Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2000, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2000, Blaðsíða 51
LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2000 DV X 59 Tilvera Lífiö er dásamlegt (La vite e bella) Eins þriggja evrópskra mynda sem þakka má aukna aösókn á evrópskar myndir. Fleiri sjá evr- ópskar myndir Asgrímur Sverrisson skrifar um kvikmyndir. Þau ánægjulegu tíöindi berast nú frá meginlandi Evrópu að aðsókn á evrópskar myndir sem sýndar eru utan heimalandsins hafi aukist um allt að 45 prósent á síðasta ári. Þessar töl- ur koma frá kvikmyndahúsakeðjunni Europa sem leggur áherslu á sýningar evrópskra kvikmynda og nýtur til þess sérlegs stuðnings Evrópusambandsins. Europa-keðjunni tilheyra 755 tjöld i 183 evrópskum borgum og 17 löndum, þar á meðal á íslandi, en bæði Háskólabíó og Regnboginn taka þátt í þessu verk- efni. Þessi aukning er sérstaklega þökk- uð þremur myndum: Veislunni eftir Thomas Vinterberg, Lífið er dásamlegt eftir Roberto Benigni og Allt um móð- ur mina eftir Pedro Almodovar, en hún hlaut verðskuldaðan Óskar á dög- unum sem besta erlenda myndin. Það er auðvitað alltof snemmt að blása* í lúðra og skála í dýrum miði því enn hailar mjög á evrópskar myndir á heimamarkaði gagnvart framboði Hollywood-mynda. Mun áætlað að markaðshlutdeild evrópskra mynda sé prósent í álfunni. Engu að síður er ástæða til að gleðjast yfir þessum ár- angri, sem og öðrum vísbendingum um aukinn áhuga á evrópskri kvik- myndagerð. Bandarískir kvikmynda- framleiðendur hafa nú á allra síðustu árum snúið sér í auknum mæli að framleiðslu evrópskra mynda, með að- aláherslu á Bretland, sem er skiljan- legt vegna tungumálsins. Þannig hafa orðið til ýmsar vinsælar myndir á borð við Notting Hill, The English Patient, Shakespeare in Love, Elisa- beth og The Talented Mr. Ripley, svo einhverjar séu nefiidar. Allar voru þær gerðar fyrir ameríska dollara en höfðu sterka evrópska sýn og áherslur. Það að aðeins þrjár myndir standi upp úr þarf ekki að koma á óvart og í raun gegnir sama máli með myndir frá HoOywood þar sem „blokkbusteram- ir“ halda uppi meðaltalinu. Hitt er mikilvægara að til séu evrópskar myndir sem draga fólk í bíó í stórum stíl því þeim fylgir löng röð af öðrum myndum sem fólk fer einnig að sjá, nema í minna mæli. Sú hugmynd fær þannig hljómgrunn meðal almennings í kringum 10-12 að evrópskar myndir gætu einnig ver- ið bíómiðans virði. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir framtíð evrópska mynda að þessi hugsun sé fyrir hendi. Þá þarf að vera framboð á myndum sem fólk vill sjá. Alltof lengi hafa evrópskar myndir dvalið í menningarlegu gettói og al- menningur gert samasemmerki milli evrópskra mynda og leiðinlegra. Stór hluti fjölmiðla mælir velgengni í að- sókn og mótar þannig afstöðu almenn- ings. í krafti öflugrar markaðssetning- ar og aðgangs að yfirgnæfandi meiri- hluta kvikmyndahúsa í Evrópu valtar Hollywood yfir evrópskar kvikmyndir sem yfirleitt eru gerðar á öðrum for- sendum. Hollywood er alþjóðlegt tákn fyrir skemmtun og afþreyingu en evr- ópskar myndir hins vegar ríkisrekin fyrirbæri, klyfiaðar ákveðnu „fram- færsluhugarfari" og hafa ekki endi- lega skemmtisjón- armiðið í háveg- um. Þetta er auð- vitað einfóldun en staðreyndin er sú að evrópskar kvik- myndir hafa verið frekar aftarlega í huga hins breiða fiölda. Um Hollywood gegnir öðru máli. Heimsmynd okkar hefúr ekki síst mótast af amerískum kvikmynd- um: Ameríka er heimurinn í smásjá en um leið goðsögnin um fyrirheitna landið. Nú er ekkert í bandarískri menn- ingu sem gefur þarlendum yfirburði yfir aðra í því að segja sögur. Munur- inn felst í því að Bandaríkjamenn hafa aldrei tekið kvikmyndir sérlega alvar- lega, þ.e. lyft þeim upp á stall. Fyrir þeim er þetta fyrst og ffemst bisness. Evrópa er aftur á móti að kikna undan eigin menningarsögu. í skugga hennar finna menn sig smáa en dreymir jafh- framt stóra drauma því til mikils er að vinna. Eða hvað? Dogme-stefiiunni var meðal annars beint gegn þessari hugsun og sem bet- ur fer virðist ýmislegt benda til þess að þetta þungbúna viðhorf sé á undan- haldi. Ef evrópskir kvikmyndagerðar- menn bera gæfu til að halda áfram að losa sig úr fortíðarfiötrunum er engin ástæða til að kvíða framtíð evrópskra mynda. FjnlsltyMiimál mam 55 Pú ert frábær! CC Eitt af því sem einkennir samfé- lagið okkar í dag er hvað margt er orðið ópersónulegt. Við erum öll metin sem einhver kennitala, ald- urshópur, kyn og svo framvegis, númer í hinum íslenska genabanka. Oft vill það gleymast að við erum hvert og eitt