Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2000, Blaðsíða 6
6
Fréttir
LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2000
DV
FÖSTUDAGINN 14. apríl kl. 20
LAUGARDAGINN 15. apríl kl. 16
Kristján Jóhannsson
Georgina Lukács
Edward Crafts
Hljómsveitarstjóri: Rico Saccani
Einsöngvarar: Georgina Lukács,
lldiko Komlosi, Kristján Jóhannsson,
Edward Crafts
Kór íslensku óperunnar
Giuseppe Verdi: Requiem
Sálumessa Verdis er eitt stærsta og frægasta verk
þeirrartegundar. í henni nýtast honum meistaratök
sín á dramatík, því sálumessan er mikið átakaverk.
Einvalalið einsöngvara tekur þátt í flutningnum.
lldiko Komlosi
R E YKJAVÍK
ARIR 2000
Tryggið ykkur miða á þessa stórtónleika
Wliðasala
kl. 9-17 viika daga
Héskólabió v/Hagatotg
Slrili 562 2255
www.sinfonia.is
SINFÓNÍAN
Súludansstaöurinn Maxim’s í Reykjavík komst í útlensku pressuna.
Hróður Erotic Club Maxim’s berst víða:
Fannst lítið
til Reykjavík-
ur koma
- segir Alexanders Karelin og lýsir íslands-
heimsókn í eistnesku tímariti
Hróður nektardansstaðarins Max-
im’s í Reykjavík hefur borist víða. I
eistneska tímaritinu Den za Dnem 25.
febrúar birtist heilsíðuumfjöllun Alex-
anders Karelin frá Tallin sem sótti
staðnm heim fyrir nokkru. Hann lýsir
ferðbmi sem hálfgerðum draumi og
erfitt sé að ímynda sér að ferðin hafi
nokkum tíma átt sér stað.
Greini heitir „Dansað á klakanum"
og þar segir m.a.:
„Þegar kemur að „einkadansi” er
mikilvægt fyrir pOtana að gefa hönd-
unum ekki lausan tauminn. Þetta er
ótrúlega erfitt, enda er nakin kona að
dansa einungis fyrir einn mann í að-
eins hálfs metra fjarlægð. Það eina
sem örvandi hreyfmgar hennar myndi
ekki æsa upp er Páskaeyjarstytta. En
það má ekki snerta konuna, þá kemur
Vitja. Vitja er útkastari og heitir
reyndar Viddi, en stúlkumar hafa
breytt íslensku nafni hans, sem samt
er fallegt á sinn hátt, til að láta það
hljóma líkara þeirra eigin tungumáli,
rússnesku. Vitja vinnur á „Whiskey-
Erotic Club Maxim’s”, klúbbi sem er
því sem næst í miðju Reykjavíkur.
Aðeins óslitin hraunbreiða
Ég skrapp til Reykjavíkur í einn dag
í viðskiptaferð. Likt og að fara til
Lasnamae með leigubil. Það myndi ör-
ugglega enginn trúa því - í einn dag til
Reykjavíkur! ... Hefúr mig getað
dreymt þetta?
... Þeir flmmtíu kílómetrar sem
skilja flugvöUinn frá höfúðborg eyj-
unnar eru ekkert nema storknað
hraim. Báðum megin vegarins. Og
nokkur fjöll við sjóndeildarhringinn.
Upplífgandi landslag, eða hvað? Lands-
lag sem einhverra hluta vegna gerir
mann sorgmæddan og fyllir mann
heimþrá.
Ekki fannst mér heldur mikið til
Reykjavíkur koma. Svo og svo - ég hef
komið til fallegri borga. Borga þar sem
maður þarf ekki að þjást yfir því
hvemig maður á að skemmta sér þeg-
ar búið er að ganga frá öllum viðskipt-
unum - og búið að heimsækja alla
staðina...
... Eftir að hafa fengið mér í svang-
inn á einhverjum skyndibitastaðnum
fór ég í næturgönguferð um Reykjavík.
Með þá leyndu ósk í hjarta að taka þátt
í einhveijum löstum og gefa mig á
hönd skaðlegum vestrænum áhrifum."
Síðan lýsir Alexander fór sinni á
Maxim’s og samskiptum við stúlkum-
ar sem þar stigu eggjandi súludans.
Hann minnist á stranga samninga
stúlknanna sem banni þeim að stofna
til náinna kynna við viðskiptavini.
