Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2000, Side 18
18
LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2000 TIV
fjölskyldumál
Tannlæknaraunir
Fyrir nokkrum árum fluttum viö
fjölskylda min til Svíþjóðar og
bjuggum þar um hríö, sem ekki er
í frásögur færandi. En ég man hvað
ég varð hissa þegar við vorum ný-
flutt og rétt búin að koma okkur
fyrir, er bréf barst inn um lúguna
frá tannlæknastofu nálægt heimili
okkar. Þetta var ekki venjuleg aug-
lýsing. í bréfinu var sagt frá því að
okkar væri vænst ákveðinn dag á
tannlæknastofuna með börnin okk-
ar og vorum við beðin að láta vita
ef tíminn passaði ekki. Við kímd-
um yfir nákvæmni sænska kerfis-
ins sem fylgdist svona vel með okk-
ur, og mættum síðan með börnin
eins og okkur var uppálagt. Það
gerðist svo sem ekkert merkilegt
þarna á tannlæknastofunni og
bömin héldu brosandi frá tann-
lækninum, enda þurfti ekkert að
bora. En það merkilega við þessa
heimsókn fyrir Islending var, að
það þurfti heldur ekkert að borga.
Tannlæknaþjónusta er sem sagt
ókeypis fyrir böm í Svíaríki, og
reyndar einnig fyrir öryrkja og elli-
lifeyrisþega. Hið sama gildir að
mestu leyti annars staðar á Norð-
urlöndunum einnig - nema hér á
íslandi!
„Það eru margir for-
eldrar sem þurfa að velta
því alvarlega fyrir sér hér
á landi hvort þau hafi
fjárhagslegt bolmagn til
þess að borga fyrir jafn
nauðsynlega vinnu og
tannréttingar barna
sinna. Að ekki sé minnst
á reglubundið eftirlit allr-
ar fjölskyldunnar hjá
tannlœkni. “
Þessi tannlæknaheimsókn og
fleiri slíkar, er fylgdu reglubundið
á eftir, rifjuðust upp fyrir mér
núna í vikunni sem leið þegar ég
ræddi við hjón sem þurfa að fá
tannréttingar fyrir bamið sitt. Þau
höfðu fengið að vita að tannrétting-
arnar gætu kostað 300.000-400.000
krónur, allt eftir því hve mikið
þyrfti að gera. Að visu hafði þeim
verið sagt að Tryggingastofnun rík-
isins myndi endurgreiða 100.000
krónur að uppfylltum vissum skil-
yrðum, en afganginn yrðu þau að
borga sjálf. Og þau yrðu einnig að
leggja út fyrir 100.000 krónunum.
Vandi þessara hjóna er aftur á
móti sá að þau hafa litlar tekjur,
enda önnur fyrirvinnan sjúklingur
og þau hafa fyrir fleiri börnum að
sjá. Gott ef ekki annað bam sé á
leiðinni í tannréttingar.
Þessi hjón eru ekkert einsdæmi.
Það eru margir foreldrar sem þurfa
að velta því alvarlega fyrir sér hér
á landi hvort þau hafi fjárhagslegt
bolmagn til þess að borga fyrir jafn
nauðsynlega vinnu og tannrétting-
ar barna sinna. Að ekki sé minnst
á reglubundið eftirlit allrar fjöl-
skyldunnar hjá tannlækni. Hluti
tannlækna-
kostnaðar
bama er
endur-
greiddur hjá
Trygginga-
stofnun en
ekki allur.
Það nægir
til þess að
margar fjöl-
skyldur
þurfa að
draga heim-
sóknina til
tannlæknis-
ins á lang-
inn vegna
peningaleys-
is. Og þegar
dýrra að-
gerða eins
og tannrétt-
inga er þörf
getur málið
orðið vanda-
samt. Það
þarf varla
að taka það
fram að
tannrétting-
Þórhallur Heimisson
ar bama eru ókeypis annars staðar
á Norðurlöndunum rétt eins og eft-
irlitið hjá tannlækninum. Þar
þykja tannréttingar sjálfsögð þjón-
usta heilbrigðiskerfisins, enda er
góð tannheilsa og heilbrigðar tenn-
ur ein mikilvægasta eign hvers
einstaklings. Það að foreldrar skuli
þurfa að hafa áhyggjur af kostnað-
inum við tannréttingar fyrir börn-
in sín er reyndar aðeins lítið dæmi
um hversu langt á eftir við erum í
mörgum málefnum fjölskyldunnar
hér á landi. Og kannski er það
vegna þess að flestum er alveg
sama! Nú standa t.d. yflr kjaravið-
ræður. Ég hef ekki heyrt aöila
vinnumarkaðarins spjalla saman
opinberlega um tannlækningar
bama og önnur sjáifsögð réttinda-
mál fjölskyldna, eða réttindamál
sem ættu að vera sjálfsögð í nútíma
velferðarþjóðfélagi. Jú, þeir er loks-
ins farnir að tala um veikindaorlof
vegna veikinda barna. En ætli
veikindadagamir gleymist ekki
líka eins og tannréttingamar, þeg-
ar prósentureikningurinn tekur
yfir? Því hvað eru fáeinir veikinda-
dagar eða réttar tennur barna, mið-
að við prósentuhækkanir sem
koma vel út í fyrirsögnum blaða?