svo miklu meira en það sem talan, númerið og stimpillinn gefur til kynna. Við erum nefnilega á vissan hátt eins og ferðataska á leið frá einum áfangastað yfir á þann næsta. Þér finnst kannski skrýtið að ég skuli líkja okkur viö ferðatöskur. En sjáðu nú til! Þá má segja að lífið sé eins og ferðalagið sem taskan er á. Þar með er líking- in milli okkar og ferðatösku orðin nokkuð góð. Ekki frekar en ferða- taska á ferð vitum við hvert ferð- inni er heitið. Ferðataskan fær síð- an númer í hvert sinn sem hún fer úr einni flugvél í aðra á milli áfangastaða. Og á leiðinni á milli áfangastaðanna safnast meir og meir í ferðatöskuna. Þið vitið sjálf hvernig það er þegar maður er á ferðalagi, maður kaupir eitt hér og annað þar, minjagripi, fot, ódýra og dýra hluti og allt fer í töskuna. Sumt tökum við fljótt upp aftur og notum, jafnvel meðan við erum á ferðalaginu. Sumt lendir í geymslu þegar við komum heim og gleymist þar í mörg ár. Sumt fer upp á vegg til skrauts svo allir sjái það. Sumu hendum við bara! Við berum með okkur, eins og taskan, í gegnum líf- ið, allt það jákvæða og neikvæða sem fyrir okkur hefur komið, allar góðu stundimar og hinar slæmu, allt það sem við skreytum okkur með og líka það sem við þurfum að fela aö því er okkur finnst. Og við eigum okkur öll bæði góðar og slæmar minningar. Sumt tekst okk- ur vel með og annað miður, eins og gengur. En allt fer það í töskuna okkar góðu. Nú eru sumir þannig að þeir muna einhvern veginn bara eftir slæmu hlutunum sem liggja á tösku- botninum. Kannist þið ekki öll við það þegar við vöknum á morgnana, lítum í spegil og hugsum með okkur „hörmung er að sjá mig í dag“. „Mikið er ég að fitna, ég sem er alitaf í megrun. Mér gengur bara ekki neitt að grenna mig, ég get Oft vill það gleymast að við erum hvert og eitt svo miklu meira en það sem talan, númerið og stimpillinn gefur til kynna. Við erum nefni- lega á vissan hátt eins og ferðataska á leið frá ein- um áfangastað yfir á þann nœsta. ekki látið sjá mig svona! Það er munur en hún Gunna eða hann Jón“. Svo höldum við út í daginn, þegar við erum búin að brjóta okk- ur sjálf vel og rækilega niður. Og þegar við erum búin að tala svona neikvætt um okkur sjálf í nægilega mörg ár þá endar það með þvi að Þórhallur Heimisson skrifar um fjölskyldumál í Helgarblad DV við förum að trúa því sem við segj- um. Tala nú ekki um þegar allir aðrir eru jafn neikvæðir. Því við ís- lendingar erum ekki sérlega dugleg- ir að hrósa hver öðrum! En það er til annars konar tal. Það er til dæmis hægt að segja við sjálfan sig „heyrðu, ég er nú bara með fullt af góðum hlutum í tösk- unni minni“, svo við höldum okkur nú við líkinguna af líflnu sem tösku. „Það er heilmikið sem ég get tekið upp og sýnt öðrum.“ „Ég er búinn að gera fullt af góðum hlut- um,“ eða við getum líka sagt, já, ég lít nú bara ekki svo illa út í dag“, „ég get alveg látið vaða einhverja góða sögu í vinnunni eins og hinir“. Alveg eins og við getum talað okkur niður í kjallara, þá getum við gefið okkur sjálfum klapp á öxlina og gert lífið miklu betra fyrir okkur sjálf og umhverfið. Nú haldið þið kannski að ég sé að segja að við eigum að blekkja okkur sjálf til að halda að við séum betri en við erum í raun og veru. Ef þú hugsar þannig, þá ert þú einn af þeim sem eru fullir af neikvæðni í eigin garð. Þú ættir í þessu tilfelli að stinga neikvæðninni undir stól- inn, horfa í spegilinn á veggnum heima hjá þér og segja við spegil- myndina „Þú ert frábær." Það skipt- ir nefnilega svo miklu máli hvað það er sem við veljum að hugsa um okkur sjálf. Við erum ekki bara kennitölur, neytendur, kjósendur eða genasafn í íslenska genabankan- um. Eins og ég sagði hérna áðan þá erum við full bæði af jákvæðum og neikvæðum upplifunum, full af reynslu og höfum öll miklu að miðla. En við getum sjálf valið hvort við viljum leggja áherslu á þetta neikvæða eða þetta jákvæða. Ef við ákveðum að draga svarta rúllugardínu fyrir tilveruna, þá er sálin alltaf í myrkri, jafnvel þó sól- in skíni úti. Og ef við erum neikvæð út í okkur sjálf verðum við full af neikvæðni út í alla aðra. Hvernig væri nú, með hækkandi sól, að rífa rúllugardínu neikvæðninnar frá sálartetrinu og leyfa sólinni að skína bæði á okkur sjálf, fiölskyldu okkar og vinnufélaga? Því, sjáðu til, við erum frábær! Og hana nú! M A B J DÐA ÞEI? S Æ. Tl ? 'i fs Kt'i 2), omino HDRNSQFI S VARTUR • LJÓSBRÚ NN DÖKKBRLINN* dökkblár St^BO 200x245 CM SAK: B6 cm Leður á slitflötum TM - HÚSGÖGN Síðumúla 30 - Sími 568 6822 - œvintýri líkust
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.