Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2000, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2000, Side 29
XXV ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 2000 37 * i. -r. Georg Guöni sýnir málverk sín í Galleríi Sævars Karls. Landslags- stemmur Á laugardaginn var opnaði Ge- org Guðni málverkasýningu í Galleríi Sævars Karls. Georg Guðni hefur lengi verið í sérflokki meðal ungra íslenskra listmálara fyrir sjálfstæða útleggingu sína á íslensku landslagsheföinni. Um miðjan níunda áratuginn gekk hann fram fyrir skjöldu með allt að því geistlega túlkun á landslagi þar sem einstök fjöll og náttúru- fyrirbæri voru einfölduð uns eftir stóð upphaf eftirmynda þeirra. Seinna fór Georg að velta fyrir sér rómantískum innileik frumherj- anna í íslensku landslagsmálverki og hefur síðan málað miklar landslagsstemmur, uppfullar af draumkenndu andrúmslofti. Sýningar Georg Guðni nam við Mynd- lista- og handíðaskóla íslands 1980 til ‘85 og við Jan Van Eick Aka- demie, Maestricht í Hollandi, 1985 til ‘87. 1988 hlaut Georg Guðni Menningarverðlaun DV. Hann hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum hér heima á íslandi og erlendis. Verk eftir listamanninn má finna á helstu söfnum á íslandi og annars staðar á Norðurlöndum. Verkin á sýningunni eru ný og hafa ekki verið sýnd áður. Nám barna sem eiga í náms- örðugleikum Á morgun, kl. 20, verður fyrirlest- ur á vegum Félags aðstandenda bama með sérþarfir í Setbergsskóla i Hafnarfirði. Fyrirlesari verður Ragna Freyja Karlsdóttir sérkenn- ari og mun hún fjalla um nám barna sem eiga í námsörðugleikum og um samstarf kennara og foreldra. Mun hún leitast við að gefa góð ráð og kynna verkefni sem hún hefur Samkomur unnið að þar sem markmiðið er að auka félagslega fæmi bama og ung- linga við óskipulagðar aðstæður í daglegu lifi þeirra. Allir eru vel- komnir og er aðgangur ókeypis. Frelsið Samkoma verður í Frelsinu, kristilegri félagsmiðstöð, kl. 20 í kvöld og annað kvöld. Fyrirlesarar eru pastor Paul Tan frá Malasíu og Pastor Chin Siong Ting frá Singapúr. Barn dagsins í dálkinum Bam dagsins eru birtar myndir af ungbörnum. Þeim sem hafa hug á að fá birta mynd er bent á að senda hana í pósti eða koma með myndina, ásamt upplýsingum, á ritstjóm DV, Þverholti 11, merlcta Barn dagsins. Ekki er síðra ef barnið á myndinni er i fangi systur, bróður eða foreldra. Myndir eru endur- sendar ef óskað er. Möguleikhúsið: Langafi prakkari Möguleikhúsið hefur sem fyrr verið iðið að skemmta börnunum í skammdeginu og að undanfórnu hefur leikhúsið sýnt Langafa prakk- ara, sem er leikgerð Péturs Eggerz af sögunum Langafi prakkari og Langafi drullumallar eftir Sigrúnu Eldjárn og tekur útlit persónanna í leikritinu mið af myndskreyting- um bókanna. í leikgerð- inni er ekki um beina framvindu að ræða heldur er brugðið upp mynd- um af skemmtilegum atvikum í lífi Önnu litlu þar sem langafi kemur einnig við sögu. í upphafi er Anna í hlutverki sögu- manns sem talar beint til áhorfenda og myndar sá inngangur nokkurs konar ramma um hina eiginlegu at- burðarás. Langafinn sem Anna er búin að kynna fyrir áhorfendum líkamnast síðan á sviðinu og við tekur röð atriða þar sem skötuhjúin bregða á leik. Við fáum að fylgjast með þeim þegar þau búa til dýrind- is drullukökur og setja upp langömmugildru, svo dæmi séu tek- in, og svo má ekki gleyma blindra- hundinum Jakobi sem geysist inn um miðbik leiksins. Leikarar eru Bjami Ingvarsson og Hrefna Hallgrímsdóttir, ung leik- kona sem er nýlega komin heim eft- ir leiknám í Bandaríkjunum. Leik- stjóri er Pétur Eggerz. Tónlist samdi Vilhjálmur Guðjónsson. Bún- ingar og brúðugerð var í höndum Katrínar Þorvaldsdótur. Leikmynd gerði leikhópurinn. Næsta sýning er í dag en síðan er sýning á sunnu- daginn. Bjarni Ingvarsson og Hrefna Hallgrímsdóttir eru í hlutverkunum í Langafi prakkari. Skemmtanir ■2tS ■6°0 Á » 101 -7^ * 0°/3j| '2°3 * * * * * ^ * * k \ -1’3 \ Hvassviðri eða stormur Viðvörun: Búist er við stormi suðvestan- og vestanlands í kvöld. Sunnan og suðvestan 5-8 m/s. É1 