Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2000, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2000, Side 6
6 FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2000 Fréttir__________________ Ólafsfj arðarvegur: Tvö hross dauð eftir árekstur DV, Akureyri: Ökumaður bifreiðar, sem var ekið norður Ólafsfjarðarveg á áttunda tímanum í morgun, gat ekki gert neitt til að koma í veg fyrir að lenda i hrossahópi sem kom suður veginn í myrkrinu og varð af harður árekstur. Tvö hrossanna drápust sam- stundis en ekki var fullkomlega vitað um ástand allra hinna eða hvaðan þessi lausagönguhross væru og hversu mörg þau væru. Ökumaðurinn var einn í bifreið- inni sem lenti i hrossahópnum, hann slapp án meiðsla, en bif- reið hans var mjög mikið skemmd. -gk Svangir smáfuglar: Gefum fuglunum Nú er hart í búi hjá smáfuglunum og nauðsynlegt að gefa þeim á gadd- inn. Lesandi DV benti á að gott væri að hræra bráðinni feiti saman við hvers konar mjöl eða fræ. Þetta verður grófkomótt og auðvelt að dreifa þvi. Vel getur verið að sumir eigi gamalt mjöl í pokahominu og gamla feiti og er þá tilvalið að gefa þeim það. Þá selja flestar matvöru- verslanir fuglafóður. Vert er þó aö hafa í huga að gefa þeim ekki hafra- grjón nema þau séu soðin. -hól Sveit Svíþjóðar hafði fádæma yfir- burði í sveitakeppni Bridgehátíðar og náði öruggum sigri. Sveitakeppni Bridgehátíðar Flugleiða Sveitakeppni Bridgehátiðar lauk með öruggum sigri sveitar Svía sem voru með 23 stiga forystu á sveitina í öðru sæti þegar keppninni lauk. Spilaðar voru 10 umferðir með 10 spila leikjum sunnudaginn og mánudaginn 20.-21. febrúar og var sveit Svíþjóðar í forystu nánast frá upphafi til enda. Skor sveitarinnar var sérlega glæsilegt og var að með- altali 20,9 stig i leik. Sveit Svía var skipuð landsliðsspilurunum Tommy Gullberg, Lars Anderson, Peter Fredin og Magnus Lindqvist. Að venju var mikil þátttaka í sveita- keppninni og voru 79 sveitir skráð- ar til leiks. Lokastaða efstu sveita varð þannig: 1. Svíþjóð 209 2. Þrír Frakkar 186 3. George Mittelman 181 4. Bóhem 177 5. Dillon bar 176 6. Kf. Borgfírðinga 174 7. Samvinnuf./Landsýn 173 8. Jón Sigurbjömsson 172 -ÍS Grundarfj öröur: Fá brennivínið árið 2001 DV, Grundarfirði: Grundfirðingar hafa, eins og önnur sveitarfélög, þurft að bíða lengi eftir því að vínbúð yrði opnuð í kaupstaðnum. Hreppsnefnd Eyrar- sveitar vonaðist til þess að hún yrði opnuð á þessu ári en af því varð ekki. Þess í stað urðu Dalamenn á undan. Á síðasta fundi sveitar- stjómar var tekið fyrir bréf frá for- stjóra ÁTVR. Þar er staðfest að stjóm ÁTVR hafl gert tillögu til fjár- málaráðherra um að opnuð verði vínbúð í Grundarflrði á árinu 2001. -DVÓ x>v Hrun rækjunnar kemur verst við Norðlendinga DV, Akureyri: Norðlenskar útgerðir hafa haft um þriðjung alls úthafsrækjukvóta í lögsögunni og um tvo þriðju inn- fjarðarækjuveiðinnar. Hrunið sem orðið hefur í rækjuveiðunum hefur því langmest áhrif á Norðurlandi, og er talið að útflutningstekjutap Norðlendinga vegna þess nemi tæp- lega 3 milljörðum króna. Þetta kem- ur fram í Útveginum, fréttabréfl Landssambands íslenskra útvegs- manna. Um fimmtíu bátar og skip frá Norðurlandi hafa stundað þessar veiðar og rækjuvinnslur hafa verið starfræktar á tíu þéttbýlisstöðum í fjórðungnum. Hrun rækjunnar hef- ur því gífurleg áhrif á þessu land- svæði. í Útveginum segir að þriðjungs- hlutdeild Norðurlands í úthafs- rækjukvótanum jafngildi tæplega 14 þúsund tonna falli í veiðinni miðað við meðaltal úthlutunar næstu 5 ár á undan. Miðað við sama árabil hafi veiði innfjarðarækju dregist saam- an um tæplega 3 þúsund tonn. Þannig hafi samtals fallið út um 16.500 tonn af rækju úr veiðinni á Norðurlandi og útflutningstapið nemi um 3 milljörðum króna sem fyrr sagði. í skýrslu Hafrannsóknastofnunar um úthafsrækjustofninn, sem birt var í lok síðasta árs, segir að litlar líkur séu á bata á allra næstu árum. Bráðabirgðakvóti yflrstandandi árs var staðfestur sem endanlegur kvóti og nemur 20 þúsund tonnum sem er um 60% minnkun miðað við siðustu ár. Þegar litið er til Norðurlands sérstaklega sé höggið þó enn þyngra í innfjarðarækjunni þar sem veiðin er aðeins 20% af því sem hún var síðustu fimm ár á undan. -gk íslenskir feögar í Kuummiit: Skiðalyfta bjargi börnum frá solli Feðgarnir Sigurður Pétursson skipstjóri, betur þekktur sem ísmaðurinn