Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2000, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2000, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2000 Nú er um að gera að grípa tækifærið og gera það sem við köllum GÓÐ KAUP! allt að Laugardag 11-16 Hjá okkur eru Visa- og Euroradsamningar ávísun á staðgreiðslu ' Val húsgögn Ármúla 8-108 Reykjavik V Sími581-2275 k 568-5375 mFax S68-S27S íslenskt landslag er ekki líkt neinu sem ég hef áður sér. Hér eru eyðingaröflin stöðugt að móta land- ið og það hefur því þann fjölbreytta sérstæða svip sem er svo sérstakur. íslendingar eiga þama fjársjóð sem er engum líkur. Landslag er i mínum augum ekki hlutur heldur ferli. Þar eru stöðug átök eyðingarafla sem móta náttúr- una og ég er í rauninni að fást við það sama i verkum mínum. í þeim örheimi sem myndflöturinn er takast stöðugt á öflin sem felast í ferlinum og minn vilji og mín áhrif. í verkum mínum kemur íslenskt landslag alltaf fram, hvort sem ég ætla því það eða ekki.“ Merkir myndirnar á bakinu Alastair segist alltaf hafa heiRast af ferlinu í listsköpun og vilji að ná- vist hans sem listamanns sjáist sem minnst í verkunum. „Þess vegna merki ég myndimar mínar alltaf á bakinu. Ég vil ekki vera að trana mér fram í myndflöt- inn.“ Alastair verður tíðrætt um áhrif náttúrunnar og þess vegna er freist- andi að spyrja hann um afstöðu hans til væntanlegra framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun sem mjög hafa veriö umdeildar. „Mér finnst varla viðeigandi að segja neitt um það. Ég er í grund- vallaratriðum andsnúinn því. Óspillt náttúra er heilög í vitund margra og það er ekki út i bláinn að mörgum finnst þeir komast næst Guði þegar þeir eru einir úti í nátt- úrunni." Þetta upplifði Alastair sterkt í Wales um áramótin þegar gleðin stóð sem hæst þá gekk hann afsíðis einn síns liðs upp á fjall og naut tímamótanna þar við afar sérstakar aðstæður þegar mistrið verður svo mikið að maður sér sinn eigin skugga í seilingarfjarlægð og getur jafnvel séð á honum geislabaug. Alastair hefur einu sinni áður sýnt á íslandi, í Listasafni Kópavogs 1996. í ljósi þess að hann er kominn með vinnustofu hér er þá nokkuð að gera annað en að flytja alveg? „Það gæti ég vel hugsað mér en hér þyrfti að vera meira úrval af dökkum bjór til að dvölin yrði full- komin. En það væri gaman að tala málið.“ -PÁÁ „Ég hefi komið til íslands oft gegnum árin þar sem unnusta mín er íslensk. Það má segja að list mín hafi orðið til á íslandi því það var hér á landi árið 1995 sem ég fékk hugmyndina að því að nota saman járnduft og vatn á pappír til að skapa myndir." Þannig lýsir Alastair Macintyre, skoskur listamaður, ástarsambandi sinu við ísland. Alastair opnar í dag sýningu á verkum sínum í sýning- arsal félagsins íslensk grafík í Hafn- arhúsinu. Hann segist sjaldan hafa komið í skemmtilegra rými til að sýna í en þennan nýja sal. Verk Alastairs eru stórar myndir í ryðguðum jámrömmum. Myndim- ar eru misjafnlega brúnir flekkir sem mynda margvísleg form og mynstur á fletinum. Þetta er gert með því að listamaðurinn leggur mismunandi stóra ísklumpa ofan á pappír og stráir jámdufti yfir. Síðan bráðnar ísinn og jámið teiknar með ryðinu á pappírinn. Snjórinn eina hráefnið sem ég hafði efni á „Ég kom hingað sem gestalista- maður árið 1995 og dvaldi í afar skemmtilegri íbúð sem Kjarvals- staðir eiga. Ég hef aUtaf verið heill- aður af íslenskri náttúru og þegar ég sá snjóinn þyrlast fyrir utan gluggann og áttaði mig á því að hann var eina hráefnið sem ég hefði efni á að kaupa, þá kviknaði ljós. Þá vann ég nokkur verk þar sem ég blandaöi snjó saman við jámduft og lét bráðna á pappír. Þetta voru fyrstu skrefin. Nú leigi ég frysti- geymslu þar sem ég framleiði ís til þessara hluta.“ Öll verkin á sýningunni em búin til á íslandi, á vinnustofu Alastairs á Hólmaslóð. ísinn er islenskur en jámduftið skoskt. En hvar kemur listamaðurinn við sögu í þessu ferli? „Það er hægt að hafa mikla stjóm á ferlinu. Bæði er það gert með mis- munandi hitastigi sem stýrir bráðn- uninni en einnig með því hvemig pappírinn er og hvemig hann ligg- ur. Ég skríð á fjórum fótum yfir pappímum meðan ísinn bráðnar og stýri því hvemig vatnið og ryðið leggst saman. Áður notaði ég rör til að sjúga upp umframvatn en nú nota ég risastóra sprautu. Síðan þegar vatnið hefur allt gufað upp og eftir situr lit- urinn . úr jáminu þá þarf að húða verkið með PVA upp- lausn. Það er gríðarlega tímafrekt ferli.“ Alastair er mikill nátt- úruunnandi og alinn upp í Skotlandi þar sem hann hef- ur gengið mikið um fjöll og fimindi. Hann er heillaður af íslenskri náttúru sem hann segir að eigi engan sinn lika í heiminum. Þreytist aldrei á Esjunni „Ég þreytist aldrei á því að ganga á Esjuna. Engar tvær ferðir þangað Alaster Macintyre hefur heillast af íslensku landslagi og notar öfl þess viö listsköpun sína. Dæmigert myndverk eftir Alastair þar sem ís hefur bráön- aö og teiknaö á pappírinn með ryði. upp em eins. Að standa þar upp í tæra loftinu er ólýsanlega reynsla sem hefur haft djúp áhrif á mig. Á aðra hönd sé ég tilkomumikið landslag ósnert af mannahöndum en á hina höndina sé ég Reykjavík með öllum sínum húsum og mann- lífi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.