Hann tekur eina stúiku tali, Angelu
hina ógleymanlegu. Angela sem á eig-
inmann og bam í Eistlandi lýsir við-
skiptunum við Maxim’s. Hún segir frá
vændiskonu sem reyndi fyrir sér á
staðnum, en vildi heldur vinna fyrir
sér á bakinu og gafst því fljótt upp og
fór. Angela segist örugglega eiga eftir
að koma aftur. „Það er ekki svindlað á
manni hér. Þess vegna er löng röð af
stelpum sem vilja vinna á Maxim’s. Ég
sjálf kem til með að vera i Tallinn í
eina til tvær vikur og halda síðan af
stað aftur til að þéna peninga." -HKr.
Ásgeir Þór Davíösson
Skoðar umfjöllun um staðinn á rússnesku meö nektardansmey á Maxim’s.
...... Unisjón:
Reynir Traustason
netfang: sandkorn@ff.fs
Raddlausir á sviö
Egill Helgason sjónvarpsstjama
er einhver vinsæl-
asti íslendingurinn
um þessar mundir;
meira að segja svo
hátt skrifaður að
hann er kallaður til
leiks á uppskemhá-
tið Umhverflsvina
í kvöld hvar hon-
um er ætlað að
syngja. Þar verður líka annar fræg-
ur maður, Jakob Frímann Magn-
ússon, yfirstuðmaður og aðalum-
hverfisvinur með meiru. Færri vita
þó að Egill á fortíð sem frægur
söngvari. Fyrir örfáum árum kyrj-
aði hann í hljóðnema og söng af
mikilli list með hinni frægu hljóm-
sveit, Gömmunum. Leiðir Egils
gamms og Stuðmanna lágu svo
saman í Atlavík um árið þar sem
Egill keppti um athygli flöldans við
Jakbob Frímann. Báðir kepptu þeir
svo við bítillinn Ringo Starr sem
ekki síður en Egiil hefur ótrúlega
persónutöfra en afar slaka söng-
rödd...
Enn möguleiki
Vatneyrardómurinn sem allir
biðu eftir er fallinn. Úrskurður
Héraðsdóms Vestflarða var þar að
engu hafður og skipstjóri og út-
gerðarmaður Vatn
eyrarinnar dæmd-
ir í þungar sektir.
Davíð Oddsson
virðist því ekki
þurfa að leiða
þjóð sína til
Kanaríeyja eins
og lengi virtist
blasa við. Hins
vegar hefur heyrst að Valdimar
Jóhannesson „ekkikvótakóngur”
hyggist semja við Davíð um að fá
að nota flugmiðann til Kanarí.
Ekki ætlar Valdimar þó að leggjast
í sólböð heldur ætlar hann að fá að
fara úr vélinni 1 Brússel og halda
málarekstri áfram. Það er því enn
þá veik von að við fáum að fara til
Kanarí...
Klaustur Maxim’s-
reglunnar
Kolbrún Halldórsdóttir alþingis-
maður hefur háð harða baráttu
;egn klámbylgj-
unni ógurlegu.
Henni hefur nú
óvænt bæst nýr
liðsmaður i bar-
áttusveitina. Það
er enginn annar
en súluvæðingar-
frömuðurinn Ás-
geir Þór Davíðs-
son, eigandi nektardansstaðarins
Maxim’s. Hann ber hag nektar-
kvenna mjög fyrir brjósti og vill
vernda þær á allan hátt. í þeim til-
gangi hefur hann látið stúlkunum í
té samning sem gerir þeim kleift
að forðast ágengni íslenskra karl-
manna. Virðist engu líkara en
Geiri sé aö breyta Maxim’s í
klaustur...
Ástríður forsætisráð-
herra
í fréttaskeyti
um heimsókn
forsætisráðherra
íslands til
Kanada kom at-
hyglisverð frétt
í gær. í skýring-
artexta með
mynd sem
fylgdi skeytinu segir
sé forsætisráðherra íslands,
Ástríður Thorarensen, að hlusta
á kanadíska forsætisráðherrann,
Jean Chrétien, á fréttamanna-
fundi í Ottawa. Frú Thorarensen
hafi verið í opinberri heimsókn í
Kanada. Hvort maðurinn við hlið
Chrétien sé svona kvenlegur í aug-
um kanadískra fréttamanna, með
sitt krullaða hár, vitum við ekki.
Athygli vekur þó að ekki er minnst
einu orði á eiginmann forsætisráð-
herrans, Davíð nokkurn Oddsson...