suðvestan- og vestanlans í fyrstu en léttskýjað norðan- og austanlands. Veðrið í dag Frost 0 til 5 stig. Gengur í suðaust- an hvassviðri eða storm (18-23 m/s) með slyddu eða snjókomu sunnan- og vestanlands seint í kvöld en all- hvöss suðaustanátt og fer að snjóa norðaustan til í nótt. Höfuðborgar- svæðið: Sunnan og suðvestan 5-8 m/s og él í fyrstu en síðan úrkomu- lítið. Hiti i kringum frostmark. Gengur í hvassa suðaustanátt með snjókomu í kvöld en hægari vindur og rigning eða slydda í nótt. Sólarlag í Reykjavík: 18.22 Sólarupprás á morgun: 08.58 Síðdegisflóð í Reykjavík: 20.38 Árdegisflóð á morgun: 08.54 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri hálfskýjað -1 Bergstaðir skýjað -2 Bolungarvik íéttskýjaó -4 Egilsstaðir -4 Kirkjubæjarkl. léttskýjað -5 Keflavíkurflv. úrkoma í grennd 1 Raufarhöfn heiðskírt -7 Reykjavík snjóél á síó. klst. -1 Stórhöfói snjóél á síó. klst. 0 Bergen súld á síó. klst. 1 Helsinki snjókoma -8 Kaupmhöfn skýjaö -2 Ósló snjókoma -3 Stokkhólmur snjókoma -10 Þórshöfn skýjað 3 Þrándheimur snjókoma -3 Algarve þokumóöa 11 Amsterdam lágþokublettir 1 Barcelona þokumóða 8 Berlín skýjaö -3 Chicago skýjaö 6 Dublin rigning 5 Halifax heiðskírt -11 Frankfurt snjók. á síö. klst. 1 Hamborg snjók. á síó. klst. 1 Jan Mayen alskýjað -1 London mistur 0 Lúxemborg snjók. á síö. klst. 0 Mallorca heiðskírt 3 Montreal alskýjað -6 Narssarssuaq -17 New York léttskýjaö 3 Orlando hálfskýjaö 12 Paris skýjaö 4 Vín léttskýjað -4 Washington alskýjaö -1 Winnipeg léttskýjaö -1 Lilja Myndarlega stúlkan á myndinni, sem fengið hef- ur nafnið Lilja Mist, fæddist á fæðingardeild Barn dagsins Mist Landspítalans 31. desem- ber síðastliðinn. Við fæð- ingu var hún 3050 grömm og 49 sentímetrar. For- eldrar hennar eru Sigrún E. Davíðsdóttir og Sigur- jón Ámason og er hún þeirra fyrsta barn. Þungfært á Melrakkasléttu í morgun var verið að hreinsa vegi á Vesturlandi og með suðurströndinni og átti því að vera lokið um hádegisbilið. Á Norðausturlandi er þungfært Færð á vegum fyrir Melrakkasléttu, milli Kópaskers og Þórshafn- ar, en ófært um Brekknaheiði. Ófært er um Möðru- dalsöræfi og þæfingur á Vopnafjarðarheiði. Skafrenningur 0 Steinkast 0 Hálka Q} Ófært m Vegavinna-aögát 0 Öxulþungatakmarkanir □ Þungfært © Fært fjallabílum Ástand vega Russell Crowe leikur uppljóstrar- ann Jeffrey Wigand. Uppljóstrarinn Laugarásbíó sýnir The Insider, kvikmynd sem hefur fengið mjög góðar viðtökur alls staðar þar sem hún hefur verið sýnd og hefur núna fengið sjö tilnefningar til ósk- arsverðlauna. í myndinni segir frá dramatískum formála að einu stærsta réttarmáli í Bandaríkjun- um, þegar stóru sígarettufyrirtæk- in töpuðu sínu fyrsta máli. Sá sem kom höggi á þau var vísindamaður að nafni Jeffrey Wigand og er það ástralski leikarinn Russell Crowe sem leikur hann og hefur hann fengið óskarstilnefn- ingu. Helsti mótleik- '///////// Kvikmyndir ari hans er A1 Pacino sem leikur fréttastjóra í hinum þekkta fréttaskýringa- þætti 60 minutes. Einnig kemur mikið við sögu sá þekkti frétta- maður Mike Wallace sem Christopher Plummer leikur. The Insider er kvikmynd sem óhætt er að mæla með. Nýjar myndir í kvikmynda- húsum: Bíóhöllin: Three Kings Saga-bíó: Bringing out the Dead Bíóborgin: Breakfast of Champions Háskólabíó: Drop Dead Gorgeous Háskólabíó: American Beauty Kringlubíó: Toy Story 2 Laugarásbíó: The Insider Regnboginn: The Talented Mr. Ripley Stjörnubíó: Bone Collector Krossgátan 1 2 3 4 5 6 7 e 10 11 12 13 14 II 17 18 19 Lárétt: 1 framlag, 8 krota, 9 dvelj- ast, 10 fljót, 11 varðandi, 12 boð, 14 svelgnum, 17 flýtir, 18 harmur, 19 kroppað. Lóðrétt: 1 peningurinn, 2 græn- meti, 3 torveldir, 4 gort, 5 tréð, 6 ánægja, 7 umgerðin, 13 köttur, 15 planta, 16 nudd. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 form, 5 áma, 8 áleit, 9 ið, 10 agi, 11 strá, 13 mastur, 15 bónum, 18 otar, 20 lek, 22 trúar. Lóðrétt: 1 fá, 2 Olga, 3 reisn, 4 mist- ur, 5 átt, 6 mirra, 7 að, 10 amboð, 12 ásaka, 14 umla, 16 ótt, 19 ar, 21 er. JC t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.