%nm breytingar
Myndimar tvær viröast við
fyrstu sýn eins en þegar betur er
að gáð kemur i ljós að á myndinni
til hægri hefur fimm atriðum ver-
ið breytt.
Finnir þú
þessi
fimm at-
riði
skaltu
merkja
við þau
meö
krossi á
myndinni til hægri og senda okk-
ur hana ásamt nafni þínu og
heimilisfangi. Að tveimur vikum
liðnum birtum við nöfn sigur-
vegaranna.
1. verölaun:
United-sími með
simanúmerabirti frá
Sjónvarpsniiðstöðinni,
Síðumúla 2,
að verðmæti kr. 6.990.
2. verölaun:
Tvær Úrvalsbækur að verðmæti
kr. 1570, Sekur eftir Scott Turow og
Kólibrísúpan eftir David Parry og
Patrick Withrow.
Vinningarnir verða sendir heim.
Merkið umslagið með lausninni:
Finnur þú fimm
breytingar? 552
c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík
Finnur þú fimm breytingar? 552
Hvernig átti ég að vita aö þú varst mín megin í rúminu
þegar ég fór í háttinn?
Nafn:___________________________________________________
Heimili:________________________________________________
BRETLAND
SKÁLDSÖGUR - KIUUR:
1. Tom Clancy: Rainbow Six.
2. Danielle Steel: The Klone and I.
3. Dick Francis: Field of Thirteen.
4. Ruth Rendell: A Sight for Sore
Eyes.
5. Sebastlan Faulks: Charlotte Grey.
6. James Patterson: When the Wind
Blows.
7. Elvi Rhodes: Spring Music.
8. Charlotte Bingham: The Kissing
Garden.
9. Nicholas Evans: The Loop.
10. Jane Green: Mr Maybe.
RIT ALM. EÐLIS - KIUUR:
1. Amanda Foreman: Georgina,
Duchess of Devonshire.
2. Chris Stewart: Driving over
Lemons.
3. Tony Adams o.fl.: Addicted.
4. Anthony Beevor: Stalingrad.
5. Frank McCourt: Angela's Ashes.
6. Bill Bryson: Notes from a Small
Island.
7. John Gray: Men Are from Mars,
Women Are from Venus.
8. Richard Branson: Losing My
Virginity.
9. Slmon Winchester: The Surgeon
of Crowthorne.
10. Tony Hawks: Around Ireland with
a Fridge.
INNBUNDNAR SKÁLDSÖGUR:
1. Dick Francis: Second Wind.
2. Thomas Harrls: Hannibal.
3. Danielle Steel: Granny Dan.
4. Roddy Doyle: A Star Called Henry.
5. Penny Vincehzl: Almost a Crime.
6. Ruth Rendell: Harm Done.
7. laln Banks: The Business.
8. Jlll Cooper: Scorel
9. Kathy Reichs: Death Du Jour.
10. Elizabeth George: In Pursuit of
the Proper Sinner.
INNBUNDIN RIT ALM. EÐLIS:
1. Alex Ferguson: Managing My Life.
2. John Humphrys: Devil’s Advocate.
3. Simon Singh: The Code Book.
4. Bob Howitt: Graham Henry;
Supercoach.
5. Brian Keenan o.fi.: Between
Extremes.
6. Lenny McLean: The Guv'nor.
( Byggt á The Sunday Times)
BANDARÍKIN
SKÁLDSÖGUR - KIUUR:
1. Anita Shreve: The Pilot's Wife.
2. Tom Clancy: Rainbow Six.
3. Penelope Fltzgerald: The Blue
Rower.
4. Arthur Golden: Memoirs of a
Geisha.
5 Judy Blume: Summer Sisters.
6. Patricia Cornwell: Point of Origin.
7. Rebecca Wells: Divine Secrets of
the Ya-Ya Sisterhood.
8. Margaret Truman: Murder at
Watergate.
9. Sidney Sheldon: Tell Me Your
Dreams.
10. Tami Hoag: Still Waters.
RIT ALM. EÐLIS - KIUUR:
1. Robert C. Atkins: Dr. Atkins' New
Diet Revolution.
2. Frank McCourt: Angela’s Ashes.
3. John Berendt: Midnight in the
Garden of Good and Evil.
4. Michael R. Eades o.fl.: Protein
Power.
5. John E. Sarno: Healing Back Pain.
6. Jared Dlamond: Guns, Germs and
Steel.
7. Sebastian Junger: The Perfect
Storm.
8. Adeline Yen Mah: Falling Leaves
9. William L. Ury: Getting Past No.
10. Gary Zukav: The Seat of the
Soul.
INNBUNDNAR SKÁLDSÖGUR:
1. Patricia Cornwell: Black Notice
2. Thomas Harris: Hannibal.
3. Melissa Bank: The Girl’s Guide to
Hunting and Rshlng
4. Jeffery Deaver: The Devil’s
Teardrop.
5. Tim F. LaHaye: Assasins.
6. Catherine Coulter: The Edge.
INNBUNDIN RIT ALM. EÐLIS:
1. Suzanne Somers: Suzanne
Somers'Get Skinny on Fabulous
1 Food.
2. Mltch Albom: Tuesdays with
Morrie.
3. Christopher Andersen: Biil and
Hillary: The Marriage.
4. Bill Philips: Body for Life.
5. H. Leighton Steward o.fl: Sugar
Busters.
6. Sally Bedell Smith: Dlana, in
Search of Herself.
(Byggt á The Washington Post)