Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2000, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2000, Blaðsíða 25
Klukkan er langt gengin sex á mánudagssíðdegi í lok janúar í Manchesterborg. Leigubíll er á leið- inni í rigningarúða og rökkri frá mið- borginni út að Old Trafford, leikvelli Manchester United. Búist er við rúm- lega 58 þúsund manns á völlinn. Leik- ur Man. United og Lundúnaliðsins Arsenal hefst klukkan átta. Tveir ís- lendingar í leigubílnum ætla að koma tímanlega enda eiga þeir eftir að sækja miðana sína, eftirsótta miða - í svokölluðum North Stand, einni af fjórum stórbyggingum sem mynda hring, eða ferhyming, umhverfis fót- boltavöllinn vinsæla. „Það er strax farin að myndast traffik á götunum að leikvanginum," segir bílstjórinn sem hefúr áhyggjur af því að leikurinn verði erflður fyrir lið United sem er nýkomið „út úr hitan- um“ frá heimsmeistarakeppni félags- liða í Brasilíu. Heilar 4 ar frá því að hðið lék síðast í úrvalsdeild- inni. Eruð þið frá Noregi „Eruð þið frá Nor- egi,“ spyr bílstjórinn alvanur gríðarfjölda Norðmanna sem hafa komið til Mancester siðustu misserin enda eiga norskir þrjá menn í United. „Ha, nú frá Islandi. Það er nú langt í burtu,“ segir hann og lítur gaum- gæfllega í baksýnis- spegilinn. Við nálgumst það sem margir strákar heima á Fróni kalla gjaman „dýrðina". Fótboltavöhinn þar sem George Best og Bobby Charlton léku forðum. Og David Beckham, Yorke, Keane og félagar leika i dag. „There is the North Stand,“ segir bílstjórin og bendir á gríðarháa byggingu. Þetta era engin smá- mannvirki. „Farið þið bara út hér, gangið svo þang- að og...“ Áður en varir erum við famir að leita að „The Muse- um“ - Manchester- safninu í norður- byggingunni þar sem við eigum að fá mið- ana. HVílíkur við- búnaður og það tveimur tímum fyrir leik. Hestalöggur út um allt, fólk á gangi fyrir utan leik- vanginn og inni í endalausum ranghöl- um. Fólk er að versla í Megastore íþróttavöraversluninni. Bygginga- krani gnæflr upp úr austurbygging- unni. Það á að bæta við sætum fyrir sumarið þannig að 67 þúsund manns komist fyrir á Old Trafford. Angan berst frá ótal söluvögnum þar sem seldir era hamborgarar, pyls- ur, franskar og kjöt. AUir veitingastað- ir í nágrenninu era fúllir. Trefla- og húfusalar er hvert sem litið er. Evrópubikarínn beyglaður Við náum í miðaðana í norðurbygg- ingunni og lítum á sjálfan Evrópubik- arinn sem snýst á safninu inni í kyrfi- lega læstu ferhymdu glerbúri. Glæsi- legur gripur með smábeyglu á, senni- lega eftir einhvem glaðbeittan sigur- vegaraim. Liklega Keane. Hann er svo harðhentur. Við fórum út og ákveðum að kíkja inn á einn Manchesterpöbbinn úti á homi við nærliggjandi aðalgötu. Þar logar aht við langan barinn. Þröng er á þingi. Starfsfólkið keppist við að fyUa í glösin. Það er rakt inni i sveittri mannþrönginni. Menn era famir að syngja hressilega og hita upp fyrir leikinn. Klukkan hálfátta fórum við út og fylgjum á að giska þrjátíufoldu mann- hafinu á leið til vallar. AUt virðist ganga smurt. Eins gott að detta ekki. Við fórum í 28 C í South-stand, þeim megin sem sjónvarpsvélamar sýna okkur Old Traffordleikina heima á Fróni. Það er stór stund að ganga svo inn í risahvelfinguna - áhorfendahringinn ast af fólki. Blóðheitir Bretar „Arsenal, Arsenal, Arsenal" heyrist aUt í einu. Við snúum okkur við og sjá- um nokkur þúsund Lundúnabúa, hálf- innikróaða í suðausturhominu, byrj- aða að æpa strax á sína menn. Ekki stendur á svörum frá United fólkinu rétt hjá sem baula og æpa á móti. „Bretar!" hugsar maður. Er einhver að tala um að suðurlandaþjóðir séu blóðheitar? Liðin koma inn á vöUinn og aUt æti- ar um koU að keyra. Það er verið