjárhæð 1.400 kr. [ j Ég óska eftir að fá lítinn Trip Trap framreiðslubakka og sendi með: 40 stk. pokatoppa + greiðslu að fjárhæð 1.100 kr. L. J Ég óska eftirað fá Politikens Nye Bagebog og sendi með: 40 stk. pokatoppa + greiðslu að fjárhæð 550 kr. LJ Ég óska eftir að fá Lene Bjerre lampa með skermi og sendi með: 60 stk. pokatoppa + greiðslu að fjárhæð 1.800 kr. í..! Ég óska eftir að fá reiðufé í skiptum fyrir pokatoppa og sendi með: _____stk. pokatoppa (minnst 10 toppa og mest 60 toppa fyrir hvert heimili) en verðgildi hvers þeirra er 20 kr. I I Ég óska ekki eftir að fá send önnur tilboð um gjafavörur í skiptum fyrir pokatoppa frá Merrild í framtíðinni. Lokafrestur til að senda inn pöntun með þessum hætti ertil 29. febrúar. Ritaðu vinsamlegast með PRENTSTÖFUM Nafn____________________________________ Heimilisfang____________________________ Póstnr.____________Póststöð_____________ Sími____________________________________ JíeWiiM -setur brag á scrhvem dag!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.