ógurlegi, og Ólafur Sigurðsson framleiðslu- ráðgjafi vilja stuðla að því að börnin í Kuummiit fái skíðalyftu. Hér eru þeir á einum örfárra vélsleða i þorpinu. DV-mynd Reynir DV, Kuiuniniit: „Við höfum lengi dáðst að áhuga krakkanna hérna á skíðaiðkun. Þeir eru iðulega komnir á skiðin fyrir allar aldir en aðstaða þeirra til skíðaiðkunar er engin,“ segja feðgarnir Sigurður Pétursson og Ólafur Sigurðsson. Sigurður hefur búið í Kuummiit undanfarin rúm tvö ár en Ólafur sonur hans býr í Nuuk þangað sem hann flutti fyrir nokkru eftir að hafa búið í Kuummiit í tæpt ár. Krakkamir 1 Kuummiit, sem hlotið hafa heimsathygli fyrir mótmæli sín gegn óhóflegri áfengisneyslu hinna fullorðnu, eru daglangt við alls kyns vetraríþróttir í þorpinu sem er skammt frá Kulusuk sem ís- lendingar þekkja sem fyrsta við- komustað Flugfélags íslands og ís- landsflugs á Grænlandi. Aðeins er þó hægt að ferðast beint á milli þorpanna tveggja á bátum eða hundasleðum. Feðgarnir segjast hafa leitað eft- ir því heima á íslandi hvort ekki væri hægt að fá 200 til 300 metra toglyftu fyrir lítið en án árangurs enn sem komið er. Ólafur, sem starfar við framleiðsluráðgjöf hjá Nuka A/S um allt Grænland, segir fyrirtækið hafa geflð ádrátt um að styrkja verkefnið. „Það er vel hugsanlegt að Nuka styrki þetta mál. Við höfum horft til þess að fengist lyfta á íslandi verði hægt að flytja hana með skipi hingað. Það er áríðandi að þessir krakkar fái tækifæri til að stunda heilbrigðar íþróttir. Áfengisvanda- mál er mikið hér og allt sem heitir að efla íþróttastarf forðar ungu fólki frá að falla í þá gryfju," segir Ólafur. -rt Fjóröa Vetraríþróttahátíö ÍSÍ: Vígsla skautahallar og al- þjóðleg mót hápunkturinn DV, Akureyri: Vetraríþróttahátíð íþrótta- og Ólympíusambands Islands verður nú haldin í fjórða sinn á Akureyri og fer fram 3. mars til 26. apríl. Áður hefur hátíðin verið haldin 1970, 1980 og 1990. Vetraríþróttahátiðin í ár verður með nokkuð öðru sniði en fyrri há- tíðir, hún nær yflr lengri tíma og mun fleiri vinna að undirbúningi hennar og framkvæmd. Hátíðin verður sett í Skautahöllinni laugar- daginn 4. mars kl. 17 og í tengslum við upphaf hátíðarinnar verður Strýta í HLíðarfjalli vígð um þá helgi. íþrótta- og Ólympíusamband ís- lands leggur áherslu á að almenn- ingi sé gert hátt undir höföi i dag- skrá íþróttahátíðarinnar og sérstak- lega höfðað til fjölskyldunnar. Leit- ast verður við að fylgja þessu mark- miði með námskeiöahaldi og kynn- Þessi mynd var tekin einn sólardag- inn í Oddsskarði, þar sem kornung- ur skíðamaður, Sveinn Fannar Sæ- mundsson, var á ferðinni í skíða- braut ungu fjallaljónanna og sýndi aö fyrstu sporin í snjónum lofa góðu. DV-mynd Reynir Neil ingu á íþróttum og útivist sem nái til sem flestra aldursflokka. Einnig verður (íþrótta)keppni í fjölmörgum greinum, hefðbundnum vetraríþróttum, alpagreinum og skíðagöngu, íshokkí og listhlaupi á skautum, nýjum íþróttagreinum eins og snjóbrettaíþróttum, skíðaskotfimi og „curling" sem tillaga er um að kalla „krulla" á íslensku, þá verða akstursíþróttamenn með snjósleða- keppni og aksturskeppni á stórum og smáum bflum á ís. Hestamenn reyna með sér í hestaiþróttum og halda hestasýningar. Farið verður í göngu- og skíða- gönguferðir um Eyjafjörð og til fjalla. Á boðstólum verða ratleikir og ísklif- ur. Námskeið verður í vetraríþróttum fyrir fatlað fólk og aðstandendur þess. í sambandi við það koma þekkt- ir ieiðbeinendur frá Bandaríkjunum sem kenna það nýjasta sem er að ger- ast í heiminum i þessum efnum. Hápunktur hátíðarinnar verðm- helgina 24.-26. mars en þá daga verður fjöibreytt dagskrá þar sem m.a. Skautahöflin verður vígð. Þann dag verður íslandsmót í listhlaupi á skautum, alþjóðleg skíðamót verða í Hlíðarfjalli i skíðagöngu og alpa- greinum. Göngumótið er fyrsta al- þjóðamót í skíðagöngu sem haldið er hér á landi. Hestamenn verða með sýningu í bænum, akstursí- þróttamenn keppa á vélsleðum, vél- hjólum og bflum. Þessa helgi verður þing Iþrótta- og Ólympíusambands íslands en það sækja á þriðja hundrað fuUtrú- ar af öUu landinu. HeUsugæslustöðin mælir svo blóðþrýsting hjá almenningi í mið- bænum ef viU. Það má segja að um aUar helgar og oft í miðri viku frá 3. mars og fram yfir páska verði eitthvað að gerast í sambandi við Vetraríþrótta- hátíð ÍSÍ. -gk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.