að vígja nýtt gras. Skyldi það hafa fest rætur þennan stutta tíma um hávetur sem liðið var í BrasUíu? LeUíurinn er haflnn. í lið Arsenal vantar nánast aUa framlínuna, Kanu er í Afríku, Suker í banni og Overmars og Bergkamp era meiddir. Frakkinn Henry og Svíinn Ljungberg verða að halda uppi merki Arsenal. Og þeir gera það. Leikurinn er ekki orðinn gamaU þegar Jaap Stam er þungur í sporinu og missir Ljungberg inn fyrir sig. Svíinn þýtur áfram og rennir bolt- anum framhjá Mark Bosnich í mark- inu. Lundúnaliðið í suðaustri ærist. Ja, héma! Eins og bílstjórinn sagði þá er United greinUega á hælunum og ekki komið í leikæfingu. Liðin halda áfram að bítast. Cole og Yorke reyna og reyna hjá United og Giggs á skot í hlið- ametið. Áhorfendur standa á fætur og halda að boltinn hafi farið inn. Hinum megin á veUinum fær Henry færi á að „klára leikinn", kemst einn inn fyrir Unitedmúrinn en Bosnich sér við hon- um og ver. Vaá! En United er aðeins farið að ná und- ! Sheringham kemur í upphihmarúlp- unni sinni utanvert við homfánann Arsenalmegin. Lundúnaáhorfend- ur æpa á hann skammt frá og fyrir ofan; „Your’e just a reserve“ - „Þú ert bara varamaður". „Sheri“ lítur upp tU flöldans og brosir með ólýsanlegu sjálfstrausti. AUt í einu lyftir hann upp annarri höndinni í átt að Arsenalskar- anum og sýnir þrjá fingur. Þetta þýðir; Þrir bikarar á síðasta tímabUi. Sjálfstraustið og blítt brosið sljákkar 1 ArsenaUiðinu. David Seaman, markmaður Arsenal, horfir á að- farir félaga síns úr enska landsliðinu og brosir um leið og hann lagar talsvert stóra „nýtorfu" sem spratt upp í síðustu sókn United. Menn fara að sýna seðlii Beckham er brjálaður. Heimtar boltann og lyftir höndinni um leið og hann sér að einhver félaga hans á færi á að gefa á hann. Stjaman taklar og taklar og berst eins og grenjandi ljón. Þessi glæsti ástríðu- maður sýnir títtnefnt United-drápseðli. Keane er ekki langt undan og setur öxlina í dómarann þegar hann dæmir brot á hann. Ætlar maðurinn inn í dómarann? Hvílíkur eldhugi þessi blóðheiti íri sem er með þó nokkur árslaun verkamanna í vikukaup. Sheringham er að koma inn á fyrir Cole. „The Supersub". Ofúrvaramað- urinn í lauslegri þýðingu. Leikur United skerpist enn við komu hans. Tveimur mínútum síðar er hann bú- inn að snúa landsliðsvöm Arsenal við en nær þó ekki að skora. Þetta er að koma. Og ekki líður á löngu þangað til Giggs fer upp vinstra megin gefúr fyr- ir og yfir Seaman sem kemur út úr markinu. Beckham nær boltanum og spymir á Sheringham sem rennir hon- um í autt markið. Mark! Sprenging. Old Trafford The Supersub, hetja leiksins, í flestum skilningi, Teddy Sheringham og David Beckham á hápunkti leiksins í seinni hálfleik. Reuter. „drap- ru Yorke í kunnulegri stellingu fyrir framan mark anstæðinganna. stjömumar heima. „Við máttum alls ekki tapa,“ segir Arsene Wen- ger, þjálfari Arsenal, eftir leik- inn. „Þetta vora góð úrslit fyrir okkur þegar upp var staðið," sagði Alex Ferguson þjáifari United. „Við voram ryðg- aðir í byijun," bætti hann við. Við göngum út af leikvanginum gríðarstóra, út með mannfjöldan- um. Erum búnir að fá leigubíl eftir langa göngu en siðan ótrúlega fljótt komnir upp á hótel eftir 5 klukkustunda ógleymanlega úti- tryllist. Ætla þeir að komast yfir og vinna. Nei. Það er reynt og reynt en allt kem- ur fyrir ekki. Arsenalskarinn leikur við hvem sinn fingur. Ánægður með að ná jafntefli á Old Trafford með stór- vera. „Hvenær er næsti leikur?“ spyr greinarhöfundur eins og litlu bömin í Tívolí sem vilja fara í næsta leiktæki. Þetta var fljótt að líða. -Ótt NOTRE DAME ÚTSðllllOK NOTRE DAME Bankastræti 11 S: 511 6211
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.