Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2000, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2000 Fréttir sandkorn Davíð Garðarsson, kókaínsmyglari í Þýskalandi, i dómi i amfetaminmáli hér heima: er saklaus - fékkst úrskurðaður i farbann i gær en er í raun líka í farbanni i Þýskalandi Davíö, t.h., hótaöi Ijósmyndara DV, sem er á áttræöisaldri, lífláti þegar hann var aö sinna starfi sínu í Héraösdómi Reykjavíkur í gær. Viö hliö hans gengur aöstoöarmaöur lögmanns. DV-mynd Sveinn Sigurður Ágústsson, tæplega þrí- tugur, einnig ákærður. Þann 4. mars 1998 kom BMW-bifreið skráð á Sigurð til landsins. Efnin, 1008 grömm af amfetamíni, fundust undir aftursæti við leit lögreglu og tollgæslu við komu bifreiðarinnar til landsins. Lögreglan fjarlægði efnin en kom gervipakka fyrir í staðinn. Sigurði er síðan gefiö að sök að hafa gert tilraun til að hafa am- fetamínið í sinni vörslu með því að leysa bílinn út úr tolli þann 5. mars í þeirri trú að efnin væru enn falin í honum. Þannig er Sig- urði gefið að sök að hafa ekið um á bílnum næstu daga en þann 9. mars hafi hann tekiö pakkann úr bílnum þegar hann stóð við heim- ili hans og flutt hann yfir í farang- ursgeymslu annars blls sem hann var eigandi að. Sakborningamir neita báðir sök í málinu. Aðalmeðferð hefur ekki verið ákveðin en næsta þinghald verður háð í mars. Þegar aðalmeðferðin hefst verður dómurinn íjölskipað- ur. Ákæruvaldið fékk Davíð Garð- arsson úrskurðaðan í áframhald- andi farbann í gær. „Ég er saklaus og neita sök, ég hef sagt það áður,“ sagði Davíð Garðarsson, þrítugur Reykvíking- ur, sem er ákærður fyrir að hafa flutt rúmt kíló af amfetamíni inn til landsins í BMW-bifreið Sigurð- ar Ágústssonar í febrúar og mars árið 1998. Málið hefur tafist mjög hér heima vegna þess að Davíð var handtekinn í Þýskalandi í desem- ber 1998. Hann var þá að koma með lest frá Hollandi með um x . 2 kUó af Helqa Olafsdottir k6kaíni. -----a--------------- Davið dvaldi nær allt síðasta ár ytra, þar af nokkra mánuði í gæsluvarð- haldi þegar þýsk yfirvöld voru að fjalla um mál hans. Var hann þá greiddur út gegn hárri peninga- tryggingu. Þegar leið á árið var hann dæmdur í 2ja og hálfs árs fangelsi en þeim dómi var áfrýjað. Þurfti sakborningurinn þvi ekki að sitja inni en voru gerð þau skU- yrði að tUkynna sig reglulega til lögreglu í Þýskalandi á meðan málið var í bið. í desember kom Davíð síöan tU íslands og var hann þá umsvifa- laust úrskurðaður í farbann vegna BMW-málsins sem haföi tafist svo mjög vegna fjarveru hans. Hafði Davíð þá enga möguleika lengur á að standast skUyrði lausnar sinn- ar í Þýskalandi. Ákært fyrir aö flytja pakka á milli bíla í sakamálinu sem þingfest var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær er Fyrirhuguð sameining ÚA og Hólmadrangs: Hluthafar ÚA fá yfir 90% í hlut DV, Akureyri: Á síðasta fundi stjóma Útgerðarfé- lags Akureyringa hf. og Hólmadrangs hf. var samþykkt að leggja tU við hluthafa félaganna að Hólmadrangur hf. verði sameinaður Útgerðarfélagi Akureyringa hf. frá og með 1. janúar 2000. Miðað við að gengi hlutabréfa ÚA sé 7,5 fá hluthafar Hólmadrangs hf. í hendur hlutabréf í ÚA sem svar- ar til gengisins 3,72 fyrir sin bréf. Skiptihlutföll við sameiningu sem byggir á endurmetnu eigin fé félag- anna um nýliðin áramót yrðu þau að hluthafar ÚA fengju 92,35% og hlut- hafar Hólmadrangs hf. 7,65% í hinu sameinaða félagi. HeUdarhlutafé Út- gerðarfélags Akureyringa hf. eftir fyr- irhugaða sameiningu nemur 1.067.055.000 króna. Stefnt er að því að leggja tiUögu um sameiningu félag- anna fyrir hluthafafund í báðum fé- lögum fyrir lok marsmánaðar. Fyrirhugaður samruni styrkir sameinað félag verulega og er áætlað að velta þess verði um 6 mUljarðar króna á yfirstandandi ári. Hið sameinaða félag hefur yfir að ráöa sjö togurum, einu nótaskipi og einum togbát. Þá rekur félagið fjórar verksmiðjur í landi: á Akureyri og Grenivík þar sem unninn er bolfisk- ur; á Raufarhöfn þar sem unnið eru úr tvífrystu hráefni og á Hólmavík þar sem rekin er rækjuverksmiðja. Á Drangsnesi hefur veriö rekin saltfisk- vinnsla en stefnt er að því að heima- menn taki við henni innan tíðar. Hið sameinaða félag mun hafa yfir að ráða aflaheimUdum sem nema samtals 24.700 þorskígUdistonnum. -gk Verðkönnun á Akureyri, Dalvík og Húsavík: KEA-Nettó með langlægsta verðið - lægra á Akureyri en í Reykjavík - Hagkaup hins vegar með hærra vöruverð á Akureyri en í höfuðborginni DV, Akureyri: Vöruverð í KEA-Nettó á Akureyri er það langlægsta á Norðurlandi. í verðkönnun Neytendasamtakanna frá 24. janúar, sem framkvæmd var á Akureyri, Húsavík og á Dalvík, kom fram að miðað við að meðal- verð sé 100 þá var vöruverð í Nettó 88,8, í Hagkaupi á Akureyri var það 97,0 og þriðja lægsta veröið var í Úr- vali í Hrísalundi á Akureyri 98,0. Aðrar verslanir sem heimsóttar voru í könnuninni eru Úrval á Húsavík þar sem verðstuðuUinn var 98,4, Hraðkaup á Akureyri 102,2, Strax á Dalvík 104,6, Strax við Byggðaveg á Akureyri 105,1 og Strax á Húsavík 105,6. Hlutfallslegur verðmunur - milli matvömverslana á flkureyn, Dalvík og Húsavík miöaö viö aö meöalverö=100 kr. Verðbreytingar frá könnun sem gerð var i nóvember sl. voru athug- aðar í KEA-Nettó, Hagkaupi og Hraðkaupi í Kaupangi á Akureyri. Verö í KEA-Nettó haföi lækkað um 0,9%, í Hraðkaupi hafði verð lækk- að um 0,7% en í Hagkaupi hafði verðið hækkað um aUs 1,5% mUli kannana. Athygli vekur verðmunur sem er hjá sömu verslunum sem reknar eru fyrir norðan og sunnan. Borið saman við könnun sem framkvæmd var á höfuðborgarsvæöinu sama dag er 1,4% munur í Nettó-verslun- unum þar sem verð er lægra á Ak- ureyri en í Reykjavík en i verslun- um Hagkaups munaði 1,5% sem verð í versluninni á Akureyri var hærra en í Reykjavík. Af Strax- verslununum er Strax á Dalvík 1,5% lægra en Strax í Reykjavík sem er hæst en á milli þeirra eru Strax á Akureyri og Strax á Húsa- vik. -gk Samsæri hrundi Yfirlýsing Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta íslands, um að hann gefi kost á sér áfram næstu fjögur ár hefur væntanlega kæft drauma þeirra sem mögulega hafa verið að hugleiða framboð. En hún gerði meira. Yfirlýsing Ólafs kæfði gjörsamlega afar lífseiga sam- særiskenningu sem gekk út á það að Ólafúr mundi hætta í sumar og koma sér fyrir í feitu djobbi í út- löndum, Davíð Oddsson mundi söðla hest sinn og ríða til Bessa- staða og loks að Bjöm Bjamason mundi sæta færi að setjast í for- mannsstólinn hjá Sjálfstæðisflokkn- um. Enda hefði Bjöm verið bros- andi í öðrum hverjum fréttatima undanfarið. Það síðastnefnda má hins vegar rekja til menningarborg- arársins og viðburða sem ýtt er á flot nær hvem dag... Óttasleginn? Steingrímur J. Sigfússon hefur varpað fram tillögu að nýrri kjör- dæmaskipan. í tillögu hans er hið nýja Norðaustur-kjördæmi slitið í sundur og núverandi kjördæmi Steingríms J., Norðurland eystra, sett með Norðurlandskjör- dæmi vestra. Tillag- an á sér væntan- lega skýringar sem Steingrímur J. hef- ur á hraðbergi en vakti engu að síður spumingu um hvort þama kristall- aðist ótti háttvirts þingmanns við að núverandi kjördæmi hans sam- einaðist Austurlandi. Steingrímur hafi skynjað að fylgi hans er ekki mikið á Austurlandi eftir að mál er varða Fljótsdalsvirkjun og álver í Reyðarfirði hafa verið í algleym- ingi... Hinum í málaskrá Héráosdóms Reykja- víkur er að finna yfirlit yfir þau mál sem em á dagskrá dag hvem. í gær mátti lesa um vinnulaunamál þar sem maður nokkur er að stefna Atl- antsskipum ehf., fyr- irtæki sem velgt hef- ur Eimskip hressi- lega undir uggum í flutningum fyrir herinn. En þar sem um vinnulaunamál er að ræða vekur athygli að lögmað- ur Atlantsskipa er Lára V. Júlíus- dóttir, þrautreyndur vinnuréttar- lögfræðingur sem starfaði fyrir Al- þýðusambandið í eina tíð... Fegurðarfirma í Cogbirtingablaðinu mátti í vik- unni lesa að fyrirtækið Amól ehf. hefði keypt firmað Fegurðarsam- keppni íslands, Ungfrú Reykjavík og Úngfrú ísland. Við nánari skoð- un kom í ljós aö Kristín Ketilsdótt- ir er skráð fyrir nefndu fyrirtæki. Og við enn nánari skoðun kom í Ijós að það er eiginkona Ólafs Laufdal sem hýst hefúr þessar keppnir lengur en elstu menn muna og sér jafhvel fyr- ir sér slag við Lindu P. o.fl. sem einnig stefna á fegurðarsamkeppn- ismið. En aðeins yfir í aðra sálma: í sama Lögbirtingablaði mátti lesa tilkynningu til Firmaskrár þess efn- is að nafni fyrirtækisins Alhliða pipulagnir sf. hafi verið breytt í Ein- hliða pípulagir sf... Umsjón: Haukur L. Hauksson Netfang: sandkorn @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.